Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 11 einsetukvenmann sem flestir vildu losna við. Brúna yfir ána fékk ég fyrir tilstilli tveggja góðra þingmanna, Hermanns Jónassonar og Gísla Jónssonar. Það þótti fráleitt að leggja fé í slíkt fyrir einn bæ. Svona hefur þetta gengið í gegnum árin og enn sit ég hér öllum til leiðinda og þó held ég að ég hafi engum gert neitt illt nema þá að vera til... Við veiðivörsluna var ég í sex sumur til aÓ afla tekna í þeim tilgangi að geta haft börnin hjá mér við búskapinn. Ég fékk 159 þúsund krónur fyrir sumarið í fyrra. Nei, það var ekki mikið, því ég fór fimm til sex ferðir með ánni á dag. Nábúi minn sagði að veiðivarslan ætti aðe’is að vera fyrir fólk sem ætti að lifa í hreppnum. Ég skildi það þannig að honum þætti ég ekki æskilegur íbúi hér. Víst held ég að þetta stafi að einhverju leyti af öfund. Karlbændur margir vilja. ekki kyngja þeirri staðreynd að ég er kona í sömu stöðu og þeir. Viðhorfin hér. í Ögurhreppi eru afskaplega gamaldags. Þetta geta þó allar konur — meira áð segja þú gætir það,“ bætir hún við grafalvarleg. „Það kallast að lifa fyrir hugsjónina...“ Nei, ég er ekkert með betra bú en þeir.“ Hún horfir yfir dalinn og bendir: „Sérðu, þessar sléttur hef ég ræktað sjálf á einum áratug og það er, meira en þeir hafa gert...“ Ég er á móti pólitík „í dag er túnið nítján og hálfur hektari. Fyrir ellefu árum síðan-Var hér ekki véltækur blettur. Nú rækta ég um einn og hálfan hektara á ári. Það er ekki mikið Guörún Jónsdóttir, 88 ára gömul rádskona á Laugabóli. Ragna, Guörún og Guðjón ( framri röð. Fyrir aftan eru sonur hennar fimmtán ára, Gunnar Bjarki, þá kaupamaöjrinn frá Flateyri, Brynjólfur Garöarsson, og eldri sonurinn, Garöar Smári. en jörðin er erfið til ræktunar. Þetta er alltaf að batna og verður orðið gott fyrir næstu kynslóð. Við ræsum fram blautar mýrarnar með skurðgröfu og ruðninga af bökkum. Grjót tínum við með berum höndum og flytjum burt á dráttarvélum. Síðan er sáð. Þá bíð ég eftir vorinu þegar þetta fer að grænka. Að sjá mýrar verða að túni er mín mesta ánægja. Árið 1974 hóf ég viðbyggingu á húsinu en mig vantar peninga til að ljúka henni. Eldri hlutinn er hálfrar aldar gamall og vart íbúðarhæfur. Faðir minn Aðalsteinn Jónsson var einstaklega duglegur maður. Hann flutt- ist hingað frá Brimastöðum í sömu sveit 1921. Þá var hér torfbær. Eldri hluta hússins reisti hann rigningarsumarið 1926 og flutti sand á hestum frá sjónum. 1938 færði hann öll fjárhúsin á sama stað. Þau voru byggð úr torfi og grjóti og eru því ónýt. Þá girti hann túnið, bjó til hagagirðingu, skipti einnig um haughús og votheysgryfju við fjósið. Pabbi var langt á undan sinni samtíð með margt, þrátt fyrir slæm kjör og erfiðar aðstæður. Við göngum heim að íbúðarhúsinu. Úr anddyrinu er gengið inn í eldhúsið, þar sem Guðrún er að sjóða fisk. Hún hlýtur að vera búin að fá nóg af mér því hún skýst inn í stofu þegar hún sér mig og segir: „Það er ekkert sniðugt að taka mynd af svona gömlum manneskjum." Ragna brosir. „Hún hefur verið hjá mér allan minn búskap og unnið af sérstakri i trúmennsku, eins og gamli maðurinn sem Hún byggði vió húsiö 1974 og hér er hún vió nýja hlutann. þú sást áðan vera að slá með orfi og ljá. Hann heitir Guðjón og er nú búsettur í Hafnarfirði en er hér á sumrin. „Hvað hefurðu verið hér lengi Gunna mín?