Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 23 Ármann Kr. Einarsson: Skólasöfn og bók- menntakynningar Eins og áöur hefur veriö sagt frá var í þessum mánuöi haldin ráö- stefna norrænna skólasafnvaröa í Hindsgavl í Danmörku. Aöalefni ráöstefnunnar var kynning barna- bóka og skólabókasöfn. Rætt var um einstakar barnabækur og barnabók- menntir í heild. Of langt mál yröi að rekja hér þær umræöur. En fram kom aö góöar barnabækur hafa mjög miRilvægu hlutverki aö gegna í uppeldi einstaklingsins. Varðandi skólabókasöfn var þaö einróma álit aö með breyttum kennsluháttum er skólasafn, meö öll sín mörgu og margvíslegu hjálpargögn, sú undir- staöa er skólastarfiö hvflir á. Þríri íslendingar töluöu á ráöstefn- unni í Noröurlandaþjóöanna í menningarmálum. Ragnhildur Helga- dóttir formaöur Félags skólasfnvaröa talaöi um ástand og þróun skóla- safna á íslandi. Ármann Kr. Einars- son ræddi m.a. um Höfundamiöstöö- ina og bókmenntakynningar í skól- um. Til glöggvunar á þessum viöfangs- efnum skulu hér birtir stuttir kaflar úr máli ræðumanna. Erindi dr. Gylfa var langt og ýtarlegt. Ræddi hann á breiöum grundvelli stefnu Noröurlandaþjóö- anna í menningarmálum (nordisk kulturpolitik). Lokaorö hans voru þessi: „Markmið allrar menningarmála- stefnu á aö vera aö kenna aö velja og hafna, af ábyrgðartilfinningu, af samvizkusemi. Þaö á aö kenna aö virða þaö, sem er rétt, elska þaö, sem er satt, iöka þaö, sem er gott, njóta þess, sem er fagurt. Þaö á ekki aö stuöla aö því, aö menn veröi vélmenni, sem lifað geti áhyggjulausu lífi í allsnægtum. Þaö á aö vera markmiö í menningarmálum að kenna mönnum aö vera frjálsir menn, sem sé jafneölilegt að vilja kryfja vandamál til mergjar og láta láta heillast af lokkandi leyndardómi. Þaö á ekki aö hvetja menn til þess aö reyna aö skilja alla hluti. Markmiö lífsins er ekki aðeins aö skilja, heldur ekki síöur aö skynja og njóta án þess að skilja. Enginn hefur skiliö sterk- asta afl mannheima, ástina, kærleik- ann. Stefnan í menningarmálum á aö hvetja til þess aö reyna aö skilja hiö skiljanlega, en skoöa hiö óskiljanlega sem guðs gjöf, helgidóm. Meiri vandi er lagöur á heröar þeirrar kynslóöar, sem nú er aö vaxa upp, en okkar. í gær haföi náttúran vald yfir manninum. í dag hefur maöurinn vald yfir náttúrunni. Er ekki oröiö tímabært, aö við gerum okkur Ijóst, aö ef tll vill er meginvandamál tímans, sem viö nú lifum, fólgiö í því, aö maðurinn hefur öölast vald yfir náttúrunni áöur en hann hefur náö valdi yfir sjálfum sér? Höfuöhlutverk þeirrar kynslóðar, sem nú er aö vaxa upp, er aö öölast vald yfir sjálfri sér, til þess aö mannkyniö megi búa viö frelsi og friö, farsæld og öryggl, til þess aö framfarasporin þurfi engan ugg aö vekja í brjósti mannsins, heldur aöeins fögnuö. Stefna okkar í menningarmálum veröur aö stuðla aö því, aö þetta megi takast. Og þaö tekst, ef menn læra aö þekkja sjálfan sig og bera kærleika til annarra. Þekkingin á sjálfum sér er allrl annarri þekkingu mikilvægari. Ef grundvöllur stefnu í menningarmál- um veröur sá, aö allir skilji að hiö versta, sem maöur gerir sjálfum sér, sé að gera öörum illt, þá getum viö litiö björtum augum á framtíöina. Þessi sjónarmiö eiga samkvæmt minni skoöun aö móta stefnu hinna einstöku þjóöa á Noröurlöndum í menningarmálum, og raunar ekki aöeins þeirra, heldur raunar allra þjóöa, mannkynsins í heild. En ég held, aö einmitt hin aldagömlu kynni og tengsl þjóöanna á Noröurlöndum, einmitt þær hugsjónir á sviöi stjórn- mála, efnahagsmála og félagsmála, sem orðið hafa sameign Norður-# landaþjóöa á liðnum tíma og eru