Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Dr, Björn Sigurbjörnsson, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnaóarins: Beitarþols- útreikningar Vegna fréttar í Morgunblaðinu óska ég að taka fram eftirfar- andii 1. Ályktun tilraunaráðs um efasemdir um að forsendur beitar- þolsútreikninga séu byggðar á nægilega traustum grunni var lögð fyrir stjórnarfund stofnunarinnar 22. ágúst og óskaði stjórnin eftir því að stofnunin léti henni í té skýrslu um málið. Var óskað eftir þessari skýrslu fyrir 15. september. 2. Taldi ég og Bjarni Arason, stjórnarformaður, ekki rétt að ályktun tilraunaráðs, sem beint er til stjórnar stofnunarinnar, birtist í fjölmiðlum a.m.k. ekki fyrr en stjórnin hefði fengið tækifæri til að kanna betur forsendur málsins. Töldum við að á þessu stigi væri málið algerlega innan stofnunar- innar og ætti ekki erindi í fjölmiðla. 3. Mál þetta hafði borist til stofnunarinnar með öðrum hætti áður. Var því haldið fram að stofnunin hefði vanmetið næringargildi hálendisgróðurs, þannig að hálendi Islands gæti í raun og veru tekið á sig meiri beitarþunga en stofnunin hefði mælt með. Var farið fram á það, að stofnunin endurskoðaði for- sendur beitarþolsútreikninga á þessu ljósi. 4. I svari mínu við þessu erindi benti ég á að með þjóðargjöfinni væri nú verið að kosta mjög umfangsmiklar beitartilraunir víðsvegar um landið og myndu niðurstöður þeirra gefa okkur bestu upplýsingar, sem völ er á til að endurskoða þessa útreikninga. 5. I svari mínu kom auk þess fram eftirfarandi: „Ég vil hins vegar vekja athygli á því að ástæðan fyrir þeirri landgræðsluáætlun, sem nú stend- ur yfir og þjóðargjöfinni sem veitt var til hennar, var hnignun gróðursins í landinu frá land- nárísöld og skuld okkar við landið, sem skyldi greiðast með því' að stuðla að eflingu gróðursins og hóflegri nýtingu með rannsóknum og ráðstöfunum. Nú er það ljóst að láglendisgróð- ur upp að 200 m er víða vannýttur af búfé eins og t.d. sinubrunar á vorin gefa til kynna.Ýmis konar vandkvæði hafa þó komið í ljós við nýtingu láglendisgróðurs fyrir sauðfé allt sumarið. Hins vegar hfur orðið hnignun á hálendisgróðri víða um land, mest á ákveðnum svæðum. Tel ég því að með okkar takmarkaða fjármagni og mann- afla verðum við að gefa nýtingu láglendisins forgang., Það er ekki vandamál fyrir hálendisgróðurinn þótt næringargildi hans kunni að hafa verið vanmetið. Ef skekkja er í mati okkar á fóðurgildi hálendis- gróðurs er ég feginn ef hún er gróðrinum í vil þangað til tækist að leiðrétta hana. Dr. Björn Sigurbjörnsson Ef til vill myndi þetta horfa öðruvísi við ef mikil þörf væri á að auka framleiðslu dilka, láglendis- gróður væri orðinn fullnýttur til beitar og nauðsynlegt væri að fjölga fé á fjöllum." 6. Þegar varla sást milli bæja á Suðurlandi svo að dögum skipti á miðju s.l. sumri vegna moldroks af hálendinu varð ég fullvissari um það að þjóðargjöfin frá 1974 og landgræðsluáætlunin sem nú er verið að framkvæma er aðeins fyrsta framlagið í viðleitni okkar kynslóðar til að greiða skuldina við landið og nauðsyn þess að áætluninni verði haldið áfram. 