Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Slæm reynsla af vinstri stjórnum Það er beinlínis hlægilegt, þegar Lúðvík Jósepsson reynir að t 'J a fólki trú um, að honum hafi tekizt að sigla þjóðarskútunni í höfn og nú sé aðeins eftir að binda hana við bryggju. Því fer víðs fjarri, að svo sé. Lúðvík Jósepsson hefur engar tillögur lagt fram til lausnar á vanda íslenzks atvinnulífs um þessar mundir. Hann eyddi hins vegar viku í það að reikna út hvað hann þyrfti að leggja mikla skatta á þjóðina til þess að geta borgað niður 10—12 vísitölustig fram að áramótum. En hvað svo? Við því hefur Lúðvík Jósepsson enginn svör og þegar Alþýðuflokkurinn krafðist þess að fá svör formanns Alþýðubandalagsins við því hver úrræði hans og hans flokks væru á næsta ári sá hann þann kost vænstan að skila umboði sínu til stjórnarmyndunar inn til forseta m.a. til þess að standa ekki afhjúpaður stórkostlegum blekkingarvef. Lúðvík hefur engar tillögur lagt fram um það hvernig leysa eigi þann raunverulega vanda, sem við blasir í atvinnumálum og ætlar sér bersýnilega ekki að gera það. Nú stendur yfir þriðja tilraunin til þess að mynda vinstri stjórn í landinu. Tilraunir Benedikts Gröndal og Lúðvíks Jósepssonar fóru út um þúfur og nú reynir Ólafur Jóhannesson enn að koma slíkri stjórn saman. Þetta er furðuleg þráhyggja í mönnum á vinstrikanti stjórnmálanna. Sannleikurinn er sá að vinstri stjórnir, sem svo eru nefndar, hafa aldrei gefizt vel á íslandi. Vinstri stjórnin, sem mynduð var sumarið 1956, hrökklaðist frá völdum í desember 1958. Ástæðan var sú, að vinstri stjórnin gat ekki náð samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um stefnuna í efnahags- og kjaramálum. Vinstri stjórnin, sem mynduð var sumarið 1971 hrökklaðist frá völdum að loknum kosningum 1974 vegna þess að henni tókst ekki að ná samkomulagi við verkalýðshreyfinguna um stefnuna í efnahags- og kjaramálum. Þótt þrír ráðherrar þeirrar stjórnar, þ.á.m. Lúðvík Jósepsson og Björn Jónsson, sætu yfir samningamönnum á Loftleiðahótelinu í febrúar 1974 kom allt fyrir ekki og kjarasamningar voru gerðir, sem sprengdu efnahagskerfið í loft upp. Með hliðsjón af þessari reynslu af vinstri stjórnum er það næsta furðulegt, að í þriðja sinn á sama sumri skuli enn reynt að tjasla slíkri stjórn saman. Vinstri stjórnir hafa aldrei setið út kjörtímabil sitt. Vinstri stjórnum hefur aldrei tekizt að ráða við efnahags- og kjaramál. Þetta tvennt eru minnisvarðar vinstri stjórna á íslandi. Nú virðist einna helzt, sem menn hugsi sér að mynda vinstri stjórn til fjögurra mánaða,! — Sjálfsagt er það af fenginni reynslu. Þeir, sem í alvöru halda að vinstri stjórn sé líklegri til að ráða við vanda íslenzks atvinnulífs en ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn á' aðild að, ættu að kynna sér nákvæmlega feril fyrri vinstri stjórna á þessu sviði. Alveg sérstaklega er ástæða til þess fyrir alþýðuflokks- menn að athuga vel sinn gang. í vinstri stjórninni, sem þeir áttu sæti 1956 — 1958 urðu þeir að þola bandalag Framsóknarflokks og Alþýðubandalags gegn sér innan þeirrar ríkisstjórnar. Dettur þeim í hug, að eitthvað annað verði upp á teningnum nú? Áfellisdómur yfir verðlagskerfinu Upplýsingar þær, sem verðlagsstjóri hefur birt um mismunandi innkaupsverð á Norðurlöndum, eru gífurlegur áfellisdómur yfir þeirri úreltu stefnu í verðlagsmálum, sem