Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Minning: GuðlaugAndrésdótt- ir frá Anastöðum Fædd 2. janúar 1908 Dáin 18. ágúst 1978 Harpan er hljódnud, — Sumri hallar senn ok sölna blóm. — Hverí þú til duftsins. Skynja skulum enn vorn skapadóm. Varir um eilífð vorsins fyrirheit aÖ vakni fræ í nýjum jfróöurreit. Enn einu sinni hefur dauðinn höggvið í knérunn hinnar öldruðu sveitar um Borgarfjörð og Mýrar. Frá síðustu áramótum hafa 18 manns fallið í valinn, sem allir, að tveim undanskildum, hafa náð 70 ára aldri. Er þetta óvenjulega há dánartala, í ekki lengri tíma, en þó ekki með öllu óeðlileg, þegar tillit er tekið til hins háa aldurs, sem flestir náðu. — í raun og veru hefur því ekkert annað hér gerst en það, að eðlilegum skapadómi hefur verið fullnægt með því, að hinn aldraði hverfur aftur til duftsins, svo að vér megum enn skynja vorn eigin skapadóm. Þetta er hið eilífa lögmál, sem enginn getur undan komist. — Og stund- um er svo komið fyrir hinum aldraða einstaklingi, að dauðinn er honum orðin eina líknin. En mannleg kennd er nú löngum með því markinu brennd, að vona í lengstu lög eftir því, að ástvinir nái aftur bata, þrátt fyrir aldur- dóm sinn og erfið veikindi. — Svo var og að þessu sinni. — Guðlaug varð sjötug um síðustu áramót, en búin að vera lengi vanheil, en þó oftast heima. I vetur hrakaði heilsu hennar svo, að hún var lögð inn á sjúkrahús á Akranesi um miðjan apríl. En mannleg læknis- ráð og tækni réðu ekki við hinn banvæna sjúkdóm, er dró hana að lokum til dauða að kvöldi 18. ágúst síðastliðinn. — löngu veikinda- stríði var lokið. Guðlaug Andrésdóttir var fædd að Ánastöðum í Hraunhreppi 2. janúar 1908. Hún var einbirni hjónanna Andrésar Guðmunds- sonar og Ingigerðar Jónsdóttur, er hófu þar búskap upp úr aldamót- unum. Andrés var borinn og barnfæddur á Ánastöðum og hafði tekið þar við búi af föður sínum — mikill kjarnakarl, bæði í sjón og raun, og minnisstæður öllum, sem eitthvsð kynntust honum. — Ingi- gerður, móðir Guðlaugar, var mikil ágætiskona, sem öllum vildi gott gera, enda var heimili þeirra hjóna um margt til fyrirmyndar, og annálað fyrir gestrisni og góða fyrirgreiðslu, — ekki síst ef smælingjar áttu í hlut. En þegar Guðlaug var 18 ára, missti hún móður sína og tók þá við búsfor- ráðum með föður sínum, ásamt frænku sinni Soffíu, er þar hafði dvalið um skeið og alið önn fyrir öldruðum föður sínum, Jóni Bjarnasyni, fyrrum bónda á Hamraendum, en þessi Jón var móðurbróðir Ingigerðar á Ána- stöðum. — Allt þetta fólk var tengt sterkum ættar- og vinabönd- um, sem ekki rofnuðu ævilangt. Mætti nefna mörg dæmi um það, þó ekki gefist rúm til þess hér. En Guðlaug þurfti ekki lengi að standa í ráðskonustöðu fyrir föður sinn. — Svo var málum háttað, að gamli maðurinn, Jón Bjarnason, átti jörðina Skíðsholt, sem er nágrannajörð við Ánastaði. Þessa jörð höfðu um þetta leiti fengið til ábúðar 3 bræður, ungir menn, sem bjuggu þarna einskonar félagsbúi með foreldrum sínum. Ekki höfðu þeir lengi búið þar þegar eftir því var tekið, að yngsti bróðirinn, Þórarinn Sigurðsson að nafni, varð einstaklega fús til allra ferða suður á bóginn, t.d. í Borgarnes, en leiðin þangað lá þá — og liggur enn — framhjá Ánastöðum. En þegar