Morgunblaðið - 09.12.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 09.12.1978, Síða 1
48 SIÐUR 283. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mótmælaaðgerðir heimilaðar í íran Miðausturlönd: Cyrus V ance gerir úr- slitatilraun til sátta Washington, Bern, Osló. 8. desember. AP. Reuter. VANCE utanríkisráðherra Bandaríkjanna fékk í dag um það fyrirmæli frá forseta sínum aö gera síðustu tilraun til að reyna að leiða ísraelsmenn ok Egypta til samkomulags fyrir 17. dcsember. en þá verða þrír mánuðir liðnir frá því að samkomulag var gert í Camp David. Hélt Vance í kvöld áieiðis til Kaíró og Jerúsalem í þessu skyni. i því Dayan utanríkisráðherra Israels sagði í dag í Bern í Sviss, að ekki væri öll nótt úti, þótt samkomulag næðist ekki fyrir 17. desember. „Við munum gera allt sem við getum til að samkomulag náist fyrir þennan tíma,“ sagði Dayan, „en komi í ljós að Egyptar vilji í einlægni ná samningum og þessi frestur reynist ekki nægur munum við ekki loka á þá dyrunum." Hann sagði einnig að það yrðu mikil mistök Egypta ef þeir höfnuðu samningum. Dayan hefur verið í þriggja daga opinberri heimsókn í Sviss. Orðróm- ur hefur verið á kreiki um að hann hafi í hyggju að hitta Mustafa Khalil forsætisráðherra Egyptalands í þessari ferð, en hann er einnig á ferðalagi í Vestur-Evrópu, en Dayan sagði í dag, að engir fundir Israels- manna og Egypta myndu eiga sér stað fyrr en séð væri hvað Vance hefði fram að færa. Begin forsætisráðherra ísraels kom í dag til Noregs og mun hann veita viðtöku sínum hluta friðar- verðlauna Nóbels á sunnudag. Sadat Egyptalandsforseti hefur sent einn nánasta aðstoðarmann sinn til að vera við athöfnina í Akershus-kast- ala á sunnudag, en nokkrir frétta- menn veltu því fyrir sér í dag að Sadat kynni sjálfur að skjóta upp kollinum rétt áður en athöfnin á að hefjast. Ekkert benti þó til þess í dag og var forsetinn á ferðalagi innan lands í Egyptalandi. Miklar varúðarráðstafanir voru við komu Begins til Noregs en nokkur hópur fólks hafði safnast saman til að mótmæla komu hans og verðlaunaveitingunni til hans. Allt fór þó friðsamlega fram og Begin hélt í þyrlu til aðseturs síns í norsku konungshöllinni, til að halda þar hátíðlegan hvíldardag Gyðinga, sabbatinn. BEGIN í ÓSLÓ — Menachem Begin forsætisrádherra ísraels rædir við norska fréttamenn við komuna til Óslóar í gær, en Begin er kominn tii Noregs til að veita viðtöku sfnum hluta friðarverðlauna Nóbels. (Símamynd AP). Teheran, 8. desember. — AP — Rcuter STJÓRNVÖLD í íran ákváðu í dag að hcimila andstæðingum keisar ans að efna til mótmælagöngu gegn honum í Teheran á sunnudag, en áður hafði blátt bann verið lagt við hvers kyns útifundum og mótmæla- aðgerðum næstu fjóra daga. en þeir eru helgir í múhameðstrú. Segir í yfirlýsingu stjórnarinnar að hún hafi ákveðið að veita umrætt leyfi til að koma í veg fyrir blóðug átök á götum úti. Jafnframt var hætt við að banna trúarlegar útiathafnir á sunnudag og mánudag og útgöngu- bann það sem í gildi er í Teheran að nóttu til var stytt um tvo tíma þessa daga. Lögreglan í borginni skoraði í dag á fólk að sýna stillingu næstu daga og gera lögreglumönnum kleift að iðka trú sína eins og öðrum. Jafnframt var tilkynnt að bannað yrði að aka á mótorhjólum og í sendiferðabílum um borgina á sunnudag og mánudag. Er þetta gert til að minnka hættuna á ofbeldis- verkum. Carter Bandaríkjaforseti lét í dag í ljós áhyggjur af því að blöð hafi mistúlkað ummæli hans nýlega um íranskeisara. Sagði talsmaður for- setans, Jody Powell, í dag, að engin breyting hefði orðið á stefnu Bandaríkjanna gagnvart Iran. Varnarmálaráðuneytið í Washing- ton upplýsti einnig í dag að engar tafir hefðu orðið á afhendingu vopna til írans og væru send vopn til Irans í samræmi við vopnakaupasamn- inga landsins við bandaríska fram- leiðendur. Luns framkvæmdastjóri NATO: „Ihlutun NATO til stuðnings Rúmeníu er alveg óhugsandi” Brtissel, 8. des. AP — Reuter Utanríkisráðherrar Atlantshafs- bandalagsrikjanna luku í dag fundi si'num í Briissel og létu í fundarlok í ljós vaxandi áhyggjur sínar vegna aukins vopnabúnaðar Varsjár- handalagslandanna. sem átt hefði sér stað þrátt fyrir fögur fyrirheit þessara landa. Ráðherrarnir ítrek- uðu tillögur bandalagsrikjanna um að fundum um gagnkvæma tak- mörkun herafla í Evrópu verði haldið áfram á ráðherrastigi til að koma skriði á viðra'ðurnar að nýju, en í yfirlýsingu þeirra er ekki minnst á tillögu Owens utanríkis- ráðherra Breta um utanríkisráð- herrafund NATO-ríkja og Varsjár bandalagsrikja um vi'ðtækari mál- efni. Utanríkisráðherrarnir eyddu mestum hluta fundartíma síns í umræður um mannréttindamál. Að Sendiherra særður í Beirut Boirut. 