Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 27 • Úr leik ÍBV og Slask á Melavellinum á laugardaginn. Eyjamennirnir Karl og Sigurlás dökkir eítir góðar vikur í Spánarsól. en Pólverjarnir kuidalegir í nepjunni og í æfingabuxum innan undir stuttbuxunum. (Ljósm. Mbl. Emilía). Póllandsferðin varla annað en dýrt forms- atriði fyrir ÍBV-liðið VESTMANNEYINGARK töpuðu 0i2 fyrir pólska liðinu Slask frá Wrocklaw í UEFA-keppninni á gamla (góða) Melavellinum á laugardaginn. Síðari Ieikur liðanna er að vísu eftir, en hann er varla annað en dýrt formsatriði fyrir Eyjamennina. Enginn reiknar með því að ÍBV vinni á útivelli upp forskot Pólverjanna og þátttöku íslenzku liðanna í Evrópumótunum þremur lýkur því með leiknum í Póllandi. Ekki verður annað sagt en árangur liðanna hafi verið góður á þessu hausti. Valur og Akranes léku gegn mjög sterkum andstæöingum og stóðu sig mjög vel og Vestmannacyingar komust í aðra umferð. Sennilega betri árangur hjá íslandi í Evrópumótunum en nokkru sinni áður. þó svo að staðnæmst sé í 2. umferð eins ög áður. en ekkert íslenzkt lið hefur komist í þriðju umferð. Leikur ÍBV og Slask á laugar- daginn fór fram við erfiðar aðstæður. Hávaðarok var og kalt í veðri, enda bauð Baldur Jónsson vallarstjóri hina 850 áhorfendur velkomna til vetrarleiks er hann kynnti liðin í upphafi. Melavöllur- inn var enn einu sinni orðinn vettvangur stórleiks og þó svo að Pólverjarmir segðu að þeir hefðu aldrei áður séð malarvöll voru þeir þó furðu fljótir að átta sig á aðstæðunum. Vestmanneyingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og sóttu þá meira án þess að þeim tækist að skora. Litlu munaði þó á 20. mín. leiksins er Örn Óskarsson átti þrumuskot úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Kalinowski mark- vörður Slask sýndi snilldartakta er hann sveif eins og köttur upp í samskeytin og náði að blaka knettinum í horn. Það vakti athygli að Örn Óskarsson lék í stöðu bakvarðar allan þennan leik. Trúlega hefði verið viturlegra hjá Sigmari Pálmasyni, þjálfara ÍBV, aö nota Örn framar á vellinum í fyrri hálfleiknum þegar Eyjamenn höfðu vindinn með sér. Framar á vellinum vantaði einmitt meiri baráttu og vinnslu og Örn hefði einmitt verið maðurinn til að gera Pólverjunum lífið leitt. Þess má geta til gamans að þetta var níundi leikur ÍBV í Evrópukeppni og í þeim hefur Eyjaliðið gert tvö mörk og Örn Óskarsson verið að verki í bæði skiptin. I fyrri hálfleiknum náðu Pól- verjanir nokkrum sinnum skemmtilega uppbyggðum sóknar- lotum og voru óheppnir að skora ekki mark í hálfleiknum þó þeir væru í heildina minna með knött- inn þá. I öll skiptin er Pólverjarnir ógnuðu í hálfleiknum var það hinn lágvaxni Sybis, sem var upphafs- maðurinn, stórskemmtilegur leik- maður, sem á 6 landsleiki að baki. í seinni hálfleiknum snerist gangur leiksins Eyjamönnum í óhag. Fyrra markið kom á 61. mín. leiksins. Há sending var gefin inn í vítateig ÍBV. Bæði Friðfinnur Finnbogason og Páll Pálmason hefðu átt að geta náð knettinum, en þeir hreyfðu hvorki legg né lið, frosnir í kuldanum, og Kwiat- kowski stakk sér á milli þeirra og renndi knettinum í