grundvöllur hinnar athyglisveröu og nánu norrænu samvinnu, geti skapaö þessum þjóöum skilyrði til þess aö styöja hver aöra viö mótun slíkrar stefnu. Einmitt þetta á aö mínu viti að vera meginmarkmið samvinnu Noröurlanda á sviöi menningarmála: Aö skilyröi sérhverrar þjóöar til þess aö efla þroska sinn og hamingju batni, bæöi fyrir tilstilli aukins átaks inn á viö og meö hjálp gagnkvæmra kynna út á viö. Þá fellur stefna sérhverrar þjóöar í menningarmálum og norræn samvinna á sviöi menningarmála í sama farveg og stuölar aö því, aö norrænir menn verði frjálsir og farsælir menn, góðviljaöir og ábyrgir, menn meö menntaöa dómgreind og hjartaö á réttum staö. Einmitt vegna alls þess, sem þjóöir Noröurtanda eiga sam- eiginlegt, getur samvinna þeirra í milli á sviöi menningarmála bætt skilyröi sérhverrar þeirra til þess aö auöga eigin menningu og efla skilyröi sérhvers einstaklings til aukins þroska og dýpri hamingju. f kjölfar aukinna kynna á sviöi menningarmála fyigir aukin vinátta. Á grundvelli auklnnar vináttu veröa Ármann Kr. Einarsson Norðurlandaþjóöirnar sú norræna þjóðarfjölskylda, sem eykur farsæld allra þeirra þjóöa, sem eiga aöild aö henni, og sérhvers einstaklings hverrar þjóöar. í þessu er fólgin grundvallarskýringin á gildi norrænn- ar samvinnu í menningarmálum og þá um leiö meginréttlæting þess, að hún er nauðsynleg. Hún eflir sér- hverja þjóömenningu, sem stendur á gamalli rót og ber fagran ávöxt, og hún eykur þá fegurö mannlífsins, þann þroska einstaklingsins og þá hamingju hans, sem gefur lífi hans æöst gildi.“ í ræöu sinni rakti Ragnhildur Helgadóttir skólasafnvörður þróun bókasafnsmála frá upphafi barna- fræöslu hér á landi. Um stööu skólasafna í dag komst hún svo aö orði: „Til skamms tíma hafa hin nýju bókasöfn veriö óþekkt hér á landi. En í grunnskólalögunum frá árinu 1974 er í fyrsta sinn kveðið á um að við hvern skóla í landinu skuli vera bókasafn. í greinargerö, sem fylgdi frumvarpinu, segir m.a. um áöur- nefnda lagagrein 'aö meö gerbreytt- um kennsluháttum, sem miöa aö því fyrst og fremst aö kenna nemendum sjálfum aö afla sér þekkingar, hlýtur bókasafn aö vera eitt helsta starfs- tæki skólans.“ í lögunum segir að nánari ákvæöi um skólabókasöfn, húsnæði, bóka- kost, starfsleiö og starfshætti setji menntamálaráöuneytið í reglugerö. Fjögur ár eru liðin og enn bólar ekki á reglugeröinni. Þrátt fyrir þetta hafa risiö upp skólasöfn viö marga skóla, einkum í Reykjavík og nágrenni. Hefur Reykjavíkurborg gegnt forustuhlutverki í þessum málum. En fjórum árum áöur en lögin komu fram, beitti Borgarbókasafn Reykja- víkur sér fyrir aö komiö var á fót skólasafni í einum af Reykjavíkur- skólunum, aö tilhlutan þáverandi borgarbókavaröar, mun þaö hafa veriö þaö fyrsta sem fullnægði kröfum sem geröar eru til nútíma skólasafns. Og áriö 1972 byrjaði Fræösluskrifstofa Reykjavíkur aö reka skólasafnamiöstöö sem sér um alla tæknihliö safnanna, þ.e. flokkun, skráningu og frágang bóka. Og nú er svo komiö að skólasöfn eru í flestum grunnskólum Rvk. Þaö er aö segja í 18 skólum af 22. Þannig aö í höfuöborginni er staöa þessara safna mjög góö. Hinsvegar gegnir ööru máli um skólasöfnin utan Reykjavíkur. í könnun, sem menntamálaráöuneytiö lét gera árin 1976—77, kom í Ijós aö í skólum fyrir utan Reykjavík eru aöeins unnar aö meöaltali tæpar 5 klukkustundir á viku viö bókasöfnin, en hinsvegar í Rvk. ca. 25 tímar. Aftur á móti er mismunurinn á bókakostinum ekki eins mikill, í Rvk. eru um 6 bækur á nemanda, en úti á landi um 4 bækur á nemanda. Gylfi Þ. Gíslason En þaö sem fyrst og fremst háir starfsemi