Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
„Litlar dyngjur vird-
ast elztar eldstöðvanna
á Reykjanesskaga”
Rœttvið
JónJónsson
jarðfrœðing
um aldursákvarð-
anir áhraunum
áReykjanes-
skaga
dyngnahraun um 900, Breiðdals-
hraun um 910, Nýjahraun eða
Kapelluhraun um 1010, Ög-
mundarhraun um 1340 og
Selvogshraun um 1340, en fasta
aldursákvörðun hef ég ekki á
því. Ögmundarhraun er því
yngst og virðist ekki hafa gosið
frá því að það kom upp.
Af eldri hraunum má telja
Leitahraun sem upp hefur
komið fyrir um 4600 árum, og er
sú aldursákvörðun fengin með
geiílakolsrannsóknum eða C14
ákvörðun. Sandfellsklofahraun
er um 3000 ára, en það er við
vesturenda Sveifluháls, Sund-
hnjúkahraun við Grindavík um
2400 ára og Óbrynnishólar yngri
sem eru um 2100 ára.
— Reykjafellshraun, sem ég
leyfi mér að kalla svo en sumir
Hverasva'ðið á Reykjanesi.
JÓN Jónsson jarðfræðingur
fékk í júní s.l. 200 þúsund
króna styrk úr Vísindasjóði
vegna kostnaðar við aldurs-
ákvarðanir á hraunum á
Reykjanesskaga. Til þcss að
forvitnast nánar um störf Jóns
og rannsóknir átti Mbl. viðtal
við hann á skrifstofu hans hjá
Orkustofnun í vikunni.
í byrjun kvaðst Jón hafa átt
við rannsóknir sínar á Reykja-
nesskaga að meira eða minna
leyti frá árinu 1960. cn þó hafi
þær fyrstu 5—6 árin verið
hrein ígripavinna hjá sér.
Ennfremur hefði hann í tvö ár
af þcssum tíma verið staddur í
Mið-Ameríku á vegum Samein-
uðu þjóðanna við jarðhitarann-
sóknir. fyrst í E1 Salvador og
síðan í Nicaragúa. og í þann
tíma ekki hafa getað sinnt
þessu starfi.
Á vegg í skrifstofu hans er
geysistórt kort af Reykjanes-
skaganum og aðspurður sagði
Jón að hann hefði unnið það
eftir loftmyndum, en hrein-
teikningu þess hefðu jarð-
fræðingarnir Jón Eiríksson og
Sigmundur Einarsson unnið.
Slíkt kort hefur ekki áður verið
gert af Reykjanesskaga né öðru
svæði á Islandi. En núna næsiu
daga lýkur prentun á skýrslu
Jóns um rannsóknir hans, en
skýrslan er kostuð og gefin út af
Orkustofnun og er í tveimur
heftum.
„Ég hef merkt inn á loftmynd-
ir hvern einasta hraunstraum
og hverja eldstöð vestan frá
Reykjanestá og austur undir
Hellisheiði og þá kortlagt bæði
eldri hraunmyndanir og yngri,
og hef þá sérstaklega lagt
áherzlu á eldstöðvar og hraun
sem orðið hafa til eftir að ísöld
lauk, þ.e. á síðast liðnum 10—12
þúsund árum. Og það kemur í
ljós að ef talið er utan af
Reykjanestá og að Hellisheiði
þá nálgast eldstöðvarnar töluna
200. Hugsanlega hefur mér
einhversstaðar yfirsézt, en ég á
orðið mörg sporin á Reykjanes-
skaganum og held að það geti
ekki verið mikið ef eitthvað er.
Á þessum tíma, sem ég nefndi
áðan, hefur um 42 rúmkílómetr-
ar af hrauni komið upp.“
— Nei, hrauntegundirnar eru
ekki þær sömu á þessu svæði.
Þeim er skipt í þrjá megin-
flokka, þ.e. litlar dyngjur, sem
gosið hafa því sem við köllum
pikrít-basalt og þær virðast
vera elztar eldstöðvanna á
skaganum eftir að ísöld lauk.
Sem dæmi um litlar dyngjur get
ég nefnt Háleygjabungu, vestast
Jón Jónsson. jarðíræðingur
á Reykjanesinu, Lágafell,
Vatnsheiði hjá Grindavík, Búr-
fell í Ölfusi og Dimmadalshæð
rétt fyrir ofan Hlíðardal.
— Næst koma svo stórar
dyngjur í aldursröð og stærst
þeirra er Heiðin há suð-vestur
undir Bláfjöllum og er hún
nokkuð yfir 60 tengiskílómetra.
Önnur stór dyngja er Þráins-
skjöldur, sem er gamalt nafn
sem ég hef vakið upp á ný og er
úr Ferðabók Eggerts og Bjarna,
en Þráinsskjaldarhraun þekur
alla Vatnsleysuströndina.
Stórudyngjurnar á Reykja-
nesskaga hafa lagt til um 70%
af hraununum og hafa gosið
hrauni sem við köllum olivin
þoleít.
— Þriðji og síðasti megin-
flokkurinn er sprungugosin og
má þar nefna sem dæmi
gígaraðirnar sitt hvoru megin
við vestur-Háls.
— Samanlagt er hraunflötur-
inn 1064 ferkílómetrar og rúm-
takið 42 km ’. Ef þessari fram-
leiðslu er jafnað niður á 10
þúsund ár, þá gerir það 4.2
rúmkílómetra á hverjum þús-
und árum.
— Eftir að landnám hófst, þá
virðast hafa komið upp hraun
sem ná yfir 94 ferkílómetra
svæði, að rúmmáli um 1.8
rúmkílómetra. —I þessum töl-
um eru reiknuð hraun sem
örugglega hafa runnið mjög
stuttu fyrir landnám.
Allmörg hraun
runnið eftir
landnám
— Það getum við ráðið af
einu ljósu öskulagi, sem kallað
hefur verið landnámslagið og
hefur fallið um árið 900, en það
fann Sigurður Þórarinsson fyrst
austur í Þjórsárdal og reiknar
hann aldur þess út frá rústunum
sem þar finnast. Þetta lag er að
finna víðsvegar á Reykjanes-
skaga en í því fann ég kolaðar
viðarleifar og við aldursákvörð-
un þeirra fékkst árið 910 og þá
eru skekkjumöguleikar ekki
teknir með. Það sýnir að hraun,
sem yfir lagið hefur runnið,
hlýtur að vera yngra.
— I ljós hefur komið, að
allmörg hraun hafa runnið eftir
að landnám hófst og má þá telja
Tvíbollahraun um 875, Rjúpna-
kalla Kristnitökuhraun, reynist
vera um 1800 ára, en í þessum
tölum tek ég skekkjumöguleika
ekki með.
Styrkurinn
hrekkur ekki til
— Ég veit um kolaðar gróður-
leifar undir nokkrum hraunum
og það er til aldursákvörðunar á
Gígaröð norður aí Trölladyngju. (Mynd J.J.)