Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 47

Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 47 LANPSLIÐSMAL- IN ÍLÁGINNI LIÐIN VIKA — Varðandi knattspyrnu var lidin vika svipuð flestum þeim sem á undan eru gengnar, þ.e.a.s. flest dæmin gengu upp. Aðalleikir vikunnar voru undanúrslit bikarkeppninnar þar sem Valur og Akranes tryggðu sér sæti í úrslitaleik, einu sinni enn og munu leika hinn 27. ágúst n.k. Það að komast í úrslitaleik bikarkeppninnar er að mínu mati orðinn einn þýðingarmesti punktur varðandi tekjuöflun. en á góðum degi má ætla að úrslitaleikur geti gefið viðkomandi liðum allt að 2 milljónir króna í ágóðahlut. FIRMAKEPPNI - Fyrirtækja keppni eða firmakeppni í knatt- spyrnu hefur nær lognast út af hin síðari ár. Á árunum 1955 — 1965 var firmakeppni mjög vinsæl og þátttaka almenn. Þegar best lét var m.a.s. leikið í tveimur deildum. Jafnframt hinni almennu firmakeppni var árleg knattspyrnukeppni milli vélsmiðja, svonefnd smiðju- keppni, bifreiðastöðvakeppni, keppni milli áhafna fragtskip- anna og ýmislegt fleira var þá á döfinni. Nú er öldin önnur varðandi þessi mál og það eina sem undirritaður hefur heyrt minnst á er svolítill angi af smiðjukeppni en þær fréttir fara þó mjög hljóðlega. Eg tel það miður að firma- keppni skuli ekki vera í gangi og tel að slík keppni eigi fullan rétt á sér og sé til góðs fyrir knattspyrnuna landinu. Það kunna að valda því ýmsir ann- markar að halda slíka keppni, en ég álít að hér sé fyrst og fremst um framkvæmdaatriði að ræða, viljinn er örugglega fyrir hendi. Stofna þarf sjálfstætt fram- kvæmdaráð. skipað fulltrúum þeirra fyrirtækja, sem þátt taka í keppninni. Setja þarf ákveðnar reglur um hverjir séu hlutgengir í hvert lið og sitthvað fleira. Aðalatriðið er að hafa reglurnar fáar, en fylgja þeim fast eftir. Ég álít enníremur að Knatt- spyrnusamband íslands eigi alls ekki að vera framkvæmdaaðili, heldur gæti hér verið verkefni fyrir kanttspyrnuráð hvers bæjarfélags að aðstoða eða sjá um framkvæmdina í samráði við fulltrúa fyrirtækjana. Ég skora hér með á áhugasama menn um knattspyrnu að hugleiöa þessi mál að nýju og hrinda í fram- kvæmd myndarlegri firmakeppni í knattspyrnu. SKÓLAKEPPNI - í framhaldi af ofangreindu rabbi um firma- keppni finnst mér rétt að minn- ast aðeins á skólamót í knatt- spyrnu. Skólakeppni í knatt- spyrnu rís öðru hvoru „upp frá dauðum“ og hefur verið rcynt á mjög ófullkominn hátt undanfar- in ár að framkvæma skólakeppni milli framhaldsskóla landsins í knattspyrnu. Framkvæmdin hef- ur verið með slíkum ómyndar- skap að í flest skiptin hefði verið betur heima setið en af stað farið. Þrátt fyrir að illa hafi til tekist mörg hin siðari ár, get ég vitnað í það að þegar ég var á skólaaldri var háð hér myndarleg og skemmtileg skólakeppni. Framkvæmd þeirrar keppni var í höndum samtaka ungs fólks sem kennd voru við samtök skólafólks í Reykjavík og nágrenni. Ég sting hér uppá að áhugasamir skólanemendur um knattspyrnu ráðgist við knatt- spyrnuráð síns bæjarfélags og athugi nú með góðum undirbún- ingi möguleika á að hrinda af stað myndarlegu skólamóti í knattspyrnu. Lítil hugmynd gæti verið t.d. að leika undankeppni nú strax í haust og geyma síðan úrslitaleik til vors, eða aðrar hugmyndir sem fram kæmu ætti að athuga vel. Einnig kemur að mínu mati vel til grcina að snúa dæminu við og byrja keppnina næsta vor og hafa úrslitaleikinn að hausti. Ilugleiðingar þessar um firma- kcppni og skólamót í knatt- spyrnu eru hér fram settar til athugunar fyrir ýmsa sem áhuga hafa á þessum málum. Ég er þess fullviss að með góðri skipu- lagningu og festu má gera baeði þcssi knatíspyrnumót, sérstak- lega úrslitaleik ef af yrði, að meiriháttar knattspyrnuvið- burðum hvers árs. Ég skora því á aðila sem koma nærri þessum málum að setjast niður hugsa sitt ráð, jafnvel skrifa um þetta f blöð og hrinda síðan í framkvæmd myndarlegri firmakeppni og skólamóti. LANDSLIÐSMÁL - Heldur hljótt hefur verið yfir landsliðs- málum á þessu sumri, eða síðan landsleikurinn við Dani fór fram s 'j KNATTSPYRNURABB EFTIR ARNA NJÁLSSON og var þó ekkert sérstaklega mikill hávaði þar í kring. „Æfingaprógram" það. sem landsliðsþjálfarinn setti fram í vor og allar vonir