Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 19 ERLENT Þetta gerdist 26. ágúst Loftbelgsförum fagnad heima New York 25. ág. Reuter. BANDARÍSKU ævintýramenn- irnir þrír, sem flugu íyrstir manna í loftbelg yfir Atlantshaf- ið á dögunum eins og margsagt Crawford dæmd- ur innan tíðar Moskva. — 25. ágúst. — AP BANDARÍSKI kaupsýslumaður- inn Francis J. Crawford, sem handtekinn var í Moskvu 13. júní sl. sagði í dag, að sovézk yfirvöld hefðu tilkynnt honum, að dómur yrði kveðinn upp í máli hans innan tíðar. Handtaka Crawfords fyrr í sumar var nokkurs konar mótleik- ur sovézkra yfirvalda við handtöku tveggja Rússa í Bandaríkjunum, sem sagt var að hefðu stundað njósnir. Sagði Crawford að dómur í sínu máli færi mikið eftir lyktum í máli Rússanna tveggja. Sovézk yfirvöld handtóku Crawford með það að yfirskini, að hann hafi stundað svartamarkaðsbrask á dollurum í Moskvu. Hefur hann orðið að sæta miklum og löngum yfirheyrslum um svartamarkaðs- brask sitt og alla síðustu viku var hann í stöðugum yfirheyrslum. Jafntefli í 16. skák Baguio, 25. ágúst — AP SKÁK þeirra Karpovs og Korch- nois, sem fór í bið á fimmtudag lauk í dag með jafntefli án þess að taflið væri þreytt frekar og mun næturlöng rannsókn aðstoðar- manna þeirra hafa leitt í ljós, að ekkert annað en jafntefli var í skákinni. Það ar Reymond Keene, aðstoðarmaður Korchnois, sem kom jafnteflisboði hans á fram- færi og samþykkti Karpov það. 17. skákin verður tefld í dag, laugar- dag, og hefur Korchnoi hvítt. sjálfstæði sínu sem lýðveldi. Afmæli dagsinsi Sir Robert Walpole, brezkur stjórnmála- maður (1676-1745). Henry MacKenzie, skozkur rithöfund- ur, (1745—1831). Albert eigin- maður Viktóríu Englands- drottningar (1819—1861). Christopher Isherwood, brezkur rithöfundur (1904— ). Innlenti íslenzkur leiðangur kemur með lifandi sauðnaut frá Grænlandi 1929 — F. Ólafur Þ. Kristjánsson 1903. Orð dagsinsi Sá maður sem lifir í voninni einvörðungu deyr úr örvæntingu — ítalskt orðtak. Hua í Júgóslavíu: Tanjug vlsar ásök- unum Tass á bug undir andsovézka stefnu júgósl- avneskra yfirvalda. Þá hefur tékkneska fréttastofan CTK geng- ið til liðs við Tass og sagt, að júgóslavneska fréttastofan gerði alls ekkert til að eigna Húa eingöngu grófar ásakanir í garð Sovétstjórnarinnar og hreins júgóslavnesk yfirvöld þar með af hlutdeild í þeim. CTK sagði einnig, að það væri athyglisvert við fréttaflutning Tanjúg, að meðan 1976 — Bernharður Hol- landsprins segir af sér trúnað- arstöðum vegna hneykslismáls sem upp kom um að hann hefði þegið mútur. 1974 — Flugkappinn Charles Lindbergh deyr úr krabbameini, 72 ára að aldri. 1971 — Júlíana Hollands- drottning í heimsókn í Indónesíu sem hafði verið hol- lenzk nýlenda í meira en þrjár aldir. 1970 — Norður-Víetnamar senda aðalsamningamann sinn aftur til Víetnamviðræðnanna í París eftir að hafa sniðgengið hún birti orðréttar ásakanir Hua um íhlutunarstefnu Sovétríkjanna minntist hún ekki einu orði á hlutdeild Kínverja í blóðbaðinu í Kambódíu. Talið er að Tító og Hua muni í lok heimsóknarinnar undirrita samning um aukin viðskipti milli þjóðanna, en þeir munu dveljast á sumarsetri Títós við Adríahaf nú um helgina áður en Hua kveður og fer til íran. þær í átta og háífan mánuð. 1944 — Áttundi her Breta- byrjar árás gegn öxulríkjunum á Adríahafssvæðinu. 1943 — Þýzki herinn kemst til Stalíngrad. 1937 — Japanir setja bann á kínversk skip. 1934 — Adolf Hitler krefst þess að Frakkar afhendi Þýzka- landi Saar. 1914 — Þýzki herinn fer yfir fljótið Meuse í Frakklandi í heimsstyrjöldinni fyrri. 1859 — Bretar og Japanir undirrita viðskiptasamning. 