Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 17 Aðventu- kvöld í Laug- arneskirkju Á síðustu árum hefur kirkju- sókn farið mjög vaxandi ekki síst á aðventu. Fólk vill í auknum mæli undirbúa sig fyrir komu jólanna með því að sækja uppbyggingu til kirkjunnar, og er það vel. í Laugarneskirkju verður mikið um að vera næstkomandi sunnu- dag 10. des. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 og almenn messu- gjörð kl. 14. Eftir messu verður kirkjukaffi í umsjá Kvenfélags- kvenna. Þetta kaffi er selt til ágóða fyrir byggingu safnaðar- heimilisins sem nú er í byggingu. Um kvöldið kl. 20.30 verður svo aðventusamkoma með fjölbreyttri dagskrá. Organisti kirkjunnar Gústaf Jóhannesson leikur á orgelið, Kirkjukórinn syngur jóla- lög. Þórarinn Þórarinsson fyrrv. skólastjóri flytur frásöguþátt og sr. Heimir Steinsson hefur hug- leiðingu. Ég hvet safnaöarfólk eindregið til að sækja alla liði þessa hátíðisdags. Jón Dalbú Hróhjartsson sóknarprestur. Aðalfiindur hjá hrossa- bændum HAGSMUNAFÉLAG hrossa- bænda heldur aðalfund sinn í dag, laugardag 9. desember, í Félags- heimili Fáks við Elliðaár í Reykja- vík. Hefst fundurinn kl. 14 og auk venjulegra aðalfundarstarfa verð- ur sérstaklega fjallað um þær takmarkanir, sem víða hafa verið lagðar á upprekstur hrossa á afrétt. Á fundinn kemur land- græðslustjóri, Sveinn Runólfsson og mun hann ræða beitarmálefnin. Stalín og við Upphafið á síðu 2 I BLAÐINU í gær var grein um nýjustu kvikmynd pólska kvik- myndagerðarmannsins Andrej Wajda, Stalín og við, með viðtali við hann. Upphaf greinarinnar, sem er forsenda viðtalsins og það snýst um, var í ramma á blaðsíðu tvö í aukablaðinu, og því á eftir viðtalinu. Er lesendum bent á að athuga það og byrja á rammanum áður en þeir fletta blaði við og lesa viðtalið. Lítið barn hefur lítið sjónsvið Jólafundur FEF á sunnudaginn FÉLAG einstæðra foreldra held- ur jólafund sinn í Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 10. des kl. 3 e.h. Sú venja hefur skapazt sl. ár að hafa fundina síðdegis svo að börn geti komið með enda hafa þessir fundir verið ákaflega vel sóttir af félögum og börnum þeirra mörg undanfarin ár. Skírnir Garðarsson, prestur i Búðardal mun tala við gesti, Silja Aðalsteinsdóttir, les upp, Guðmundur Guðmundsson búktal- ari og brúðan Goggi skemmta, Áslaug Bergsteinsdóttir leikur undir söng og dansi og jólasveinn kemur og færir börnunum glaðn- ing. Bent er á að vilji félagar gera skil fyrir jólakort eða taka sér nýjar birgðir er tækifæri til þess á fundinum. Þeir sem eru með óseld kort eru benir að skila þeim, vegna þess aö birgðir eru þrotnar og vantar víða. (Fréttatilkynning) ■ nrr»FiT»TTTViT«i Islenzkar hljómplötur í Karnabæ Maggadon og istenzkl þursaflokkur í b®num Björgvún Halldórssoi Diddú og Egill tíRUNALIÐt-Ð ÞK.AH MAMM VVAH L\(. Auövitaö leggjum viö alla áherzlu á aö eiga allar nýju og vinsælu íslenzku plöturnar, jafn- framt landsins mesta úrvali af nýjum og vinsælum erlendum plötum._______ Veriö velkomin í eina eöa ailar af þremur glæsilegum verzlunum okkar viö Laugaveg, Austur- stræti eöa í Glæsibæ. Spilverk þjóöanna Island ISLAND SWVERK WÓEWNNA Gunnar Þórðarson KARNABÆR Hljómdeild ' Austurstræti 22. Laugavegi 66. sími 28155 og Glæsibæ sími 81915. Athugiðl Það verður videokynning á Mfatloaf í verzlun okkar í Glæsibæ, kl. 2, 3, 4 og 5 í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.