hér hefur verið rekin í áratugi og vinstri flokkarnir hafa ríghaldið í. Jafnframt eru þessar upplýsingar staðfesting á því, sem Morgunblaðið hefur haldið fram árum saman, að frelsi í verðlagsmálum mundi tryggja mun hagkvæmari innkaup. En við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því, að fjölmargt fleira hefur áhrif á mismun á innkaupsverði hér og annars staðar. Hin úrelta verðlagslöggjöf stuðlar að óhagkvæmum innkaupum, en smæð hins íslenzka markaðar á hér einnig hlut að máli. Vegna fámennis okkar er tiltölulega lítið keypt af hverri vörutegund til landsins á mælikvarða stórþjóðanna og þess vegna er ekki hægt að koma við þeirri hagkvæmni í innkaupum, sem stærri markaður skapar. Full ástæða er til að kanna þessi mál öll betur og vonandi verður það til þess að enn almennari skilningur verður á nauðsyn þess að verðlagning verði að fullu og öllu gefin frjáls. Ólafur Jóhannesson: „Gæti orðið ríkisstjór á eftir að endast eittl „RÍKISSTJÓRN er nú varla mynduð til neins fyrirfram ákveðins tíma nema þá kjörtímabiisins, hvort svo sem menn gera ráð fyrir því að hún endist svo lengi eða ekki. Ég tel að það verði að sýna sig vel'vilji fyrir því að þessir flokkar hafi þetta samstarf með sér. Ef slíkur vilji er fyrir hendi þá getur þetta orðið ríkisstjórn sem á eftir að endast eitthvað,“ sagði Ólafur Jóhannesson er Mbl. ræddi við hann að Bessastöðum í gærmorgun eftir að forseti íslands hafði falið honum umboð til myndunar meirihlutaríkisstjórnar, og spurði hann hvað hann hygði með hliðsjón af þeim skiptu skoðunum í Aiþýðubandalaginu og Alþýðuflokknum um, hvort vinstri stjórn yrði mynduð til lengri eða skemmri tíma. Þegar Mbl. spurði ólaf um samstarfsvilja manna eftir fyrsta viðræðufund flokkanna í gær svaraði hanni „Mér fannst þar koma fram vilji hjá mönnum til að halda ótrauðir áfram.“ Mbl. spurði Ólaf um álit hans á því að enn vantaði 17 milljarða í efnahagsdæmið á næsta ári eins og Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins hefur sagt. „Þetta eru einhverjir útreikningar Þjóð- hagsstofnunar," sagði Ólafur. „En niðurstöðurnar fara nú talsvert eftir því hvaða forsendur menn hafa. Ég er ekki tilbúinn til að kveða upp úr um þetta." Ólafur Jóhannesson gekk á fund forseta íslands, herra Kristjáns Eldjárns, að Bessastöðum klukkan 9:30 í gærmorgun og stóð fundur þeirra í tæpa hálfa klukkustund. Þegar Ólafur kom út af fundinum sagði hann að forsetinn hefði falið sér að mynda meirihlutastjórn og hann tekið það að sér. Ólafur kvaðst ætla að hefja viðræður sömu flokka, Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks. „Ég mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið," sagði Forseti íslands herra Kristján E formaður Framsóknarflokksins i gærmorgun. Ljósm. Mbl.i Kristinn. Verzlunarrád íslands: Levndinum gerð og niðurstöður könnun- arinnar gagnrýni verð VERZLUNARRÁÐ íslands hefur í tilefni af fundi verðlagsstjóra með fjölmiðlum s.l. miðvikudag sent frá sér sérstaka greinargerð. Það segir m.a. að ráðið hafi ítrekað fært rök fyrir því, að frjáls verðmyndun leiði til þess, að umboðsmannakerfið breyttist og vöruverð lækkaði erlendis, ef menn hefðu trú á því, að frjáls- ræðið í verðmyndun yrði varan- legt. Og ennfremur að í 40 ár hafi hér tíðkazt víðtæk verðmyndun- arhöft. Um greinargerð verðlags- stjóra segir að ráðið fagni því að þessi könnun hafi verið