Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Vinnuveitendasamband íslands hefur gefið út rit- pakka, sem nefnist „Hvernig gengur fyrirtækið? — Minni útgáfa“ og er hann ætlaður sem hjálpartæki til notkunar í fyrirtækjum, til að kanna stöðu þeirra og gefa ábendingar um það sem betur mætti fara í rekstrinum. „Hvernig gengur fyrirtækið — minni útgáfa" skiptist í tvo hluta, handbók og vinnuhefti. Handbókina má lesa sjálfstætt. Vinnuheftið er notað til könnunar á rekstri fyrirtækisins og þá er handbókin einnig höfð til hliðsjónar. Vinnuheftið er til að sjá betur hverjar eru veikar og sterkar hliðar fyrirtækisins — og jafnvel hjá sjálfum þér. Fyrir hvert svið innan fyrirtækisins eru settar fram einfaldar en mikilvægar spurningar. Eftirfarandi svið eru tekin fyrir: Að selja. Að kaupa. Að reikna verð. Að innheimta. Starfsfólkið. Vinnustaijur og búnaður. Skrifstofuvinna. Fjárhagur fyrirtækisins. Að stækka eða ekki. Að.reikna arðsemi fjárfestingar. Fjármál mín. Aðstoð ráðgjafa. Borgar fyrirtækið sig? er önnur veigamikil spurning sem mönnum er hjálpað til að svara. Tveir kaflar eru stærri en aðrir — báðir fjalla um peningamál. I kaflanum „Að reikna verð“ eru gefnar leiðbeiningar sem styðjast má við þegar leysa þarf alþekkt vandamál margra fyrirtækja þ.e. hvernig reikna skuli verð. Kaflinn „Fjármál fyrirtækisins" fjallar m.a. um rétta uppsetningu efnahags- og rekstrarreikninga og sýnt er hvernig bezt er að lesa úr þessum reikningum þannig að þeir nýtist til fullnustu sem verðmæt og hentug hjálpartæki, og gildir þá einu hvort um stór eða smá fyrirtæki er að ræða. Markmiðið hefur verið að skrifa bók sem er auðlesin og auðskilin. Efnið er sett fram á raunhæfan hátt og textinn er skrifaður á einföldu máli. Teikningar gera efnið meira lifandi. „Hvernig gengur fyrirtækið? — Minni útgáfan" er til sölu hjá Vinnuveitendasambandinu, Garðastræti 41, sími 18592. Zn hvaé tt'M' . verifhxJcitanir \_ TóLujznMr i cla&mnv^ eru, ^smlar; þácr e nc ckic i notVjXfariday F ækkun leigubílanna tryggir betri nýtingu Úlfur Markússon formaður bandalags ísl. leigubifreiða- stjóra, sagði í viðtali við Viðskiptasíðuna að hvergi í heiminum væru jafn fáir íbúar á hvern leigubíl eins og hér. Nú munu vera um 1000 leigubifreiðir hér á landi, þar af 630 í Reykjavík. Hvernig gengur rekstur leigubifreiða, Úlfur? — Stjórn Frama lét útbúa fyrir nokkrum árum nýjan rekstrargrundvöll, m.a. í sam- vinnu við Hagstofuna og var það stórt skref í framfaraátt en nægir þó engan veginn. Astæðan er sú að gjaldskráin er háð ákvörðun verðlagsyfir- valda og því líður ávallt nokkur tími frá því stofnað er Bústofn- inn í árs- lok 1977 Nautgripir 62.677 Sauðfé 896.192 Hross 49.528 Alifuglar 277.726 til útgjaldanna og þar til tekið er tillit til þeirra við endur- skoðun rekstrargrundvallar- ins. Verst af öllu er þó að þurfa að bíða tveimur til þremur mánuðum lengur en aðrir launþegar eftir almennum launahækkunum. — Hvað með atvinnuástand- ið? — Það er töluvert minna að gera núna en fyrir nokkrum árum sagði Úlfur, — og til að mæta þessari þróun var gerð sú reglugerðarbreyting 1975 að aðeins eitt leyfi af hverjum fjórum sem inn koma eru gefin út að nýju. Stefnt er að frekari fækkun og mun það bæði leiða til meira atvinnuöryggis og eins betri nýtingar á því fjármagni sem