Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 21

Morgunblaðið - 05.09.1978, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1978 21 • NJÓSNARAR fri Hollandi og A-Þýzkalandi munu fylgjast moi) landsleik fslands og Hollands á Laugardalsvellinum á morgun. Zwartkruis einvaldur silfurliðs Hollendinga kom til landsins á laugardaginn og dvelur hér fram á fimmtudag. Hann sá leikinn við Bandaríkin á sunnudaginn og var hrifinn af fslenzka liðinu, en viðtal við hann er á opnu blaðsins. Njósnarar frá A-býzkalandi eru væntanlegir til landsins f dag til að fylgjast með leiknum á morgun, en A-Þjóðverjar leika f sama riðli og fsland, Pólland og Holland. Þá hefur flogið fyrir að fulltrúar ýmissa hollenzkra og belgfskra félaga séu á leiðinni til að skoða fslenzka leikmenn. Hefur félagið Feyenoord verið nefnt í sambandi við Pétur Pétursson og skandinavfsk lið munu hafa áhuga á Atla Eðvaldssyni. Þá eru væntanlegir f vikunni fulltrúar frá belgfska félaginu Lokeren og er reiknað með að f þessari viku verði gengið frá málum Arnórs Guðjohnsen við félagið, en hvorki KSf né Vfkingur hafa enn gefið heimild til félagaskipta hans. • ÞETTA ár verður örugglega lengi í minnum haft í skjölum Ármenninga. Uppskera meistaraflokka félagsins hefur verið rýrari en sennilega hjá nokkru öðru félagi nokkru sinni. f þeim þremur boltaíþróttum, sem stuiidaðar eru hjá félaginu hafa fjórir meistaraflokkar fallið um deild. • Meistaraflokkurinn í knattspyrnu varð í næstneðsta sætinu í 2. deild í ár og fellur ásamt Völsungi niður í 3. deild. • Meistaraflokkur kvenna í handknattleik féll í vor úr 1. deild niður.í 2. deild og litlar líkur eru á að félagið sendi lið til keppni þar næsta vetur. • Meistaraflokkur karla í handknattleik féll í vor úr 1. deild í handknattleik niður í 2. deild. • Meistaraflokkur Ármanns í körfuknattleik varð í vor í neðsta sæti í 1. deildinni og leikur því ekki meðal þeirra beztu f úrvalsdeild körfuknattleiksmanna næsta vetur. — áij BíoröunMnífit) • Þrír heimsfrægir kappar í baráttunni, Robert Gadocha og Grzegorz Lato sækja að Sepp Maier, markverði v-þýzka landsliðsins. Lato er meðal pólsku leikmannanna, sem hingað koma. „ÚTLENDINGARNIR" JÓN, BÚBBI OG ÁRNI BYRJA LEIKINN GEGN PÓLVERJUM Á MORGUN ÞRÍR íslenzkir knattspyrnumenn, sem leika með erlendum liðum, koma til landsleiksins við Pólverja annað kvöld. Þeir Jóhannes Eðvaldsson, Celtic, og Jönköping-leikmennirnir Árni Stefánsson og Jón Pétursson. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði landsliðsþjálfarinn Youri Ilytchev að allir þessir þrfr leikmenn myndu hefja leikinn gegn Pólverjum, en það er fyrsti leikur þjóðanna í Evrópukeppni landsliða. — Ég þarf að styrkja vörn íslenzka liðsins og þessir menn hafa reynslu, sem ekki er hægt að líta framhjá, þó svo að ég hafi verið ánægður með leik nýliðanna í vörninni á móti Bandaríkjamönnum á sunnudaginn sagði landsliðsþjálfarinn á fundinum. Þessir þrír leikmenn koma inn í landsliðshópinn, sem valinn var fyrir leikinn á móti Bandaríkjamönnum, en þó gaf Ólafur Danivalsson, FH, ekki kost á sér í leikinn á morgun af persónulegum ástæðum. Hópur 16 leikmanna verður síðan valinn úr þessum 18 manna hópi, en landsliðið hélt austur á Þingvöil um hádegi í gær og voru „útlendingarnir" væntan- legir þangað í gærkvöldi. Á blaðamannafundinum í gær sagði Ellert B. Schram, formað- ur KSÍ, meðal annars að í pólska liðinu væru heimsþekktir leik- menn og árangur pólska lands- liðsins á undanförnum árum væri mjög athuglisverður. Ólympíumeistarar 1972, í úrslit- um HM 1974 og 1978 og silfurlið frá Ólympíuleikunum í Montreal 1976. Eigi að síður sagði Ellert að ísland tefldi fram liði, sem gæti veitt Pólverjum harða keppni og sagðist hann sannfærður um að íslenzku strákarnir myndu berj- ast til sigurs í þessum fyrsta Evrópuleik íslands að þessu sinni. Youri Ilytchev sagði á fundin- um í gær að hann hefði að mörgu