7. Hins vegar vill oft gleymast framlag bændanna í landgræðslu- málum, þeirra sem eiga afkomu sína undir afrakstri gróðurlenda landsins. Þeir hafa nær tekið fyrir hina mjög skaðlegu vetrarbeit, stóraukið hlut heimalanda og láglendis í sumarfóðri sauðfjár og hrossa, óskað eftir ítölu á svæðum, sem hætta er búin og átt í hvívetna hin bestu samskipti við landgræðsluna og beitarsér- fræðinga þessarar stofnunar. Ég vona að æsifrétt, sem af tilefnis- litlu birtist í Morgunblaðinu í gær, verði ekki til að spilla þessu samstarfi og tefja baráttu okkar gegn landspjöllum og fyrir skyn- samlegri nýtingu gróðursins á landinu. 8. Rannsóknastofnun land- búnaðarins telur það eitt af höfuðmarkmiðum sínum að finna sem nákvæmastar upplýsingar um gróður landsins, víðáttu hans, uppskerugetu og næringargildi.* Rannsóknaaðferðir og forsendur útreikninga eru í stöðugri endur- skoðun og væntanlega í framför. Niðurstöður hinna víðtæku beitar- tilrauna, sem nú fara fram, eiga eftir að færa okkur hinn traust- asta grunn undir beitarþols- ákvarðanir sem þetta þjóðfélag hefur efni á að afla. * Á þeim 20 árum, sem unnið hefur verið að rannsóknum á beitarþoli landsins hefur m.a. verið gert nákvæmt gróðurkort af % hlutum landsins. J6n Gíslason: Aðvörun OPT hefur undirritaður haft ástæðu til að minnast hinna snjöllu áminningarorða, sem Björn magister Bjarnason frá Steinnesi mælti eitt sinn að gefnu tilefni. Björn var einu sinni árla dags á göngu, eins og hans var venja. Lá leið hans af tilviljun fram hjá húsgrunni, sem verið var að grafa. Um leið og Björn gengur framhjá, segir einn hinna ungu manna, sem voru að vinna í grunninum: „Það er ég viss um, að þarna er einhver helvítis yfirstéttarblókin að koma úr veizlu frá sínum líkum, stútfull af kjúklingum og brennivíni. Það ætti að skjóta eða hengja þá alla!“ — Björn nemur staðar og segir: „Það er naumast, að þér vandið mér kveðjurnar, piltur minn! Annars skjátlast yður hrapallega. Ég hef nú í tuttugu og fimm ár — sem er sko tuttugu og fimm árum of mikið — verið að stríða við að boða ögn af þekkingu í hausinn í idjótum, og það fyrir helmingi minna kaup en þér hafið. Ég hef margra ára háskólanám að baki auk alls annars, en eftir útliti og orðbragði að dæma, þætti mér sennilegt, jið þér hefðuð aðeins verið fermdur upp á Faðirvorið." — Síðan varð Björn hugsi um stund, en mælti að lokum: „Samt sé ég nú, að þrátt fyrir allt hefðu örlög mín getað orðið ennþá grimmari: Ég slapp þó a.m.k. við yður!. — Jæja, hafið þér þetta, greyið mitt, og varpið aldrei framar ókvæðisorðum að saklaus- um vegfarendum!" Hvort hinn ungi og orðljóti maður hefur látið sér áminningar- orð magisters Björns sér að kenningu verða, veit ég ekki. Hitt veit ég, að unglingum á þessu menningarstigi fer nú ört fjölg- andi. í síðustu kosningabaráttu heyrði ég einhverja gárunga syðra kalla fiskvinnsluþorpin vestra, þar sem Karvel Pálmason fyrrv. al- þingismaður átti mestu fylgi að fagna, „Karvelín," íbúana „Karvel- inga,“ en fylgismenn Karvels „Karvelsunga," (sbr. Sturlunga). Þegar „Karvelar" eru komnir í meirihluta á Alþingi og Karvels- ungar setztir að völdum á íslandi, verður Karvel Pálmason talinn brautryðjandi í menningarmálum fyrir að hafa orðið fyrstur manna til að benda á það reginhneyksli og sóun á almannafé að vera að greiða prófessorum við Háskóla Islands há laun fyrir að kenna 6—8 stundir á viku. Ég minnist þess, að þegar Karvel