Morgunblaðið - 09.12.1978, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978
Aðalborg Sveinsdótt-
— Minningarorð
ir
Fædd 1. júní 1929.
I)áin 27. nóvombcr 1978.
í dat; verður Aðalborg Sveins-1
dóttir til moldar borin austur á
Djúpavogi.
Aðalborg var fædd 1. júní 1929
að Hálsi í Hamarsfirði. Þar dvaldi
hún fram undir tvítugt í föður-
garði hjá foreldrum sínum, þeim
Kristínu Sigríði Stefánsdóttur,
sem enn lifir, og Sveini Stefáns-
syni bónda, sem látinn er.
Hamarsfjörðurinn er falleg
sveit og margt er þar, sem hreif
huga athugullar stúiku, sem alin
er upp í faðmi .náttúrunnar. I
vöggugjöf fékk hún næma tilfinn-
ingu fyrir þeim djásnum íslands,
sem flestir stíga yfir eða horfa
framhjá í spretthlaupi mannsins
við tímann nú á dögum. Hið fagra
umhverfi æskuáranna snart hana
og mótaði. Hún gat glaðst meir við
að sjá skrautlegt blóm, veðurbarða
skóf á kletti, litskrúðugan stein en
dýrgrip gerðan af manna höndum.
Heiman hlaut þó leiðin að liggja.
Hugur stóð til frekara náms en
fátt mátti í heimabyggð. Hún fór í
Kvennaskólann og lauk þaðan
prófi árið 1950. Næstu árin eftir að
námi lauk stundaði Aðaibo'rg
skrifstofustörf í Reykjavík, þar
sem hún kynntist eftirlifandi
manni sínum, Finnboga Jóhanns-
syni skólastjóra. Gengu þau í
hjónaband 31. maí 1952. Að loknu
námi réðst hann kennari til
Súðavíkur. P’yrstu búskaparárin
vestur í Súðavík voru þeim hjón-
um gæfuskeið. Þar fæddist þeim
sonur árið 1952. Hann hlaut nafn
móðurafa síns. Alla tíð var hann
yndi móður sinnar. Bar hún hann
mjög fyrir brjósti og viidi hans
hag sem mestan og bestan í öllu.
Aðalborg tók alla tið mikinn og
virkan þátt í erilsömu starfi
manns síns. Skólinn varð því
vettvangur hennar í starfi utan
heimilisins. Mörg stúlkan naut
tilsagnar Aðalborgar, er hún
kenndi hannyrðir uppi í Árbæjar-
skóla um 6 ára skeið. I því starfi
sem og í aðalstarfi hennar síðari
árin, ritarastarfinu, kom vel fram
sú alúð og nærgætni, sem henni
var svo lagið að láta samferðafólk
sitt njóta.
Við Aðalborg hófum störf sam-
an, er ég varð kennari við
Hvassaleitisskóla. Varð mér fljótt
ljóst, að þar fór hæg og prúð kona,
skarpgreind, sem fleipraði ekki
með dægurmál. Orð hennar voru
fá, en þau höfðu gildi. Enn betur
kom þetta fram, er við hófum störf
saman í Fellaskóla, enda störf
okkar tengdari þá en fyrr. Ég mæli
fyrir munn kennara og starfs-
manna allra við Fellaskóla, er ég
harma hve stutt stofnun okkar
fékk notið ágætra starskrafta
Aðalborgar Sveinsdóttur. Hryggi-
legt var að sjá hana berjast af
fremstu kröftum við þann, sem
allir hljóta að lúta. Sú barátta fór
ekki framhjá neinum er nærri var,
og veit ég, að allir virtu og dáðu þá
konu, sem þar háði stríðið.
Er Aðalborg hefur nú kvatt
okkur, biðjum við starfsmenn
Fellaskóla manni hennar, syni og
fjölskyldu allri huggunar og
styrktar í þeirra sára missi. Guð
blessi minningu þessarar góðu
konu.
Fyrir hönd kennara og starfs-
manna Fellaskóla.
