Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 40
Al (ÍLYSIMiASÍMINN KR: 22480 oroamMaíiií> Verzlið í aérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki' Ú^BÚOIN SkiphoÍÍTl9, sími 29800 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Ólafur Jóhannesson: Of mikið að tala um grunn að samkomulagi um kjaramálin Ný nefnd í vinstri viðræðum í dag „ÞAÐ er nú of mikið sagt að það sé kominn grunnur að samkomulagi við verka- lvðshreyfinguna“, sagði Olafur Jóhannesson for- maður Framsóknarflokks- ins er Mbl. spurði hann um það mál að Bessastöðum eftir að forseti íslands hafði í gærmorgun falið Ólafi umboð til myndunar meirihlutastjórnar. Spurningu Mbl. um það, hvort hann hygðist breyta einhverju varðandi þau mál, svaraði Ólafur á þá leið að Framsóknarmenn hefðu sætt sig við að fara þá leið í kjaramálum sem búið væri að tala um en margt væri þó óunnið til Útvarp hækk- ar um 11% - Sjónvarp um 11%% AFNOTAGJÖLD hljóðvarps og sjónvars hafa núverið verið hækkuð og er þessa dagana verið að senda út afnotagjalda- reikninga fyrir siðari helming ársins. Hefur afnotagjald fyrir hljóðvarp verið hækkað úr 4.500 krónum í 5.000 krónur fyrir hálft ár eða um 11% og eiga 5% af þeirri hækkun að renna í byggingasjóð nýs útvarpshúss. Afnotagjald sjónvarps fyrir hálft ár hefur hækkað úr 9.600 krónum í 10.700 eða um IVA% og eiga 5% af þeirri hækkun að renna til byggingarsjóðs útvarpsins. Af- notagjald litasjónvarpstækja er eins og fyrr 30% hærra en afnotagjald fyrir svart-hvítt tæki. Að sögn Ilarðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra Rfkisútvarpsins, er gert ráð fyrir að þessi 5% hækkun afnotagjaldanna færi hyggingarsjóði útvarpsins á hálfu ári milli 60 og 62 milljónir króna. samkomulags. Mbl. spurði Ólaf þá hvort hann óttaðist að þetta atriði stæði sér- staklega í vegi fyrir stjórn- armyndun hans og svaraði hann því neitandi. Ný nefnd tekur til starfa í vinstri viðræðunum í dag. I henni eiga sæti af hálfu framsóknar- manna Jón Helgason frá Segl- búðum og Einar Ágústsson vara- formaður Framsóknarflokksins, sem er formaður nefndarinnar og sagði hann í viðtali við Mbl. í gær að eftir því sem honum skildist ætti í þessari nefnd að fjalla um öll önnur atriði hugsanlegs stjórn- arsáttmála en þau er lytu að efnahagsmálum, sem sömu menn ræða sérstaklega áfram. Að sögn Benedikts Gröndals hafa þeir Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason verið valdir í þessa nefnd af hálfu Alþýðuflokksins og á þingflokks- fundi Alþýðubandalagsins í gær- kvöldi var síðan ákveðið að Olafur Ragnar Grímsson og Gils Guðmundsson tækju sæti í þessari nefnd. „Ég mun leggja áherzlu á að hraða þessum stjórnarmyndunar- viðræðum", sagði Ólafur Jóhannesson í gær. „Það er alveg nauðsynlegt að fá nýja ríkisstjórn fyrir 1. september og helzt hefði það þurft að verða á morgun". Ólafur Jóhannessont „Gæti orðið ríkisstjórn sem endist eitthvað". Bls. 20. Fyrsti viðræðufundurinn undir stjórn ólafs Jóhannessonar hófst klukkan 14 í gær og stóð í röska tvo tíma. Ólafur sagði í samtali við Mbl. eftir fundinn að þar hefðu „málin verið rædd áfram og nokkur ný tekin upp“ en hann vildi ekki tjá sig um nýju málin. Lúðvík Jósepsson sagði eftir fundinn að grundvöllur viðræðnanna hefði ekki verið breyttur á neinn hátt og Benedikt Gröndal sagði að hann teldi að um „hnökralaust framhald“ væri að ræða. „Annað verður ekki séð ennþá“, sagði Benedikt. Næsti fundur viðræðunefnda flokkanna er áætlaður klukkan 16 á sunnudag. ÓLAFUR Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins kemur út frá fundinum með forseta íslands að Bessastöðum í gærmorgun. Efnahagsdæmið: 28 milljarðar 11 milljarðar í útgjöld í tekjur ENGAR tillögur hafa enn komið fram innan efna- hagsmálanefndar vinstri ílokkanna um hvernig afla eigi þeirra 17 milljarða króna sem vantar á í tekjur á næsta ári til að standa undir efnahags- ^tðgerðunum sem til um- ræðu hafa verið á vinstri viðræðunum undanfarið og Morgunblaðið hefur áður tfundað í stærstu dráttum. