Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Rætt VÍÖ Rögnu Aðalsteins- dóttur, bónda á Laugabóli í Ögurhreppi við Isa- fjarðardjúp í mynni Laugardals í Ögurhreppi við ísafjarðardjúp stendur ævafornt býli nefnt,Laugaból. Lítill bær sem lætur lítið yfir sér, fjarri heimsins glaumi. Á sólríkum morgni speglast mynd hans í vatni Laugardalsár þar sem menn renna fyrir lax. Bóndinn á Laugarbóli heitir Ragna Aðalsteinsdóttir. Faðir hennar fluttist að Laugabóli veturinn 1921 og þar fæddist Ragna fjórum árum síðar. Hún ætlaði sér ekki að verða bóndi en skylduræknin og þráin eftir að verða eigin herra og húsbóndi gerðu það að verkum að nú ræktar hún jörðina, þar sem eitt sinn bjuggu Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorbjörn Þjóðreksson sem getið er um í Hávarðarsögu ísfirðings. Viðtal og myndir: Herdís Þorgeirsdóttir Ragna bóndi var veiðivörður í Lauga- dalsá í sex sumur og þegar gluggað er í gestabók veiðihússins á Tvísteinum er víða á hana minnst. Þannig frétti ég um tilvist einsetukonunnar og ákvað að sækja hana heim. Fátt vissi ég þó um hennar hagi annað en að hún hefði stundað veiðivörsluna af kappi. Einhverjir karlar á ísafirði brostu ísmeygilega þegar ég minntist á hana. Glottandi fleygðu þeir því fram að hún hefði ristarbrotnað síðastliðið vor þegar belja steig ofan á hana. Aðrir kinkuðu góðlátlegga kolli og sögðu að Ragna á Laugabóli væri dugnaðarforkur. Enga ákveðna mynd hafði ég þó í huga af kvenpersónu þessari, er ég spurði unglingspilt á hlaðinu við Laugaból hvar Rögnu væri að finna. „Hvar er bóndinn?" spurði ég. „Hún er bóndinn," svaraði strákurinn. „Er hún skilin?" Strákur brosti og lallaði á undan mér í gallabux- um og vaðstígvélum. Ragna bóndi og hundarnir Bósi og Pippí Ég á krakkana bara sjálf Hún sezt niður, þiggur sígarettu og pírir augun á móti sólinni. „Það er ekkert heimilisfast hér á Laugabóli nema ég og ráðskonan." „Ráðskonan?" spyr ég og átta mig síðan á því að það hljóti að vera gamla konan sem ég hitti þegar ég ók í' hlað. Lágvaxin með þunnar fléttur og frítt andlit í hvítum nælonslopp, löngu snjáðum í dagsins önn. Elskuleg kona, þó nokkuð ungleg fyrir sín áttatíu og átta ár, sem fúslega hætti að sýsla í eldhúsinu til að vera ljósmynduð. Guðrún Jónsdóttir sagðist hún heita. Ennfremur að hún hefði dvalist á Laugabóli voða lengi — ekki vissi hún fyrir víst hvað árin eða áratugirnir á Laugabóli væru orðnir margir en þangað hefði hún komið frá Mjóafirði í Reykjafjarðarhreppi. „Ég var áður með blandað bú,“ segir Ragna, „en þegar fólkinu fækkaði hætti ég með kýrnar og hef aðeins eina núna. Ég er með 276 kindur en þær á ég með börnum mínum þremur. Tvítugur sonur minn er við húsasmíðanám í Bolungarvík, dóttir mín, 23 ára, er á færabát frá Isafirði. Hún var að kaupa sér bíl sem reyndist dýr. Sonur minn þarna er' fimmtán ára og við nám í héraðsskólan- um í Reykjanesi," segir Ragna. „Þar eð ég hef ekki börnin hjá mér reyni ég að fá fólk sitt úr hverri áttinni og hef orðið að kaupa allan vinnukraft í sumar. Ég fótbrotnaði við sauðburðinn í vor og er nýlaus við gipsið. Þá reyni ég að fá tækjakost eins og ég get.