Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 17 Stærsti laxinn í sumar? Jón Ólafsson hjá Steypustöð- inni HF veiddi í Ölfusá hinn 5. ágúst síðastliðinn lax sem er sá stærsti sem Mbl. hefur haft spurnir af í sumar. Jón var að veiða í Árbæjarsvæðinu og lax- inn, sem var 25 pd hængur 103 cm, veiddist á maök. Laxinn var nýgenginn og lúsugur og sagöi Jón ístuttu spjalli við Mbl. að hann hefði verið u.p.b. 40—45 mínútur aö draga skepnuna og pað heföu verið mikil átðk. Þetta var fyrsti markverði fengurinn af Árbæjarsvæðinu á sumrinu, en síðan hefur verið par sæmilega góð veiði. Þeir stóru hafa verið vel við á Ölfursár-Hvítársvæöinu, 24 punda laxar hafa verið dregnir í Soginu, við löu og í Stóru Laxá, auk nokkurra smærri laxa. Gljúfurá tók kipp í rigningunni Nú má ætla, aö eitthvað rúm- lega 300 laxar séu komnir á land úr Gljúfurá, en á laugardaginn var voru peir 278 og var pá veiðin orðin mjög góð eftir rigninguna, sem hleypti nýju lífi í ána. Hópurinn sem Þá var að Ijúka veiði, landaði 30 löxum á 3 dögum, en pað er aðeins veitt á 3 stangir í Gljúfurá. Einn 18 punda hængur var dreginn úr Kerinu snemma sumars, en einn- ig hafa veiðst 3—4 12 punda fiskar. Það er mikill lax í ánni, einkum í henni ofanveröri. orðin afar vatnslítil um tíma og háði pað veiðum eins og vænta mátti. Hinn 11. júlí veiddi Snæ- björn Kristjánsson 16 punda hæng í Háaleitishyl og er pað stærsti lax sumarsins úr Leir- vogsá. Stóra Laxá aö spekjast Stóra Laxá fór glæsilega af stað, en hefur verið óðum aö róast undanfarið. Þaö er Þó alltaf einhver veiði, enda er töluvert af laxi í ánni allri. Taldi Friðrik, að um 400 laxar væru komnir á land úr Laxá. Einn 24 pundari veiddist fyrr í surnar og var Það við Bergsnös. afmæli Þennan sama dag. Mikill lax virðist vera um alla á en Friörik sagði, og átti Það við um hinar árnar ekki síður, að menn hefðu reiknað með nýjum göng- um, er rigningin kom á sama tíma og straumur fór vaxandi. Svo virtist hins vegar sem eitthvaö lítið hefði veriö um Það hvað svo sem kynni aö valda Því. Þeir stóru eru í Flóku í Haganesvík Tveir 23 punda laxar, einn 22 punda og tveir 20 pundarar voru meðal peirra 62 laxa sem á land voru komnir úr Flókadalsá fyrir um viku síðan. Helmingur lax- anna var 10 pund eða meira. Laxveiðisvæðið er aðeins um 3 km á lengd, Þ.á m. 2 stöðuvötn og veiðist laxinn ekki síður í peim. Auk Þess er mikill göngusilung- ur, bæöi urriði og bleikja og flestir sem koma, veiða eitthvað af slíkum fiski, ef Þeir eru ekki heppnir með laxinn. Fjórir grálúsugir stórlaxar, allir fluguveiddir. Þetta er vormynd frá Noröurá. 16 pund stærst úr Elliöaám Á mánudag voru komnir 1140 laxar á land úr Elliðaánum að sögn Friðriks hjá SVRF en á sama tíma í fyrra töldust laxarnir vera 901. — 36% aflans er fluguveidd- ur og er Þaö hærra hlutfall en áður. Stærsta laxinn í sumar veiddi Sigurbjörn Fanndal á maðk í Ullarfossi. Laxinn var 16 punda hængur. Undanfarið hefur veiðst best á frísvæöunum svo- kölluðu ( efri ánni, en dagaflinn hefur oftast verið 15—20 laxar á 6 stangir. Besti dagurinn var 23. júlí, en Þá veiddust 38 