Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 184. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Símamynd AP Skæruliðarnir frá Nicaragua á flugvellinum í Panama eftir komuna þangað í fyrrakvöld. Panamastjórn hefur nú ákveðið að veita þeim hæli sem pólitískum flóttamb'nnum. Portúgal: Vinstri sinnaður utanríkisráðherra Allsher j arverk- fall í Nicaragua Lissabon, 25. ágúst — Reuter — AP ALFREDO Nobre da Costa lagði í dag ráðherralista sinn fyrir Eanes forseta og vakti mesta athygli að da Costa hefur ákveðið að gera Correia Gago forstjóra ríkisolíufélagsins að utanríkisráðherra, en hann er talinn hlynntur kommúnistum. Ríkisstjórnin mun taka formlega við völdum nk. þriðjudag, en verður síðan að leggja stefnuskrá sína fyrir þingið til samþykktar innan 10 daga. Da Costa gaf í skyn við fréttamenn í dag, að hann væri við því buinn að stjórn hans yrði ekki langlff. „Líkindin fyrir því að stjórnin hljóti traust þingsins eru mun meiri en fyrri stjórnar," sagði hann. Forsætisráðherrann væntanlegi, sem er iðjuhöldur og fyrrverandi iðnaðarráðherra, þótt hann hafi ekki verið orðaður við ákveðinn stjórn- málaflokk, tilnefndi mestmegnis í stjórn sína sérfræðinga af ýmsu tagi, sex verkfræðinga, tvo lögfræðinga, tvo hagfræðinga, tvo prófessora og þrjá herforingja. Einn herforingj- anna, Firmion Miguel, verður varnarmálaráðherra. Ríkisstjórn Mobre da Costa verður níunda ríkisstjórn landsins frá þvi byltingin var gerð í landinu í april 1974 og þriðja ríkisstjórnin frá því stjórnarskrá landsins var samþykkt 1977. Panama, Managua, 25. águst. AP, Reuter. STJÓRN Panama tilkynnti í dag að hún hefði ákveðið að veita skæruliðiiiiiim 25, sem á þriðju- dag náðu á sitt vald þinghúsinu í Nicaragua, hæli sem pólitískum flóttamb'nnum. Skæruliðarnir, sem tekið höfðu tugi gísla, komu flugleiðis til Panama í gærkvöldi og í för með þeim voru stuðnings- menn þeirra 59 að tiilu sem látnir höfðu verið lausir úr fangelsum í Nicaragua að kröfu þeirra. Enn átök í Zambíu l.usaka. 25. ágúst. AP, Reuter. STJÓRN Zambíu sagði í dag að suour afrískii her- menn hafi tekið á sitt vald tvo langferðabíla fulla af óbreyttum borgurum nálægt landamæraþorpinu Sesheke, en þar hafa her- menn Zambíu og Suð- ur Afríku tekizt á þrjá undanfarna daga. A.m.k. 12 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í átökum undan- farinna daga og 6 hafa særzt. Suður-afrískur hermaður lét lífið í dag í árás skæruliða Namibíu á þorp og herbækistöðvar í norðausturhluta landsins. Alls hafa 38 hermenn, skæruliðar og óbreyttir borgarar látið lífið frá því skæruliðahreyfingin SWAPO gerði árás á bækistöðvar S-Afríkuhers á Caprivi svæðinu í Namibíu. Skæruliðarnir segjast vilja halda kyrru fyrir í Panama og halda þar áfram baráttu sinni gegn stjórn Somozas í Nicaragua. Lýst var yfir allsherjarverkfalli í Nicaragua í dag í þeim tilgangi að fá Somoza forseta til að láta af völdum en þátttaka í því virðist ekki almenn. Andstæðingar Somozas segja að verkfallinu verði haldið áfram þar til hann lætur af völdum. Talið er að þátttaka í verkfallinu muni aukast mjög lýsi verzlunarráð landsins stuðningi við það eins og það gerði í verkfalli i janúar sl. Fyrirhugað hafði verið að verkfallið hæfist á þriðjudag en því var frestað vegna aðgerða skæruliðanna. ^ Símamynd AP Kardinálarnir, 111 sem velja munu nýjan páfa, hlýða á einn starfsbræðra sinna blessa kardinálasamkunduna f Péturskirkjunni í gær. Páfakjör hefst í dag Páfagarði, 25. ágúst. Reuter, AP. KARNDÍNÁLARNIR 111, sem velja munu eftirmann Páls páfa VI., voru í dag lokaðir inni 1 páfahöll- inni í Vatfkaninu og munu þeir ekki yfirgefa