Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
37
. IJ ~v
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
"UtrJ'/J lf
sem eiginlegur sósíalismi hefur
komið til framkvæmda í svonefnd-
um „alþýðulýðveldum", hafa
mannréttindi horfið sem dögg
fyrir sólu.
Þorbjörn.“
• Brúið
fleiri ár
Það má kallast undarlegt að
ekki hafa orðið fleiri slys, þegar
bifreiðum er ekið yfir vatnsföll, en
raun ber vitni. Ég er hissa á því
að ferðafélög, jeppasamtök og
rútubifreiðafélög skuli reyna að
berjast gegn því að ár verði
brúaðar og að vegir yfir hálendið
verði gerðir greiðfærir fólksbílum,
þar sem slíkt gæfi einstaklingum
mun meiri möguleika til ferðalaga
um landið sitt.
Ég hef ferðast mikið um óbyggð-
ir landsins á fólksbíl í góðu
árferði, og hef því kynnst því af
eigin raun hvernig færð um landið
er háttað. Sem fagmaður í bifvéla-
virkjun verð ég nú að segja það að
það er mikil sóun á fjármunum,
bremsuborðum, segulrofum í
störturum og fleiru, að láta jeppa,
rútur og fólksbíla ösla vatnselg á
þessum leiðum, að ógleymdum
púströrunum sem venjulega fara
undan.
Legg ég því til að Sandá og
Krossá verði brúaðar og leiðin inn
í Landmannalaugar um Dómadal
verði lagfærð. Einnig vil ég benda
á það að nauðsynlegt er að lagfæra
leiðina frá Sigöldu að Frostastaða-
vatni, því hún er mjög illfær, en
umhverfið þar fagurt.
• Meira um
bjórinn
Ég vil enn ítreka það að mér
finnst að „alvörubjór" eigi að
koma á íslenskan markað sem
fyrst. Nú þegar tímar atvinnuleys-
is virðast ætla að fara í hönd mun
vissulega ekki veita af þeirri
vinnu, sem hægt væri að skapa í
ölgerðarverksmiðjum og tel ég að
bjór og ölkrár eigi fullan rétt á sér,
annað eru hömlur, einokun og
skerðing á viðskiptafrelsi.
Að mínu mati er hér á landi alls
ekki ríkjandi viðskiptafrelsi, eins
og margir segja. Til dæmis eru
portúgalskar vörur sniðgengnar,
þó að þær séu hagkvæmar lands-
mönnum. Á þessu þar að ráða bót
hið fyrsta, ef lífvænlegt á að vera
hér á landi.
Ö.Á.
Þessir hringdu . . .
• Útvarp og
verðlag
Örn Ásmundsson hringdi til
okkar og sagði að hann hefði verið
rangfeðraður í Velvakanda sl.
miðvikudag og fimmtudag og væri
hann Ásmundsson en ekki Guð-
mundsson. Velvakandi biðst vel-
virðingar á þessum leiðu mistök-
um, sem ieiðréttast hér með.
Örn vildi fá að koma því á
framfæri að hann teldi dagskrá
ríkisútvarpsins sífellt fara versn-
andi. Nær eingöngu væru leiknar
sinfóníur og einhvers konar djass,
og hefði hann heyrt það að þeir
sem stjórna þessum djassi, eins og
t.d. Jón Múli, hefðu meiri tekjur á
mánuði fyrir þessa auka þætti,
sem verið væri að troða upp á fólk,
heldur en næmi mánaðarlaunum
hans.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í
Esbjerg í Danmörku í sumar kom
þessi staða upp í skák þeirra
Rödgaards, Danmörku, og
Mestels, Englandi, sem hafði svart
og átti leik.
21. - Re3! 22. Bxe3 - Hxg2+! 23.
Kxg2 - Bxh3+ 24. Kgl - Dg4+
25. Kf2 — Dg2 mát. Bent Larsen
sigraði með yfirburðum á mótinu,
hann hlaut 11 vinninga af 13
mögulegum. Guðmundur Sigur
jónsson varð í öðru sæti með 9 v.
og þriðji varð finnski stórmeistar-
inn Westerinen með 8 v.
„Ég vil eindregið óska þess að
landsmenn fái sem fyrst frjálsan
útvarpsrekstur, því ríkisútvarpið
er einna helst farið að líkjast
heilaþvottavéi framsóknar og
kommúnista, en það er hlutur sm
ég kann ekki við,“ sagði Örn
Ásmundsson.
„Einnig vil ég víkja aðeins að
verðlagi hérlendis. Ekki alls fyrir
löngu las ég í einu dagblaðanna, að
það kostaði um það bil 300 krónur
íslenskar að tappa á eina brenni-
vínsflösku, með vinnu og öllu.
