Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978
Markús Örn Antonsson, borgarfulltrúi:
Byggmgamarkaður og
húsnæðismál aldraðra
Enn eru Arabar
á kreiki í London
FYRIR nokkru rann út um-
sóknarfrestur um 30 ein-
staklingsíbúðir í dvalarheimili
fyrir aldraða, sem risið er við
Lönguhlíð. Það var sem kunnugt
er forgangsverkefni hjá borgar-
stjórnarmeirihluta sjálfstæðis-
manna á síðasta kjörtímabili að
hraða uppbyggingu stofnana í
þágu aldraðra. Fjölbýlishús við
Furugerði, sem nýlega hefur
verið fíutt í, þessi bygging við
Lönguhlíð og dvalarheimili við
Dalbraut, sem tilbúið verður
snemma á næsta ári, eru árang-
ur þeirrar stefnu.
Reynslan sýnir aftur á móti að
miklu fleiri ellilífeyrisþegar en
hægt er að veita úrlausn óska
eftir fyrirgreiðslu borgarinnar í
húsnæðismálum eins og um-
sóknafjöldinn, sem nú barst,
sýnir ljóslega. Umsóknirnar
voru nærri 220 um þessar 30
íbúðir. Aðstæður umsækjenda
eru mjög mismunandi og er
viðbúið að borgaryfirvöld verði
að setja nokkuð strangar viðmið-
unarreglur, þegar úthlutun fer
fram en hún er nú í undirbún-
ingi.
Hér er um að ræða leiguhús-
næði borgarinnar, og er því fyrst
og fremst ætlað að mæta þörfum
aldraðs fólks, sem býr við
öryggisleysi í húsnæðismálum.
Það vekur hins vegar athygli hve
margir íbúðareigendur eru á
lista yfir umsækjendur, fólk,
sem á gott húsnæði en vill
breytingu nú þegar aldurinn
færist yfir. Ástæðurnar eru
fyrst og fremst félagslegar, í
mörgum tilfellum öryggisleysi
og einangrun frá umheiminum.
Við andlát eiginkonu eða eigin-
manns hafa viðhorf margra og
aðstæður allar breytzt þannig að
þeir sækjast eftir nýjum félags-
skap og umhyggju, sem er til
staðar þar sem fleiri búa saman.
Fullyrða má, að fólki, sem búið
hefur í leiguhúsnæði borgarinn-
ar fyrir aldraða, hefur almennt
liðið þar mjög vel og jákvætt
umtal hefur orðið um það meðal
aldraðs fólks í borginni. Þess
vegna er það eftirsótt að búa
þannig í fjölbýli á efri árum.
Það þarf greinilega mikið átak
til að mæta allri eftirspurn á
þessu sviði. Seint næðum við því
marki þótt borgaryfirvöld hefðu
sig öll við. Borgarstjórn þarf
hins vegar að tryggja framhald
þeirrar stefnu, sem mótuð hefur
verið og framkvæmd með þeim
ágætum sem byggingarnar
þrjár, er áður voru nefndar, tala
skýrustu máli um. Fram-
kvæmdanefnd vegna stofnana í
þágu aldraðra, sem starfaði á
síðasta kjörtímabili undir for-
ystu Alberts Guðmundssonar,
hafði gert ráð fyrir að næsta
framkvæmd yrði vistheimili
fyrir aldraða, sem þarfnast
verulegrar umönnunar. Vinna
þarf að undirbúningi þess máls
og hafa öll gögn tilbúin fljótlega,
því að hér er um að ræða
verkefni, sem tvímælalaust þarf
að vera á fjárhagsáætlun
borgarinnar á næsta ári. En
einfaldari aðgerða er ekki síður
þörf, þ.e.a.s. byggingar venjulegs
íbúðarhúsnæðis með sameigin-
legri aðstöðu, sem miðist við
þarfir gamals fólks. Umsóknirn-
ar um Lönguhlíðaríbúðirnar
bera þetta greinilega með sér.
Markús örn Antonsson
Hitt er svo íhugunarefni,
hvort það sé beinlínis hlutverk
borgaryfirvalda að sjá fyrir
jafnsjálfsögðu framboði á hús-
næðismarkaði og hentugum
íbúðum fyrir aldraða, sem geta
eignazt sitt eigið nýja húsnæði
vegna nýrra aðstæðna.