hann, á kyrrlátum haust- kvöldum, þóttist þurfa að „skreppa suður á bæi“, og það með skömmu millibili, þótti þetta ekki einleikið, — enda uppgötvaðist brátt, hvað á seiði var; það var heimasætan á Ánastöðum, sem heillað hafði unga manninn, og þótti engum undarlegt. Hún var gjafvaxta mær og einkaerfingi bjargálna bónda. — Þórarinn fluttist að Ánastöðum vorið 1927 og þau Guðlaug gengu í hjónaband þá um sumarið og hófu búskap þar. Þau Guðlaug og Þórarinn' bjuggu snotru búi á Ánastöðum um 10 ára skeið, en brugðu þá búi og fluttu í borgarnes, með 3 ung börn. Þórarinn er laginn verkmað- ur og honum gekk vel að fá vinnu, svo afkoman varð sæmileg. Andr- és, faðir Guðlaugar, fylgdi þeim í Borgarnes, og dvaldi í skjóli þeirra hjóna þar, allt til æviloka, við mikið ástríki allrar fjölskyldunn- ar. Hann andaðist 28. nóv. 1956. — Fyrstu árin bjuggu þau hjón í leiguhúsnæði, oft svo þröngu að undur var, að þau skyldu geta komið sér þar fyrir. En það var alveg sama þó húsakynni væru þröng, alltaf var rúm fyrir gesti þá, sem að garði bar, — og það var eigi sjaldan, sem á það reyndi. Vinir og frændur þeirra hjóna af Mýrum vestur, voru aufúsugestir á heimili þeirra, og það var sama hvernig á stóð, alltaf var sama hlýlega viðmótið og öllum boðið að þigfja góðán beina. — Eftir nokkur ár tókst þeim að fá keypt húsið nr. 21 við Borgarbraut í Borgarnesi. Þetta er litið hús, en þó á tveim hæðum og stigagangur því á milli hæða. Þetta þótti á þeim árum ekkert tiltökumál — gömlu húsin voru oftast svona — en það gat verið þreytandi fyrir húsmóðurina, að þurfa að vera á sífelldum þeytingi upp og ofan þröngan og brattan stiga. En Guðlaug æðraðist ekki, en sinnti sínum störfum með hógværð og umhyggjusemi. Og vinsældir hennar hér i þorpinu komu fljótt í ljós. Hún var líka alltaf boðin og búin til að rétta hjálparhönd, ef einhversstaðar var aðstoðar þörf, ekki síst ef sjúkleiki var annars vegar. Nærvera hennar ein hafði svo undur mikið að segja, ef einhverjir fundu til vanmáttar síns, hvort heldur var í sorgar- eða sjúkdómstilfellum, því hughreyst- ingarorð hennar voru öllum lyfj- um betri. — Mér er minnisstætt eitt atvik, af þessu tagi; einn af sonum Guðlaugar og Þórarins, lenti á unglingsárum sínum í alvarlegu bílslysi, og hlaut svo alvarlegt beinbrot, að lengi var tvísýnt um, hvort hann fengi sig heilan aftur. En úr því rættist svo vel, sem best varð á kosið. Eftir að hann var heill orðinn, henti það annan unglingspilt, son vinnu- félaga míns, að brotna illa á fæti. Vesalings pilturinn barst lítt af, og hélt að hann yrði örkumlamaður, — Lauga frétti um þetta og fór — ótilkvödd — á fund drengsins, og talaði til hans hughreystingarorð- um. Vinnufélagi minn sagði mér, með mikilli gleði, frá þessari heimsókn, og hvílík stakkaskipti væru orðin á líðan drengsins, — nú væri hann hress og vonglaður um, að verða alheill aftur, sem og síðar varð. — Svona var Guðlaug, eins og sólargeisli, græðandi margvísleg mein með kærleika sínum og mildi, því líkast sem hún væri gædd einhverjum þeim undramætti, sem allt gæti betrað og bætt. — Ég vil a.m.k. trúa því, að svo hafi verið. Guðlaug og Þórarinn hafa átt miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra eru 5. — öll hvert