Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 MORö'Jh/* KAFr/NU Við erum farnir að þreytast á þessum brögðum þínum hér í boxhringnum! Það er fleira en peningar í lífinu. skaltu segja lesendunum — t.d. listmunir málverk og þessháttar! Ekki að undra þótt ég ætti bágt með svefn í nótt! Innrásin í Tékkóslóvakíu Fögnuður Það gladdi mig stórlega á þessum síðustu og verstu sundur- lyndistímum, þegar fréttist að ungt fólk í þeim stjórnmálaflokk- um, sem aðhyllast undirhyggju- laust lýðræðislega stjórnarhætti, hefði tekið höndum saman til að ef menn fá ekki að vera það. Það verður aldrei of brýnt fyrir mönnum að taka ekki mannrétt- indi sem sjálfsagðan hlut, meðan þau eru fótumtroðin í meginhluta heimsbyggðarinnar, hvort sem drottnararnir kalla sig kommún- ista eða sósíalista, eða þeir eru t.d. bendlaðir við fasisma eða nasisma. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I litarsamningi er markmið sagnhafa venjulega að bjarga tapslögum sínum. Sé hægt að trompa þá án þess að fækka beinum tökuslögum í tromplitnum þarf ekki að viðhafa sérstakar bjöfgunaraðgerðir. Enda eru hin tilfellin fremur umhugsunarefni. Spilið í dag er dálítið sérstakt. Norður gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. Á1074 H. ÁD76 T. 108652 L. - Vestur S. D92 H. 54 T. Á L. KDG9874 Austur S. G65 H. K1092 T. 3 L. 106532 Suður S. K83 H. G83 T. KDG974 L. Á Suður var sagnhafi í fimm tíglum og vestur spilaði út lauf- kóngi. Takið eftir stöðunni. Andstæð- ingarnir eiga vísan slag á tromp- ásinn og tapslagir eru sennilegir í báðum hálitunum. Reyndar má búa til aukaslag á annan þeirra en hvorn á að velja? Sagnhafi leysti vanda þennan á skemmtilegan hátt. Hann ákveð að láta andstæðingana leysa þrautina fyrir sig og trompaði laufásinn í borðinu. Vestur fékk næsta slag á tígulás og átti þá ekki mótleik. Ekki þýddi að spila laufi og í reynd valdi hann spaðatvist. Austur neyddist til að láta gosann og fékk sagnhafi þá fjóra slagi á litinn með einfaldri svíningu. Gaf síðan á hjartakónginn — slétt unnið. Vestur virðist hafa átt betri leik með því að spila hjarta í þriðja slag. En það dugir ekki. Lágt úr borði og austur verður að reyna níuna. Annars verður hægt að láta spaða af hendinni í hjarta. Sagn- hafi fær því á gosann, og þá er auðvelt að fría þrettánda spaðann fyrir hjartaafkast. Fleiri möguleikar leynast í spilinu og læt ég lesendur um að finna þá. 7789 COSPER Blessuð vertu, hann er með peninga eins og sand. Peningaveskið hans féll ofaná vinstri fót minn í gær! mótmæla innrás Rússa í Tékkósló- vakíu í tilefni af 10 ára minningu þess atburðar. Mönnum er hollt að gera sér endrum og eins ljóst, að almenn mannréttindi eru sjálft fjöregg fólksins og búi menn ekki lengur í réttarríki við mannhelgi, er harla lítils virði að heita maður, Ég er einn þeirra bláeygu manna, sem er að mörgu leyti hlýtt til Alþýðubandalagsins og á marga kunningja og jafnvel góð- vini í þeirra röðum. Menn ættu þó að varast að láta rugla sig með orðaleppum um góðan og vondan sósíalisma, meðan alls staðar þar Kirsuber í nóvember 49 Framhaldssaga eftir Maríu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði ensson. — ÞAÐ er ég ekki. Eg hentí honum niður stigann sunnudagskvöld eitt árið nítj- án hundruð og fimmtíu og það hlýjar mér enn um hjartarætur að rifja það upp. — Það hefur væntanlega verið þá sem hann var að gera upp málin við Judith — daginn áður en Matti dó, sagði lög- regluforinginn. — Og eftir það? Hvað gerðist þá? Klemens hrukkaði ennið. — Það gerðist ekkert meira. Nanna Kasja lokaði sínum dyrum eldhúsdyramegin og ég fór upp og skreiddist aftur í rúmið til að reyna að sofna aftur. — Meðan Matti var að þvo upp og Judith Jernfeldt grét og grét. Hamingjan veit hvort ÞAU hafa sagt nokkuð sem máli skiptir hvort við annað? — Það hef ég ekki minnsta grun um, sagði Klemens og benti á millihurðina sem lá inn í veitingahúsið. — Hvcrnig væri þú spyrðir hana að því. Hinn nýtrúlofaði forstjóri hafði þótt undarlegt mætti virðast ekkert á móti því að fulltrúi ríkislögreglunnar kæmi arkandi í miðju trúlofun- argildinu. — Komdu. kallaði hann hjartanlega. — Komdu og skálaðu við okkur. Fögnuður Judithar var ekki cins hjartanlegur, en hún færði sig ögn til að rýma fyrir honum. Christer ákvað að sækja sér stól og settist við borðsendann. Judith var smekklega klædd að venju, frískleg og ekki með aðra skartgripi en splúnkunýj- an hring á fingri og gneistaði af demantinum. Hún ER falleg, hugsaði hann og lyfti þegjandi kampa- vinsglasi sínu. Vínið var þurrt og kannski var rödd hans það líka þegar hann sneri sér að Bo Roland Norell og sagði eins og ekkert væri sjálfsagðara. — Svo þú fékkst eignina þfna að iokum. — Það gcrði ég. Ilann glotti ánægður með sig. En Christer hafði ekki hugsað sér að eyða tímanum með innantómu snakki. Hann setti glasið frá ser og sagði öllum að óvæntui — Ég var í dag á hlaðinu á húsinu þar sem Judith bjó í nóvember fyrir tuttugu og fimm árum. — Varstu heima hjá okkur? sagði hún skjálfrödduð. — Ilvernig stóð á því. —Geturðu lýst fyrir mér, hvernig það leit út í þann tíð? — Já, það hlýt ég að geta... það var stór lóð... Og bygging- ar allt í kring svo að það var naumast hægt að sjá inn á lóðina. En það var ekkert notalegt. Ekki blóm eða tré bara leir og druila, útihús og ruslatunnur. En hvers vegna vilt þú... — Það var ekki langt frá heimili þfnu að næsta húsi þar sem Matti Sandor bjó. — Ég þurfti bara að íara yfir götuna, sagði Judith og rödd hennar skalf nú sýnu meira. — En ég skil ekki... Wijk lögregluforingi var ekki í neinu skapi að skemmta sér við að kvelja þau að óþörfu. — Matti dó um áttaieytið á mánudagskvöldið sjötta nóvem- ber. Hvenær fórst þú heiman frá þér? — Ef þú hefur skoðað skýrslurnar um yfirheyrslur, sagði hún og kenndi nú hörku í rómnum — hlýtur þú að vita að ég íór heiman frá mér þegar klukkuna vantaði tut- tugu mfnútur í átta og að ég hraðaði mér í Góðtemplarahús- ið, vegna þess ég var með miðana og við höfðum ákveðið að hittast þar. — En það var nægur tími til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.