netið. Síðara mark Slask var síðan enn sorg- legra. Knötturinn var gefinn fyrir mark ÍBV á 71. mínútu en engin hætta var á ferðum. Þórður Hallgrímsson ætlaði að senda knöttinn á Pál markvörð, en ekki tókst betur til en svo að boltinn fór yfir Pál, í þverslá og inn, 2:0. I seinni hálfleiknum átti ÍBV gott færi er Karl Sveinsson skaut beint á markmann af stuttu færi eftir að Eyjamenn höfðu leikið sig laglega í gegn. Beztir í liði ÍBV í þessum leik voru Sveinn Sveinsson og Örn Óskarsson, en miklu meiri áhuga og kraft vantaði í ÍBV-liðið að þessu sini. I pólska liðinu eru nokkrir skemmtilegir leikmenn, en í heildina er liðið ekki sterkt. Beztir voru Zmuda, sem minnti mjog á Ellert Schram, formann KSÍ, bæði í útliti og öllum leik sínum. Einnig voru þeir Sybis og Pawcowski mjög góðir. Ágætur dómari þessa leiks var Byrne frá Irlandi. - áij. 1. deild kvenna FH átti í basli með Breiðablik FH átti í hinu mesta basli með Breiðablik í 1. deild kvenna í Hafnarfirði á laugardaginn en Breiðablik kom upp úr 2. deild s.l. vor. FH vann reyndar leikinn 14:10 en tvö siðustu mörk sekúndur voru eftir. Leikurinn á laugardaginn var afspyrnuslakur. FH-stúlkurnar hafa verið í fremsfu röð í kvennahand- knattieiknum undanfarin ár en þær virðast ekki eins frískar núna hvað svo sem síðar kann að verða. Greinilegt er að hinn pólski þjálfari stúlknanna ætlar að leggja áherslu á hraðaupphlaup í vetur en gallinn er bara sá aö stúlkurnar ráöa alls ekki við þau ennþá og misheppnuðust þau flest. FH-stúlkurnar náðu yfirburöastöðu í byrjun, komust í 5:1 og síðan í 6:2 en í leikhléi hafði Breiðabliki tekist að minnka muninn í 9:6. í seinni hálfleik var ákaflega lítið skorað og var munurinn yfirleitt tvö mörk á liðunum liðsins voru skoruö pegar nokkrar en undir lokin skoraði FH tvö mörk og tryggði sér sigurinn. Hjá FH voru þær beztar Katrín, Svanhvít og Kristjana en hjá Breiða- blik var Magnea Magnúsdóttir lang- bezt og jafnframt bezt á vellinum. Magnea er reyndar landsliðsmark- vörður og lék í fyrra með Ármanni. Hulda Halldórsdóttir skoraði megnið af mörkum Breiðabliks en hún skaut líka óhemju mikið. Mörk FH: Kristjana Aradóttir 5, Svanhvít Magnúsdóttir 3, Katrín Danivalsdóttir 3, Hildur Harðardóttir 2, Margrét Brandsdóttir 1 mark. Mörk Breiöabliks: Hulda Halldórs- dóttir 5. Sigurborg Daðadóttir 2, Rósa Valdimarsdóttir 1 og Ásta Reynisdóttir 1 mark. — SS. r fltakalaus sigur Fram HAUKAR eygðu aldrei smugu á að vinna stig gegn tiði Fram.er félögin léku sinn fyrsta leik í islandsmótinu í handbolta um helgina. Haukar náðu aðeins einu sinni forystunni og pað var pegar liðið komst í 1—0 á fyrstu mínútunni. Eftir Þaö kafsigldi Fram-liðið Hauka með góðum leik í fyrri hálfleik, staðan varð 7—2. í síðari hálfleik réð leikleysan ríkjum, pannig aö úrslitunum varð ekki breytt lokatölurnar urðu 12—5 Fram í vil. Þaö er engum blöðum um það að fletta, að lið Fram er mjög sterkt og verður vafalaust í fremstu röð í vetur sem fyrr. En liðið verður ekki dæmt til hlítar af leiknum gegn Haukum, til þess voru mótherjarnir of slakir. Ef draga má ályktun af leik þessum, rís varla nokkur úr Haukaliðinu