laxar. Það má aöeins veiöa 8 laxa á stöng í Elliðaánum og hafa 10—12 manns náð pví marki. Leirvogsá svlpuö og í fyrra Leirvogsá hefur gefið af sér svipaðan afla og á sama tíma í fyrra. Nú eru komnir hátt á fjóröa hundrað laxar úr henni, en hinn 16. ágúst voru peir 344 og síðan hefur veiðst vel eftir að rigna tók og vatniö aö vaxa, en áin var Grímsá mjög lífleg Þegar eru komnir mun fleiri laxar á land úr Grímsá, heldur en veiddust f henni allt síðastliðið sumar. Um helgina voru komnir um 1590 laxar á land, en á sama tíma ífyrra voru Þeir innan við 1000 og urðu síðan aðeins rúm- lega 1100. Þess ber einnig að geta, að veiði hófst seinna í Grímsá nú en í fyrra og henni lýkur einnig fyrr, eða 2. septem- ber. íslendingar tóku aftur við ánni 6. ágúst og veiðin glæddist mjög við rigninguna sem verið hefur síðan í lok síðustu viku. Noröurá líka góö Friðrik taldi aö ásamt Stekkjar- veiðum og Glitstaðaveiðum væru komnir um 1800 laxar á land úr Norðurá og væri paö mun meiri afli en á sama tíma í fyrra. Á mánudaginn 20. ágúst, veiddi Sverrir Þorsteinsson, stjórnar- maður í SVFR, 18 punda lax á Almenningnum á flugu, sem hann kallar Runólf, í höfuðið á öðrum stjórnarmanni sem átti Breiödalsá full af laxi „Breiðdalsáin er full af laxi og Þar voru fyrir nokkrum dögum komnir um 300 laxar á land, sem er næstum helmingi meiri afli en á sama tfma í fyrra. Þá er aflinn orðin meiri en allt síðastliðiö sumar og lýkur Þó ekki veiði fyrr en 20. september. Laxinn er vænn, mikið um 10 punda laxa,“ sagöi Friðrik um Breiödalsá. Hann sagði enn fremur: „Frá 20.—30. ágúst leyfum við veiði á eina stöng fyrir ofan fossinn Beljanda, en Þar hefur nýlega veriö opnaður fiskvegur sem kemur til með að opna víðáttu- mikil svæði, sem bjóða upp á feiknalega möguleika, ef vel tekst til. Bíðum við spenntir eftir hver útkoman verður Þar fram að mánaðamótum. — Þrjár silunga- stangir eru leyfðar í Breiðdalsá og hefur oft verið beinlínir mokveiöi og silungurinn mjög vænn. Laxastangirnar í Breið- dalsá eru 5 talsins. (99- Gljúfurá í Borgarfirði. Þar hefur aflast vel í sumar. Hylurinn sem feðgarnir á myndinni eru aö renna í heitir Kerling og er ágætur veiðistaður ofarlega í ánni. — Ljósmyndir — gg „Ég lít á mynd sem sjónskynjun" Jónas Guð- varðarson opnar málverkasýningu í kjallara Nor- ræna hússins JÓNAS Guðvarðsson myndlistar- maður, opnar sýningu í kjallara Norræna hússins á morgun, laugardag, klukkan 2. Sýningin, sem er sölusýning, verður opin alla daga frá klukkan 2—10, en henni lýkur sunnudaginn 3. september. Jónas Guðvarðsson er fæddur á Sauðárkróki árið 1932. Fluttist hann ungur til Hafnarfjarðar og er nú búsettur þar. Lagði hann fyrst stund á myndlistarnám í Myndlistarskólanum í Reykjavík veturna 1963—1968, en síðan í Escuela Massana í Barcelona 1968— 1969. í Escuela de Artes Aplicadas y Oficios Artisticos í Palma var Jónas á tímabilinu 1969- 1970 Jónas hefur sýnt á haustsýning- um F.I.M. fimm sinnum á undan- förnum árum. Einnig hefur hann sýnt á samsýningu í Sala de Arte Moderno í Barcelona 1969—1970 og í Galeria Latina í Palma árið 1970. Jónas átti verk