gerð, en á vanti mjög mikilvæg atriði, sem bæði almenningur og verzlunin í landinu verði að vita um. En það sé von þess að könnunin leiði nú í ljós að frjáls verðmyndun er eina fyrirkomulag verðmyndun- ar, sem samrýmist bæði hagsniun- um neytenda og verzlunar. Fer greinargerðin hér á eftir. „Á síðasta ári námu gjaldeyris- skil vegna umboðslauna 3.156 millj. króna og standa umboðslaun undir rúmlega 30% af dreifingar- framkvæmd mála. Verzlunarráðið hefur ávallt talið þetta fyrirkomu- lag óæskilegt, þótt það sé í alla staði löglegt, og viljað að verzlunarálagning færi öll fram hérlendis. Stjórnvöld hafa hins vegar af þessu fyrirkomulagi vissan hag. Ákvörðun verzlunar- álagningar hefur ítrekað mátt taka út frá pólitiskum aðstæðum, þar sem Verðlagsdómur hefur ekki fengizt til að dæma í meintum brotum stjórnvalda á lögum nr. 54 frá 1960 um verðlagsmál. Síðustu tilraunir samtaka verzlunarinnar til þess að njóta réttarverndar gegn meintum pólitískum og ólöglegum ákvörðunum ríkisvalds- ins í verðlagsmálum hafa engan árangur borið. Einnig skapar þetta fyrirkomulag ríkissjóði auknar tekjur í óbeinum sköttum, þar sem fjöldi aðflutningsgjalda leggst á hið hækkaða innkaups- verð. Verzlunarráð íslands hefur oft vakið athygli á þessum staðreynd- um. Það hefur itrekað fært rök að því, að frjáls verðmyndun leiddi til þess, að umboðslaunakerfið breyttist og vöruverð lækkaði erlendis, ef menn hefðu trú á því, að frjálsræðið í verðmyndun yrði varanlegt. Frjáls verðmyndun skapar auk þess óteljandi mögu- leika til hagstæðra innkaupa. Innflytjendur hafa þá allan hag af hagstæðum innkaupum erlendis og mundi því, enn frekar en þegar er vissulega gert, leita eftir hagstæðara innkaupsverði hjá núverandi söluaðilum og eiga auðveldara með að leita uppi nýjar innkaupaleiðir og markaði. Staðreyndin er sú, að íslenzkir innflytjendur geta í mörgum tilvikum náð mjög hagstæðu verði hjá erlendum seljendum, þar sem íslenzki markaðurinn skiptir er- lenda seljendur oft óverulegu máli og þeir geta vitað að varan verður ekki endurútflutt héðan á aðra Félag íslenzkra stórkaupanna: Frumkvæði vt lagsyfirvalda f Hinsvegar bendir F.Í.S. á að kostnaði heildverzlunar. Það hefur lengi tíðkazt, að innkaupsverð vissra vörutegunda, alls ekki þó almennt, sé hækkað um 5%—10% erlendis, þegar leyfileg álagning er í engu samræmi við innlendan dreifingarkostnað. Þessi hækkun erlenda innkaupsverðsins er færð innflytjendum til tekna og tekin heim í formi umboðslauna. Enn- fremur er það orðið nær algild regla, að innflytjendur erlendra vara séu jafnframt umboðsmenn þeirra, enda er dreifing vara hérlendis oft óhugsandi vegna verðmyndunarhafta, nema til komi einnig tekjur af umboðslaun- um. Islenzkum stjórnvöldum hefur lengi verið kunnugt um þessa F.Í.S. fagnar frumkvæði verðlags- yfirvalda varðandi norræna könn- un á innkaupsverði. Könnun þessi staðfestir það, sem við höfum haldið fram um árabil, að verð- lagskerfi það sem við búum við hér á landi er löngu úrelt og að frelsi í verðlagsmálum þýðir lægra verð til neytenda. þessi frumkönnun nær aðeins til eins hluta endanlegs vöruverðs og hlýtur næsta skref verðlagsyfir- valda vera að bera saman aðra kostnaðarliði sem eru innifaldir í vöruverði eins og tolla og önnur aðflutningsgjöld, bankakostnað, flutningskostnað, geymslukostnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.