8. desombor. Routor SENDIHERRA Saudi-Arabíu í Líbanon særðist í dag, en sendi- herra Kuwait slapp ómeiddur, þegar skotárás var gerð á þyrlu þeirra skammt frá Beirut, að því er ríkisútvarpið í Beirut skýrði frá í dag. Neyddist þyrlan til að lenda og voru þeir sem í henni voru fluttir í sjúkrahús. Það voru kristnir hægri menn sem skutu á þyrluna, en talsmenn þeirra sögðu eftir á, að hér hafi verið um mistök að ræða. Sendiherrarnir tveir eiga sæti í sáttanefnd, sem reynt hefur að miðla málum í deilum kristinna manna og palestínuaraba í landinu og voru þeir að koma af fundi eins leiðtoga kristinna manna í norður- hluta landsins, þegar árásin var gerð. Þetta er í annað sinn á tveimur vikum, sem gerð er árás af mis- gáningi á flugvélar í Líbanon. Palestínuskæruliðar skutu í síðasta mánuði á tvær herþotur flughers Líbanons í þeirri trú að þær væru frá ísrael. fundinum loknum sagði Luns fram- kvæmdastjóri bandalagsins, að ríki bandalagsins mættu ekki gera sig sek um að gera ólíkar kröfur til hinna ýmsu landa heims í þessu efni. Heimildir herma að á ráðherra- fundinum hafi komið fram sú skoðun að vestræn ríki gætu ekki fordæmt Sovétríkin og Chile ein sér fyrir mannréttindabrot en látið t.d. ástandið í íran átölulaust. Luns framkvæmdastjóri sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að NATO-ríkin myndu aldrei hafa nein afskipti af innanríkismálum í Rúmeníu og það væri út í hött að gefa til kynna að NATO myndi skerast í leiKinn ef í bdda skærist milli Rúmeníu og annarra Varsjár- bandalagsríkja. Utanríkisráðherrarnir ákváðu á fundi sínum í Brussel nú að reyna að koma í auknum mæli til liðs við þau bandalagsríki, sem höllustum fæti standa efnahagslega, en það eru Tyrkland, Portúgal og Grikkland. Golda Meir látin Jerúsalem. 8. desember. Reuter. AP. GOLDA MEIR, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels, lézt á sjúkra- húsi í Jerúsalem í dag, áttræð að aldri. Banamein hennar var blóðkrabbi, en læknar hcnnar upplýstu í dag að hún hefði gengið með þann sfúkdóm í 13 ár og verið undir stöðugri læknis- hendi allan þann tíma. Golda Meir var forsætisráðherra ísra- els á árunum 1969—74. Hún var utanríkisráðherra lands síns á árunum 1956—66 og kom þá m.a. til íslands. Golda Meir hafði að mestu verið á sjúkrahúsi undanfarna þrjá mánuði, en hafði bannað læknum að gefa upplýsingar um líðan sína. Við dánarbeð hennar voru börn hennar tvö og systir hennar, sem búsett er í Banda- ríkjunum. Útvarpið í ísrael rauf dagskrá sína til að greina frá láti frú Meir og lék síðan sorgarlög. Var mikil hryggð ríkjandi víða í Israel við þessi tíðindi. Margir þjóðarleiðtogar hafa minnzt frú Meir í dag og fariö um hana lofsamlegum orðum. Sadat Egyptalandsforseti sagði í dag, að Golda Meir hefði verið „heiðarleg- ur andstæðingur" og að hún hefði gegnt mikilvægu hlutverki í friðarviðleitni Israels og Egypta- lands. Sagði Sadat að Meir hefði óumdeilaniega sýnt að hún hefði verið í fremstu röð stjórnmála- leiðtoga. Henry Kissinger fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði um Goldu Meir að hún hefði verið raunsæ hugsjónakona, frá- bær samningamaður, sem hefði barizt hart í leit að friði fyrir þjóð, sem aldrei hefði fengið að búa við frið. Helmut Schmidt kanslari V-Þýzkalands og Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna rómuðu báðir hugrekki og ráðsnilld Goldu Meir í dag og aðrir stjórnmálamenn, sem sendu forseta ísraels samúðarskeyti tóku mjög í sama streng. Sjá grein um Goldu Meir á bls. 22-23. Blumenthal í Rúmeníu Bukarest, 8. desembor. Reuter AP. FJÁRMÁLARÁÐHERRA Bandari'kjanna, W. Michael Ðlumenthal. kom i dag í óvænta heimsókn til Rúmeníu. Mun ætlunin með heimsókninni að leggja áherzlu á stuðning Bandaríkjamanna við þá óháðu stefnu í utanríkismálum, sem Rúmcnar hafa fylgt gagnvart Sovétríkjunum. Blumenthal sagði við komuna til Búkarest, að Carter forseti Bandaríkjanna hefði sent sig í þessa ferð til að sýna rúmensku þjóðinni og Ceaúsescu forseta hve Bandaríkjastjórn teldi sjálfstæði Rúmeníu og gott samband land- anna mikilvægt. Blumenthal er fyrsti ráðherrann í stjórn Cart- ers, sem fer í heimsókn til Rúmeníu, en hann var fyrr í vikunni í Moskvu, og hefur einnig haft viðkomu í nokkrum Vest- ur-Evrópu ríkjum. Blöð í Rúmeníu veittu heim- sókn Blumenthals mikið rúm í dag og er það tekið til marks um að stjórnvöld í landinu líti með mikilli velþóknum á þessa heim- sókn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.