upp úr meðalmennskunni, liðið er mjög jafnt á þann hátt, þó varöi Sóley vel í s.h. Hjá Fram hafa flestar stúlkurnar sennilega leikið betur í annan tíma, en þó má hæla þeim Sigrunu Blomsterberg og Jóhönnu Halldórs- dóttur fyrir framgönguna. Mörk Fram: Sigrún 4, Jóhanna og Oddný 3 hvor, Erla og Guðríður Guðjónsdóttir eitt hvor. Mörk Hauka: Sjöfn Hauksdóttir 2, Guörún Gunnarsdóttir, Björg Jóna- tansdóttir og Margrét Theódórsdóttir eitt hver. — 99 • Hart barist í leik Fram og Hauka í Höllinni. Og Fram haíði betur. Ljósm. RAX „En sannleikurinn er sá...“ Stutt athugasemd frá handknattleiksdeild Víkings MBL. IIEFUR borizt eftirfarandi athugasemd frá handknattleiks- deild Víkings vegna viðtals við Úlfar Steindórsson, formann Ilandknattleiksráðs Reykjavíkur, í bjaðinu s.l. laugardag. Á íþróttasíðu Mbl. síðastliðinn laugardag er viðtal við formann HKRR, þar sem hann fullyrðir að Víkingur hafi hleypt upp verð- launaafhendingu Reykjavíkur- mótsins í handknattleik. I byrjun greinarinnar lýsir formaður HKRR allri ábyrgð á þeim mistökum, sem áttu sér stað, á hendur sér. Síðan heldur hann áfram og segir: „en sannleikurinn er sá ...“, hér verða veruleg þáttaskil í orðum formannsins þegar hann byrjar að rtota sann- leikann sinn. Hann segir frá fundi kvöldið fyrir leikinn þar sem rætt hafi verið um að markahlutfall réði úrslitum og nafngreinir undirritaðan sem fulltrúa Víkings- liðsins á fundinum. Það er skemmst frá að segja, að undirrit- aður var ekki staddur á fundi þessum, sem formaður HKRR hefur væntanlega setið og stýrt. I ljósi þessarar staðreyndar, ætti mönnum að vera ljóst, að lýsing hans á atvikum þeim, sem áttu sér stað í Laugardalshöll getur ekki verið marktæk, vegna þess, að til viðbótar því hvernig hann meðhöndlar sannleikann, var hann ekki á staðnum. Okkur Víkingum var hins vegar alveg ljóst að 2ja marka tap okkar þýddi það að Valur yrði Reykja- víkurmeistari og í samræmi við það óskuðu leikmenn Víkings leikmönnum Vals til hamingju með titilinn og gengu síðan til búningsklefa eins og venja er í slíkum tilvikum. Hins vegar hefur fulltrúi HKRR, sem afhenda átti sigur- launin, ekki verið eins viss í sinni sök, heldur orðið hikandi þegar upp komu ýmis sjónarmið margra manna úr öllum félögum á staðn- um, um það hvort Valur væri Reykjavíkurmeistari eða hvort leika bæri nýjan leik. I þessum umræðum tóku hvorki þátt leik- menn okkar né heldur stjórnar- menn og vísum við því algjörlega á bug að hafa hleypt upp verðlauna- afhendingunni. Það vantaði ein- ungis framtak framkvæmdaaðila mótsins, HKRR, til þess að afhenda sigurlaun til þess félags, sem við bárum aldrei brigður á að hefði unnið, þ.e. Vals. Okkur þykir leitt að hafa orðið fyrir þessu aðkasti frá formanni HKRR og skiljum ekki hvatir hans til þess eða tilgang. Ennfremur þykir okkur miður að Reykjavíkurmeistarar Vals, sem með harðri baráttu voru ótvíræðir sigurvegarar þessa móts, skyldu ekki fá afhent sín sigurlaun á viðeigandi hátt og vonum að úr því verði bætt og óskum þeim til hamingju með titilinn. Ilandknattleiksdeild Víkings Rósmundur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.