öðru myndarlegra, og hafa í hvívetna getið sér gott orð. Þau skulu nú nafngreind, í aldursröð: Lúðvík, fæddur 1930, bakara- meistari í Ólafsvík. Hann er kvæntur Sigríði Jónsdóttur, Pét- urssonar í Borgarnesi. Þau eiga 5 börn, og barnabörn þeirra eru líka orðin 5. Hulda, fædd 1931, hús- móðir í Kópavogi. — Hulda giftist Braga Jónassyni húsgagnasmið, og átti með honum 2 börn. — Þau slitu samvistum. Síðari maður Huldu er Halldór Guðmundsson, verkamaður, og eiga þau 1 barn. Barnabörn Huldu eru 2. Andrés, fæddur 1937, bifvélavirki, búsettur í Svíþjóð. Hann er kvæntur Huldu Ingadóttur Kröyer, og eiga þau 3 börn. Einn son eignaðist Andrés áður en hann kvæntist. Sigurður, fæddur 1940, trésmiður í Borgar- nesi, kvæntur Sigurborgu Jóns- dóttur, ættaðri úr Vestmannaeyj- um. Þau eiga 2 syni. Axel fæddur 1943 málarameistari í Borgarnesi. Han er kvæntur Sigríði Björns- dóttur, Markússonar, sem nú er á Akranesi. — Þau Axel og Sigríður eiga 2 syni. Þetta er fríður hópur og mikið framlag til hins íslenska þjóðfé- lags, Það er von okkar allra, að hér megi saman fara gifta og gjörvu- leiki, um alla framtíð. Það átti fyrir gömlu hjónunum að liggja, að komast í þægilegra húsnæði en þau höfðu á Borgar- braut 21. Þegar Sigurður, sonur þeirra, reisti sitt myndarlega hús við Þorsteinsgötu, fyrir nokkrum árum, skapaðist aðstaða fyrir þau að innrétta þægilega íbúð fyrir sig í kjallara hússins, sem allur er ofan jarðar þeim meginn, sem að sólu snýr. Þarna er allt rýmið á einum sléttum fleti, þar sem ganga má alla leið út á götu, án þess að stíga á þrep. Þetta er rúmgóð og mjög björt íbúð, sem hentaði þeim hjónum ákaflega vel, — og þess nutu þau bæði. En líklega komu þessi þægindi heldur seint, því heilsu beggja var farið að hraka, þegar þangað kom. — Og nú drúpir þar allt, þessa dagana, í dauðans þögn, því vonin um að húsfreyjan komi heim aftur, er brostin. En allsstaðar í þessari íbúð, og í öllum hlutum, vakir samt minningin, máttug og heið, um þá hönd, sem hagræddi hér öllu stóru og smáu, — um þann yl, sem andaði á móti hverjum gesti, — og um þá einlægu vináttu, sem upptendraðist alla tíma, í alúð húsfreyjunnar og fasi. Og það er hughreystandi fyrir þá, sem nú syrgja genginn ástvin, að sjá verkin tala og bera vitni um smekkvísi og hagleik hins látna vinar, — þess vinar, sem nú hefur „horfið til duftsins", að því er sjúkan líkama snertir, en í andleg- um skilningi upp vaknað til nýs lífs, sem „fræ í nýjum gróðurreit". Því að: „Allt það sem lifir, leitar afturhvarfs, af leyndri þrá. Hærra — æ hærra — upp til æðra starfs, vill andinn ná. — Dauðinn er aðeins þögn við þáttaskil, á þroskans braut, sem hver er vígður til.“ — I þessari trú gleðjumst við yfir þeirri hvíld, sem hinn sjúki og þjáði hefur fengið. Guðlaug Andrésdóttir var í sannleika góður fulltrúi síns tíma. Hún ólst upp á góðu sveitaheimili, þar sem eining og samhugur var sett ofar öllu, — einmitt á þeim árum, þegar ungmennafélögin voru í mestum blóma, og þjóðin var að ná sínum fyrsta áfanga til fulls sjálfsstæðis. Hún lærði það af samtíð sinni, og af eðlishvöt, að gera fyrst kröfur til sjálfrar sin, áður en leitað var hjálpar til annarra. Af því leiddi að allt sitt líf var hún fremur veitandi en