Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
Óli Andri Haraldsson og strákarnir Steingrímur Ólason og Guðmundur
Jóhann Guðmundsson í nýja svínahúsinu. Lampinn lengst til vinstri á
myndinni er vermilampi sem hafður er hjá nýfæddum grísum. Ljósm. RAX.
„Ráðlegg eng-
um að fara út
í svínarœkt”
Að meöaltali eiga gylturnar 10 til 14 grísi, en pessi á níu.
„Gallinn við að reka svínabú er
að verðlaK á aíurðunum er meira
rokkandi, en á hinum hefð-
bundnu landbúnaðarafurðum.
Framboð og eftirspurn ráða
verðinu að mestu leyti. Maður
vonar auðvitað það bezta, en því
er ekki að neita að það eru ýmsar
blikur á lofti.“ Sá sem þessi orð
mælir, Óli Andri Haraldsson,
mælir af cigin reynslu, því óli
hefur rekið svínabú í Nýjabæ í
Flóanum í rúman áratug. Fyrst í
stað voru gylturnar að vísu
aðeins tvær, en er árin liðu
fjölgaði þeim og nú eru þær
orðnar 51.
Óli var í nýja svínahúsinu er við
sóttum hann heim, en það hús
hefur hann verið að byggja á
undanförnum árum og nú nýtir
hann um helming þess. Nýja
svínahúsið tekur 50 gyltur og tvær
grísastíur eru í því. Nú eru í
húsinu um 25 gyltur og aðra
grísastíuna notar Óli.
„Ég keypti þessa jörð af gömlum
hjónum, sem voru orðin þreytt á
að reka býlið,“ segir Óli er við
spyrjum hann um aðdraganda
þess að hann gerðist bóndi. „Hér
fyrir austan hef ég nú búið í 18 ár,
en ég hef ekki aðeins stundað
búskap, því ég vann úti í átta ár.
Fyrst í stað vann ég í Kynbóta-
stöðinni í Laugardalnum og síðar í
Mjólkurbúi Flóamanna, en það fer
illa saman að vinna úti og reka
bú.“
Er Óli hóf búskap sinn var hann
með tvær kýr og 18 ær, en er fram
liðu stundir fjölgaði kúnum og
flestar urðu þær sjö, þótt svo
yfirleitt hafi þær verið fimm eða
sex. „Ég hætti við beljurnar fyrir
svona tíu árum,“ heldur Óli áfram
„en þá tók Jónas Guðbrandsson við
starfi dýralæknis og hann vildi
ekki leyfa mér að halda áfram með
kýrnar, nema ég endurbætti fjósið.
Það gerði ég ekki, en sneri mér
þess í stað að svínunum. Ég keypti
tvær gyltur, annað hvort árið 1964
eða 1965, og 1967 reisti ég fyrsta
áfanga svínabúsins.
Gylturnar eiga yfirleitt 10 til 14
grísi hver, en það hefur komið
fyrir að gylta hafi aðeins átt einn
grís. Grísunum er slátrað sex til
sjö vikna gömlum og yfirleitt
slátra ég á þriggja vikna fresti. Ég
get ekki sagt að það sé nein
eftirsjá að grísunum, þegar að því
kemur aö slátra þeim, tilgangur-
inn er að ala þá upp til slátrunar
og því finnst mér sjálfsagður
hlutur að slátra þeim. Þar að auki
er ég hvergi nálægur, þegar þeim
er slátrað, mitt verk er aðeins að
koma grísunum upp á bíl, sem
síðan ekur með þá í sláturhúsið.
Gyltur verða ekki mjög gamlar
og ég reyni að hleypa ekki upp á
þær fyrr en þær eru orðnar sjö,
átta mánaða, þá bera gylturnar
fyrstu grísunum þegar þær eru svo
til árs gamlar.
' Svínin eru mjög viðkvæm á
fóðrum, mun viðkvæmari en flest-
ar aðrar skepnur. Ég fóðra svínin
á staðlaðri fóðurblöndu, en einnig
gef ég gyltunum nýslegið gras.
Þeim finnst gott að fá það og
einnig verða þær hraustari, því
það eru vítamín í grasinu. Hirðing
er einnig vandasöm, en hún þarf
að vera nákvæm."
Óli er spurður að því hvort hann
vildi ekki gjarnan stunda einhvern
annan búskap og svarar hann því
játandi, hann hafi meiri áhuga og
ánægju af öðrum búrekstri, „en
þetta er lítil jörð og ég sá ekki
fram á það að ég gæti komið upp
arðvænlegu búi á annan hátt,“
segir Óli.
„Það er erfitt að koma markað-
inum upp, því hann er mettaður,"
svarar Óli, er hann er spurður um
markaðshorfur í dag. „Sjálfur hef
ég orðið að fara í aðra vinnu af og
til, til að bjarga málunum. Stærsta
vandamálið er að losna við vöruna,
því það er offramleiðsla á svína-
kjöti sem öðrum landbúnaðar-
afurðum. Því er ekki að leyna að
mér finnst svínakjöt vera nokkuð
dýrt í útsölu og tel ég að það sé
kjötkaupmaðurinn, sem ráði
mestu þar um, það er að segja
hann getur næstum því lagt eins
mikið á kjötið og honum sýnist. Ég
veit ekki hvaða hlutar svínsins það
eru, sem ekki eru nýttir, á mínu
heimili fer ekkert til spillis, ef um
fyrsta flokks svín er að ræða.
Nei, svínakjöt er ekki leiðigjarn
matur," segir Óli í framhaldi af
spurningu okkar, hvort fjölskyld-
an í Nýjabæ sé ekki orðin leið á
svínakjöti. „Við borðum töluvert
af því og það gengur vel úr.
