Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Starfsfólk BÚH á inni milli 50— 70 þús. í launum BÆJARÚTGERÐ Hafnarfjarðar greiddi starfsfólki sínu ( gær ekki full laun fyrir síðustu viku en á fundi starfsfólks og stjórnenda fyrirtækisins á fimmtudag, hafði verið samþykkt að greiða starfs- fólkinu almennt 20 þúsund krónur upp í launin fyrir vikuna og var það gert í gær. Guðmundur Ingva- son framkvæmdastjóri BÚH sagði í gær að gera mætti ráð fyrir að starfsfólkið ætti inni fyrir síðustu viku 10 til 15 þúsund krónur. Á þriðjahundrað manns eru á launa- skrá hjá BÚH en þar er einnig um að ræða fólk, sem vinnur aðeins hálft starf og má gera ráð fyrir að fólk, sem starfar hjá fyrirtækinu sem heilsdagsstarfsmenn, eigi inni f ógreiddum launum milli 50 og 70 þúsund krónur. Eins og áður hefur komið fram hefur Utgerðarráð Bæjarútgerðar- innar ákveðið að hætta starfrækslu fyrirtækisins frá og með annarri helgi og sagði Guðmundur, að þessi ákvörðun stæði óhögguð svo framar- lega sem ekki yrði komið það ástand í þjóðfélaginu að starfsgrundvöllur frystiiðnaðarins yrði tryggður. Forystumenn tveggja verkalýðs- félaga í Hafnarfirði voru í gær spurðir álits á þeirri ákvörðun starf jfólksins að lána fyrirtækinu laun sín að hluta. „Það sýnir sig að fólkið er reiðubúið til að gera ýmsa hluti fyrir fyrirtækið," sagði Hallgrímur Pétursson formaður Verkamanna- félagsins Hlífar. „Viljinn er fyrir hendi en geta fólksins til að lána þessa peninga er í lágmarki og ég veit að margir hafa lent í klandri af þessum sökum. Starfsfólkið sam- þykkti þetta í upphafi og stendur enn að þessu og það vill með þessu sýna vilja sinn gagnvart fyrirtæk- inu.“ „Eðlilega er það mjög til vandræða, að ekki skuli vera hægt að greiða fólkinu full laun í hverri viku. En fólkið vill fyrirtækinu það vel, að það hefur lánað því sína peninga. Það stendur saman og ég verð að segja að ég er reglulega stolt af því,“ sagði Guðríður Elíasdóttir formaður Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar. Hún sagðist vilja taka það fram, að vissulega væri ekki hægt að lána BÚH peninga endalaust, það gæti enginn. Selt fyr- ir 1400 millj. kr. á brezka markaðnum SKUTTOGARINN Klakkur frá Vestmannaeyjum seldi 89 lestir af ísuðum fiski í Englandi í gær, fyrir 23.6 milljónir króna og var meðalverð á hvert kfló kr. 265. Frá því að íslenzk fiskiskip hófu sölu í Bretlandi að nýju þann 10. marz s.l. hafa þau selt alls 6100 lestir fyrir 2.8 millj. sterlingspunda eða 1400 millj. ísl. kr. Sæmileg lodnu- veidi í gær LOÐNUFLOTINN byrjaði strax veiðar um hádegi í gær, en þá féll tveggja sólarhringa veiðibann úr gildi. Skipin köstuðu mikið í gær djúpt úti af Vestfjörðum og voru nokkur skip komin með góðan afla um kvöldmat. „Aðgerðir núverandi stjómar fyrir 1. sept” — segir Matthías Bjarnason „Stjómin hefur vart heimild til aðgerða” — segir Olafur Jóhannesson Y£%vm VR YfrbTSK MH'bS0M ^EYKMV/K. wo, waTovi mi töypTAV ym ýaktý/q, J:g er þeirrar skoðunar, að ef ekki verður búið að mynda ríkisstjórn fyrir 1. september, verði sú ríkis- stjórn sem nú situr, að grípa til aðgerða. Hún yrði að breytagengi krónunnar og hækka viðmiðunarverðið til þess að hægt verði að halda uppi eðlilegum rekstri í frystihúsunum,“ segir Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra í viðtali í Vísi í gær. í viðtalinu segir Matthías, að hann hafi talið, að ekki kæmi til greina að sú stjórn, sem nú hefði setið frá kosningum og hefði sagt af sér, gerði ráðstafanir í efna- hagsmálum. Hann hefði búizt við því, að Benedikt og Lúðvík myndu sjá sóma sinn í því að mynda stjórn fyrir 1. september n.k., en nú sæi maður fram á það, að stjórnarmyndunin tækist ekki fyrir þann tíma. í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, sagði Matthías Bjarna- son að hann vildi aðeins árétta það sem kæmi fram í Vísi. Ríkissjóður yrði að taka á sig ábyrgð á þeim hækkunum sem til þyrfti á viðmiðunarverði til frystihúsanna. Til þess yrði að nota væntanlegan gengismun, sem kæmi af væntan- legri gengislækkun. „Þeir sem staðið hafa að stjórnmyndunum síðustu vikur hafa auglýst gengis- lækkun rækilega og það liggur fyrir að hún