“ „— Hvenær skildirðu?" spyr ég. „Hef aldrei verið gift,“ svarar hún að bragði og brosir með augunum. „Kæri mig ekki um hjónaband. Bjó með einum í smátíma. Hann fór fljótlega. Kannski er ég ráðrík. Ég var alin upp eins og strákur — missti mömmu sex ára gömul. Ég á krakkana bara sjálf. Þau eru öll skírð Vestfjörð!" Viö gleymumst nema rétt fyrir kosningar Grasið er blautt. Hún stendur upp og ákveður að sýna mér fjárhúsið, sem rúmað getur fjögur hundruð kindur. Á leiðinni þangað segir hún mér að níu býli í Ögurhreppi séu lögst í auðn en þau hafi flest verið í byggð þegar hún hóf búskap árið 1955. Nú sé búið á tíu býlum í hreppnum. „Það er lítið gert fyrir fólk eins og okkur. Við gleymumst nema rétt fyrir kosningar. Þessi Inndjúpsáætlun í þeim tilgangi að byggja upp byggðalög, sem hætta var talin á að iegðust í eyði, hefur farið úr reipunum. Það hefur ekki verið rétt að henni staðið. Við erum „Við bændur erum hálf- gerðar hornrekur þjóðarinnar" Skrýtið að mér skyldi detta Francoise Sagan í hug, þegar Ragna bóndi sleppti hrífunni og gekk til móts við okkur. Hávaxin, grönn í gallabuxum með dökkskolleitt hár, flaksandi í vindinum. Veðurbarið andlit og æðaslit í kinnum. Francoise Sagan hundleið á frægðinni sem fylgdi í kjölfar ritstarfa hennar, þreytt á því að vera menningarviti í næturklúbþum Parísar, flutti sig til sveitarinnar í írlandi. Ragna á Laugabóli hefði eflaust orðið hvumsa hefði ég slegið þessari samlíkingu fram á staðnum. Hetjur úr íslenzkum fornsögum væru líklega meira við hennar hæfi en kona úti í heimi sem skrifar um spillt samkvæmis- líf. Hvað á bóndinn á LaUgabóli þá sameiginlegt með Francoise Sagan. Ég leyfi mér að fullyrða fátt um það. Báðar eru konur — sjálfstæðar konur — öðruvísi konur — einrænar konur. Eða höguðu örlögin því svo til... ? Engu að síður er það furðuleg tilfinning að standa frammi fyrir bónda í afskekktum dal einhversstaðar við ísafjarðardjúp og detta slíkt í hug kannski af því að bóndinn er kona, og í þokkabót glæsileg kona... aðstoðuð við byggingu fjárhúsa en hlöður fær maður ekki. Að vísu hafa verið reistar hlöður sums staðar en ekki hjá þeim sem minna hafa fjármagnið. Bændur skiptast í þrjá hópa; þeir sem hafa komið sér vel fyrir, eru búnir að byggja og hafa náð í hagstæð lán. Sæmilega stæðir bændur og þriðji hópurinn sem ég tilheyri; Bændur sem eiga erfitt uppdráttar, eru að ráðast í byggingar og tækjakaup en ráða ekki við hina ofboðslegu háu vexti og afborganir. Taka lán til að greiða lán. Við erum komnar í fjárhúsið sem er hið myndarlegasta. Þar hefur Ragna innrétt- að fjós fyrir geldneyti. Á gólfinu liggur dauður kálfur og innyflin hjá. „Ég varð að slátra honum áðan. Hann veiktist eitthvað greyið... Jón Ragnar Björnsson hjá Landnámi ríkisins kom því til leiðar að þetta fjárhús var byggt. Hann var þá forsvarsmaður fyrir Inndjúpsáætlunina. Hann gat herjað út lán í Búnaðarbankanum en að því var ekki hlaupið, þar sem ég hafði aðeins veðleyfi á hálfa jörðina. Ég var bæði látin fá sýslu- og hreppsábyrgð og þótti sumum nóg um tilstandið fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.