Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
31
Minning:
Kristrún Þórlaug
Örnólfsdóttir
vinnuhóps, sem heföi gæsluna á
hendi. — En við skulum samt vona
það, þrátt fyrir allt, að sú æska,
sem nú er að vaxa upp við
margvísleg tækifær til menningar
og þroska, standi ekki aldamóta-
kynslóðinni að baki, þegar til
kastanna kemur.
Það atvikaðist svo að ég, sem
þessar línur rita, var um árabil
daglegur gestur á heimili þeirra
hjóna, sem fæðisneytandi, fyrst
eftir að ég fluttist í Borgarnes. Að
vísu hafði það ekki farið fram hjá
mér áður, að Guðlaug væri góðum
mannkostum búin, en því kynntist
ég, að sjálfsögðu, enn betur, eftir
að ég fór að verða heimili hennar
svo handgenginn. Þó bar af
umhyggja hennar fyrir öldruðum
föður sínum, og sá ég þá best,
hvílík hamingja það er öldruðu
fólki, að fá að njóta aðhlynningar
heima hjá ástvinum sínum síðustu
árin — og ljúka ævinni þar. En af
eðlilegum ástæðum geta ekki öll
gamalmenni orðið þess aðnjótandi.
— En Guðlaug uppskar líka eins
og hún sáði. Það sanna vinsældir
hennar almennt, og umhyggja
hennar nánustu fyrir henni, eftir
að hún veiktist, — og raunar alla
tíð. Maður hennar yfirgaf hana
ekki á sjúkrahúsinu, síðustu vik-
una sem hún var með sjálfsmeð-
vitund, og vakti yfir henni nótt og
dag. En dómurinn var fyrir löngu
uppkveðinn, og að því kom að
kvöldi hins 18. ág., að síðasti
lífsneistinn slokknaði, eins og lítið
ljós á útbrunnu skari. Þá var ein
klukkustund liðin frá því nánir
ættingjar höfðu yfirgefið hana.
Og nú, þegar við fylgjum hinni
göfugu og góðu konu síðasta
spölinn, á sjötíu ára gifturíkri
göngu, og leggjum líkamsleifar
hennar í skaut móður jarðar, þá er
okkur fyrst af öllu þakklæti í hug,
— þakklæti til hennar fyrir allt
það, sem hún gaf okkur af
óþrjótandi auði hjarta síns, í
umhyggju og mannkærleika. Um
leið ber okkur að þakka Guði það,
að hafa fengið að vera samferða
svo mikilhæfum persónuleika, sem
var sannur merkisberi mannúðar
og ræktarsemi, og bætti ávallt
andrúmsloftið í kringum sig. En
þó er þakkarefni eiginmanns og
afkomenda öllu öðru meira. Þeirra
er líka sú hamingjan mest, að eiga
endurminninguna um slíka eigin-
konu og móður, sem Guðlaug var.
Sú minning mun verða hinum
aldna bróður mínum ævarandi
leiðarstjarna á þeirri lífsbraut,
sem hann á eftir að ganga. Og
börnin bera í sér kjarnann af
mannkostum móður sinnar. Það er
þeirra hamingja, sem endast mun
þeim til æviloka.
BlesShð veri minning hennar —
okkur öllum. Jýn Sigurðsson
frá Skíðsholtum.
Stefán Ingi Stefánsson, Þrastar-
hóli, Stöðvarfirði, lést á Land-
spítalanum 14. júlí s.I.
Hann fæddist í Skálavík á
Fáskrúðsfirði 28. mars 1921,
yngstur af 9 systkinum. Faðir
hans dó frá þessum stóra barna-
hópi þegar Stebbi var ungbarn og
hópurinn tvístraðist allur. Hann
var tekinn til fósturs nokkurra
vikna gamall af þeim ágætu
hjónum Önnu Karlsdóttur og
Jóhanni Pálssyni að Heyklifi í
Stöðvarfirði. Þar ólst hann upp.
Hann hóf sjóróðra strax innan'
við fermingu og gerði sjómennsk-
una síðan að lífsstarfi sínu. Árið
1944 fluttist hann ásamt fóstur-
foreldrum sínum frá Heyklifi yfir
fjörðinn.
Hann giftist eftirlifandi konu
sinni Önnu Vilbergsdóttur frá
Hvalnesi hinn 23. nóvember 1946.
Ekki yfirgaf hann þó fósturfor-
eldrana fyrir það, heldur bjó hann
undir sama þaki og þau alla tíð.
