Morgunblaðið - 24.10.1978, Side 21

Morgunblaðið - 24.10.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 29 ieð fœtuma di sprungu vinnurekenda með skattlagningu og lækkun álagningar. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að gróð- inn er vaxtargjafi auðskipulagsins og skerðing hans hefur í för með sér keðjuverkun — að öllum líkindum samdrátt, atvinnuleysi og skerðingu kaupmáttar, “ segir Gestur í greininni. Hann telur verkefni sósíalista að eggja til baráttu sem beinist gegn auðvald- inu. Umbótaflokkarnir geri hins vegar hið gagnstæða, þeir keppist um að segja alþýðu að auðvalds- kerfið geti verið mannúðlegra og betra, þeir letji verkalýðinn að treysta á eigin mátt heldur skuli hann treysta á ríkisvaldið og kjarabaráttunni sé beint ofan í kjörkassann. Yfirvofandi rekstrar- stöðvun samvinnu- — segir í verzlunarmnar stjórnar SÍS STJÓRN Sambands ísl. samvinnufélaga hefur sent frá sér ályktun um vandamál smásöluverzlunarinnar, þar sem kemur fram að ýmislegt bendi til að samvinnuverzlunin muni fljótlega lenda í algjöru þroti og beinir stjórnin þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að gripið verði til aðgerða svo að unnt verði að forða þessum mikilvæga atvinnuvegi frá yfirvofandi rekstrarstöðvun. Ályktun stjórnar SÍS er svohljóðandii „Stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga vill vekja athygli yfirvalda á þeim gífurlegu rekstrarerfiðleikum, sem verzlun- in á nú við að búa. Viö fimm gengisfellingar síðan í desember 1972 hefur verzlunin orðið fyrir mjög verulegri eigna- upptöku, sem engin fordæmi eru fyrir annars staðar í. þjóðlífinu. Vörubirgðir hafa ekki fengizt metnar til endurkaupsverðs og því rýrnað til samræmis við verð- minni krónur. Fljótandi gengisskráning hefur einnig rýrt afkomumöguleika at- vinnuvegarins, en til viðbótar hefur hinni svokölluðu 30% reglu verið beitt fimm sinnum í kjölfar umræddra gengisbreytinga og magnað erfiðleika verzlunarinnar. Þrívegis hafa leiðréttingar feng- izt á 30% reglunni en ávallt mörgum mánuðum síðar og voru t.d. gengisfellingarnar í september 1974 og febrúar 1975 ekki bættar fyrr en í apríl 1975 og nóvember 1977. Á þessu ári hafa verið gerðar tvær gengisfellingar og 30% regl- unni tvíbeitt, — verzluninni al- gjörlega bótalaust. í þessum tveim tilvikum hefur skerðing sölulauna fyrir innfluttar vörur numið sam- tals um 20%, auk eignaupptöku, sem gengisfellingum hefur ávallt verið samfara. Þá hefur þessi láglaunaatvinnuvegur orðið að bera kostnaðarhækkanir óðaverð- bólgu, sem t.d. birtist í hækkun launa milli ára um 60—70%, en vextir af vörubirgðum eru nú taldir nema um fimmtungi af brúttóhagnaði. Sérstökum vandkvæðum í dag- vöruverzlun kaupfélaganna valda hin lágu sölulaun á landbúnaðar- vörum miðað við tilkostnað. Rekstrarskil kaupfélaganna eru nær öll á einn veg og benda þau til þess að samvinnuverzlunin muni fljótlega lenda í algjöru þroti, verði ekki við spornað. Sökum þessa alvarlega ástands, en einlægs vilja samvinnu- hreyfingarinnar að verða að gagni við atvinnu- og þjónustuuppbygg- ingu í landinu, áréttar stjórn Sambandsins beiðni sína tii lands- stjórnar að hún grípi nú þegar til aðgerða, svo forða megi þessum þýðingarmikla atvinnuvegi frá yfirvofandi rekstrarstöðvun." Otrúlega miklar framfarir í hunda- ræktun hér á landi Nokkrir þeirra hunda, sem bezt stóðu sig á sýningunni. Labradorhundarnir virðast hafa áhuga á að komast út úr bás sínum og kanna hvað fram fer utan hans, en ungi maðurinn á myndinni hefur greinilega mestan áhuga á Ragnari ljósmynd- ara. Maltese-tíkin Lady var valinn bezti hundur sýningarinnar og er á þessari mynd með eiganda sínum, Jóni Sigurðssyni. (Ljósm. RAX). sigurvegurum í hverjum flokki, en stærstu flokkarnir voru af íslenzka fjárhunda- stofninum, Golden retriver, Labrador retriver, írskur sjeffer, collie eða lassie-hund- ar og síðan fjórir flokkar smáhunda, en aðeins fáir hundar voru í hverjum fiokki og voru þeir dæmdir sameigin- lega. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir afkvæmi og hlaut þau Píla Matthíasar Guðmundssonar, gul Labra- dor-tík með svarta hvolpa. Sýningin í Garðabæ stóð frá klukkan 13—18 á sunnudaginn og fylgdist mikill fjöldi fólks með sýningunni eða á annað þúsund manns. Kynnir var Gunnar Eyjólfsson leikari, og á milli sýningaratriða voru skemmtiatriði við mikinn fögnuð áhorfenda. sýning sem sú í Garðabæ á sunnudaginn, verði hér eftir haldin árlega. Sérstök verðlaun voru veitt Athugull fylgist þessi íslenzki hundur með því sem er að gerast á þessu hunda- og mannamóti. sagði enski dómarinn á hundasýningunni í Garðabœ ALLS voru 73 hundar sýndir á hundasýningu Hundaræktar- félags Islands í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn. „Bezti hundurinn" var valinn rúmlega árs gömul tík af Maltese-kyni. Hún ber nafnið „Lady" og eigandi hennar er Jón Sigurðsson. Dómari í keppnin i var enska konan Jean Lanning, viðurkenndur dómari, sem farið hefur víða um til að dæma á hunda- sýningum. Hún kom hingað til lands fyrir nokkrum árum er sambærileg sýning var haldin í Hveragerði. Hafðí hún á orði nú að framfarir væru ótrúlega miklar í hundaræktun hér á landi. Stefnt er að því að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.