Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Eyjólfur Guðmundsson: V atnaskrímsli í stöðu vatni í Þelamörk SÉRFRÆÐINGAR, búnir berg- málsdýptarmælum og útbúnaði til að taka myndir í vatni, hafa nú hafið mikla leit að geysimikl- um „ormi“, eða „vatnaskrímsli", sem margir telja sig hafa séð í Seljordvatninu á Þelamörk í Suður-Noregi. Talið er að fólk hafi orðið vart við eitthvert furðudýr í vatninu, allt frá árinu 1750. Þá gerðizt það að maður einn var úti á vatninu við silungsveiði. Kom þá geysilang- ur ormur upp við hliðina á bátnum og hafði nærri hvolft honum, en hvarf síðan jafn skyndilega og hann kom. Alls munu um hundrað manns telja sig hafa séð furðudýr þetta, og sumir oftar en einu sinni. Þeir sem aldrei hafa orðið varir við neitt, gera gys að þessum frásögnum og telja að fólkið í byggðarlaginu geri sitt til að auka þessar sögusagnir, með það í huga að fá sem flesta ferðamenn til að koma þangað. Þessu harðneita gistihúsarek- endur og aðrir, sem lifa á fyrirgreiðslu ferðamanna. Meðal þeirra, sem ekki hefir lagt trúnað á sögurnar um vatnaorminn, er maður að nafni Arne Öygarden. Hann skipti þó um skoðun sumarið 1975 eftir ökuferð meðfram vatninu. Hans frásögn er eitthvað á þessa leið: „Ég ók hægt meðfram vatn- inu, og skotraði augum út á það. I norðurátt sá ég eitthvað sem líkt og bylti sér í vatnsskorp- unni, um það bil 100—150 m. frá landi. Ég stöðvaði bílinn og hljóp niður að vatninu. Þar glampaði á eitthvað u.þ.b. 15—20 m. langt og það virtist vera með gróft hreistur, hið efra var það svart, en ljósara á kviðnum. Höfuðið líktist nokkuð elgshöfði en við nánari athugun sá ég að það voru hnúðar á höfðinu og það hafði langan ranamyndaðan kjaft." Lýsingum annarra, sem telja sig hafa séð vatnaorminn, ber saman við þessa lýsingu að því viðbættu að gildleiki hans sé meiri en gildustu trjábola (1 m. í þvermál) og að hann sé mjög hraðsyndur. Árið 1%9 voru nokkrir kafar- ar við athuganir á botninum á Seljordvatninu. Sáu þeir þá geysistór för í leirnum, líkt og risastórir trjábolir hefðu verið dregnir þar fram og aftur. Athuguðu þeir þetta gaumgæfi- lega, en gátu ekki komizt að neinni niðurstöðu. Vísindamenn hafa takmark- aða trú á því að áður óþekkt dýrategund hafist við í Seljord- vatninu, en vilja þó ekki útiloka alla möguleika. Við athuganir í júní sl. kom fram á línuriti mælingartækja „eitthvað" sem nálgaðist rannsóknarbátinn, síðan stanzaði það og hvarf svo skyndilega. Þetta hefir m.a. aukið forvitni og eftirvæntingu fólks, og allt verður nú gert til að sanna eða afsanna kenning- una um vatnaorminn. Þeir, sem að þessum athugunum standa, telja að úr þessu verði skorið nú á þessu hausti. Vatnið er reyndar ekki mjög stórt, en meðaldýpt er um 80 m. og það er 135 m. djúpt þar sem það er dýpst, en á þeim slóðum hefir fólk oftast talið sig sjá orminn. Með fullkomnum leitartækjum ætti vatnsormurinn að finnast ef hann þá á annað borð er til. Sven Jasson (lengsttii vinstri), Jón Þórðarson og Björn Ástmundsson í verksmiðjusal Reykjalundar, þar sem nýju plastörin eru framleidd. Jasson er fulltrúi frá sænska fyrirtækinu ESSEM, sem staddur er hérlendis til að fylgjast með framleiðslu Reykjalundar. Tilraunaframleiðsla á hitaveituplaströrum AÐ Reykjalundi er nú nýhafin tilraunaframleiðsla á plaströr- um, sem nota á til hitaveitufram- kvæmda. Rör þessi eru framleidd í samráði við sænska fyrirtækið ESSEM-Plast, en það hefur lagt Reykjalundi til hráefni og tækni- aðstoð. Þegar hafa nokkur fyrir- tæki hérlendis sýnt þessum plast- rörum áhuga og verða þau lögð til tilraunar hjá nokkrum hita- veitum á landinu. Skákmót grunnskóla á Norður- löndum haldið í Finnlandi SKÁKMÓT grunnskóla á Norður- löndum verður haldið í Finnlandi dagana 25.