um mikið sóknarspil, hcfur enn sem komið er mest verið á pappírnum. Sóknarleikurinn hefur verið 0—0 við Dani 0—1 við Norðmenn í Noregi og 0—1 gegn Akranesi í æfingaleik í vor. Verkefni lands- liðsþjálfarans hafa því verið heldur rýr enn sem komið er, en þess ber þó að geta að aðalvertíð- in er eftir. Um það hefur nokkuð verið rætt undanfarin ár hvort rétt sé að vera með landsliðsþjálfara í fullu starfi og þær deilur voru nokkuð hávaðassamar meðan Tony Knapp var með landsliðið, en nær ekkert hefur heyrst frá íþróttafréttariturum á þessu ári. Menn verða trúlega aldrei á eitt sáttir hvernig haga bcri þessum málum, en miðað við þann kostn- að sem fylgir að ráða þjáifara, er ekki óeðlilegt að mönnum finnist helst til lítið vera unnið fyrir þeim peningum sem greiddir eru. Verkefni núverandi landsliðs- þjálfara utan að leiða liðið til leiks í næstu landsleikjum hefur verið að ferðast og leiðbeina í nokkra daga á Austfjörðum, en auk þess mun f athugun að halda námskeið fyrir þjálfara í byrjun septcmber. Það verður að vera mat stjórnar K.S.Í. hverju sinni hvernig hún ræður málum varðandi landsliðsþjálfun, og þegar vel árar fjárhagslega eins og gert hefur undanfarin ár hjá K.S.Í. er ekkert við það að athuga að þessi háttur sé á hafður. Landsliðsmál munu áreiðanlega brátt bera á góma, því að um næstu mánaðamót hefst undan- keppni fyrir Evrópukeppni lands- liða með þremur landsleikjum. Youri Ilytchev á æfingu með unguni eskfirzkum knattspyrnumönnum. (ljósm. — áij). Austfiröingar liðsþjálfarann Landsliðsþjálfarinn f knatt- spyrnu, doktor Youri Ilytchev, dvaldi í vikutíma fyrir nokkru á Austfjörðum. Hélt Youri fyrir- lestra, stjórnaði æfingum, undir- bjó lið fyrir leiki og gagnrýndi leikaðferðir eftir að hafa fylgzt með liðunum. Almennt var mjög mikil ánægja með landsliðs- þjálfarann. en hann byrjaði ferð sína á Austfjörðum á Fáskrúðs- firði og Breiðdalsvík, en kynnti sér einnig knattspyrnu á Eski- firði, Neskaupstað, Seyðisfirði og Hornafirði. Sennilega hafa engir verið eins ánægðir með komu dr. Youri og Norðfirðingarnir. Þá undirbjó hann fyrir leik á móti Austra á Eskifirði í 2. deildinni, breytti lítillega leikaðferð liðsins og færði menn til á vellinum. I sumar hafði Þróttur tvívegis tapað fyrir Austra og einu sinni gert jafntefli, en eftir að Youri hafði lagt hönd á FRAM AÐALFUNDUR Handknattleiks- deildar Fram verður haldinn í Framheimilinu þann 15. þessa mánaðar og hefst klukkan 20.00. plóginn fóru leikar svo að Þróttur hafði skorað þrjú mörk í byrjun leiksins gegn Austra áður en Eskfirðingarnir áttuðu sig á breytingunum. Leikurinn endaði með 3:1 sigri Þróttar eins og fram hefur komið. -aij HÉRAÐSMÓT ÚLFLJÓTS ATIIYGLI er hér með vakin á því. að héraðsmót Ungmenna- sambandsins Úlfljóts verður haldið að Hrollaugsstöðum í' Suðursveit. Hefst það klukkan 13.00 á laugardaginn. Afmælismót Ármenninga AFMÆLISMÓT Ármanns í frjáls- um íþróttum fer fram á Laugar- dalsvellinum n.k. mánudag og hefst kl. 19.30. Meðal keppenda verður besti frjálsíþróttamaður Luxemborg, sem á 10,3 sek í 100 m og 21.0 í 200 m hlaupi. Fjölmargir keppendur eru skráð- ir og má búast við skemmtilegri keppni. Spá Helga 1. deildi Þróttur — Valur 0—1 UBK - ÍBV 2-0 ÍA — Víkingur 3-1 Fram - FII 0-2 2. deildi Austri — Ilaukar 2—2 Þór — Þróttur 2—0 Reynir — Völsungur 2—1 KR - ÍBÍ 3-0 STANDEX KERFI í hvers konar innréttingar og húsgögn Standex-kerfi skapar nýja möguleika í innréttingum og húsbúnaði Standex-kerfið býður ótrúlega marga nýja kosti fyrir þá sem vilja fylgjast með og leita smekklegra og hagkvæmra lausna. Það er notað í þiljur, grindur og skilrúm; hillur, borð, skápa o. m. fl. Meginhlutarnir eru: ferhyrnd álrör með silfur- áferð, tengsl, hengi og fætur. Standex-kerfið hentar vel verzlunar-, skrifstofu- og skólahúsnæði. Einnig á sýningar- svæðum eða þar sem þörf er á búnaði sem fljótlegt er að setja saman, taka niður og nota á ný. Samskeytin eru hins vegar límd, eigi notkun að vera varanleg. Standex-kerfið er dönsk gæðaframleiðsla. verzlunarinnrétting Hekla h.t. raftækjav. húsgögn og innréttingar Rafmagnsveita Reykjavfkur v. Ármúla Leitið nánari upplýsinga OLF&LGJ Laugavegi 178. Sími 38000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.