Þau Stebbi og Anna eignuðust
þrjá syni, tveir hinir eldri eru
uppkomnir en Andrés litli, auga-
steinn föður síns, er aðeins fimm
ára gamall. Barnabörn Stefáns eru
fjögur og voru ' ' i uppáhaldi
hjá afa sír ,n
Fædd 29. marz 1902
Dáin 16. ágúst 1978
Þitt er menntað afl ok önd.
eifnrðu fram að bjóða>
hvassan skilning. hatca hönd.
hjartað sanna og góða.
St.G. St.
Þessi vísa kemur upp í hugann,*
er ég rita þessar línur. Kristrún
eða Rúna, eins og við kölluðum
hana, hafði þessa eiginleika til að
bera, auk trygglyndis til allra
sinna nánustu ættingja og vina.
Rúna lézt á Isafjarðárspítala eftir
stutta legu, en heilsu hennar fór
síhrakandi síðustu tvö árin. Hún
var elzta barn hjónanna Margrét-
ar Þ. Guðnadóttur og Örnólfs
Jóhannessonar frá Suðureyri við
Súgandafjörð, en 13 börn þeirra
komust til fullorðinsára og er hún
sú 5. sem hverfur yfir móðuna
miklu.
Oft voru æsku- og unglingsár
hennar erfið vegna fátæktar og
ómegðar, en hún ólst upp í
glaðværum systkinahópi og góðum
foreldrahöndum, þar sem allir
lögðust á eitt með að verða
sjálfbjarga og hjálpa öðrum.
Innan við tvítugt réðst hún sem
kaupakona að Sjávarborg í Skaga-
firði og minntist hún ávallt
þeirrar dvalar með hlýjum huga.
Árið 1926 giftist hún Birni
Guðbjörnssyni, sjómanni,
ættuðum frá Dýrafirði, en hann
lézt sumarið 1969. Þau eignuðust 6
Ég kynntist Stebba vel fyrir
mörgum árum, þegar ég var í sveit
hjá afa mínum á Hvalnesi. Ég man
hve skemmtilegur hann var og
góður við þá sem minna máttu sín,
enda alinn upp á heimili sem lét
sér annt um einstæðinga.
Stebbi var framúrskarandi góð-
ur sjómaður. Hann var eftirsóttur
í skipsrúm, vegna kunnáttu sinnar
til allra verka og ekki síður vegna
þess hve skemmtilegur hann var,
enda margar ógleymanlegar
stundir sem félagar hans frá
síldveiðunum og loðnuveiðunum
eiga í minningunni um hann.
Heimili þeirra Önnu og Stebba
var alveg einstakt, hann spilaði á
harmonikku og orgel, eftir því sem
við átti hverju sitini, en hún söng
svo prýðisvel, enda kemur það
fram hjá sonum þeirra sem ólust
upi við svo skemmtilegar heimilis-
ástæður.
Stebbi söng líka mikið, enda
voru kvöldin mörg sem fjölskyldan
eyddi saman við söng og músikk-
spil. Stundum sat hann í góðu
veðri ,úti á svölum og spilaði og oft
kom það fyrir að stigið var
dansspor við mömmu því strák-
arnir hrifust auðvitað með
músikkinni.
börn. Tvö þeirra, tvíburar, drengur
og stúlka, létust skömmu eftir
fæðingu, en fjórir synir þeirra lifa
þau. Þeir og fjölskyldur þeirra
sýndu Rúnu og Bjössa mikla
umhyggjusemi og ekki sízt Rúnu,
eftir að heilsan fór að bila.
Ég átti þess kost að dvelja á
heimili Rúnu og Bjössa í 3 sumur,
sem barn og unglingur og eitt
sumar hjá Bubba syni þeirra og
Stínu konu hans, og kynntist þeim
af öllu góðu. Heimilið var mann-
margt og heimilistæki ekki eins og
nú tíðkast og því ærinn starfi að
þjóna stóru heimili. En allt fór
fram á þann rólega hátt, sem þeim
hjónum var eðlilegur.
Þar sem fjölskyldubönd voru
sterk, var oft gestkvæmt á sumrin
og aúk mín dvöldu oft fleiri af
systkinabörnum hennar hjá þeim
hluta úr sumri. Fyrir okkur var
þetta sem að komast í sveit og
voru ánægjustundirnar eftir þvi.
Sjálfsagt þótti að ganga til kirkju
hvern sunnudag, en Rúna söng í
kirkjukór Suðureyrarkirkju um
árabil.
Þótt mikið væri að starfa
innanhúss, gafst ávallt tími á
kvöldin til að tala saman, læra
falleg lög og ljóð, rekja skyldleika
ættmenna, vinna hannyrðir, spila
o.fl.
