Morgunblaðið - 12.08.1978, Page 22

Morgunblaðið - 12.08.1978, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 21 mér þótt bæði Búnaðarþing og Stéttarsamband bænda standa yfir höfuð illa að málefnum bænda að undanförnu. Þeir hafa rokið upp til handa og fóta og hafa viljað láta skattleggja bændur. Það að ganga fram fyrir skjöldu um slíkt hefur ekki tíðkast í okkar baráttu sem stéttar og er ekki til þess fallið að bæta stöðu okkar. Hvernig getur líka ráðstöfun eins og smjörútsalan komið bændastéttinni til góða. Verðinu er dembt niður og fólk getur birgt sig upp og skömmu síðar er verðið hækkað stórkostlega og niður- greiðslur lækkaðar. Það segir sig sjálft að slíkt hlýtur að loka fyrir alla sölu. Ég held hins vegar að það sé gert of mikið úr vandamálum landbúnaðarins. Það er sama hvort um er að ræða kindakjötið eða mjólkina. Þetta umframmagn er ekki það mikið að ef t.d. kæmi hér Kötlugos og aska legðist yfir sunnanvert landið eða aðrar nátt- úruhamfprir, þá er ég hræddur um að fólki þætti gott að grípa til þessara umframbirgða. Persónulega þá er ég á móti fóðurbætisskatti, því að ég tel að hann eigi ekki rétt á sér og ég hugsa helst að ég færi að gefa meiri fóðurbæti til að mæta auknum útgjöldum heldur en að draga úr kjarnfóðurgjöfinni og framleiðslunni, yrði hann settur á. Kvótakerfið er að sumu leyti betra, en ég er hræddur um að menn kæmust fljótt upp á lagið með að fara í kringum það og allar undanþágur þýða yfirleitt endalok kerfisins. Vinnutíminn 14 til 18 tímar á sólarhring Oft er talað um langan vinnu- tíma til sveita og að lítið sé um frítíma? — Vinnutíminn er vissulega langur og maður setur það ekki fyrir sig að vinna 14 til 18 tíma á sólarhring. Hjá okkur sem erum með kýr þýðir ekkert að tala um frítíma en þetta er nokkuð sem maður hefur orðið að sætta sig við, hvað sem það verður lengi. Það hefur verið rætt um að leysa úr þessum málum og þá helst á vegum búnaðarsambandanna, sem stæðu þá fyrir skipulegri afleys- ingaþjónustu. Til þess að svo gæti orðið þyrfti að fá til þessara verka hæfa menn, því það er ógjörningur fyrir einstaka bændur að fá menn til að hlaupa í skarðið fyrir sig og það er líka kostnaðarsamt að ráða mann, þjálfa hann fyrst og fara svo í frí. En hvað þá ef veikindi verða á heimili og heimilisfólkið getur ekki gengið til mjalta og gegn- inga? — Við megum hreinlega ekki verða veik — það er hreinlega ekki inni í dæminu. Sjálfur varð ég fyrir því að meiða mig og var með höndina í fatla og frá vinnu í rúman mánuð. Ég var svo heppinn að þegar ég kom út af Slysavarðs- stofunni, datt mér í hug að leita til frænda míns, sem hér hafði verið í sveit og var nú að hætta á sjónum. Hann reddaði mér í það skiptið en þetta var bara tilviljun. Brýnast aö fá fyrr greiðslur fyrir innlagöar afuröir Hver eru að þínum dómi brýn- ustu hagsmunamál bænda nú? — Það sem mér er efst í huga er að finna leið til þess að við fáum fyrr greiðslur fyrir afurðir okkar. Ég kaupi til dæmis áburð í vor og ber hann á túnin, ég heyja og kosta til olíu og vinnulaunum, gef heyið í vetur og legg mjólk inn í Mjólkurbúið. En fyrir þessa fram- leiðslu fæ ég ekki gert upp fyrr en í maí á næsta ári og þágetur verið liðið meir en ár frá því að ég keypti rekstrarvörurnar til þessar- ar framleiðslu. Þetta fyrirkomulag þolir bændastéttin ekki á þeim dýrtíðartímum, sem í landinu er, sagði Helgi að lokum. Á Efri-Rauðalæk er notaður sjálfhleðsluvagn tit aö hirða baggana og tekur búnaður vagnsins baggana upp af túninu, hleður peim á vagninn og setur hjá á færiband heim við hlööuna, pegar pangað er komið. „Heppilegast að reka kúabú í Flóanum” Að Geirakoti í Flóanum hefur Ólafur Kristjánsson rekið kúabú um nokkurra ára skeið. Bú þetta er allvænt. telur um 30 kýr og nokkra kálfa. en Ólafur tók við því af föður sínum. Er okkur bar að garði var Ólafur að fara yfir