„Borgin má taka íbúðina mína
eða andvirði hennar upp í nýja
íbúð í dvalarheimilunum," hafa
margir umsækjendur sagt í
samtölum við okkur borgarfull-
trúa um þessi mál. En er það
raunverulega hlutverk borgar-
yfirvalda að byggja íbúðarhús-
næði til sölu og taka aðrar íbúðir
upp*í, sem síðar yrðu endurseld-
ar? Eg útiloka að sjálfsögðu.þá
fásinnu að borgin keypti íbúðir
með þessum hætti til að leigja
út. Áður en gripið er til slíkra
úrræða verður að þrautkanna,
hvort aðilar á hinum frjálsa
byggingarmarkaði geta ekki
bætt úr þessari þörf. Þar sem
framkvæmdir á þessu sviði væru
til að bæta félagslega aðstöðu
stórs hóps fólks er ekki óeðlilegt
að borgaryfirvöld kæmu til móts
við húsbyggjendur við lóðaút-
hlutun, greiðslu gatnaðgerðar-
gjalds, tryggingu lána meðan
húsnæðið væri enn á byggingar-
stigi eða á einhvern annan hátt
sem verða mætti til gagns.
Borgaryfirvöld eiga tvímæla-
laust að liðka til í svona tilfelli.
Þau þurfa ekki nauðssnlega að
byggja upp sjálf og leigja eða
selja.
Sameiginleg þjónustuaðstaða
t.d. mataraðstaða, setustofa eða
föndurherbergi og aðstaða til
líkamsþjálfunar eru þættir, sem
gera sambýlishús fyrir aldraða
dýrari í byggingu en almennt
gerist á markaðnum. Atbeini
borgaryfirvalda þyrfti líka að
miðast við þetta og varðandi
rekstur áðurnefndrar þjónustu
er samstarf við Félagsmála-
stofnun sjálfsagður hlutur.
Ég set þessi sjónarmið mín
fram núna af þessu ákveðna
tilefni, sem um er getið í
upphafsorðum greinarinnar. Það
væri fróðlegt að heyra viðbrögð
þeirra, sem gerst þekkja til
málefna byggingamarkaðarins í
borginni. Kjarni málsins er sá,
að aldrað fólk, sem býr í eigin
húsnæði þarf að hafa möguleika
á að breyta til þegar húsnæðið
hentar ekki lengur og skilyrði
verða önnur. Það þarf að geta
fengið þörfum sínum fullnægt á
markaðnum eins og aðrir aldurs-
flokkar húsnæðiskaupenda. Ég
þykist varla þurfa að nefna það,
hvað umbætur í þessu efni
myndu stuðla að bættri þróun í
uppbyggingu eldri hverfa í borg-
inni. Markmiðið er þó fyrst og
fremst að tryggja sjálfstæðum
einstaklingum lausn á húsnæðis-
málum sínum sem hentar þegar
breytingar efri ára segja til sín.
London 25. ág. Reuter
SKOTIÐ var að heimili arabísks
diplómats í London í morgun
snemma og óttast lögreglan að
enn á ný séu að brjótast út átök
milli stríðandi hópa Araba þar í
borg. Talsmaður lögreglu sagði
að nokkrum skotum hefði verið
hleypt aí en enginn hefði slasazt.
Hann neitaði að segja hverrar
Christina
fœr
stœrri íbúð
Moskva 25. ág. AP.
CHRISTINA Onassis og
brúðgumi hennar Sergei Kauzov
hafa nú fengið stærri fbúð í
Moskvu og þurfa því ekki lengur
að búa hjá móður Kauzovs í
tveggja herbergja íbúð. Sagði
móðir Kauzovs frá þessu í dag og
tók fram að nýja íbúðin væri sex
eða sjö herbergja. Þykir það
gríðarlegt flæmi fyrir Moskvu-
búa og iðulega þurfa ung hjón að
bíða mánuðum saman eftir að fá
smáfbúð þar í borg.
Christina Onassis sagði í síma-
viðtali í dag að þau hjónin hygðust
halda til Odessa við Svartahaf og
dvelja þar um helgina. Þau munu
síðan gera einhverjar endurbætur
á nýja húsnæðinu og flytja inn
fljótlega.