Rúna frænka var fremur hlé-
dræg að eðlisfari, en glaðlynd og
trygglynd og varð henni vel til
vina. Hún hafði mikinn áhuga á
ættfræði, minnið alveg einstakt til
hinztu stundar og var oft leitað til
hennar í sambandi við slíkar
heimildir. Hún var vel gefin,
margfróð, víðlesin og hafði yndi af
ljóðum og lögum. Þá var handa-
vinnan hennar mikil prýði og ófáir
eru þeir, sem eiga fallega hluti
eftir hana. Barnabörnum sínum sá
hún óefað fyrir sokkum og
vettlingum á meðan þau voru lítil.
Þau hjónin voru höfðingjar
heim að sækja og velvild og hlýja
í beggja fari. Alltaf verða slíkar
manneskjur manni hugstæðar.
Nú þegar frænka er öll, er ekki
annað eftir en að kveðja með
þakklæti í huga, en hún verður
jarðsungin frá Suðureyrarkirkju í
dag.
Móðir mín, við systkinin og
fjölskyldur okkar flytjum öllum
hennar nánustu innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Helga Magnúsdóttir.
Það var einstaklega gott á milli
fósturforeldranna og ungu hjón-
anna sem hófu búskap á Þrastar-
hóli. Þau hin eldri gátu miðlað
þeim yngri af lífsreynslu sinni og
notið þess síðan í ellinni að búa
undir sama þaki og hin yngri.
Það var þannig með hann
Stebba að hann átti allsstaðar vini
sem nú sakna hans. Fjörðurinn
fagri saknar hans og íbúarnir
allir. Nú er hann róinn á fjarlæg
mið. Kannski eru þau ekki svo
fjarlæg, sem okkur finnst meðan
allt leikur í lyndi. Eru þetta ekki
einmitt þau mið sem allir róa á, að
endingu, þó að oft finnist mönnum
farið óþarflega fljótt af stað.
Hreinn Þorvaldsson.
Stefán Ingi Stefáns-
son — Minning
BLÓM árV',
ViKUKNAR
UMSJÓN: ÁB. V 4-1 XJ8BV
Rósamura
(Potentilla x hybrida)
ROSAMURA er kyn-
bljendingur og gengur
einnig undir nafninu
BLENDINGSMURA.
Hún er talin afkomandi
þriggja tegunda sem all-
ar eru ættaðar austan úr
Himalajafjöllum. Ætla
ég að byrja á því að segja
stuttlega frá þeim enda
fyrr en í ágúst en heldur
áfram langt fram á haust
og í byrjun október hefur
hún verið í fullu skrúði
hér á Akureyri.
RÓSAMURAN sjálf er
talsvert breytileg eftir
því hvaða tegundir eru
foreldrar. Hún er oft með
Rósamura
eru þær allar gullfallegar
og mikið ræktaðar.
SILKIMURA ( P.
argyrophylla) er með
mikið silkihærð laufblöð
svo þau eru grágræn að
ofan og silfurhvít á neðra
borði. Þau eru nokkuð
stór með þrjú smáblöð.
Blómin eru meðalstjór,
gul að lit á 20—40 sm
löngum greinóttum
stönglum.
JARÐARBERJAMURA
(P. atrosanguinea) hefur
líka þrífingruð blöð, fag-
urgræn, sem minna mjög
mikið á jarðarberjalyng.
Blómin eru dökkrauð,
undurfalleg og blóm-
stönglarnir langir,
50—60 sm. Þessar tvær
tegundir eru taldar ná-
skyldar, stundum jafnvel
afbrigði af sömu tegund.
Sú þriðja BLÓÐMURA
(P. nepalensis) er jafnvel
enn fallegri en hinar,
oftast með rósrauð blóm,
og dökkrauðari bletti
neðst á krónublöðunum.
Blómstönglarnir eru
40—60 sm langir og
meira eða minna jarð-
lægir. Laufblöðin eru
allstór með fimm löng
smáblöð. Afbrigðið Miss
Willmott með rósrauð
blóm er sennilega mest
ræktað, en afbrigðið
Roxana er með gulrauð
blóm. Hún blómgast
seinna en hinar, tæpast
ofkrýnd blóm og gefur þá
lítið eftir frænkum sín-
um rósunum að fegurð.
Þá minnir hún mjög á
litlar skúfrósir.
Algeng afbrigði eru
William Rollison með
gulrauð hálffyllt blóm,
Monsieur Rouillard
ofkrýnd og krónublöðin
hárauð með gula jaðra og
Gibson Scarlet með stór
einföld og hárauð blóm.
Einnig eru til afbrigði
með gul ofkrýnd blóm ofl.
Allar þessar murur eru
mikil sólskinsbörn og
blómgast lengi frá því
um mitt sumar. En mest
hef ég undrast að svona
yndirfagrar austurlensk-
1 ar blómarósir skuli sætta
sig jafn vel við íslenska
veðráttu og raun ber
vitni.
H.S.
Jarðaberjamura