Auðvitað er það helzt um helgar,
sem svínakjöt er hér á boðstólum,
en bacon er oft borðað og það
kunna allir að meta.
Ég veit ekki hvort þessi
megrunarherferð hefur haft svo
mikil áhrif á mína framleiðslu, eða
sölu svínakjöts almennt. Ég segi
fyrir mitt leyti að ég ét eins og mig
langar til og samt er ég ekki
feitari en ég er,“ segir Óli og hlær
við.
„Um framtíðina ætla ég litlu að
spá, en ég mundi ekki ráðleggja
neinum að fara út í svínarækt,
þrátt fyrir að samkeppnin sé ekki
mikil,“ segir Óli að endingu.
„Ekki hœgt að hafa
hrossabúskap einan
sér sem lifibrauð”
ÞAU ERU ekki mörg búin í
landinu þar sem hrossarækt og
framleiðsla reiðhrossa er aðal-
uppistaðan f búskapnum. Algeng-
ara er að bændur fáist við
hrossarækt meira í hjáverkum og
oft frekar sem tómstundagaman.
Þó eru þær nokkrar jarðirnar,
sem að mestum hluta eru notaðar
til hrossaræktar og er ein þeirra
Kirkjubær á Rangárvöllum. Þar
rekur Sigurður Haraldsson bóndi
hrossaræktarbú sitt en í Kirkju-
bæ hefur hann búið sl. 11 ár.
Ilrossarækt í Kirkjubæ á sér þó
lengri sögu en upphafsmaður að
þeirri ræktun, sem enn er við-
haldið þar, var Eggert heitinn
Jónsson frá Nautabúi. Árið 1945
hyrjaði hann að safna saman
hryssum, flestar voru þær að
stofni til frá Svaðastöðum og var
hann fyrstu tvö árin bæði vestur
á Reykhólum og á Bessastöðum
en 1945 byrjar hann með hrossa-
bú í Kirkjubæ.
— Nei, hrossabúskap er ekki
hægt að hafa fyrir lifibrauð vegna
þess hversu markaðurinn fyrir
hrossin er óviss, sagði Sigurður
Haraldsson í Kirkjubæ, er við
heimsóttum hann. — Til að hægt
sé að framfleyta fjölskyldu af
slíkum búrekstri verða menn að
hafa einhverja tryggingu og þá
meina ég annað hvort aðra bú-
grein eða aðra vinnu. Sjálfur hef
ég leyst þetta með því að vera með
sauðfé og er nú með um 200 fjár
auk þess, sem ég hef starfað við
kennslu.
— Ástæðan fyrir því að ég fór
út í þessa hrossarækt er kannski
öðru fremur áhugi minn á búfjár-
rækt almennt og ég hef líka gaman
af ræktun sauðfjár og get nefnt
sem dæmi að þau 10 ár, sem ég bjó
í Reykjavík, var ég alltaf með fé.
Þessi búfjárræktaráhugi er mér í
blóð borinn og það er ekki snefill
af gróðahyggju, seni þarna hefur
ráðið ferðinni.
„Selur ekki nema
eitt og eitt hross
á erlendan markað“
I hrossaræktarbúinu í Kirkjubæ
eru um 50 stofnhryssur, sem nær
allar eru með folöldum árlega og
hafa undanfarin ár verið um 150
hross á Kirkjubæjarbúinu, þegar
flest hefur verið. Við spurðum
Sigurð hvert hann seldi aðallega
hross af búinu.
— Minn hrossamarkaðu-r er
nokkuð sérstæður fyrir það að ég
sel ekki nema rétt eitt og eitt hross
á erlendan markað. Ég hef aðal-
lega selt hross frá búinu vítt og
breitt um landið og þá ekki nema
að litlum hluta á Reykjavíkur-
svæðið, hins vegar hafa hross frá
mér t.d. mikið farið norður í land
og til Austurlands. Sjálfur hef ég
það alltaf á tilfinningunni að það
séu ekki mörg hross, sem ég sel á
Kirkjubæjarhrossin eru nær undantekningarlílið rauöblesótt. Hér mó sjá
nokkur hrossanna úr stóðinu í Kirkjubæ.
hverju ári en þetta tínist til þegar
það er talið saman. Venjulega set
ég á 20 til 25 folöld á hverju hausti
og það selst allt, þannig að ég sel
að jafnaði sem svarar einum
árgangi á ári. Hrossin héðan hafa
selst vel og nú á ég t.d. engan
sölugrip, sem er eldri en 3 vetra.
Nú hafa flestir hrossabændur
lagt, á það áherzlu að selja á
erlendan markað. Er einhver
sérstök ástæða fyrir því að þú vilt
heldur selja hrossin á innanlands-
markað en úr landi?
— Ég er í þessu af áhuga fyrir
að rækta hross fyrir íslendinga.
Sjálfur hef ég mestan áhuga fyrir
því að hægt sé að nota hross frá
mér sem reiðhesta eða kýnbóta-
gripi-
Ég hef heldur ekki alltof sterka
trú á þessum erlenda markaði og
ég held að þess verði ekki langt að
bíða að útlendingar fari sjálfir að
framleiða hross af íslenskum
stofni. Þegar eru komin út það
mörg hross og þá bæði hryssur og
stóðhestar að þeir geta hæglega
framleitt mestan hluta þeirra
hrossa, sem þeir þurfa. Þetta á þó
sérstaklega við þau lönd þar sem
íslensku hrossin eru orðin flest en