-27. ágúst. Skáksveit úr Álftamýraskóla tekur þátt í mótinu en hana skipa 6 keppendur og eru: 1. borð Jóhann Hjartarson 2. borð Árni Árnason 3. borð Páll Þórhallsson 4. borð Lárus Jóhannesson 5. borð Gunnar F. Rúnarsson 6. borð Matthías Þorvaldsson Keppendurnir eru á aldrinum 12—15 ára en fararstjóri er Ólafur H. Ólafsson. í dag verður áttræður Fred Jensen, Hátúni 10, Keflavík. Hartn kom til íslands árið 1927 og þá til Akureyrar, frá Yiiuing í Dan- mörku. Strax eftir komuna hingað hóf hann störf við vefnað, hjá Gefjun en þá iðn hafði hann numið í heimalandi sínu, áður en hann kom til Akureyrar. Eftir nokkur starfsár er Jensen gerður að verkstjóra við fyrirtækið. Því starfi gegndi hann til ársins 1954. Þá fluttist hann með fjölskyldu sína til Keflavíkur. Þar starfar hann við blikksmíði á Keflavíkur- flugvelli, en hætti störfum á s.l. ári. Jensen ber aldur sinn vel og hefur verið heilsuhraustur, þar til á liðnu ári. Hann varð þá að gangast undir uppskurð og hefur tæplega náð sér eftir það enn. Jensen h'efur mjög mikla ápægju í samtali við Mbl. sögðu þeir Björn Ástmundsson framkvæmda- stjóri og Jón Þórðarson, fram- leiðslustjóri að iðnaðarráðuneytið hefði haft forgöngu um mál þetta. Reykjalundur hafði síðan sam- band við ESSEM og tókust með þeim samningar um að Reykja- lundur. framleiddi rörin í verk- smiðjum sínum í fullu samráði við sænska fyrirtækið. Framleiðslan hófst á þriðjudag og að sögn þeirra Björns lofar hún góðu. Rörin eru eins í útliti og plaströr þau, sem Reykjalundur hefur framleitt undanfarin ár, en sá er munurinn að hitaveiturörin eru úr krossbundnu Polyethylin efni (PEX). Þau verða framleidd í stöðluðum breiddum og verður hægt að velja á milli röra, sem eru 25, 32, 40, 50 og 63 mm í utanmáli í byrjun. Rörin eiga að þola 80 gráðu hita og sex kílóa þrýsting og eiga að endast í 50 ár. Þau verða framleidd í ýmsum stærðum, allt upp í 100 metra löng, þau sverari og 200 til 300 metra, þau grennri. Björn Ástmundsson sagði að þessi rör hefðu marga kosti fram yfir gömlu járnrörin, sem nú eru notuð til hitaveituframkvæmda. Bæri þar fyrst að telja að þau tærast ekki, en tæringin hefur verið einn helzti óvinur hitaveitna hérlendis. Þá er einnig auðveldara að leggja þau og varmatap þeirra er mun minna en járnröranna. Sem fyrr sagði hafa nokkrir aðilar þegar sýnt plaströrunum áhuga, en þau verða þó ekki sett á markaðinn fyrr en reynzla hefur komið á þau. Athuga verður hvernig bezt er að einanga rörin, af veiðiskap. Minnist ég þess, að það mun hafa verið fyrsta veiði- stöngin, sem ég sá, stöngin hans Jensens. Hann heíur enn gaman af að taka í spil og spilar hann þá gjarnan bridge. Jensen hafði ánægju af því að skemmta sér og minnist ég þeirra hjóna á átthaga- félagsskemmtunum, þar sem Jen- sen var aldursforseti, en skemmti sér manna best. Jensen giftist móðursystur minni, Aðalheiði Friðriksd. frá Látrum í Aðalvík, árið 1932 og eignuðust þau 4 börn, þrjá drengi og eina dóttur. Auk þess gekk Jensen í föðurstað dóttur Aðal- heiðar. Hjá Jensen og Aðalheiði hafa bæði verið gleði- og sorgarstundir. Þau hafa misst tvö barna sinna, stúlku 10 ára og tvíburason á besta aldri. en það vandamál mun að öllum líkindum verða leyst á annan hátt hérlendis, en í Svíþjóð, þar sem yfirleitt hefur verið látið nægja að einangra rörin með stálullarmott- um. Þá á einnig eftir að koma í ljós hvernig samstarfið við hina sænsku aðila verður. Hvað verð varðar kvaðst Jón Þórðarson telja að það yrði sambærilegt við verð á járnrörun- um. Það væri kannski helzt einangrunin, sem yrði dýrari en hjá þeim rörum, sem nú eru í notkun. Meðal þeirra fyrirtækja sem sýnt hafa plaströrunum áhuga má nefna Hitaveitu Akureyrar, Hita- veitu Reykjavíkur, sem og minni hitaveitur víða um land. Auk þeirra hafa margir sent fyrir- spurnir um gang tilraunanna og sagði Björn að svo virtist sem mikill almennur áhugi væri á þessari framleiðslu Reykjalunds. Stjórnarráðs- starfsmenn í skemmtisiglingu HÓPUR félaga í Starfsmannafélagi Stjórnarráðsins fór í gærkvöldi í þriggja tíma skemmtisiglingu með Akraborginni. Var siglt frá Reykja- vík og upp í Hvalfjörð og til baka á ný. I ferðinni voru bornar fram veitingar en eins og áður sagði var hún farin á vegum Starfsmanna- félags Stjórnarráðsins. Með þessum fátæklegu línum vil ég og fjölskylda mín óska þeim hjónum hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn. Jensen verður að heiman á afmælisdaginn. F. Hermannsson. Áttræðisafmæli: Fred Jensen, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.