Pálmason flutti þessa eftirminnilegu ræðu, reyndi Bjarni prófessor Guðnason að bera blak af sjálfum sér og stéttar- bræðrum sínum. Hins vegar man ég líka, að prófessor Bjarni taldi, að staðreyndir þær, sem hann gæti borið fram máli sínu til stuðnings, mundu eiga mjög ógreiðan aðgang að kolli Karvels Pálmasonar. Ekki skal dregið í efa, að Karvel Pálmason sé að upplagi bezti maður, eins og hann á kyn tiL Hins vegar er hann ágætt dæmi þess menningarástands, sem nú er alls ráðandi í Karvelín. Rætt er um mengun jarðar, lofts og lagar. Sjálfur get ég t.a.m. látið þess getið, að við Seyðisfjörð vestra sést nú ekki marfló undir fjörusteini, þar sem úði og grúði af þeim áður’ fyrir fáum árum. Síldatorfur gengu iíka á flæði inn í hvern lækjarós. Nú sést hvergi nokkurt síli, þar sem þau léku sér þúsundum saman fyrir örfáum árum. Er sjórinn og allt líf, sem í honum hrærist, að deyja? En í Karvelín er þó mengun mannfólksins hrikalegust. Undir- ritaður er búinn að vera í sumar- leyfum við Djúp síðan 1943. Fyrsta sumarið dvaldi ég í Reykjarnesi, fékk þar inni í heimavist héraðs- skólans hjá öðlingsmanninum Aðalsteini Eiríkssyni og hans ágætu konu. Aðalsteinn var, sem kunnugt er, brautryðjandi í skóla- málum Djúpsmanna. Með honum fór ég í ferðir, bæði á sjó og landi, um nálægar sveitir. Þá mátti segja, að höfðingjar byggju á hverjum bæ. Bændur voru gest- risnir, rausnarlegir, hressilegir í viðmóti og gamansamir. En prúðir voru þeir í framkomu, eins og sönnum héraðshöfðingjum sæmir að vera. Ýsmar skrýtnar og skemmtileg- ar sögur gengu af þeim sumum. Ég set hér eina til gamans: Jón er maður nefndur, stórbóndi inni í Djúpi. Dag einn er hann að ýta trillu sinni frá bryggju á Isafirði. Kemur þá maður hlaupandi og spyr Jón hvort hann megi fljóta með, hann eigi erindi inn í Djúp. — „Alveg guðvelkomið," segir Jón, „mér er sönn ánægja að því.“ — Er nú lagt frá landi og stafni snúið inn Djúpið. En er þeir höfðu skammt farið, seildist Jón bóndi aftur í skut og dregur þar upp koníaksflösku. Býður hann manninum hressingu. Er hann ekki að tvínóna við það og fær sér drjúgan slurk úr flöskunni, ræskir sig, en verður um leið litið á flöskuna og sér, að það er hvorki meira né minna en þriggja stjörnu koníak. Var það sjaldgæft á þeim tímum landabruggs og hallæris. Verður manninum þá að orði: „Það er ekki amalegt að vera farþegi hjá þér, Jón, að fá þriggja stjörnu koníak í þokkabót." — „Já,“ svaraði Jón, „ég lofaði konunni minni því á giftingardaginn okkar að bragða aldrei framar brenniv.ín. og ég ætla mér að standa við það!“ En nú skulum við snúa okkur að alvörunni: Hvað er af niðj.um þessara manna ao segja? Þeir búa ekki lengur á óðölum feðra sinna. Þeir þræla nótt og nýtan dag í stóriðjuverum fiskiðnaðarins. Þeir hafa ekki alizt upp við hin fjölbreyttu sveitastörf, eins og þau voru fyrrum. Samband þeirra við náttúruna og guð er rofið. Þessir menn hafa að vísu ótrúlega háar tekjur, en hins vegar skortir þá bæði uppeldi og menningarlega undirstöðu til að fara skynsamlega með þessa miklu fjármuni. Er hið sárgrætilegasta af öllu er þó það, að þessir menn, sem hafa flestir enga eða litla menntun hlotið og aldrei hafa haft tíma til að líta upp frá látlausu striti og gefa sér. tóm til að hugsa um annaö, verða