Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 39 < ÍBÍ NÚ í ÖÐRU SÆTI ISFIRÐINGAR unnu góðan sigur á Austra, 4<lV á Eskifirði í gærkvöldi. Er aðeins 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 1<1, en þá kom markaskriðan og var sigur ísfirðinga sanngjarn, þó hann væri í stærra lagi. Það var Gunnar Pétursson sem skoraði fyrsta markið með góðu skoti frá vítateig á 43. mínútu leiksins. Um miðjan seinni hálf- leikinn jafnaði Bjarni Kristjáns- son með föstu skoti af stuttu færi. Síðan var leikurinn mjög þóf- kenndur þar til Kristinn Kristjánsson skoraði á 80. mínútu leiksins með skoti úr vítateig. Þriðja mark Isfirðinga kom flmm mínútum síðar er Örnólfur Odds- son skallaði inn eftir langt inn- kast. Lokaorðið átti síðan Jón Oddsson á 88. mínútu er hann skoraði eftir að hafa stungið vörn Austra af. 4:1, öruggur sigur Isfirðinaga og mesta tap Austra í 2. deildinni í ár þrátt fyrir þokkalegan leik þeirra á köflum. Halldór Ólafsson var beztur ísfirðinga, ásamt Gunnari Péturs- syni og Ómari Torfasyni, sem áttu miðjuna. Sigurður Gunnarsson var beztur í liði Austra. — H. Ben. / — áij Hauka vænkast HAUKAR unnu Fylki 2.1 í 2. deildinni í gærkvöldi og þýðir sigurinn að Hafnarfjarðarliðið á enn allgóða möguleika á 2. sætinu í deildinni. Staða Fylkis er hins vegar enn óörugg þó svo allt útlit sé fyrir að Ármann falli niður með Völsungum. Haukar voru mjög sprækir í fyrri hálfleik leiksins í gær og skoruðu þá tvö mörk. Fyrst skoraði Lárus Jónsson eftir að Golf um helgina ÝMlSLEGT verður um að vera hjá kylfingum um helgina. Á Akureyri hefst Norðurlandsmótið í golfi í dag og verða leiknar 36 holur í flokkum. Sami háttur verður hafður á í Víkurbæjar- keppninni f Leiru á laugardag og sunnudag en það er opin keppni. Hjá Nesklúbbnum verður hin árlega keppni um tékknesku krystalvasana og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Á Nesinu verður ræst út klukkan 10 og 13.30 í dag og krystallinn, sem um er keppt, er glæsilegri og dýrari en í nokkru öðru innan- félagsmóti í íþróttum á landinu. Ólafur Torfason hafði hreinlega búið markið til fyrir hann. Ólafur skoraði síðan sjálfur með föstu skoti, sem fór í varnarmann Fylkis og netið. Skömmu fyrir leikhlé minnkaði Baldur Rafnsson mun- inn fyrir Fylki eftir undirbúning Harðar Antonssonar. Haukarnir léku fyrri hálfleikinn mjög vel á köflum í suddanum í Reykjavík í gærkvöldi. í seinni hálfleikinn mættu Fylkismenn hins vegar mjög grimmir og hefðu hæglega átt að geta jafnað á fyrstu mínútum hálfleiksins. Síðan jafn- aðist leikurinn, en Fylkisliðið var þó áfram hættulegra. Beztu menn Hauka í leiknum voru Ólafur Torfason, Sigurður Aðalsteinsson og Guðmundur Sig- marsson, en hjá Fylki Grettir, Ómar og Baldur Rafnsson. STAÐAN Staöan ( 2. deild, Fylkir — Haukar Austri — ÍBÍ KR 15 12 2 1 42.4 1.2 1.4 26 IBÍ 16 7 5 4 27.19 19 Reynir 17 7 4 6 22.20 18 Haukar 16 6 5 5 19.18 17 Þór 15 6 4 5 13.13 17 Austri 16 6 4 6 15.19 16 Þróttur 15 5 4 5 17.23 14 Fylkir 16 6 1 9 17.20 13 Ármann 15 4 2 9 14.22 10 Völsungur 15 2 3 10 11.35 7 Markhæstiri Stefán örn Sigurðsson KR 10 Sverrir Herbertsson KR 9 Birgir Guðjónsson KR 6 Bjarni Kristjánsson Austra 6 Ililmar Sighvson Fylki G Jón L&russon Þór 6 Jón Oddsson ÍBÍ 6 Þr&inn Ásmundsson Árm. 6 Spenna í útimntinu VALSMENN eru komnir í úrslit í útimótinu í handknattleík. en