þau húsakynni fyrr en búið er að kjósa nýjan páfa. Áður en kardfnálarnir héldu f páfahöllina sátu þeir messu í Péturskirkjunni og báðu um guð- lega handleiðslu við val á páfa. Fyrsta atkvæðagreiðslan fer fram í fyrramálið (laugardag), en ekki var talið að neinn einn kardínáli stæði öðrum nær því að ná kjöri. Er því talið líklegt að margar atkvæða- greiðslur fari fram, en samkvæmt reglum þeim sem, Páll páfi VI. setti um páfakjörið fara tvennar kosning- ar fram árdegis og tvennar eftir hádegi dag hvern þar til nýr páfi hefur verið kosinn. Eftir hverjar tvennar atkvæðagreiðslur er at- kvæðaseðlunum brennt og litarefn- um blandað við til að framkalla annað hvort svartan reyk til marks um það að engin niðurstaða hafi fengizt eða hvítan til merkis um að kaþólskir menn um allan heim hafi eignazt nýjan trúarleiðtoga, 263. páfann. Dollar réttir aðeins við London. — 25. ágúst. — Reuter. DOLLAR hækkaði lítillega í verði í dag gagnvart v-þýzka markinu og svissneska frankanum og gull lækkaði að sama skapi í verði. Er þetta í fjórða skipti á níu dögum frá því að stjórn Carters gerði ráðstafanir til styrktar dollar, að hann hækkar lítillega í verði. Ræningi fyrirfinnst enginn: Flugránið gabb? Genf 25. ág. Reuter. FLEST BENTI f kvöld til þess að ^ánið" á TWA-Boeing 707 vélinni frá New York til Genfar hafi verið gabb. Þegar til átti að taka fyrirfannst enginn flugræningi og ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að neinir hafi verið með vopn eða sprengiefni um borð í vélinni. Fontanet dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í kvöld að málið væri hið sérstæðasta og ekki væri ljóst hvernig það væri vaxið. Hann sagði að ekki bæri alls kostar saman frásögnum um hvernig málið hefði byrjað. Flugfreyja í vélinni skýrir svo frá að á flugi yfir Atlantshaf hafi maður gengið framhjá henni og látið falla i kjöltu hennar tuttugu síðna plagg og henni fyrirskipað að fara með það til flugstjórans. Þar sagði að flugræningjar fimm að tölu, myndu sprengja vélina í loft upp nema gengið yrði að kröfum þeirra um að Rudolf Hess, staðgengill Hitlers, Sirhan B. Sirhan morðingi Roberts Kenne- dyr og nokkrir fangelsaðir Króatar í Bandaríkjunum yrðu látnir lausir. Aftur á móti segir Katarina Vanden Heuvel, dóttir sendiherra að hún hafi séð er maður með hárkollu hafi ruðzt að einum flugþjóninum og grýtt í hann fyrirmælunum. Vélin lenti í Genf nokkrum klukkustundum síðar og var ekið TWA flugvélin á flugvellinum við Genf. Farþegar forða sér í flýti niður tröppurnar, en flýtirinn var óþarfur því enginn flugræningi var um borð. Símamynd ap þar út á fjarlægan brautarenda og stóð þar í sjö klukkustundir. I bréfinu hafði verið farið fram á að fulltrúar Rauða krossins yrðu meðalgöngumenn og komu þeir um borð nokkru áður en frestur- inn rann út. Hafði þá ekkert heyrzt til „flugræningjanna" frá því flugvélin lenti og sátu farþeg- ar og áhöfn tæplega nítíu manns, þann tíma um kyrrt í vélinni og horfði hver flóttalega og tortrygg- inn á annan. Þegar fulltrúar Rauða krossins nálguðust vélina bjuggust þeir við að heyra frá ræningjunum en úr varð ekki og komust þeir óhindraðir upp í vélina. Eftir nokkra ' íhugun var síðan ákveðið að allir færu tafar- laust frá borði, gekk það allt snurðulaust fyrir sig og síðan fannst ekkert sprengiefni og þaðan af síður vopn í vélinni. Lögreglan rannsakar nú málið og allir farþegarnir hafa verið teknir til yfirheyrslu til að freista þess að komast að því hvernig þetta mál er vaxið. Svissneska ríkisstjórnin sat á aukafundi í kvöld til að fjalla um mál þetta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.