skólasafnanna utan Reykjavíkur er aö söfnin þar hafa ekki neina þjónustumiöstöö, heldur veröur hver og einn skólasafnvöröur aö sjá um sitt safn, flokka og skrá sínar bækur sjálfur. Er þetta ófremdarástand og má rekja or- sakirnar til hinnar langþráöu reglu- geröar. Svo er enn eitt sem bagar starfsemi skólasafnanna í öllu landinu, en þaö er hinn mikli skortur á fræðibókum fyrir börn og unglinga. Síöastliöiö ár komu út 111 barna- og unglingabækur en af þeim voru aöeins 17 fræöibækur. Starfsliö safnanna er aö mestu leyti kennarar og bókasafns- fræðingar t.d. í Reykjavík störfuðu s.l. vetur 30 skólasafnsveröir; af þeim voru 5 bókasafnsfræöingar. Þvi miöur hefur verið mikil óeining milli þessara tveggja hópa. Viröist vera um merkingamun varöandi hlutverk og eðli safnanna aö ræöa, aö minnsta kosti ef marka má greinar þær sem birtust í einu af dagblööum borgarinnar s.l. vetur en þar reit fulltrúi Félags bókasafnsfræöinga hvassorða grein um þessi mál, kom þar fram aö greinarhöfundur taldi að kennarar vildu sitja aleinir aö skóla- söfnunum, þar sem vinnan þar væri mjög þægileg, einkum ef þjónustu- miöstöövarnar gera öll skítverkin, þ.e. flokkun og skráningu. Einnig var þar skrifaö um aö námsgagnaverk- stæöi tilheyröu ekki skólasöfnunum og að síöustu var okkur kennurunum, sem vinna á skólasöfnunum, líkt viö homopata en bókasafnsfræöingum viö lækna. Áriö 1975 stofnuöu kennarar, sem störfuöu á skólasöfnum í Reykjavík og nágrenni, með sér samtök, Félag skólasafnvaröa. Hlutverk félagsins er: 1) Aö vinna aö vexti og viðgangi skólasafna, svo þau geti gegnt því hlutverki sínu samkvæmt lögum um grunnskóla, aö vera eitt af meginhjálpartækjum í skólastarf- inu. 2) aö vinna aö aukinni starfsmennt- un skólasafnvaröa. 3) aö gæta hagsmuna skólasafn- varöa. Síöastliöinn vetur náöist mikils- veröur áfangi í kjaramálunum. En þar var samþykkt aö „kennarar sem ráönir eru aö skólasöfnum til starfa þar sem geröar eru kröfur um kennaramenntun, taki viö þau störf sömu laun og þeir heföu viö almenn kennslustörf." Því miöur hefur veriö lítiö um námskeiðahald fyrir skólasafnveröi þetta áriö. Þó var haldiö stutt námskeiö ca. 20 tíma sl. vetur á vegum Kennaraháskólans. Eins hefur Kennaraháskólinn beitt sér fyrir aö fræðslufundir um skólasöfn væru haldnir, var um aö ræöa 2—3 tíma dagskrá um skólasöfn. Gátu skólar Ragnhildur Helgadóttir landsins óskaö eftir slíkum fundum. Voru nokkrir haldnir meö þátttöku kennara viðkomandi skóla. Má segja aö þetta sé góð leiö til aö kynna almennum kennurum markmiö og starfsemi skólasafna. íslenzku kennarasamtökin hafa alltaf stutt viö bakiö á Félagi skólasafnvaröa og nú fyrir skömmu samþykkti 25. fulltrúaþing S.Í.B. aö beina þeirri ósk til Menntamálaráðu- neytisins aö þaö hlutist til um aö kennarar gegni störfum skólasafn- varöa. Ennfremur taldi þingiö nauösynlegt aö komiö veröi á fót skólasafnamiðstöð. Og til að tryggja samvinnu viö kennara áleit þingið æskilegt aö skólasafnveröir hafi kennsluskyldu. Ármann Kr. Einarsson ræddi nokk- uö um stööu barnabókahöfundarins í dag, vék m.a. að þeirri hættu'cgu þróun aö verið sé að ganga af hinni heföbundnu barnabók dauöri, en allskonar rusl og alþjóðlegar mynda- seríubækur flæöa yfir í ódýrum útgáfum. Framleiöendur æsispenn- andi myndaefnis láta gróöasjónarmiö ráöa. Þá skiptir engu máli þótt þeir gefi æskunni steina fyrir brauö. Um kynningu bókmennta í skólum fórust Armanni orö á þessa leið: „Aö vekja áhuga barna- og ungl- inga á lestri góðra bóka má að sjálfsögöu gera með margvíslegum hætti. Frumskilyrði er þó aö góöar bækur séu tiltækar. í