Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 • Hörður Hilmarsson lætur eins og hann sé heima hjá sér á ritstjórn Mbl. — OKKUR hefur alltaf gengið mjög vel í leikjum okkar gegn Skagamönnum. hvort sem leikið er heima eða heiman, þess vegna verður maður að vera bjartsýnn um úrslitin, þrátt fyrir að búast megi við harðri mótspyrnu frá hendi ÍA, þeir eru að sjálfsögðu orðnir langeygir eftir bikarsigri eftir 8 mislukkaðar tilraunir — sagði Hörður Hiimarsson hinn hávaxni miðvallarspilari Vals- manna í stutu spjalli við Mbl. fyrir skömmu. — Þetta verður annar úrslita- leikurinn minn, ég lék með gegn Fram í fyrra, er Valur vann 2—1 í barningsleik. Ég vil alls ekki spá hver úrslitin verða að þessu sinni, að öðru leyti en því, að Valur verður bikarmeistari, það á enginn í liðinu við meiðsl að stríða, þannig að við teflum fram okkar sterkasta liði —. Að lokum lögðum við þá spurn- ingu fyrir Hörð, hvort að liðsandi og keppnisvilji Valsmanna hafi ekki beðið hnekki við það að tryggja sér sigurinn í deildinni svona skömmu fyrir úrslitaleik- inn, hvort ekki yrði erfitt að rífa leikmennina upp úr sigurvím- unni. — Vissulega er það til í dæm- inu, spennunni hefur létt gífur- lega, við fengum á okkur markið, við töpuðum stiginu, en unnum samt titilinn nokkuð örugglega. betta hefur verið erfitt sumar, leikirnir hafa verið allt of tiðir og við áttum okkar slöku daga cins og aðrir. Heppnin var hins vegar með okkur, svo það kom ekki að sök. „ÉG Á 3 SILFURPENINGA - EN NÚ ER ÞAÐ GULLIÐ" — ÉG á orðið þrjá silfurpeninga, eftir þá þrjá úrslitaleiki, sem ég hef tekið þátt í, sagði Karl Þórðarson, þegar hann loksins fannst eftir mikla leit um allan Akranessbæ. Og hvar fannst hann? Jú. um borð í ryðguðum netabát niður við höfn. Karl, sem er rafvirki, var að lappa upp á rafkerfið í bátnum og virtist fara verkið vel úr hendi — ekki siður en þegar hann leikur sér með knöttinn á fótboltavellinum. — Ég er bjartsýnn og við munum allir að sjálfsögðu gera okkar besta — bætti Karl við eftir að hafa boðið blm. upp í brú. — Ef nokkuð, þá er það betra fyrir okkur Skagamenn að leika í Reykjavík, völlurinn er betri og skemmtilegri, áhorfendur jákvæðir og það skapar ákveðna og skemmtilega stemmningu — Karl lagði einnig áherslu á þann ásetning Skagamanna að leggja Valsara að velli bæði í bikarleikn- þori um og deildarleiknum. Spá um leikinn? — Nei, ég ekki að spá, ég vona bara og trúi því að sigurinn verði okkar — Það þýddi ekkert fyrir blm. að pumpa Karl frekar en Jón Áskelsson, það virðist loða við Skagamenn að hafa vaðið fyrir neðan sig og spá engu, en vona bara hið besta. Kannski það sé vegna vonbrigð- anna sem fylgdu því að sjá á eftir Islandsmeistaratitlinum að Hlíðarenda í greipar Valsmanna. • Karl Þórðarson, hinn leikni framherji IA, býður Blm. upp í brú til frekara skrafs. „LEIKURINN VINNST MEÐ EINS MARKS MUN" ALBERT Guðmundsson var að vinna við húsasmíðar úti á Eiðisgranda, þegar Mbl. truflaði hann. — Leikurinn vinnst með einu marki, ef ekki 1—0, þá 2—1 og það lið sem skorar fyrsta markið mun sigra, það lið verður auðvitað Valur — voru hans fyrstu orð. — Leikurinn leggst mjög vel í mig og ég er mjög bjartsýnn, það verður nefnilega enginn spenna á okkur. Keppnistímabilið hefur þegar heppnast ágætlega hjá okkur, við erum íslandsmeistarar, þó að við leikum auðvitað til sigurs gegn IA, er enginn stórskaði skeður þó að við töpum, við getum samt verið ánægðir með okkar hlut. Ýmsir virðast telja, að Vals- menn muni eiga erfitt að vinna upp réttan anda, þar sem toppin- um virðist vera náð með stiginu sem þeir kræktu í gegn KA fyrir skömmu og tryggði íslands- meistaratitilinn. Við spurðum Albert um hans álit. — Það tel ég ekki, þvert á móti erum við enn ákveðnari að vinna einnig bikarinn, það er ávallt sérstakt að vinna tvöfalt eins og Valur gerði 1976 og vann þá einmitt ÍA í úrslitaleiknum 3—0, ég var með þá og þetta verður þriðji úrslitaleikurinn sem ég tek þátt í. — Ég held að það breytti litlu