1847 — Líbería lýsir yfir Zagreb, V(n, 25. ágúst — AP — Reuter ÞAÐ ER markverðast við ferð Hua Kuo-feng, leiðtoga kinverska kommúnistaflokksins, um Jú- góslavíu þessa dagana, sem senn fer að ljúka. að opinberar frétta- stofur Sovétríkjanna og Júgóslav- fu eru komnar í hár saman og deila hart. Sovézka fréttastofan Tass hefur þannig sakað júgóslavnesk yfir- völd um að vera að hnýsast í deilur Kínverja og Eússa. Opinbera ríkisfréttastofan í Júgóslavíu, Tanjúg, svaraði þessu skeyti um hæl í dag og sagði m.a., að „Júgóslavar myndu leita vináttu þeirra þjóða, sem þeim sýndist og treysta tengsl sín við þær þjóðir er þess væru verðar “ Tanjúg sagði ennfremur, að Tass tæki ummæli Húa í Júgóslavíu upp úr vestræn- um fréttablöðum og heimfærði það hefur verið frá, komu til Banda- ríkjanna í dag frá Evrópu. Þeir voru fjörutíu sinnum fljótari á heimleiðinni en á útleiðinni. I New York var þeim Ben Abruzzo, Max Anderson og Larry Newman fagnað sem hetjum og er þeir stigu út úr Concordevélinni á Kennedyflugvelli lék hljómsveit bandarísku strandgæzlunnar há- stöfum lagið „My beautiful Balloon“. Butchman aðstoðarráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu sæmdi þá sérstökum orðum og fór lofsamlegum orðum um dáð þeirra og sagði: „Þið hafið veitt bandarísku þjóðinni og heimi öllum töluvert til að gleðjast yfir.“ Síðan var loftbelgsförunum ekið með viðhöfn til móttöku í ráðhúsi borgarinnar. Munu þeir nú dvelja í New York í bezta yfirlæti í nokkra daga og hverfa síðan til heimila sinna í Albuquerque í New Mexico. Aðeins jafntefli í bið- stöðunni JAFNTEFLI var samið í 16. einvígisskákinni í gær án þess að frekar væri tekið til við biðstöðuna. Korchnoi hafði innsiglað biðleikinn Hxb2 og sérfræðingar beggja munu hafa komizt að raun um ekkert annað en jafntefli væri í hróksendataflinu, sem upp var komið. Þótt Korchnoi hefði átt möguleika á að vinna peð í endataflinu, hefði Karpov átt auðvelt með halda jöfnu. Karpov getur hins vegar nagað sig í handarbökin fyrir að hafa ekki teflt nákvæmar og íhugað stöðu sína betur fyrr í skákinni, þegar hann hafði augljóslega rýmri stöðu. Aðstoðardómari einvígisins, forseti skáksambands Filipps- eyja, kom jafnteflisboði Korchnois á framfæri við Karpov, sem þáði það strax. Harry Golombek skrifar f&rir Morgunblaðið Skip Green peace manna, Rainbow Warrior, sem var á íslandsmiðum fyrr í sumar. Trufla Rússa á Kyrrahafi Los Angeles. 25. ágúst. AP GREENPEACE menn, sem komu nokkuð við sögu á slóðum íslenzkra hvalveiðiskipa fyrr í sumar hafa gert víðreist um heimshöfin eftir þá för. Nú er nýlokið 38 daga leiðangri þcirra á Kyrrahafi, þar sem þeir trufluðu og mótmæltu hvalveiðum Rússa með góðum árangri að eigin sögn. Þeir komu til hafnar í Los Angeles á fimmtudag eftir útivistina og að sögn forsvarsmanns leiðangursins við komuna þangað, dr. Moores, var för þeirra, sem kostaði 80.000 dali, vel heppnuð. „Á þremur dögum komum við t.d. margoft í veg fyrir að Rússum tækist að veiða hvali með því að sigla milli skipa og hvala," sagði dr. Moore. Moore sagði, að eitt sinn hefði Peacock, en svo heitir skip Green- peace manna, siglt upp að rússnesku verksmiðjuskipi og sem var að hefja veiðar, og hefði verið hent um borð i rússneska skipið bæklingi á rússnesku, sem hafði að innihalda mótmæli um ofveiði hvala, en skipverjar hefðu ekki gefið þessari sendingu minnsta gaum. „Við teljum okkur hafa sýnt fram á með þessum aðgerðum okkar í ár, að hægt er að mótmæla og hindra hvalveiðar á friðsamlegan hátt án þess að beita ofbeldi," sagði Moore. Sem kunnugt er eru Rússar ásamt Japönum mesta hvalveiðiþjóð í heimi og veiða um 85% veiddra hvala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.