hverjir verða mótherjar peirra er ekki enn Ijóst. FH, Haukar og Víkingur eiga öll möguleika, en t síöustu fjórir leikirnir í riöla- keppninni verða við Mela- skólann í dag. í gærkvöldi urðu pau úrslit í mótinu að Frain vann ÍR 25:18 (10:7) og hafði Fram yfir allan tímann, pó munurinn yrði minnstur 2 mörk í seinni hólf- leiknum. Fylkir vann síðan Stjörnuna 22:17 (9:5) og loks vann Valur Ármann 22:16 (10:8). Þar var um úrslitaleik í riðlinum að ræöa, en Valur, sem nægði jafntefli, nóði fljótlega undirtök- unum í leiknum. í dag hefst keppnin kiukkan 13.30 með leik Fram og KR og pað lið sem sigrar leikur um Þriðja sætiö í mótinu. Þó mætast HK — ÍR og Haukar Stjarnan. Klukkan 17.15 í dag hefst síðan leikur Víkings og FH. Vinni Víkingar leikinn verða Þessi lið og Haukar jöfn aö stigum og markastaða verður látin róða, en Þar er lítill munur ó liðunum. Úrslitaleikirnir verða síðan á morgun og hefst leikurinn um Þriðja sætiö klukkan 17.15, en klukkustund síðar hefst sjálfur úrslitaleikurinn. — óij. Sundmeistara- mót unglinga Unglingameistaramót íslands í sundi fer fram í Sundhöll Reykja- víkur dagana 2. og 3. september næstkomandi. Keppt verður í 34 greinum í flokkum unglinga fæddra 1960 og síðar. Þátttökutil- kynningar þurfa að berast stjórn SSI Iþróttamiðstöðinni í Laugar- dal skriflega fyrir þriðjudaginn 29. ágúst. Á skráningarkortum skal getið bezta löglega tíma á árinu í 25 metra laug. Þátttökugjald er krónur 200 á hverja grein. Öll liðin nema KR á sama róli ÞAÐ ERU ENGIN grið gefin í keppninni í 2. deild, þó svo að flestir aðrir knattspyrnumenn taki bví rólega um helgina og bíði aðeins úrslitanna í bikarkeppni KSL Heil umferð verður í 2. deildinni og meðal leikja eru viðureignir ísfirðinga við Austfjarðaliðin. ÍBÍ ætlar sér annað sætið í deildinni og til að árangur megi verða sem beztur í leikjunum fyrir austan fóru leikmenn ÍBÍ austur á Neskaupstað á fimmtudagskvöld ásamt stórum hópi stuðningsmanna. Þór er helzti andstæðingur ÍBÍ um sæti í 1. deildinni og verkefni Þórsara verður heldur ekki auðvelt um helgina, en Helgi Benediktsson er einn snjallasti leikmaður 2. deildar, en hann leikur með Þrótti Neskaup- stað, áður Val. í spjalli við Helga í gær sagði hann að Þróttarar væru ekki fyllilega ánægðir með árangur sumarsins, þeir hefðu ætlað sér lengra en um miðja deild. — Við eigum þó enn nokkra möguleika á sæti í 1. deildinni og ætlum okkur ekkert annað en Helgi spáir ÍBV - Þróttur 2.1 Ármann-Völsungur 0.2 Þór - KR 1.3 ÍA — Valur 0.2 Þróttur — ÍBÍ 2.1 KR ingar leika fyrir norðan í dag. sigur í þeim þremur leikjum, sem við eigum eftir, sagði Helgi. — Keppnin í 2. deild hefur verið miklu skemmtilegri í ár, en t.d. í fyrra og ástæðan sú er að liðin eru mun jafnari en áður. Það er aðeins KR, sem sker sig úr, en hin eru á svipuðu róli. Liðin hafa ýmist verið á toppi eða botni og tap- eða sigurleikur hefur fært lið um mörg sæti á töflunni. Óvissan og spenn- an hefur verið í algleymingi í deildinni í allt sumar og keppnin því mun skemmtilegri, þó svo að deildin hafi ekki verið ein sterk í heildina og áður. — Ég geri mér grein fyrir því að Þróttur hefði lítið erindi upp í 1. deild að óbreyttu og varla heldur lið eins og IBI eða Þór. En við það að komast upp myndi hugarfar leikmanna og forystu íþrótta- og bæjarmála á t.d. Isafirði og Neskaupstað