Gunnar Kolbeinsson.
-Trú tú ei. maður á haminKÍuhjól.
heiflríka dai;a né skínandi sól,
þótt leiki þér gjdrvallt í lyndi“.
(M.J.)
Fáein kveðjuorð frá tengdafor
eldrum.
Aðalborg var fædd á hinu forna
prestssetri og kirkjustað Hálsi í
Hamarsfirði austur, en þar bjuggu
þá foreldrar hennar. Sveinn Stef-
ánsson, sem látinn er fyrir all-
mörgum árum, og kona hans,
Kristín Sigríður Stefánsdóttir,
enn á lífi áttræð að aldri.
Síðsumar árið 1952 flutti Aðal-
borg, nýgift Finnboga ellzta syni
okkar, í fámennt sjávarþorp vest-
ur við Djúp, þar sem við áttum þá
heimili. Og þar, í hlýju skjóli
vestfirzkra fjalla á ströndinni við
mynni hins oft og tíðum lognkyrra
Álftafjarðar, fæddist einkasonur
þeirra, fyrir réttum tuttugu og sex
árum síðan.
Ungu hjónin höfðu kynnzt á
undanförnum námsárum í Reykja-
vík. Hún í Kvennaskólanum, hann
í Kennaraskólanum. Að vonum var
okkur það ómælt fagnaðarefni að
bjóða hina ungu, hugljúfu og vel
gefnu tengdadóttur velkomna inn-
an fjölskyldunnar. Enda urðum
við ekki fyrir vonbrigðum hvað
það snerti, því að jafnan reyndist
hún okkur ráðholl og frábærlega
hjálpfús hverju sinni, er hafa
þurfti. Með sáran söknuð í huga
þökkum við henni fyrir það allt í
hinzta sinn.
Guðjóna Guðjónsdóttir.
Jóhann Hjaltason.
Hverju sem ár
»K ókomnir daxar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini.
sem aldrei svíkja.
Davíð Stefánsson.
Aðalborg vinkona mín Sveins-
dóttir er dáin. Ég á þess ekki
lengur kost að hitta hana trygga
og trausta, með góðlátlega glettni í
augnaráðinu og með hlýja feimnís-
lega brosið sitt, sem alltaf bauð
mig velkominn í bæinn. Hún er
horfin yfir móðuna miklu. —
Mig setti hljóðan og mér vafðist
tunga um tönn, þegar mér bárust
þær fréttir, að Aðalborg Sveins-
dóttir væri látin, hefði andast á
Landspítalanum mánudagskvöldið
27. nóvember síðastliðinn. Og í
senn syrgði ég góðan genginn vin
um leið og ég var þó þakklátur
fyrir að sjúkdömslega hennar var
á enda. Ég gat ekki að því gert, að í
hugann komu þær ljóðlínur Davíðs
Stefánssonar sem birtar eru hér í
upphafi. Slík kona var Aðalborg.
Aðalborg var fædd 1. júní 1929 á
Hálsi í Hamarsfirði, dóttir Sveins
bónda þar Stefánssonar og konu
hans Kristínar Sigríðar Stefáns-
dóttur. Þar ólst hún upp í
foreldrahúsum ásamt bróður sín-
um Ingimar, nú skólastjóra á
Djúpavogi. Og þar átti hún sín
æskuspor og æskudrauma.
Haustið 1946 hóf Aðalborg nám
í Kvennaskólanum í Reykjavík og
lauk þaðan prófi vorið 1950.
Hinn 31. maí 1952 giftist Aðal-
borg eftirlifandi manni sínum,
Finnboga Jóhannssyni skólastjóra,
sem þá hafði nýlokið kennaraprófi.
Þá um haustið stofnuðu þau
heimili í Súðavík við Álftafjörð' en
þar hafði þá Finnbogi fengið
kennarastöðu. Þarna áttu þau
heima næstu tvö árin og þarna
fæddist einkasonur þeirra Sveinn
hinn 9. september 1952. Haustið
Systraminning:
Guðrún Jónsdóttir og
Guðríður Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
Fædd. 16. janúar 1901.