Flaskan er síðan seld til viðskipta-
vina á 6000 krónur, en mér er
spurn, er þetta nokkurt vit?“
„Um daginn frétti ég líka að
álímingarefni á bremsuborða
væru seld með um 600% álagn-
ingu, sem teljast verður nokkuð
góð álagning að mínu mati,“ sagði
Örn Ásmundsson að lokum.
HÖGNI HREKKVÍSí
ft>l? ©1978
McNaoght Sy»d.,
„Bústaður Högna hrekkvísa ...
Þetta er þjónustustúlkan hans sem talar.. .*
Bikarkeppni
Bridgesambandsins.
Tveimur umferðum er nú lokið í bikarkeppni sveita og urðu
úrslit þessi í annarri umferðt
Hjalti Elíasson BR vanh Hauk Guðjónsson BV
Guðmundur T. Gíslason BR vann Alfreð G. Alfreðsson BS
Steinberg Ríkarðsson BR vann Ármann J. Lárusson BK
(Sveit Ármanns er núverandi bikarmeistari)
Vigfús Páisson TBK yann Georg Sverrisson BK
Jón Ásbjörnsson BR vann Aðalstein Jónsson BF
Jóhannes Sigurðsson BS vann Pálma Lorenz BV
Þórarinn Sigþórsson BR vann Ólaf Lárusson BÁK
Guðmundur P. Arnarsson BR vann Boga Sigurbjörnsson B Siglufj.
Dregið hefir verið um hvaða sveitir mætast í þriðju umferð en
henni á að vera lokið fyrir 17. september.
Sveit Steinbergs spilar gegn sveit Þórarins
Sveit Guðmundar T. spilar gegn sveit Hjalta.
Sveit Jóns spilar gegn sveit Vigfúsar.
Sveit Guðmundar P. spilar gegn sveit Jóhannesar.
Sjö af átta sveitum sem eftir eru í keppninni eru úr Reykjavík
og sex sveitir frá Bridgefélagi Reykjavíkur. í fyrra gekk
Reykjavíkursveitunum mjög illa, en þá spiluðu sveitir Ármanns J.
Lárussonar og Jóhannesar Sigurðssonar til úrslita. Varð það mjög
sögulegur úrslitaleikur. Að leik loknum voru sveitirnar jafnar að
stigum. Sveit Ármanns hafði fleiri stig þegar 8 spilum var ólokið
og skv. lögum keppninnar var hann sigurvegari. Sveit Jóhannesar
er nú eina sveitin utan Reykjavíkur sem enn er í keppninni.
Tafl- og
bridgeklúbburinn
Spilao var í þremur 16 para
riðlum í sumarspilamennsk-
unni sl. fimmtudag. Er það
mjög góð þátttaka að tæplega
100 spilarar spili á spilakvöldi
hjá félaginu.
Keppnin í stigakeppninni er
mjög skemmtileg og eru líklega
tvö eða þrjú spilakvöld eftir þar
til vetrarstarfið hefst.
Úrslit síðasta fimmtudag:
A-riðilh
Baldur Ásgeirsson —
Zophonias Benediktsson 253
Jón Oddsson —
Magnús Oddsson 244
Einar Þorfinnsson —
Sigtryggur Sigurðsson 239
Ragnar Björnsson —
Þórarinn Árnason 236
Ellert Ólafsson —
Vilhjálmur Guðmundsson 226
B-riðill,
Björn Eysteinsson —
Brldge
Umsjón: ARNÓR
RAGNARSSON
C-riðiH,
Árni Guðmundsson —
Bernharður Guðmundsson265
Egill Guðjohnsen —
Þorlákur Jónsson 263
Gísli Steingrímsson —
Sigfús Árnason 246
Eggert Benónýsson —
Oskar Karlsson 232
Bragi Erlendsson —
Magnús Jóhannsson 263 Ríkarður Steinbergsson 221
Gunnlaugur Óskarsson — Meðalárangur í öllum riðlum
Sigurður Steingrímsson 251 210.
Guðjón Ottósson — Staða í stigakeppninni.
Ingólfur Böðvarsson 243 Valur Sigurðsson 11
Jón Páll Sigurjónsson — Sigtryggur Sigurðsson 11
Sigrtður Rögnvaldsdóttir 234 Ragnar Björnsson 9VÍ
Guðmundur P. Arnarsson Þórarinn Árnason 9Vi
Skafti Jónsson 225 Ásmundur Pálsson 9
rgunblaðið
óskar
eftir
buróarfólki
Bergstaöastræti
Sóleyjargata
Samtún
Baldursgata
Sólheimar
Austurbær
Miðbær
Úthverfi
Vesturbær Fornhagi
Seltjarnarnes Lambastaöahverfi.
Uppl. í síma 35408