“ „Ég hef verið hér síðan 1932,“ heyrist rödd segja úr stofunni og brosandi andlit birtist í gættinni. Guðrún telur sér óhætt og ber stóra, forláta kaffikönnu á borð. Ragna kveikir sér í pípu. „Ég hata brennivín eins og pestina", segir bóndinn. „Kveiki mér í pípu og sígarettu ef vel liggur á mér — eða illa. Krabbamein er vond meinsemd en brennivínið verri... Þeim ætlar ekki að takast að mynda stjórn í Reykjavík ... Þetta er vitlaust þjóðfélag. Sífellt kapphlaup. Menn sem veljast til slíkra starfa sem þingmenn og ráðherrar ættu að geta unnið saman eins og menn. Ég er orðin leið á þessum blekkingum og lygum. Þeir hafa okkur að fíflum. Ég er á móti pólitík ...“ Hún lítur út um gluggan og tottar pípuna um leið og hún segir hugsi: „Mitt markmið er að reisa minnisvarða sem stendur. Að rækta jörðina og gera þetta býli betra en það var í þeirri von að einhver taki við því. Líklega verður það þó e ekkert af mínum börnum. Kannski einhver smiður úr Reykjavík. Nú eru það tæknimennirnir sem flytjast til sveita. Það er ekkert upp úr búskap að hafa. Við höfum efni á að éta og búið ... En maður fer ekki með hlutina í gröfina... Við bændur erum hálfgerðar hornrekur þjóðarinnar. Rembumst við að framleiða vörur sem fólki er síðan talin trú um að séu beinlínis skaðlegar. Smjör og feitt kjöt eru hollari fæða en þessi mengaða gervifæða sem fólk neytir nú til dags. Börnin til sveita finna andann til sveitafólks. Það viðhorf að starf okkar þjóni engum tilgangi. Kannski koma börnin mín aftur ... Það eru peningarnir sem lokka' þau í burtu." Tölti á eftir heybands- lestunum sex ára gömul Ég bið hana að segja mér frá uppvexti sínum. „Æska mín var eins og gerist og gengur til sveita. Maður þrælaði. Mamma dó frá okkur sex systrunum árið 1932 úr berklum. Ég var elzt, sex ára gömul. Tvær systur mínar dóu í æsku. Önnur nokkurra mánaöa gömul sama ár og mamma. Hin dó tíu ára úr berklum. Þær eru allar jarðsettar í Ögri hér lengra út með sjónum. Eftir lát mömmu þurfti pabbi að koma stelpunum í fóstur, tveimur til skamms tíma en sú þriðja ílengdist á ísafirði. Ég varð eftir hjá honum. Mín fyrsta bernskuminning er mynd af okkur pabba að smala. Hann reiddi mig fyrir framan sig á hestinum. Sex ára gömul minnist ég þess einnig að hafa tölt á eftir heybandslestunum af engjum. í nokkra mánuði gekk ég í barnaskólann á Ögri. Önnur var menntunin ekki, nema þá sögur sem ég hlustaði á pabba segja frá. Sautján ára fór ég í vist til ísafjarðar og nokkrum árum síðar í vist til Reykjavíkur. Var ég hjá Stefáni Thorarensen apótekara og Ragnheiði Hafstein. Þau eru bezta fólk sem ég hef kynnst um dagana. Á heimili þeirra ríkti einstakur skilningur. Mér fannst ég aldrei vera vinnuhjú heldur ein af fjölskyldunni. Aldrei fer ég svo til Reykjavíkur að ég heimsæki ekki hana Ragnheiði mína. í