breytast og þannig yrði það mikill ávinningur fyrir félögin að komast í hóp þeirra beztu. AUK úrslitaleiksins ( hikarkeppni KSÍ (er einn leikur (ram (1. deildinni í knattspyrnu og 17. um(erðin ( 2. deild hó(st ( gærkvöldi og lýkur & morgun. Leikir helgarinnar eru þessir, Laugardagur, Vestmannaeyjar, 1. deiid klukkan 14, iBV — Þróttur. Laugardalur, 2. deild kl. 15, Ármann — Völsungur Akureyri, 2. deild kl. 16. Þór - KR Sunnudagur, Laugardalur, bikarkeppni KSÍ, úrslit, kl. 14, IA — Vaiur Neskaupstaður, 2. deild kl. 14. Þróttur — HELJARSTÖKK í ÝMSAR ÁTTIR! BIKARKEPPNIN. Úrslitaleikur Bik- arkeppninnar fer fram á morgun og verður vonandi mörgum fagnaðar- efni. Að Þessu sinni vill svo skemmtilega til að tvö efstu lið 1. deildar leika til úrslita, en slíkt hefur ekki gerzt í 15 ár. Þar veröur nokkurskonar uppgjör sumarsins milli tveggja beztu knattspyrnuliða landsins. Akurnesingar leika nú til úrslita í níunda skipti og trúlegt að hér sé um heimsmet að ræöa að eitt og sama félagið hafi tapað 8 úrslitaleikjum í Bikarkeppni, en Akurnesingar hafa sem kunnugt er aldrei sigrað í Bikarkeppninni. Valur hefur hins vegar keppt 5 sinnum til úrslita og aöeins tapað einu sinni. Úrslit Bikarkeppninnar er orðinn „aðalleikur" ársins milli tveggja einstakra félagsliöa, og hefur í kringum sig sérstakan „sjarma“, hvað varðar allan undirbúning, en óviss tekjulind hins vegar fyrir viðkomandi lið. Víöa um heim er úrslitaleikur Bikarkeppni í knatt- spyrnu mesti ípróttaviðburður hvers árs, en hvergi mun Þó vera eins mikið um að vera og í Englandi Þegar úrslitaleikur fer Þar fram, enda fylgzt meö úrslitum hverju sinni um heim allan. Hápunktur virðuleikans varðandi úrslitaleik Bikarkeppni er víöa afhending Bikarsins, sem jafnan er afhentur af heiöursgesti hvers leiks og sumsstaöar af Þjóöhöföingja viðkomandi lands. Sá háttur hefur verið tekinn upp á síðari árum hérlendis að fá heiðursgesti til að afhenda Bikarinn að leikslokum, og hefur Þar oftast verið um ráðherra að ræða. Skemmtilegast væri Þó ef sú hefð gæti komizt á að forseti íslands gæti komið pví við árlega að afhenda Bikarinn. Valur og Akranes hafa Þrisvar áður leikið úrslitaleik og Valur ætíð gengið með sigur af hólmi og alltaf með nokkrum yfirburðum. Því má örugglega búast viö skemmtilegum úrslitaleik á morgun og hafa skal Það í huga að fyrri úrslitaleikir Vals og Akraness haf alltaf verið miklir markaleikir. STARF LANDSLIÐSÞJÁLFARA Sú ákvöröun stjórnar K.S.Í. að leyfa landsliðsÞjálfara að taka að sér í aukavinnu Þjálfun 1. deildar- liös Víkings hefur mælzt nokkuð misjafnlega fyrir. Þegar fyrrgreind ákvörðun var tekin var staðan hjá sjö af 1. deildarliðunum nokkuð sérstök, og höfðu leikir Víkings Því meiri áhrif á gang naála en menn höföu e.t.v. gert sér grein fyrir. Lið Víkings, Fram, Í.B.K. og Í.B.V. höfðu öll góða möguleika á að hreppa Þriðja sætið í deildinni, sem að Þessg sinni gefur rétt til Evrópukcppni næsta ár. Það að vinna sér Þátttökurétt til Evrópu- keppni hefur mikla Þýðingu félags- lega fyrir hvert knattspyrnufélag, ekki sízt Þegar félög hafa sjaldan eöa ekki tekið Þátt í Evrópukeppni. Af eigin reynslu ( félagsmálum knattspyrnufélags hin síðari ár, hefur mér fundizt nær líflaust ár Þegar réttur til Evrópukeppni er ekki fyrir hendi. Það var pví um feitan bita að slást, Þegar landsliösÞjálfarinn