Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1978 5 Rúmlega 100 manns sitja aðalfund Skóg- ræktarfélags íslands AÐALFUNDUR Skógrækt- arfélags fslands hófst föstudaginn 25. ágúst að Stjóru-Tjörnum í S-Þing- eyjarsýslu og stendur hann yfir í þrjá daga. Fundinn sækja fulltrúar frá Skógræktarfélögum víðs vegar um landið, ásamt stjórn Skógræktar- félags íslands og nokkrum gestum, en alls sitja þenn- an fund rúmlega 100 manns. Fundarstjóri var kjörinn Hólm- fríður Pétursdóttir. í upphafi fundarins ávarpaði formaður Skógræktarfélags íslands, Jónas Jónsson, fundarmenn. Formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, Hólmfríður Pétursdóttir, flutti stutt ávarp, Snorri Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Islands flutti skýrslu, reikn- ingar voru lesnir og loks gaf skógræktarstjóri ríkisins, Sigurð- ur Blöndal, yfirlit um skógræktar- mál. Á dagskrá fyrsta fundardagsins eftir umræður og nefndarkosning-^ ar voru gróðursettar trjáplöntur við skólahúsið að Stóru-Tjörnum og önnuðust fundarmenn gróður- setninguna. Á laugardag flytur Einar Sæ- mundsen landslagsarkitekt erindi og farin verður skoðunarferð í Fellsskóg undir leiðsögn ísleifs Sumarliðasonar skógarvarðar. Á sunnudag flytur Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri er- indi og loks fer fram afgreiðsla tillagna og stjórnarkosning. Nánar verður sagt frá þessum fundi síðar. Frá fundi fulltrúa Verkamannasambandsins með fréttamönnum í gær. Myndi R.A.X. Verkamannasamband íslands: Hyggst sækja mál vegna uppsagna í frystihúsum „VIÐ erum ekki að ræða stöðu frystihúsanna nú, heldur það, að 1 frystihúsunum vinna um 8 þúsund manns. Það þýðir, að með slíkri túlkun laga má segja upp 8 þúsund starfsmönnum með viku fyrirvara eða engum.“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson á fundi, sem Verkamannasamband íslands hélt í gær með frétta- mönnum. Til fundarins var boðað til að leggja áherslu á sjónarmið Verka- mannasambandsins varðandi þær uppsagnir sem átt hafa sér stað og eru fyrirhugaðar í frystiiðnaðin- um. Töldu fulltrúar sambandsins, V erkalýðsm álaráð Sjálfstæðisflokksins: Kannar niðurstöð- ur verð- lagskönn- unarinnar FRAMKVÆMANEFND verka- iýðsmálaráðs Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar í fyrradag og var þar fjállað sérstaklega um upplýsingar þær sem fram koma í greinargerð verðlagsyfirvalda um verðkönnun á Norðurlöndum og hið óhagstæða verðlag á íslandi. Nefndarmönnum bar saman um að upplýsingar þessar væru geigvæn- legar og nauðsyn bæri til að fá fyllri upplýsingar um þetta mál og hvaða leiðir væru til úrbóta. Var á fundinum kjörin þriggja manna nefnd í þessu skyni. að með uppsögn starfsfólksins væri um skýlaust samnings- og lagabrot að ræða af hálfu frysti- húsaeigenda, þar sem þetta væri rangtúlkun á 3. grein laga frá árinu 1958 um rétt verkafólks. Þar segir að atvinnurekendum í fisk- iðjuverum sé ekki gert að greiða bætur til launþega, ef vinna fellur niður vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi. Á fundinum var bent á, að þar sem hráefnisleysi gæti enganveg- inn talizt örsök uppsagnanna væri með fyrirkomulagi þeirra um brot á fyrrnefndum lögum að ræða. „Uppsagnarsamningurinn er í raun eina atvinnutrygging verka- fólks, og þess vegna verður haldið í uppsagnarfrestinn." sagði Arnmundur Backman, lögfræðing- ur VMSÍ. Guðmundur J. Guðmundsson kvað Verkamanna- sambandið hiklaust ætla í mál vegna uppsagnanna, þar sem krafizt yrði launabóta til handa starfsfólki frystihúsanna. Forsvarsmenn Verkamanna- sambandsins og verkakvennafél- aga sögðust með þessum aðgerðum vilja leggja áherzlu á réttindaleysi starfsfólks í frystihúsum miðað við aðrar starfsstéttir. Slík staða gæti komið upp hjá öðrum stétt- um, og þá væri lágmarkskrafan sú að gefinn væri samningsbundinn u ppsagnarf restu r. * Leiðrétting ÞAU leiðu mistök urðu í viðtali við Guðmund J. Guðmundsson, sem birtist í Mbl. í gær, föstudag, að eiginkona Guðmundar var nefnd Elín Guðmundsdóttir, en það er rangt. Hið rétta er að hún heitir Elín Torfadóttir og leiðréttist það hér með. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum misstökum. 1050km rall um helgina UM HELGINA munu dag- blaðið Vísir og Bifreiða- íþróttaklúbbur Reykjavík- ur gangast fyrir rall- keppni, þar sem ekið verð- ur um 1050 km vegalengd, en 28 rallbílar taka þátt í keppninni. Keppnin hefst við Barna- skóla Austurbæjar kl. 10 að morgni laugardagsins og verður ekið eftir ýmsum leiðum í uppsveitir Borgar- fjarðar og Mýra. Síðan verður komið til baka með Akraborginni á milli kl. 23 og 24 um kvöldið til Reykjavíkur, og ekið að Iðnskólanum þar sem bíl- stjórarnir fá um klukku- stund til þess að lagfæra bfla sína fyrir sunnudag- inn. Verða bflarnir síðan í geymslu í porti Austurbæj- arskólans yfir nóttina. Um kl. 7.00 um morguninn eftir verður ekið af stað um Reykjanes- ið og Suðurland og komið aftur í bæinn kl. kl. 16—17 um daginn. Bifreiðaíþróttaklúbburinn mun hafa opna upplýsingamiðlun í bíósal Austurbæjarskólans allan þann tíma sem keppnin stendur yfir og geta allir, sem áhuga hafa, fylgzt þar með atburðum. Upplýs- ingasíminn er 25709. (Fréttatilkynning.) SERTILB0Ð meöan birgöir endast í I ”2° •TL l»S5L8ÍLS& "Zp ) *r-vt-, o yrfxs*«■§ ! ---KOO j " l--w ^ wx>wx>-í n , | CRown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.