þó að leikurinn færi fram á Akranesi eða annars staðar, okkur hefur gengið vel gegn ÍA síðustu árin og eins og ég segi, er öll pressan á leikmönnum í A, þeir eru í öðru sæti í íslandsmótinu og það yrði þeim illbærilegt að vera með’ annað af tveimur yfirburðaliðum landsins og vinna síðan ekki nokkurn skapaðan hlut. — gg. Albert Guðmundsson reisir fjölbýlishús. „ALLTAF GENGIÐ VEL GEGN SKAGAMÖNNUM" UPPGJÖRIÐ ÚRSLITALEIKURINN í bikarkeppni KSÍ er orðinn sá leikur á hverju keppnistímabili knattspyrnumanna, sem flestir bíða eftir. Sérstök eftirvænting ríkir vegna leiksins á morgun kl. 14.00, en þar iciða saman hesta slna þau tvö lið, sem í sumar hafa haft algjöra yfirburði í íslen/.kri knattspyrnu. Fylgismenn liðanna trúa staðfastlega á sigur sinna manna, en ef litið er á töflur undanfarinna ára kemur í Ijós að Val hefur vegnað betur í bikarkeppninni. Það segir þó ekki að Valur vinni á morgun, en ef tölva sérfróð um knattspyrnu yrði mötuð á upplýsingum um Íiðin kæmist hún trúiega að þeirri niðurstöðu, eítir að hafa legið undir feldi góða stund, að Valur hefði betur eftir snarpa og skemmtilega viðureign. Bæði lið stilla upp sínum sterkustu liðum og bæði Ingi Björn Albertsson. fyrirliði Vals, og Jón Áskeisson, fyrirliði ÍA. eiga sér þá ósk örugglega heitasta að taka við hikarnum að leik loknum úr hendi heiðursgests KSÍ á leiknum, Einari Ágútssyni, utanrikisráðherra. Valsmenn mæta til leiksins sem nýbakaðir íslandsmeistarar og bikarmeistarar í tvö síðastliðin ár. Reyndar hafa Valsmenn ekki tapað bikarleik síðan 1975 að þeir töpuðu 0*1 fyrir ÍA. Akurnesingar hafa harma að hefna. Þcir töpuðu fyrir Val á Akranesi í fyrri leik liðanna í íslandsmótinu og þeir hafa átta sinnum orðið að þoia tap í úrsiitaleik bikarkeppni. í þessum leik hafa Skagamenn allt að vinna, engu að tapa. Valsmenn hafa hins vegar þegar sigrað f einni keppni á árinu, en vilja og ætla sér örugglega tvöfaldan sigur í íslenzkri knattspyrnu í ár. - áij. Sigurður Ilaraldsson 1 Guðmundur Kjartansson 2 Grímur Sæmundsen 3 Sævar Jónsson 4 Dýri Guðmundsson 5 Hörður Hilmarsson 6 Ingi Björn Albertsson 7 Atli Eðvaldsson 8 Albert Guðmundsson 9 Jón Einarsson 11 Guðmundur Áskelsson 12 Magnús Bergs 13 iMagni Pétursson 14 Vilhjálmur Kjartansson 15 Ilálfdán örlygsson 16 Gyala Nemes Þjálfari Jón Þorbjörnsson Guðjón Þórðarson Kristinn Björnsson Jóhannes Guðjónsson Jón Gunnlaugsson Jón Áskelsson Karl Þórðarson Jón Alfreðsson Matthías Ilallgrímsson Árni Sveinsson Ilörður Helgason Andrés óiafsson Sveinbjörn Ilákonarson Ástvaldur Jóhannsson Sigurður Halldórsson George Kirby r,Eg er að sjálfsögðu bjartsýnn á sigur ÍA' „LEIKURINN leggst vel í mig og ég er bjartsýnn á að við vinnum sigur“ sagði Jón Áskelsson, fyrirliði Skagamanna, er hann var kominn niður á jörðina, en hann hékk utan í nýrri blokk við einhverja iðju sem erfitt var að sjá hver var, er blm. tókst loks að hafa uppi á honum. — Ég var varamaður þegar Skagamenn léku síðast til úrslita í bikarnum og kom ekki inn á. Mér þykir auðvitað kominn tími til að ÍA vinni bikarinn. Og við ætlum einnig að leggja Valsmenn að velli í deildarleiknum sem eftir er, það þýðir ekkert að láta þá komast upp með að leika heilt tímabil tap- lausa. Blm. spurði þá hvort einhverjir í liðinu ættu við meiðsli að stríða og hvort það myndi há Skaga- mönnum að leikið skyldi í bænum. — Eins og er, eru allir frískir og við mætum með okkar sterkasta lið svo fremi sem ekkert óvænt gerist og ég tel það ekki munu há okkur hið minnsta þó að leikurinn fari fram í Reykjavík, við eigum þar marga stuðningsrnenn og fjöldi manns fylgir okkur suður. Svo var Jón auðvitað beðinn um að spá um úrslit leiksins, en hann svaraði þá — „Þú færð enga tölu upp úr mér karl minn“ — og er blm. reyndi að pumpa hann hertist hann aðeins í afstöðu sinni. Létum við því þetta gott heita og slitum talinu. — 88- • Jón Áskelsson, fyrirliði IA, kominn niður á jörðina. (Ljósmyndiri — gg.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.