þiggjandi, — Veit ég að margir nutu þess, og guldu henni vináttu sína að launum. „En það var ein og hún gæfi ætíð af gnægð, og gerði ei mun á umkomuleysi — og frægð, því auðlegð hjartans var fjársjóður hennar og forði“, eins og undirritaður komst að orði, í ofurlitlu afmælisljóði, er hann færði henni á síðasta afmælisdegi hennar. — Og í framhaldi af þessu varð naumast fram hjá því komist, að líta til samtímans: „Ef þjóðin hefði, alla tíð, gefið því gaum, , sem göfug kona lagði í sinn óska-draum, og miðlaði samtíð sinni á langri ævi, — þá væri hún, núna, betur búin í stakk, og byði minna í lystisemdir — og flakk, en stillti lífsnautnakröfum heldur við hæfi.“ Þó Guðlaug Andrésdóttir gengi ekki um dagana út á opinn vinnumarkað, og tæki laun i krónum talin, eftir hverja viku, var framlag hennar til íslenskrar þjóðmenningar engu minna fyrir það. Hún vissi það, að vinna húsmóður við heimilisstörf og barnauppeldi, er engu þýðingar- minna fyrir þjóðfélagið en hver önnur sú vinna, sem greidd er beint með peningum. Þetta hefur e.t.v. ekki ætíð verið skoðað sem skyldi, í blindri baráttu fyrir auknum kvenréttindum — svo kölluðum. Guðlaug var svo mikill unnandi æskunnar, og bar svo mikla umhyggju fyrir henni, að hún hefði aldrei getað hugsað sér uppeldisstarfið, sem eins konar verksmiðjuvinnu, sem greidd væri eftir ákvæðisvinnutaxta einhvers + * Systir okkar ANNA SIGURBJÖRG ARADÓTTIR Hamrahlíð 9, lézt fimmtudaginn 24. ágúst. Patra Aradóttlr Ragnheióur Aradóttir Guórún Aradóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, INGVA JÓNSSONAR frá Ljárskógum. Guórún Jóelsdóttir, Halldór Jóel Ingvason, Helga Emilsdóttir, Jón Ingvi Ingvason, Ingibjörg Björnsdóttir, Bragi Ingvason, Bylgja Guómundsdóttir, og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faöir okkar GUDJÓN ÓLAFUR JÓNSSON, tróamióur, Skaftahlíð 25, andaöist aöfararnótt 22. ágúst. Jaröarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 29. ágúst kl. 10.30. Guórún Jónsdóttir, Guófinna Guójónsdóttir, Guómundur Guójónsson, Markús H. Guójónsson, Kristbergur Guójónsson, Ásta H. Guójónsdóttir. + Hjartanlegar þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför SIGURDAR ÞÓRDARSONAR Bröttugötu 12A, Vestmannaeyjum Margrát Stefánsdóttir Sigurgeir Sguróason Sigurbjörg Siguróardóttir Magnús Sigurósson Hávaróur Sigurösson Geir Kristjánsson barnabörn og bamabarnabðrn. + Maöurinn minn, faöir okkar, tenadafaöir og afi KRISTJAN HANNESSON lasknir, Barmahlíó 28 veröur jarösunginn frá Háteigskirkju þriöjudaginn 29. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra Anna M. Siguröardóttir, Guórún Hanna Kristjánsdóttir, Magnús Guójónsson, Margrét Kristjánadóttir, Jón S. Friójónsson, Sigurður örn Kristjánsson og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vlnáttu viö andlát og útför eiginmanns mfns, fööur okkar, tengdafööur og afa KARLS ÞORSTEINSSONAR bakara Hátúni 8 Guö blessi ykkur. Ólöf Markúsdóttir, Örn Kartsson, Kalla Lóa Karlsdóttir, IngÞór Björnsson Óskar Karlsson, Guóbjörg Kristjánsdóttir, Ester Karlsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Guófinna Karlsdóttir, Geir Kristjánsson Siguróur Karlsson, Alda Ólatsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.