þessu sam- bandi vil ég benda á aö Ríkisútgáfa námsbóka (Ríkisforlag sem gefur út námsbækur fyrir grunnskólann) er aö gefa út svonefnt „Bókmenntaúrval skólanna", en það er úrval úr verkum helztu núlifandi skálda okkar og rithöfunda. Út er komnar fjórar bækur: „Leikur aö stráum" eftir Gunnar Gunnarsson, „Kristrún í Hamravík“ eftir Guðmund Hagalín, „Syrpa" eftir Halldór Laxness og „Á meðal skáldfugla“ eftir Tómas Guö- mundsson. Bækurnar eru allar gefn- ar út í smekklegri en ódýrri skólaút- gáfu. Þetta er vissulegga viröingar- verð tilraun og ber vonandi tilætlaö- an árangur. Um útgáfu barna- og unglinga- bóka, bæði frumsamdra og þýddra, er ekki tími til að fjalla um hér. En því miöur er nú svo málum komið aö erfitt er aö fá útgefnar bækur sem fengur er í. Aö síöustu vil ég drepa á eitt atriöi í kynningu bókmennta, en það eru heimsóknir skálda og rithöfunda f skóla. Upphaf þessa máts er aö fyrir nokkrum árum var komiö á fót svonefndri Höfundamiðstöö meö aösetri f Reykjavík. Nýtur hún fjárhagsstuönings frá ríki og borg og starfar í tengslum viö Rithöfunda- samband fslands. Því miöur hefur fjárskortur hamlaö nokkuö starfsemi stöðvarinnar hin síöustu ár. Eigi aö síöur hefur stööin gegnt mjög mikilvægu hlutverki hvaö varöar kynningu ísl. bókmennta. Höfunda- miöstöðin starfar á þann hátt aö skólar, sem óska eftir heimsókn rithöfunda, snúa sér til hennar. Ef beöið er um sérstaka höfunda reynir miðstöðin aö veröa viö þeim óskum eöa sendir aöra eftir samkomulagi. Höfundamiöstööin greiöir sföan rit- höfundunum fyrir flutning verka þeirra, en viökomandi skóli greiöir ferðakostnaö utan Reykjavíkur. Frumkvæöiö aö þessum höfunda- heimsóknum eiga ýmist skólabóka- veröir, skólastjórar eöa móöurmáls- kennarar viökomandi skóla. Skipu- lagning og undirbúningur hvílir hins- vegar aö mestu á bókaveröinum. Hann tekur fram allar bækur sem safnið á eftir viðkomandi höfund, kynnir nemendum þær, lánar bæk- urnar til lestrar og lætur teikna úr þeim myndir í samvinnu viö teikni- kennara skólans. Stundum færa nemendur jafnvel stuttar sögur í leikbúning og frumsýna á bók- menntakynningunni. Er bókmenntakynningin fer fram kynnir skólastjóri, bókavöröur eöa einhver, sem til þess er fenginn, höfundinn, bækur hans eru til sýnis, myndir hanga uppi o.s.frv. Höfundur- inn les valda kafla úr verkum sínum, ræöir um ritstörf sín og svarar spurningum nemenda. Ef þessar heimsóknir eru vel undirbúnar af beggja hálfu, skólans og rithöfundarins, geta þær oröið eftirminnilegar, ekki einungis nem- endum og kennurum heldur líka höfundunum sjálfum. Hér tala ég af eigin reynslu. Þaö er rithðfundi dýrleg upplifun aö tala viö fróöleiksfús og áhugasöm ungmenni og svara hinum sundurleitustu spurningum: Hver er skemmtilegasta persónan sem þú hefur skapaö og hver er sú leiöinleg- asta? Hvaö á maöur aö gera til þess aö verða rithöfundur? o.s.frv. Höfundamiðstööin nýtur vaxandi vinsælda og til hennar er leitaö frá öllum landshornum. ísland er stórt og erfitt yfirferöar, ekki síst í skammdegi og vetrarhörkum. En rithöfundarnir telja ekki eftir sér aö feröast langan veg, meö skipum, flugvélum eða áætlunarbílum sem sitja svo kannski fastir á einhverri heiðinni þar sem snjótraðirnar eru svo háar aö aöeins sér upp í stjörnubjartan himininn. Skólabókaveröir hafa veriö áhuga- samir um bókmenntakynningar í skólum og eru aö nokkru leyti brautryöjendur á því sviöi. Aö mínu mati er samvinna bókavaröa og rithöfunda mjög mikilvæg. Nokkuö hefur áunnizt en mikil verkefni bíöa fram undan. Ármann Kr. Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.