heyhleðsluvagn sinn, en hann var nýkominn frá Stekk. þar sem hann hafði verið að aðstoða bóndann við heyskapinn. Sjálfur hafði Ólafur lokið við að hirða allt sitt fyrir rúmri viku. „Sprettan var alveg sæmileg hjá mér,“ sagði Ólafur er við inntum hann eftir heyskaparhorfunum. „Ég geri þó ráð fyrir að heyfengur- inn í ár sé minni en í fyrra, en samt er það ekkert til að kvarta undan. I fyrra seldi ég hey til bænda við Eyjafjörðinn, en ætli ég geri mikið af því í ár,“ hélt hann áfram. „Ætli helmingurinn af mínu heyi fari ekki í vothey og afgang- urinn fer í þurrhey. Allt þurrheyið er súgþurrkað og það gerir mikinn mun,“ segir Ólafur og sýnir okkur hvar súgþurrkarinn blæs inn undir stokkana í hlöðunni. „Votheyið fer hins vegar í súrheysturnana tvo,“ bætir Ólafur við um leið og við göngum inn í þá. Niður úr loftinu hangir kló og Ólafur útskýrir fyrir okkur að klóin sé notuð til að ná í vothey efst í turnunum. Hún er á braut, sem er í lofti turnanna og hægt er að láta klóna síga og hala hana upp, allt eftir því sem þörf krefur. „Ég næ í góðar tuggur úr turnun- um með klónni og læt heyið í hjólbörur og ek því síðan í þeim inn í fjós,“ útskýrir hann og opnar hurðina inn í fjós. Er við furðum okkur á því hve hægt sé tæknivætt í Geirakoti, glottir Ólafur aðeins við og segir: „Þið ættuð að fara austur í Landeyjar og sjá búskap bændanna þar, þeir eru vanir að hlæja að okkur hérna í Flóanum.“ „Ég er með 30 kýr alls hérna og allt eru það mjólkurkýr heldur Ólafur áfram, „ég hef ekkert gert af því að vera með holdanaut. Mjaltir taka um tvær klukku- stundir og því fara fjórir tímar í að mjólka á hverjum degi. Á veturna er ég hins vegar allt upp í átta stundir á dag í fjósinu, þá þarf líka að gefa kúnum og sinna þeim miklu meira en á sumrin. Yfir vetrartímann er ég einn að stússa í þessu, en núna eru mér til aðstoðar tveir unglingar og það er alveg feikinógur mannskapur. Þegar heyskapurinn stendur yfir komast til dæmis ekki nema þrír að, tveir eru að moka inn í blásarann og einn að slá,“ segir Ólafur. „Geirakot er eingöngu kúabú, ef frá eru taldar þær 30 ær, sem faðir minn er með. Ég tók við búinu af honum, ekki svo að skilja að ég sé einkabarn, heldur æxlaðist þetta einhvern veginn þannig. Þá voru hérna 10 til 12 kýr og nokkrir tugir fjár, en ég seldi kindurnar. Ég tók fljótlega til við að byggja ný útihús, fjósið var byggt 1971 og síðan hvert útihúsið á fætur öðru. Núna síðast var vélageymslan byggð, en það var verið að múrhúða hana um daginn. Þegar ég byggði útihúsin tók ég lán til 20 ára og skuldbatt mig um leið til að vinna að mjólkurframleiðslu næstu tvo áratugina. Nei, ég get ekki sagt að mér þyki neitt sérstaklega vænt um kýr,“ segir Ólafur er við spyrjum hann að því hvort honum þyki eitthvað meira til kúa koma en annarra húsdýra. „Það er bara langheppilegast að reka kúabú hérna í Flóanum, a.m.k. kemur ekki annað til greina fyrir mig. Það hefur líka sína kosti að vera með kýr, ég þarf hvorkf að rýja né smala.“ Auðvitað er þetta bindandi starf, ég get ekki stokkið frá þegar ég vil, en ég fer þó stundum á samkomur. Oftast fer ég á Selfoss, en ég læt mig þó ekki muna um að skreppa til Reykjavíkur. Það eru ekki nema tæpir 00 kílómetrar og það er ekki lengi verið að aka þá leið. Mér lízt í hreinskilni sagt ekkert á framtíðina þessa stundina. Almenningur er að breyta matar- venjum sínum, landbúnaðaraf- urðaneyzlan er að dragast saman og þá safnast birgðirnar upp. Þegar þannig horfir ekkert grín að vera bóndi og ég mundi svo sannarlega ekki ráðleggja neinum að leggja búskap fyrir sig,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur Kristjánsson og nokkur systkinabörn hans, sem voru í heimsókn, talið frá vinstri: Kristján Einar Gunnarsson, Óiafur, Svanhildur Bjarnadóttir og Anna ína Aagestad.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.