á sýningunni Skagfirskir málarar á Sauðárkróki árið 1971. Einkasýningar hefur Jónas haldið áður í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1971. Myndirnar á sýningunni eru flestar unnar í tré og málma og sagði Jónas að myndir hans flokkuðust helzt undir það sem á erlendri tungu hefur verið nefnt „mixed media“ eða blönduð tækni. I því felst að við myndsköpunina eru notuð alls konar efni önnur en málning og léreft. „Ég lít á mynd sem sjónskynjun, líkt og tónlist, og miða ég mínar myndir við það,“ sagði Jónas í viðtali við blaðamenn Morgun- blaðsins. „Ég tel að það sé alveg sama í hvað er unnið og hvað menn gera, ef það er gert vel.“ Á sýningunni éru myndir frá síðustu þremur árum, og eru allar myndirnar málaðar á vinnustofu Jónasar í Hafnarfirði. Annars sagðist Jónas hafa búið erlendis að mestu leyti síðastliðin 10 ár, og hafa dvalist lengst af á Spáni, þar sem hann er einnig fararstjóri fyrir ferðaskrifstofur. Jónas Guðvarðsson hjá einu verka sinna. Elfa Björk Gunnarsdóttir, borgarbókav.: Um bókaval almennings- bókasafna, athugasemd í sambandi við þátt um bókaval almenningsbókasafna, sem fluttur var í útvarpi 23. ágúst s.l. undir stjórn Gísla Helgasonar, vil ég að eftirfarandi komi fram: Rætt var við einn lánþega Borgar- bókasafnsins og lét hann í ljós þá skoðun að mikið væri keypt af sænskum bókum í safnið. Stuttu eftir að ég tók við starfi Borgarbóka- varðar í Reykjavík (en það var 1. desember 1975) breytti ég í samráði við bókavalsnefnd safnsins innkaup- um á sænskum bókum frá því sem verið hafði, á þann veg að draga mjög úr þeim kaupum. Ástæðan fyrir þeirri breytingu var sú, að reynslan sýndi að aðeins lítill hluti lánþega les. sænsku og bækurnar nýttust því illa. Þess vegna var sú stefna tekin við innkaup á bókum á Norðurlandamálum að leggja höfuð- áherzlu á bækur á dönsku. Ennþá kaupum við að sjálfsögðu frumsamd- ar skáldsögur á öllum Norðurlanda- málunum nema finnsku, en fræði- bækur og þýðingar úr öðrum málum er leitazt við að kaupa á dönsku ef unnt er. Fyrir getur þó komið að bók sé þýdd úr tungumáli sem tiltölulega fáir lánþegar lesa og kaupum við hana þá fremur á sænsku en frummálinu, ef ekki er unnt að fá þá bók á öðrum málum s.s. ensku eða dönsku. Ég vil aðeins vekja athygli á því, að sú gagnrýni sem fram kom í útvarpsþættinum á ekki lengur rétt á sér gagnvart safninu. Umræddur útvarpsþáttur var aðeins 15 mín. að lengd. Þar af leiðandi var ekki tími fyrir lokaorð mín þar og leyfi ég mér að birta þau hér: I reglugerð með lögum um almenningsbókasöfn nr. 50/1976 segir í 21. gr.: „Á almenningsbókasafni skal þess gætt, að öll kynning á bókum og öðrum gögnum sé veitt greiðlega og á hlutlægan hátt.“ Þetta tel ég vera sjálfsagt og mjög mikilvægt í starfi almenningsbóka- safnsins. Þetta kemur einnig inn á innkaupin í safnið. Vinna ber að því einu að byggja upp alhliða og gott safn. Þar er fráleitt að persónulegir hagsmunir eða skoðanir stýri bóka- vali eða framkomu í afgreiðslu. Á þetta leggjum við mikla áherzlu á Borgarbókasafninu. Elfa Björk Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.