Morgunblaðið - 28.09.1978, Side 18

Morgunblaðið - 28.09.1978, Side 18
18 MORGIJNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Fyrsta Lending Boeing E-3A Sentry-þotu á Keflavíkurflugvelli 23. september 1978. Ljósmynd Baldur Svelnsson. am KI. 13.30 laugardaginn 23. september s.l. jókst varnarmáttur varnarliösins á Keflavíkurflug- velli veruletía. en þá lenti þar sú fvrri af tveimur Boeing E-3A Sentry fljúsandi ratsjárstöðvum. Sú síðari lenti svo miðvikudaginn 27. september. I>egar þessi liðsauki er kominn til söKunnar er viðvörunarkerfi varnarstöðvarinnar í Keflavík orðið eitt hið fullkomnasta f heimi. Við þetta bætist síðan að varnarliðið hefur nýverið endur nýjað orrustuflugflota sinn og er 57. flutísveitin nú búin nýjustu og fullkomnustu Kerð Phanton-þotna. eða F IE gerð- inni. E-3A vélarnar geta flogið því sem næst eins hratt og Phantom-þot- umar fljúga venjulega á eftirlits- ferðum sínum, geta þær ef óvænt- ur gestur sést á ratsjárskermum stöðvanna við Hornafjörð eða í Rockville á Miðnesheiði verið komnar á staðinn því nær á sama tíma og Phantom-þoturnar. Venjulega tekur það Phanton-þot- urnar nálægt 40 mínútum að komast til svæða þeirra suðaustan og austan við iandið þar sem rússnesku vélarnar eru aigengast- ir gestir. Fljúga þá Phamtom-þot- urnar með hraða sem nemur því sem næst 9071 af hraða hljóðsins. Ef á þarf að halda geta þær hins vegar brugðið fyrir sig betri fætinum og farið þessa vegalengd á um helmingi þess tíma, en þá á kostnað verulega aukinnar elds- neytiseyðslu og hafa skemmri tíma á athafnasvæðinu. í slíkum tiivikum myndi það ekki há E-3A vélinni þótt hún væri ekki komin alla leið því að hún getur séð um að stjórna varnaraðgerðum úr verulegri fjarlægð og væru 200 mílur þá ekkert vandamál. Endurnýjun ratsjár- flugflotans Þegar líða tók á sjöunda áratug- inn varð bandaríska flughernum ljóst að ekki mátti dragast öllu lengur að huga að endurnýjun ratsjárflugflotans. Ratsjárvélarn- ar voru allar af gerðinni Lockheed EG-121T Constellation og smíðað- ar á árunum 1952 — 1956 eða þar um bil. þessar vélar mátti að vísu endurbæta nokkuð en ljóst var hins vegar að ekki væri hægt að halda flotanum gangandi miklu lengur. Einnig var að koma til sögunnar ný ratsjártækni og nýjar tölvur sem ljóst var að gætu valdið gerbyltingu í hönnun slíkra fljúg- andi ratsjárstöðva. Verkið var boðið út og gerðu bæði Douglas-verksmiðjurnár og Boeing-verksmiðjurnar tilboð. Hugmyndir beggja voru svipaðar og lögðu Douglas-verksmiðjurnar farþegaþotu sína DC-8 til grund- vallar en Boeing aftur á móti 707-320 þotu sína. Boeing-verk- smiðjurnar unnu samkeppnina og gerðu samning við flugherinn árið 1970. Einnig var mjög hörð sam- keppni um smíði ratsjárinnar og voru það fyrirtækin Westinghouse og Hughes sem kepptu. Westing- house bar sigur úr býtum eftir að báðum ratsjánum hafði verið komið fyrir í tilraunavélum og þær báðar reyndar. Ratsjáin Ratsjá E-3A vélanna er sér- hönnuð til þess að eiga auðvelt með að greina hluti sem eru á hreyfingu lágt yfir landi. Greining slíkra hluta er það erfiðasta sem um er að ræða. Flestar eldri ratsjár verða hreinlega blindar vegna endurkastsins frá ójöfnum á jörðu niðri og eiga því lágfleygar flugvélar