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér hefur verið áætlað að kostnaður við niður- greiðslu búvara nemi síðustu 4 mánuði ársins um 2,3 milljörðum og 8,4 milljörðum á öllu næsta ári; að afnám söluskatts kosti um 1,7 milljarð fram til áramóta, og 6 milljarða á næsta ári, einnig að lækkun söluskatts um 3% muni koasta 9,7 milljarða á næsta ári og aðrar niðurgreiðslur muni kosta um 850 milljónir í ár og 4,1 milljarð króna 1979. Heildarút- gjöld vegna þessara aðgerða eru því í ár rétt tæpir 5 milljarðar en um 28 milljarðar á næsta ári. Benedikt Gröndal: Hefur ekki rætt við aðra er- lenda sendimenn en sovézka „ÞETTA er algjör fjarstæða,“ sagði Benedikt Gröndal, for- maður Alþýðuflokksins, þegar Mbl. bar undir hann fullyrð- ingar Þjóðviljans um erlendan þrýsting og áhrif á tregðu Alþýðuflokksins að fallast á Lúðvik Jóscpsson sem forsætis- ráðherra.“ Því til stuðnings get ég m.a. nefnt, sagði Benedikt, að Alþýðuflokkurinn og fyrir- rennarar Alþýðubandalagsins f fslenzkum stjórnmálum hafa barizt hatrammlega sfn á milli frá þvf löngu fyrir þann tfma að Atlantshafsbandalagið kom til sögunnar, svo að það eitt ætti að sýna að þarna eru engin tengsl á milli.“ „Það er rétt, að menn átti sig á því, að þessir tveir flokkar eru að ýmsu leyti skyldustu flokkarnir í íslenzkum stjórn- málum, þeir hafa um margt ekki ósvipaða stefnu og sækjast eftir hylli svipaðra þjóðfélagshópa, svo að hörð barátta þeirra í milli ætti ekki að koma neinum á óvart,“ sagði Benedikt enn- fremur. „Við þetta bætist einn- ig, að í síðustu þingkosningum komu þessir tveir flokkar út með svipaða útkomu og styrk- leika á Alþingi, og það er því varla að undra þótt hvorugur flokkurinn geti sætt sig við að annar sitji skör hærra. Þetta tel ég hinar eðlilegu og mannlegu orsakir þessara átaka.“ „En það má síðan vel koma fram vegna skrifa Þjóðviljans," sagði Benedikt, „að ég hef ekki rætt við erlendan sendimann allt frá því í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum — en þá hitti ég stutta stund sovézka sendiherrann að máli.“ Sjá „Tregða Alþýðuflokks- ins ættuð að utan“ bls 2. Varðandi tekjurnar þá er gert ráð fyrir að eignarskattsálagið muni færa um 600 milljónir í ár og 1,1 milljarð á næsta ári, 5% áiagið á hátekjufólk muni færa um 300 milljónir í ár og 800 milljónir á næsta ári, tekjuskatturinn á fyrirtæki um 1,5 milljarð í ár og 3 milljarða á næsta ári, hækkun áfengis og tóbaks muni gefa um 900 milljónir í ár og 4 milljarða á næsta ári 20% álag á ferðagjald- eyrisauka muni gefa um 800 milljónir í ár og 3,2 milljarða á næsta ári og aðrar leiðir, sem lausari munu í reipunum, um 500 milljónir í ár og 1,7 milljarð á næsta ári. Niðurstöður tekna- megin eru því rétt liðlega 5 milljarðar í ár og 14 milljarðar allt næsta ár. Útgjöld og tekjur til áramóta eru þannig að mestu í jafnvægi en liðlega 14 milljarða vantar í tekjur á næsta ári auk þess sem þá er reiknað með að um 2,5 milljarða þurfi að auki til að standa undir verðlags- og kaupgjaldsbreyting- um eða samtals tekjuvöntun á bilinu 16,5—17 milljarðar króna. í efnahagsdæminu er gert ráð fyrir að 15% gengisfelling muni færa fiskiðnaðinum í heild liðlega 3 milljarða og auka tekjur ríkis- sjóðs um 1,5 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.