er óumflýjanleg og er það nú viðurkennt af öllum flokkum." Morgunblaðið bar þessi ummæli Matthíasar Bjarnasonar sjávarút- vegsráðherra undir Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra. „Ég tel að sú stjórn, sem enn situr, hafi vart heimild til efna- hagsaðgerða. Hvað þessi stjórn getur gert fyrir 1. september veit ég ekki, það kemur bezt í ljós þegar samráð hefur verið haft við formenn hinna þingflokkanna. Á þessu stigi vil ég ekki tjá mig meira um málið, en það er öllum ljóst, að stórkostleg vandræði eru framundan ef ekkert verður gert,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Þjódviljinn: Tregða Alþýðuflokks ættuð að utan ÞJÓÐVILJINN leggur áherzlu á það í fréttum, viðtölum og ritstjórnargreinum um þáttalok Lúðvíks Jósepssonar í stjórnarmyndunartilraununum, að Alþýðuflokkurinn hafi ekki viljað fallast á Lúðvík sem forsætisráðherra, vegna þess að erlendir aðilar hafi haft áhrif á afstöðu flokksins í þeim efnum. Lúðvík Jósepsson gaf reyndar í skyn á blaðamannafundi að kippt hefði verið í spottann erlendis. Þá hefur Þjóðviljinn samband við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar, sem segir að enginn vafi sé á hvað þarna hafi verið að gerast.„Hér er um að ræða erlenda íhlutun og erlend áhrif á menn hér vegna afstöðunnar til Nato og alls sem því fylgir," segir Eðvarð. Þjóðviljinn hefur einnig tal af Einari Olgeirssyni, sem segir að nú væri hægt að segja um ýmsa íslendinga: Þeir þora ekki fyrir NATO. „Það er alveg greinilegt að hér á íslandi eru menn, sem eru svo mikil NATO þý að þeir þora aldrei að gera það sem þjóðinni er fyrir beztu ef þeir halda að herrunum í NATO mislíki það,“ segir Einar. Þjóðviljinn hefur líka sam- band við Þorstein nokkurn Þorsteinsson á Höfn til að heyra álit hans á stöðunni í stjórnar- myndunarviðræðunum og hann segir: „Hins vegar segja sumir hérna í mín eyru og ég er þeirrar skoðunar, þó það sé ef til vill of mikið upp í sig tekið, að tilhugsunin við það að fá forsætisráðherrann úr röðum Alþýðubandalagsins sé ekki ósvipuð fyrir Nató og Natóvini og það var fyrir vini Varsjár- bandalagsins og vini Sovétríkj- anna að fá Alexander Dubcek sem æðsta mánn Tékkóslóvakíu fyrir 10 árum — bara með öfugum formerkjum." í forystugrein í Þjóðviljanum er Morgunblaðið talið eiga nokkurn þátt í því hvernig fór en síðan segir: „Auðséð er hvað hefur gerst. Bandaríkjastjórn, og NATO hennar, hefur kippt í taumana. Ameríka skal ráða í íslenskri pólitík; Svo er að sjá sem Benedikt Gröndal og félagar hans hafi hlýtt „His Masters Voice“. „Rödd húsbónd- ans“ í vestri glumdi þeim sterkari í eyrum en ákall íslenskrar verkalýðshreyfing- ar.“ í dálkinum „klippt og skorið" segir einnig: „Þar fyrir utan má bæta því við að Alþýðuflokkur- inn virðist nú ætla að opinbera alþjóð að sjálfstæði hans sem stjórnmálaflokks sé miklum vafa undirorpið: Að hann þiggi ekki einungis fé erlendis frá til starfsemi sinnar heldur láti erlenda stórkrata og NATO-öxulinn Washing- ton-Brússel marka sér bás í íslenskum stjórnmálum." Loks segir Ingi R. Helgason, hrl. í samtali við Þjóðviljann „Ályktun flokksstjórnarfundar kratanna staðfestir þá átakan- legu staðreynd, að Islendingar eru ekki frjálsir menn í pólitísk- um efnum. Hvert mannsbarn sér, að í þessari afstöðu er tekið meira tillit til erlendra aðila en hagsmuna íslenskrar alþýðu. Stjórnarmyndunartilraunir Lúðvíks Jósepssonar hófust að frumkvæði verkalýðshreyfing- arinnar en þeim er lokið að kröfu NATO.“ t ViöÞö ;tœði _____ ( — net-nei' itelnunnl." Þar íyrir utan má b*ta þvl vift aft AlþýOuHokkurinn virftiat f» i ftiufuunv—... I, .» .p»b.r.i Þ*» »‘ÞJ«'»* ,S ikveMft koma þln*mai lölu flokk.in* mftur I flmm bo opu.u^.- ,— sjálfstcfti hanssem stjftrnmáta r t»Jv. tpurfti bann i i Keirri fyrir.töftu, % skoriö [„g, K. »| Meira tillit tii lendra aðiia jj irmift| Qð^ha*sJ íandsins SJálfrtrftl.flokk.lnt I kotnkiga- arnir lhuga þg,, orfr-áem hr -Æíísst....... ,lriok...r (uodi ftokkstjOrnar » miWik. „ “ sr-Js? Undirlægiuháttu1, oaenvart NAIÁi Sa®"„ Olgeimson um ondbynnn 8| 'SwMWbnbnn^ gegn yfir ab rtlt. Til eru menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.