huganum hef ég aldrei skilið við það heimili. Ég dvaldist í fjóra vetur í Reykjavík. Um tíma fór ég sem kokkur á netaveiði- bát frá Hafnarfirði. Ég ætlaði ekki að verða bóndi, en atvikin höguðu því þannig til að ég sneri aftur hingað. Líkar mér þó bezt við landbúnað, því hér er ég minn eigin herra og húsbóndi. Pabbi dó 1954 og þá kom ég frá Hafnarfirði með unga dóttur mína Bellu Aðalheiði. Það er draumanafn," svarar hún aðspurð. „Ég sagði alltaf í gamla daga að ég ætlaði mér að eiga tvö börn og eitt til vara. Ég stóð við það..." og nú hlær bóndi dátt. „Framkvæmdir urðu litlar fyrst í stað eftir að ég tók við búinu. Hér var engin dráttarvél en ég varð fyrst til að kaupa bíl í hreppnum, rússajeppa árið 1956.“ Ég hef félagsskap af skepnunum Ragna leggur frá sér pípuna, stendur upp og þeysir upp tréstiga úr eldhúsinu. Að vörmu spori kemur hún aftur með fjögur myndaalbúm. A fremstu síðu eins þeirra stendur nafn hennar, ártalið 1968 og þessi vísa: Mig vetrargolan vermir hlý — ég vini mína kanna. — Gaman er að grúska í — gögnum minninganna. „Ég kasta fram vísu þegar mér býður svo við að horfa,“ segir hún. „Þú hlýtur að vera einmanna oft á tíðum?“ spyr ég. Það vottar fyrir brosi eða meðaumkun í svipnum þegar hún svarar: „Ekki finn ég mikið fyrir því. Ég hef félagsskap af skepnunum. Það er alveg nóg. Vetur hér valda manni þó oft áhyggjum, því það er langt að leita til læknis út á ísafjörð. Eitt sinn lá ég. hér bjargarlaus í fjóra daga út af meiðslum í baki. Loks var ég flutt í kassa aftan á dráttarvél þrettán kílómetra leið og ‘með bátnum til ísafjarðar, þaðan með flugvél til Reykjavíkur. Telpan drakk bensín þegar hún var á öðru ári og ég varð að fara með hana á hesti út á Ögur. Hún var flutt á Landspítalann og var þá orðið of seint að pumpa upp úr henni. Þeir voru hræddir um blýeitrun. Hennhvarð þó ekki mikið meint af. Á veturna les ég, hlusta á útvarpsféttir en dagblöð hef ég ekki efni á að kaupa. Hingað kemur stundum einstöku hræða, helzt á jólum. Ég er sátt við mitt hlutskipti sem Ragna Aðalsteinsdóttir 23 ára gömul. einsetukonu. Að vera einstæð móðir er annað mál — þótt ekki vildi ég vera gift. „Með þungum áherzlum bætir hún við: „Einstæðar mæður hafa það alltaf erfitt. Fordómar annarra í þeirra garð koma bæði niður á konunum og börnunum. Fólk hefur gengið á minn hlut á ýmsan hátt. — Einkennileg þessi árátta hjá körlum að þurfa alltaf að vera ríkjandi. Dóttir mín sótti hér um eyðijörð þegar hún kom úr bændaskóla. Hana langaði að fara út í búskap sjálfstætt en fékk snubbótta neitun. Trúlega af því hún er kvenmaður — já og ógift." Ragna vill ekki tala um trúmál. „Þau eru einkamál." Hún kveðst vera forlaga- trúar. „Ég held að enginn ráði sínum næturstað. Þetta er allt fyrirfram ákveðið. Ég öfunda engan af sínu hlutskipti," segir hún og barnslegt bros færist yfir andlitið þegar hún bætir við: „Það er gaman ef öllum gengur vel. Ég vildi ekki skipta við neinn,“ og eftir andartaksþögn: „Ég geri heldur ekki ráð fyrir að nokkur vildi skipta við mig.“ - II.Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.