leyti verið ánægður með leik íslenzka liðsins gegn Banda- ríkjamönnunum á sunnudaginn. Þó ekki úrslitin en ísland hefði átt að vinna. Youri var spurður að því á fundinum hvers vegna Sigurður Haraldsson væri ekki í landsliðshópnum, en hann hefði staðið sig frábærlega með Val í sumar. Svaraði Youri því til að ef Valsvörnin léki vel þá léki Sigurður sömuleiðis vel. Ef hins vegar á móti blési væru taugar Sigurðar ekki nægilega sterkar og hann hefði slæm áhrif á varnarmennina fyrir framan sig. Hann hefði þekkt Sigurð frá 1973 og viðurkenndi hann sem góðan markvörð, en teldi sig hins vegar hafa aðra sterkari í landsliðsmarkið. Knattspyrnusambandið reyndi að fá Ásgeir Sigurvins- son og Teit Þórðarson lausa frá félögum þeirra í þennan mikil- væga leik. Það tókst ekki og hefur verið ljóst í nokkurn tíma, en hvorugur þessara leikmanna hefur ákvæði um það í samning- um sínum að þeir skuli lausir í landsleiki fyrir íslands hönd þegar þess sé óskað. Vissulega er skarð fyrir skildi að fá ekki þessa kappa, en báðir eiga þeir að leika með félögum sínum á miðvikudaginn. Pólverjar eru að breyta liði sínu, yngja það upp þar sem lykilmenn liðsins undanfarin ár eru farnir að eldast. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á liðinu frá því sem var í Argent- ínu í júnímánuði, en í liðinu eru þó gamalkunn nöfn. Pólverjar léku á miðvikudaginn í síöustu viku á móti Finnum í Helsinki. Mörðu Pólverjar sigur 1:0 og skoruðu sigurmarkið aðeins 7 mínútum fyrir leikslok. Úrslit þessa leiks benda til að pólska liðið sé í einhvers konar milli- bilsástandi og ætti það að gefa íslenzka liðinu aukna möguleika á morgun. Landsliðsþjálfarinn var spurður að því í gær hvort íslenzka liðið myndi leika hrein- an varnarleik á móti Pólverjum. Svaraði hann því til að við mjög sterka andstæðinga væri að glima, eitt alsterkasta landslið Evrópu. — Varnarleikurinn verður aðalatriðið hjá okkur í þessum leik, en við notum hvert tækifæri til að byggja upp skipulagðar sóknir, sagði Youri. Dómari á leiknum verður T. Perry frá Norður írlandi. For- sala aðgöngumiða hefst á hádegi í dag við Útvegsbankann. áij. ÍBV gegn Glentoran í Kópavogi kl. 18 í dag VESTMANNAEYINGAR eru í rauninni eina íslenzka knatt- spyrnuliðið, sem á mögulcika á að komast í 2. umfcrð Evrópumótanna í knatt- spyrnu. Þeir lcika gegn Glentoran frá Norður írlandi í kvöld á Kópavogsvellinum og hefst leikurinn klukkan 18. Er þetta fyrsti leikurinn í Evrópukcppni, sem fram fer á þessum ágæta velli og vonandi tekst ÍBV að sigra þannig að liðið komist áfram. Með tilliti til síðustu leikja ÍBV f 1. deildinni ætti það vel að vera mögulegt, en Eyjamennirnir unnu Þrótt og KA á mjög sannfærandi hátt í Eyjum. í fyrra lék Glentoran á móti Val, en Valsmönnum tókst ekki að komast áfram í keppn- inni þrátt fyrir mýmörg tæki- færi í leiknum á Laugardals- vellinum. f ár leika Valsmenn á móti Magdeburg, því sterka a þýzka liði, og bikarmeistar- ar Akraness leika í meistara- keppninni á móti Köln. v-þýzku meisturunum. Hvorugt þessara liða á raun- hæfa möguleika á að komast áfram. Vestmannaeyingar hafa því það hlutverk að verja heiður íslenzkra knattspyrnu- félaga í Evrópumótunum í ár og komast í 2. umferð. Þetta er í fjórða skipti, sem ÍBV leikur í Evrópukeppni. 1969 léku þeir á móti Levski Spartak frá Búlgaríu og töp- uðust báðir leikirnir 0i4. 1972 lék ÍBV gegn Víkingi frá Noregi og var leikurinn ytra sérlega skemmtilegur. en ÍBV tapaði honum óverðskuldað Otl. í Reykjavík varð jafntefli OiO. 1973 var síðan íeikið á móti Borussia Mönchenglad- bach, en þá ætluðu Eyjamenn sér um of undir stjórn Duncan McDowells og töpuðu 0i7 og 1.9. Þjálfari ÍBV er George Skinner frá Englandi og er ekki vitað annað en ÍBV mæti með alla sína sterkustu menn til leiksins í kvöld. Sjá einnig opnu biaðsins. — áí> • Sigurlás verður vonandi á | skotskónum í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.