tók viö Þjálfun Víkings. Hins vegar stóðu liö F.H., K.A. og Þróttar í baráttu fyrir tilveru í 1. deild næsta ár eða baráttunni um fallsætið, Þannig að leikir Víkings við Þau lið komu all mikið hér við sögu. Þannig hafa allir leikir Víkings frá Því landsliðsÞjálfarinn tók við Þjálfuninni mikilvægu hlutverki að gegna varðandi fyrrgreind sjö fálög. Sú ákvöröun að lána Þjálfarann til Víkings var að sjálfsögðu gerð í góöri meiningu en málið tæplega athugað nógu gaumgæfilega. Hefði aðeins verið um aöstoð viö æfingar eða lítilsháttar aðra aðstoð að ræða leit málið allt öðru vísi út, heldur en Þegar landsliðsÞjálfarinn er orðinn Þjálfari og stjórnandi liðsins í Þess orðs fyllstu merkingu. Hafa verður Það f huga að landsliðsÞjálfarinn hefur ekki verið svo störfum hlaðinn varðandi leiki og æfingar, par sem flestum lands- leikjum er ólokið og Því meiri tími hefur verið til athugunar á leik- mönnum og ýmissar pappírsvinnu, en Þýðing hennar hefur farið sivaxandi nú á síðustu tímum. Með tilliti til Þess góöa tíma sem landsliðsÞjálfarinn hefur haft til „að stúdera“ einstaka leikmenn tel ég óraunhæft að fela honum á örlaga- ríkum tímamótum íslandsmótsins umsjón og pjálfun eins peirra liða sem berjast um Evrópusæti, og einnig ósanngjarn gagnvart Þeim liöum sem enn stóðu í fallbaráttu. Ég tel ennfremur samkvæmt yfirlýsingum núverandi og fyrrver- andi landsliðsbjálfara um mikilvægi Þess að landsliðsÞjálfari sé í fullu starfi og geti einbeitt sér að einstökum leikmönnum, ástæöu- laust og jafnvel hættulegt fyrir „móralinn" í væntanlegum lands- leikjum að pessi háttur sé við hafður. LÍÐUR AÐ LEIKSLOKUM íslandsmótinu fer senn að ijúka, en Þó verður hlé til 9. september fyrir síðustu umferð. Spenningurinn um titilinn er úr sögunni par sem Valur hefur tryggt sér sigur en baráttan enn í fullum gangi á öðrum vígstöðvum, eins og að framan greinír. Ýmislegt hefur gerzt ( síðustu umferðum sem gaman er aö velta fyrir sár. Segja má að sum liö hafi tekiö heljarstökk ýmist áfram eða afturábak. Endasprettur Fram er mjög linur, næsta óskiljan- legur hjá jafn reyndu liði, en liðið hefur aðeins hlotið eitt stig í 5 síðustu leikjum. Á miðju íslands- móti var staða Þróttar ágæt en endaspretturinn svipaður og hjá Fram og liðið ekki enn sloppið við fall, en pó sennilega. Hér mun leikreynsluleysi vera stór páttur, en liðið hefur á köflum sýnt ágætan fótbolta. Jákvæðustu hlutirnir hafa gerzt hjá Keflvíkingum, sem skyndilega standa í hörkukeppni viö Víking um hiö margnefnda priðja sæti frá pví að vera næstum dæmdir í 2. deild um mitt keppnistímabil. Lið K.A., F.H. og Breiðabliks hafa siglt svipaðan sjó og í upphafi. Lið F.H. hefur Þó á stundum sýnt umtals- veröan aulaskap að halda ekki höfði á vissum tímum kappleiks, næsta furðulegt hjá liði sem berst allt sumarið fyrir lífi sínu í deildinni að missa niður í mörgum leikjum 2—3 marka forskot. Annað sem einkennir síöustu umferöir er aö markaskorun hefur farið uppávið eftir meöalskor síð- ustu umferðar úr 11 mörkum í 22 eða svipaö og í byrjun mótsins. Þrátt fyrir alla Þessa baráttu sem að framan er lýst hefur áhorfendum ekki fjölgað og er sýnt er að pegar uppgjör fer fram í leikslok verður Þetta islandsmót eitt hið verst sótta aö meöaltali. Árni Njálsson m^mmmmmmmmmmmm^rn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.