í AP-frétt segir að ráði fólk yfir
erlendum gjaldeyri geti það átt
kost á að káupa íbúðir eftir
tiltölulegan skamman tíma og
sömuleiðis að þau hjónin muni
ekki aðeins hafa fest kaup á einni
íbúð heldur tveimur í nýlegri
byggingu í úthverfi Moskvu og
ætli að brjóta niður svosem eins og
einn vegg til að stækka hýbýlin.
Svíinn laus
úr gíslingu
Stokkhólmi, 25. ágóst - AP
SVÍINN Kjell Bjork, sem skæru-
liðahópur frá E1 Salvador tók f
gíslingu 14. ágúst si. var látinn
laus á fimmtudag í San Salvador
skammt frá heimili sínu og hafði
hann þá verið tíu daga í haldi.
Hann sagði í samtali við frétta-
menn, að hann hefði fengið góða
meðferð allan þennan tíma og
lifað að öllu leyti eðlilegu lífi,
fengið þann mat, sem hann vildi,
sofið í rúmi o.s.frv. Skæruliðarnir
munu hafa látið fylgja Kjell Bjork
orðsendingu til fyrirtækis þess, er
hann vinnur hjá, sænska símafyr-
irtækinu L.M. Ericsson, en ekki er
vitað um efni hennar.
þjóðar diplómatinn hefði verið.
Lögregla hefur hert mjög
öryggisráðstafanir m.a. við erlend
sendiráð í London og þó sérstak-
lega sendiráð Arabaþjóða, eftir þá
atburði sem gerzt hafa. Ekki er
vitað hvort þessi skothríð tengist
því að brezk stjórnvöld fyrirskip-
uðu síðan aukið öryggiseftirlit á
Heathrowflugvelli og öðrum
helztu flugvöllum í landinu.
Nýsjálenzk
blaðakona
myrt í Rhódesíu
Salisbury. — 25. ágúst. — AP
NÝSJÁLENZK blaðakona á ferð í
Rhódesíu, Jeanette M. Douglas 33
ára gömul, var myrt ásamt eigin-
manni sínum nálægt landamærum
Rhodesíu og Mosambik á þriðju-
dag að því er herinn tilkynnir í
dag. Svartir skæruliðar á snærum
Mugabes vörpuðu sprengju að
bifreið hennar, er hún var á leið
gegnum lítið landbúnaðarhérað
við Melsetter um 15 mílur frá
landamærunum.
Louis
Prima látinn
New Orleans. —
25. ágúst. Reuter
JASSISTINN og söngvarinn
Louis Prima, sem frægur varð
fyrir hása og spraka rödd sína,
lézt í sjúkrahúsi í New Orleans í
dag 66 ára gamall. Árið 1975
fékk hann heilablóðfall og var
meðvitundarlaus upp frá því.
Louis Prima, sem auk þess að
vera söngvari lék á trompet,
stofnaði fyrstu hljómsveit sína
1940. Hann byrjaði frama sinn á
næturklúbbum New York borgar
og samdi á ævi sinni fjölmörg lög
sem náðu miklum vinsældum.
Tónlist sú er hann lék var
einskonar blanda af jass og boogie.
Veður
víða um heim
Akureyri 12 skýjaó t
Amesterdam 20 skýjaö
Apena 31 sól
Bangkok 32 bjart
Berlín 19 skýjaö
BrUasel 22 skýjaö
Chicago 29 rigning
Frankfurt 25 sól
Genf 25 mistur
Heiainkí 15 skýjaö
Jerúaalem 29 bjart
Jóhannesarb. 20 skýjaö
Kaupmannahöfn 19 skýjaö
Lissabon 39 sól
London 21 skýjað
Los Angeles 27 bjart
Madrid 37 skýjaö
Malaga 30 heióskírt
Majorka 29 léttskýjaó
Miami 29 órkoma
Moskva 25 skýjaö
Nýja Delhi 32 skýjaö
New York 31 bjart
Osló 18 sól
París 23 sól
Reykjavík 11 alskýjaö
Róm 25 sól
San Fransisco 21 skýjaó
Stokkhólmur 15 skýjaó
Sydney 17 bjart
Tel Aviv 29 bjart
Tókíó 30 sól
Vancouver 20 skýjaó
Vínarborg 23 skýjaó