auðveld bráð innan- Jón Gíslason tómra og þekkingarsnauðra lýð- skrumara. Haldi svo fram, sem horfir, verða „Karvelar" komnir í hvert sæti á Alþingi íslendinga innan skamms. Þá má Háskóli íslands og aðrar menntastofnanir fara að biðja fyrir sér. Fyrir fáum dögum var ég sem oftar á gangi hérna í Karvelíu eftir þjóðvegi. Bíll hafði numið staðar skammt frá veginum. Ung- ur maður var að sækja eitthvað í bílinn og heilsaði mér kurteis- lega, er ég gekk framhjá. Heyrði ég, að hann var útlendur og spurði hvaðan hann væri. Kvaðst hann vera frá Chicago. „Þangað hef ég komið," sagði ég, „og líkaði vel. Ég bjó á Hotel Sheraton." — „Ég þekki það,“ sagði ungi maðurinn, kvaddi og ætlaði að halda sína leið. Þá sá ég, að samferðafólk hans sat í brekku skammt frá og sagði það piltinum, að hann skyldi bjóða mér að koma til þess. Pilturinn leit sem snöggvast um öxl til mín og svaraði síðan: „Nei, þessi gamli heiðursmaður er að fá sér göngu- túr. Ég vil ekki trufla hann.“ Ég hafði aðeins skammt farið er sást "hilla undir ungan mahn skammt frá á holti einu. Sá hrópaði til mín með miklum þjósti: „Áfram, áfram! Hertu þig karl- skratti!" — Þarna stóð sem sé ungur Karvelingur, sem var á sinn „prúðmannlega" hátt að kasta kveðju á vegfaranda. Lesendur mína læt ég dæma um, hvorir muni fremri að menningu og kurteisi, íbúar Chicagoborgar eða Karvelíumenn. Nú þegar sjást þess glögg merki, að siðmenningu hrakar geigvæn- lega, eigi aðeins í Karvelíu heldur og um land allt. Hefur siðspilling þessi siglt í kjölfar hinna nýju atvinnuhátta. Unglingar, jafnvel innan fermingar, vinna nótt og nýtan dag við færiband verk- smiðjunnar eða fiskiðjuversins. Þeir hafa hvorki tíma né tækifæri til að mannast. Þeir eru orðnir óaðskiljanlegur hluti hinnar miklu kvarnar, sem er að mala gull fyrir okkur öll, svo að neyzluþjóðfélag vorra tíma fái staðizt. Hér er mikil háski á ferð, sem alltof fáir hafa gefið nokkurn gaum. Skjótra umbóta er þörf, ef eigi á verr að fara. Væri eigi athugandi, að það yrði í lög tekið, að unglingar, sem eiga við þessa lifnaðar- og atvinnu- hætti að búa, yrðu að sækja árlega námskeið, þar sem þeir hlytu fræðslu í undirstöðuatriðum mannlegra samskipta, fræðslu um gildi menningar fyrir samfélagið o.s.frv., í einu orði sagt: reynt að orka mannbætandi á þessa ungu þjóðfélagsborgara. Það er sannarlega uggvænlegt — svo að aftur sé hugað að Karvelíu sérstaklega — að kjós- endur þar skildu taka fáfróða lýðskrumara fram yfir gagnmerk- ar persónur, eins og t.a.m. frú Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur, hámenntaða og fágaða konu, sem gerþekkir kjördæmi sitt og ber hag þess fyrir brjósti. Frú Sigurlaug flytur jafnan mál sitt skýrt, hófsamlega og með óyggj- andi rökum. En fágaðar, menntað- ar og prúðmannlegar persónur virðast ekki eiga upp á pallborðið hjá Karvelingum eins og sakir standa. Því er nú verr, og þá fyrst og fremst fyrir þá sjálfa. Hér hefur aðeins verið vakin athygli á miklu vandamáli, mikilli hættu, sem nú steðjar að þjóð vorri. Skora ég bæði á alþingis- menn og aðra stjórnmálamenn, svo og ríkisstjórn og önnur stjórn- völd að gefa gaum að þessum mikla háska, sem að þjóð vorri steðjar, áður en í algert óefni er komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.