Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 15 Sveinn og Helgi Algert þverhnípi einn kílómetra niður, þannig að hörðustu fjall- göngumönnum þykir nóg um. Þegar komið var upp í Jung- fraujock fengu menn sér ærlega í gogginn á veitingastað sem þar er, því nokkur ganga var fyrir höndum með þungar byrðar. Strax þegar upp var komið tók veðrið að breytast til hins betra og þegar hópurinn loks lagði af stað niður Jungfrau jökulinn áleiðis í fjallakofann Konkordia- hiitte sem stendur neðarlega við jökulinn var veðrið orðið hið Ágætasta, sólskin og logn. Veðrið var það gott að sumir félaganna fengu að gjalda þess seinna meir þegar þeir gátu vart legið fyrir sólbruna t.d. á handleggjum. Ferðin niður jökulinn sóttist nokkuð vel þrátt fyrir að tölu- verður jafnfallinn snjór væri þar, þó ekki metra djúpur eins og „gáfaðir" menn höfðu tjáð okkur niðri. — Um miðbik ferðarinnar tók veður aftur að versna og síðustu kílómetrana var töluverð snjókoma. Konkordiahiitte stendur nokk- uð hátt á klettasnös undir fjalli er nefnist Gabelhorn. Svo bratt er upp að kofanum að menn töldu hér áður nauðsynlegt að leggja Kleine Scheidegg griðastaður við rætur Eigertinds á leiðinni upp í Jungfrauskarð, sjá má ógreinilega í hinn fræga norðurvegg Eigertinds. Snjó- þyngsta sumar # i_ Ölpunum í hundrað W ar þangað stiga fyrir fjallgöngu- menn. Raunar væri uppganga án stiganna „háteknískt“ klifur með aðstoð verkfæra. Er upp kom reyndust tröppurnar hafa verið liðlega 300 talsins, einn sagði 315 og annar 317, — „en sá vilji að telja þær“. Fjallakofinn sem er í eigu Svissneska Alpaklúbbsins var allur endurbyggður fyrir tíu árum og er nú mjög vistlegt hús þar sem fjallgöngumenn geta bæði fengið gistingu og keyptan mat, reyndar á óhóflegu verði, þess ber revndar að geta að allir hlutir eru „óhóflega“ dýrir fyrir fátæka íslendinga í Sviss. Til að mynda kostar bjórdósin hátt í sjö hundrað krónur og gosdrykkir heldur minna. Það er því ekki að undra að peningarnir fykju út í veður og vind. að því er mönnum fannst, og voru menn farnir að hafa áhyggjur að framhaldinu þegar á fyrstu dögum ferðarinn- ar. Það vildi okkur til happs að við höfðum af rælni hringt til kofa- varðarins neðan úr byggð og pantað svefnpláss, en kofinn var þétt setinn fólki þegar upp kom. Hugmyndin var síðan að eyða sfðustu vikunni í frönsku Ölpun- um, nánar tiltekið á svonefndu Chamonix-svæði, sem er frægasta fjallasvæði Frakklands og mjög fjölsótt af útlendingum. Þar á svæðinu er meðal annarra fjalla Mont Blanc 4807 m hátt, hæsti tindur Evrópu, svo eitthvað sé nefnt. Eins og áður er getið hefur fannfergi verið með ólíkindum f Alpafjöllum f sumar og segja fróðir menn að þetta sé alversta sumar f meira en öld hvað þetta snertir. Mörg fjöll eru í slíkum vetrarbúningi að fjallgöngumenn reyna hreinlega ekki við þau. Þá er snjóflóðahætta mjög mikil og samkvæmt tilkynningum stjórn- valda hafa snjóflóð aldrei valdið jafnmiklu tjóni eins og s.l. vetur og f vor. Mannskaðar f fjöllum eru þeir mestu frá því að sögur hófust, þegar þetta er ritað hafa um 200 manns þegar týnt lífi, „bara“ í svissnesku Ölpunum. Þar við bætist auðvitað allur sá fjöldi manna sem týnt hefur lffi bæði f Frakklandi og Austurrfki. Ekið var á fyrsta degi ferðar innar frá Luxemborg til svissneska ferðamannabæjarins Interlaken skammt frá fjalla- svæðinu BernerOberland, á „rúg- brauðinu“ sem hópurinn hafði tekið á leigu í Luxemborg. Ekki er hægt að segja að veðurguðirnir hafi verið sérstaklega vinsam- legir, grenjandi rigning var alla leiðina. Menn kipptu sér nú ekkcrt upp við það þótt rigndi hressilega og trúðu því að stytta myndi upp innan fárra tíma. Þvf fór nú heldur betur f jarri, blessuð rigningin hélt áfram og ekkert lát varð fyrr en á þriðja degi þegar loks rofaði til. Veðrið var þó alls ekki til a hrópa húrra fyrir en ákveðið var eigi að síður að leggja af stað til fjalla. Til að komast upp f hið svonefnda Berner Oberland fjallasvæði er nauðsynlegt að far<j með járn- brautarlest all sérstæða leið. Það er farið í gegnum hin frægu fjöll Eiger og Mönch og upp í svokall- að Jungfrau-skarð sem er f 3450 m hæð, sem er það hæsta sem járnbrautalest fer í Evrópu. Á leið sinni f gegnum Eigertind gefst farþegum kostur á að kfkja út um sérstaka glugga í miðjum hinum hrikalega Norðurvegg tindsins og er það öllum sem það gera alveg ógleymanleg sjón. í rigningu á tjaldstæðinu í Grindelwald Flestir sem þar voru komu fra bænum Visp í Rhondal og voru þarna á fjallamennskunámskeiði, ekki er hægt með góðri samvisku að segja að útbúnaður þessa fólks hafi verið til að hrópa húrra yfir. — og mjög gaman er að geta þess hér að þeir hópar fslenzkra fjallgöngumanna sem lagt hafa leið sína í Alpana á undanförnum árum hafa jafnan borið af í því hve útbúnaður og klæðnaður þeirra hefur verið góður og til fyrirmyndar. Má í því sambandi hæla innflytjendum þessarar vöru, því þeir hafa jafnan kapp- kostað að hafa einungis það bezta á boðstólnum. þótt það sé að vísu nokkuð dýrt. Það má einnig segja að aldrei verður of oft á því klifað að góður útbúnaður er grundvöll- ur fyrir því að fjallgöngur séu öruggar og heppnist vel. 1 kofanum var eins og áður sagði hugmyndin að dvelja fram á næsta dag en síðan átti að leggja til atlögu við fjallið Weissnollen, 3600 m hátt, sem er miðja vegu milli Konkordiahiitte og Finisteraarhorns sem einnig var ákveðið að klífa og verður nánar sagt frá því í næstu grein.— sb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.