Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 33 félk í fréttum + ítalska fótboltastjarnan Paolo Rossi er hér að trimma. Á myndinni sést er Rossi kominn á reiðhjól og lítill strákur bíður kappanum upp á ís! + Oft er í fréttum vitnað til kauphallarinnar í Frankfurt, þegar verið er að segja fréttir af stöðugleika Bandaríkjadalsins. — bað virðast líka miklar annir hjá starfsmönnum kauphallar- innar — það fer ekki milli mála. bar virðast allar línur rauð- glóandi! + Tveir menn úr hópi þessara fimm manna verða valdir til þess, að vera í áhöfn geimrannsókna- stöðvar, sem Bandaríkjamenn ætla að senda út í geiminn eftir tvö ár — 1980. Eru þeir allir hámenntaðir menn. Einn er Þjóðverji, annar Hollendingur, þá Svisslendingur og tveir eru Bandaríkjamenn. Þessir menn voru kynntir fyrir „heimspressunni“ á blaðamannafundi í geimferða- bækistöð í borginni Huntsville í Alabamafylki nú fyrir stuttu. + Ekki eru þær Gina Lollobrigida og Sophia Loren einustu ftölsku leikkonurnar sem eitthvað kveður að. Nei, nei. — Hér eru tvær kunnar leikkonur, sem leika í nýjum ítölskum sjónvarpsþætti „í dag og í gær. Stjórnandi þessara þátta, er Enrico Maria Salerno. Hann er hér með leikkonunum Manangela Melato (t.v.) og Valentina Cortese. Frystihús Meitilsins í Þorlákshöfn að lokast NÚ liggur fyrir að hraðfrystihús Meitiisins h.f. í borlákshöfn stöðvast þann 1. september n.k. eí ekki hafa verið gerðar einhverjar ráðstafanir til björgunar frysti- húsunum fyrir þann tíma. í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu barst frá Meitlin- um h.f. segir, að framkvæmda- stjóri félagsins hafi gert sveitar- stjóranum í Þórlákshöfn og for- manni verkalýðsfélagsins grein fyrir stöðu fyrirtækisins, sem sérstaklega hafi verið fjallað um á fundi stjórnar fyrr í þessari viku. Á stjórnarfundinum kom fram, að ljóst er, að rekstur frysti- hússins er mjög neikvæður og tap verulegt. Reynt hefur verið til hins ýtrasta að haida uppi eðlilegum rekstri, en það hefur gerzt æ örðugara með hverri viku, sem hefur liðið. Vanskil hafa farið vaxandi og enda þótt viðskipta- banki félagsins hafi sýnt skilning á erfiðleikum þessum og veitt félaginu nokkra fyrirgreiðslu, er nú svo komið, að fullkomin óvissa ríkir um möguleika á áframhald- andi rekstri. Þegar þess er nú gætt, að hinn 1. september n.k. eiga laun og síðar hráefnisverð að stórhækka, er ekki unnt að sjá að hægt sé að koma í veg fyrir stöðvun frystihússins nema ný viðhorf skapist fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.