leigubifreiða- stjórar hafa lagt í atvinnutæki sín. — En nú er oft kvartað yfir skorti á leigubílum um helgar, hvað viltu segja um það? — Jú, það er alveg rétt en það verður að hyggja að orsök þessa vandræðaástands og hún er sú að öllum veitingahúsum er lokað á sama tíma. Dreifa þarf lokunartímanum meira og er þá heppilegra að koma á einhvers konar vaktafyrir- komulagi á bílunum í þessum fáu tilfellum heldur en að eyðileggja rekstrargrundvöll- inn alla hina dagana. — Hvað með niðurfellingu tolla af bifreiðum til leigubif- reiðastjóra? — Stundum heyri ég að menn segi að hér sé um hreina gjöf að ræða til leigubílstjóra. Það er hinn mesti misskilning- ur að þessi mismunur, sem er á tollum bíla til einkaafnota og til leigubílaaksturs, renni beint í vasa leigubílstjóranna. Þessi mismunur rennur beint til viðskiptavinanna þar sem tekið er fullt tillit til hans við útreikning gjaldskrár. Annars hefur verið óeðlilega mikil endurnýjun á bílaflotanum á þessu ári og stafar það m.a. af hinu ótrygga ástandi sem verið hefur, eins og sjálfsagt hjá flestum þeim sem keypt hafa nýjan bíl á þessu ári, sagði Úlfur að lokum. VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Góð sala skaparvanda JÓN Hákon Magnússon fram- kv.stj. Vökuls h.f. sagði í viðtali við Viðskiptasíðuna að hin mikla sala bíla á þessu ári hefði ákveðin vandamál í för með sér fyrir bifreiðainnflytjendur. Þessi vandamál eru aðal- lega tvenns konar. I fyrsta lagi er um miklar sveiflur að ræða milli ára og því er erfitt að spá fram í tímann, en það getur bæði leitt til skorts eða of mikils birgðahalds. í öðru lagi valda sveiflurnar í sölunni því að það er vissum takmörkun- um háð hvað hægt er að skipuleggja alla þjónustustarf- semi. Til að hægt sé að veita viðskiptavininum sem bezta alhliða þjónustu verða öll skrefin að vera stigin í sama takti, og það getur reynzt erfitt í breytilegu árferði sagði Jón að lokum. Val flutningstækja Ákvarðanalerli fyrir lausn á flutningsvandamálum Almennar upplýsingar Lúðvík Friðriksson verkfræð- 1. Flutningurinn sjálfur: Tilgang- ingur ritar athyglisverða grein í ur, magn og mikilvægi. Iðnaðarmál, 4 tbl. 24. árg. 1977, 2. Flutningsleið: Upphafsstaður, er hann nefnir „Val flutnings- endastaður, vegalengd, lárétt, tækja í framleiðsluiðnaði“. í lóðrétt, hallandi, aksturleiðir greininni rekur Lúðvfk hvernig o.s.frv. bezt er að standa að ákvörðunar- 3. Flutningsefni: Stykkjavara, töku til lausnar flutningavanda- laust, fljótandi. málum. Til að gefa lesendum 4. Flutningshjálpartæki: Kassar, Viðskiptasíðunnar kost á að pallar, flöskur, sekkir o.s.frv. kynnast efni greinarinnar lítil- 5. Flutningsmagn: Þungi og rúm- lega fylgir hér mynd af mál pr. tíma, pr. einingu o.s.frv. ákvarðanaferli fyrir lausn á 6. Umferðarþungi: Stöðug umferð, flutningavandamálum. einstök stykki, hratt, hægt. 7. Flutningsaðferð: Tenging við mynd 1 flutning að og frá, meðhöndlun á leið o.s.frv. Ef einhver heldur að skilgrein- 8. Flutningstími: Tímamörk. ing vandamálsins sé einfalt verk 9. Aðrir þættir sem hafa áhrif þá má benda á að Lúðvík telur að eins og hitastig, lykt o.fl. eftirfarandi tæknilegir þættir Frekari upplýsingar veitir Iðn- þurfi að koma fram í skilgreining- þróunarstofnun Islands, sími unni. 81533.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.