Morgunblaðið - 24.10.1978, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978
45
^ -
VELVAKANDi
SVARAR Í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRA MÁNUDEGI
TtMUManx-aa'u*
einkum kvikmyndina Network,
sem nú er sýnd í Tónabíói, höfðu
forráðamenn Tónabíós samband
við Velvakanda og óskuðu eftir að
koma á framfæri þessum línum:
„Eins og flestum bíógestum mun
kunnugt hefur Loftur Guðmunds-
son rithöfundur, sem nú er nýlát-
inn, séð um þýðingar á skýringar-
textum fyrir Tónabíó og þar á
meðal þýddi hann textann í
kvikmyndinni Network. Loftur
annaðist allt sitt starf af mikilli
smekkvísi eins og alkunna er.
Einhver huldumaður sem felur
sig á bak við bókstafinn „K“ telur
sig bera betra skyn á þessa hluti,
en meðan hann segir ekki til nafns
leyfist manni að efast um dóm-
greind hans.“
• Rafbílar
á íslandi?
„Fyrir nokkru var fjallað í
viðtali við Gísla Jónsson prófessor
um rafbíla og taldi hann þá eiga
mikla framtíð fyrir sér, ekki sízt
hér á landi þar sem nóg væri
raforkan, en helzt ætti eftir að
kanna hvers konar bílar myndu
henta við okkar aðstæður.
Það sem kemur mér til að rita
nokkrar línur er ekki annað en að
hvetja menn til að gefa þessum
rafbílum gaum, því áreiðanlega er
á ferðinni stórkostlega hagkvæmt
málefni og það sparaði ómældar
upphæðir í framtíðinni ef hægt
væri að knýja bíla með innlendri
orku, en ekki verja dýrmætum
gjaldeyri til þessara orkukaupa.
Það sem gera þarf er að opna augu
almennings og ráðamanna fyrir
þessum hlutum og það er Gísli
einmitt að reyna að gera og hefur
honum án efa orðið nokkuð
ágengt. Með þessum línum vil ég
hvetja hann og aðra sem vit hafa á
þessum málum að halda áfram
baráttunni og hvetja fleiri til þess
að blanda sér í hana. Sjálfsagt
kemur það eirinig í hlut bílaum-
boðanna að gefa málum þessum
gaum, og ættu þau að líta vel í
kringum sig hvort ekki sé eitthvað
fréttnæmt að gerast erlendis, þ.e.
hjá viðkomandi fyrirtækjum, sem
við gætum haft not af.
Þessir hringdu . . .
• Bjórskvaldur
Sveinn Sveinssom
„Mér stórleiðist þetta sífellda
bjórstagl. Ætlast máske íslenzk
yfirvöld til þess að íslenzka þjóðin
drukkni í sterkum vínum? Ef svo
er ekki, því þá ekki að leyfa sterka
bjórsölu? Því má ekki þjóðin sjálf
ráða því? Hver getur komið í veg
fyrir það? Þið sem ráðið þessum
ákvörðunum, ég skora á ykkur að
láta fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu úm þetta mál, og það
strax. Eilíft þref um þetta sem
annað er frámunalega leiðinlegt.
Látið ekki reka, en ganga öll
þýðingarmikil mál þjóðar vorrar.
Hendið allri pólitík út í hafsauga,
þá mun greiðar ganga með hin
nytsömu störf.“
Svo heldur Sveinn áfram:
• Söluturninn
á Torginu
„Enn einu sinni ætla ég að
vækja máls á stöðu gamla turnsins
á Torginu. Ég lagði persónulega
spurningu fyrir fyrrverandi
borgarstjóra og hann svaraði að
staða turnsins yrði varanleg. Þá
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Lone
Pine í Kaliforníu í apríl kom þessi
staða upp í skák stórmeistaranna
Lombardys, Bandaríkjunum, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Westerinens. Finnlandi.
27. RI5! — Kh8 (Eftir 27. ... gxf5
28. Bxf5 er svartur óverjandi mát
og sama er uppi á teningnum eftir
27. ... Dc7 28. Hf4! T.d. 28. ...
Dxe5 29. Dxh7+! — Kxh7 30. Hh4+
- Kg8 31. Re7 mát) 28. Hf4! og
svartur gafst upp. Hann á ekkert
svar við hótuninni 29. Hh4.
var ekki farið að kjósa til borgar-
stjórnar. Ég hef sérstaklega mælt
með tveimur stöðum, annar er þar
sem hann stóð síðast, við
Kalkofnsveg og Hverfisgötu, hinn
er á horninu þar sem Bankastræti
mætir Lækjargötu. Þar virðist
hann ekki vera til neinnar hindr-
unar. Ég hef bent á atkvæða-
greiðslu borgarbúa um málið, því
ég hefi heyrt á öllum Reykvíking-
um, sem ég hefi átt tal við um
þetta mál, og þeir eru hreint ekki
svo fáir, að þeir eru allir óánægðir
með stöðu turnsins eins og hún er
nú. Nú skora ég á háttvirtan
nýkjörinn borgarstjóra og nýskip-
aða borgarstjórn að þeir taki sér
göngu upp að Bernhöftstorfunni
og niður Bankastræti og athugi
gaumgæfilega stöðu turnsins. Ég
býst við að við Reykvíkingar
gerðum okkur ánægða með álykt-
un þeirra eftir þá göngu, og
munum hlíta úrskurði meirihluta
þeirra, hver svo sem hún verður.“
HÖGNI HREKKVÍSI
v'HM,HA, HoóNI.1 ... PettA ££ LHí.Eó/ISTH
tMTT TU-/,;
WARISUÁ FfKLAKD
GLÆSILEG SÝNING
ÍÁG HÚSINU,
ÁRTÚNSHÖFÐA
Skodió nýjungar innlendra framleióenda:
hítsgögn, ciklœói og innréttingar.
Opid virka daga kl. n — 22
Laugardaga og sunniuiaga kl. 14—22
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AKiI.VSINGA-
SÍMINN ER:
22480