tiltölulega auðvelt með að dyljast þeim. Westing- house-ratsjá Sentry-vélanna notar hins vegar svonefnd „Doppler áhrif“ til að greina slíka hluti. Þessi áhrif verka þannig að hlutur sem er á hreyfingu breytir tíðni ratsjármerkjanna sem endurkast- ast af honum. Þannig er tíðni endurkastsins meiri en tíðni sjálfs geislans ef hluturinn er á hreyf- ingu í átt til ratsjárinnar, en minni ef hluturinn er á hreyfingu frá ratsjánni. (Ratsjárhraðamæl- ar lögreglunnar eru reistir á þessu lögmáli). Einnig má þess geta að ratsjáin sendir ekki stöðugt út merki eða geisla heldur „púlsar" hún þannig að hún sendir út merki stutta stund i senn með skömmu milli- bili. Ef finna skal skotmörk í meiri fjarlægð t.d. svo langt frá að sjóndeildarhringurinn skyggir á jarðtruflanir, er heppilegra að nota ekki „Doppler áhrifin“..Getur ratsjáin nótað báðar aðferðirnar samtími's' ef á að halda. - J^ákvjfebih'i ratsjárinnár og viðnám hennar gegn rafeindatruflunum eru einstök. Byggist það mjög á því að merki hennar eru send út í mjög grönnum geisla og ekki stöðugt. Eldri ratsjár eru mjög viðkvæmar fyrir rafeindatruflun- um vegna þess m.a. að merkja- geisli þeirra er yfirleitt breiður. Á ratsjá E-3A vélanna koma rafeindatruflanir fram sem mjóar línur á ratsjárskermunum. Með því að mæla stefnu slíkra lína með E-3A vélarnar tvær munu verða staðsettar á Keflavíkurflugvelli og er eingöngu ætlað að sinna vörn- -um Islands. Að vísu er ljóst að varnir Islands og annarra vest- rænna ríkja eru tengdar traustum böndum og á þann veg má segja að Sentry-véiarnar sinni þörfum NATO hér á Islandi. Hins vegar verða engar Sentry-vélar hafðar annars staðar í Evrópu í nánustu framtíð nema þá NATO-ríkin, og þá fyrst og fremst Vestur-Þjóð- verjar, festi kaup á slíkum vélum. Samningar um slíkt hafa lengi verið í gangi og má gera ráð fyrir því að þeir fari að komast á, lokastig þá og þegar. BandaríkjaJ menn hafa hins vegar ekki látiðí uppi neinar áætlanir um að Sentry-flugvélar verði annars staðar utan Bandaríkjanna en á Islandi. Notkun E-3A vélanna á Kefla- víkurflugvelli kemur til með að verða með tvennum hætti aðal- lega. í fyrsta lagi mun önnur vélanna verða í varðstöðu á jörðu niðri og tilbúin til flugtaks roeð örskömmufn fyrifvara (on aiert). Hin vélin er þá notuð til æfinga og eftirlitsfhigs á hvaða tíma sólar- hrings sem er (ramdom patrols). Samvinna æfd Næstu daga og vikur munu áhafnir og stjórnendur bæði 57. flugsveitarinnar með Phantom-þotur sínar og 2. deildar 552. flugsveitarinnar með Sentry-vélarnar æfa samvinnu þá sem nauðsynleg er milli þessara svéita. Hlýtur þá að koma í ljós hversu gífurlega breytingu það eitt hefur í för með sér hversu fljótari E-3A vélarnar eru í förum en gömlu Lockheed EC-121T Con- stéllation . vélarnar voru. Þar eð Nýtt og gamalt. Er Sentry-þotan renndi í hlað, var henni lagt við hlið einnar af hinum gömlu góðu Constellation-véla sem nú fara von bráðar til niðurrifs í flugvélakirkjugarðinum á Davis-Monthanflugvelli í Arizona. Ljósmynd Baldur Sveinsson. Síðasta Lockheed EC-121T Constellation-vélin sem fer frá íslandi verður þessi vél, 50122. Verður það væntanlega 4. október. Ljósmynd. Baldur Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.