Dáin 4. apríl 1977.
Guðríður Jónsdóttir
Fædd 6. apríl 1897.
Dpin 20. nóvember 1978.
Nú eru frænkur mínar á Vestur-
götunni báðar farnar af þessum
heimi. Ég segi „á Vesturgötunni",
því að þar stóð lengst af heimili
þeirra og foreldra þeirrá. Síðustu
árin, sem þær systur lifðu báðar,
bjuggu þær í lítilli en snoturri íbúð
að Hátúni lOa í skjóli þess góða
fólks, sem þar hefur af miklum
myndarskap og mikilli fórnfýsi
reist stórhýsi á vegum Öryrkja-
bandalags Islands.
Eftir lát Guðrúnar, 4. apríl 1977,
átti Guöríður samastað á
Hjúkrunar- og elliheimilinu
Grund í Reykjavík. Þar lézt hún
20. nóvember s.l.
Þær systur áttu ættir að rekja
vestur í Dali. Foreldrar þeirra
vour hjónin Jón Jónsson frá
Spágilsstöðum í Laxárdal og
Þuríður Jónsdóttir frá Gilsbakka í
Miðdölum. Var Guðríður fædd á
Hróðnýjarstöðum í Laxárdal 6.
apríl 1897, þar sem þau hjón voru
þá heimilisföst. Nokkrum árum
síðar barst fjölskyldan vestur að
Isafjarðardjúpi og þykir mér
sennilegt, að Jón og Þuríður hafi
verið þar í húsmennsku, þótt ekki
hafi ég þar um heimildir. Yngri
dóttirin, Guðrún, fæddist að
Jökulkeldu í Mjóafirði þann 16.
jan. 1904. Eftir nokkurra ára dvöl
við Djúp flyzt fjölskyldan aftur
suður í Dali. Er Jón þá fyrst
nokkur ár á Spágilsstöðum með
sitt fólk en gerist síðan ráðsmaður
á Hrappsstöðum, þar sem Páll
Ólafsson frá Hjarðarholti stóð
fyrir búskap um þær mundir.
'Næst gerist hann starfsmaður við
verzlun Páls í Búðardal en árið
1919 flyzt öll fjölskyldan til
Reykjavíkur, þar sem hún átti
samastað æ síðan.
Þuríður móðir þeirra systra lézt
5. apríl 1943 og hafði þá fjögur ár
um sjötugt, en Jón maður hennar
3. apríl 1958. Hann var fæddur 2.
október þjóðhátíðarárið 1874.
Ekki kynntist ég Þuríði að
marki enda mun hún hafa fallið
frá um þær mundir er ég hóf að
venja komur mínar til Reykja-
víkur. Jón afabróður minn heim-
sótti ég hins vegar iðulega síðustu
árin sem hann lifði. Er mér enn í
fersku minni þessi sviphreini
aldurhnigni maður, þar sem hann
sat í skjóli dætra sinna á heimili
þeirra að Vesturgötu 33b. Hann
var gæddur sérstæðri frásagnar-
gáfu og hafði yndi af að ræða um
liðna atburði, einkum frá þeim
tíma, er hann átti heima vestur í
Dölum. Oft varð honum tíðrætt
um þá daga, er hann var í þjónustu
Páls Ólafssonar frá Hjarðarholti,
en Páls og hans fólks minntist Jón
ævinlega með sérstakri hlýju og
þakklæti.
Eftir komuna til Reykjavíkur,
1919, munu þær systur hafa gengið
að þeim störfum sem til féllu, m.a.
gengu þær að fiskvinnu í Viðey, en
þar átti fjölskyldan heima um
hríð. Á sínum yngri árum starfaði
Guðríður um skeið við Holds-
veikraspítalann í Laugarnesi.
Guðrún stundaði lengst af sauma-
skap, bæði á saumastofum hér í
borginni og síðar heima.
Eftir að Jóns naut ekki lengur
við, kom það í hennar hlut að sjá
heimilinu farborða. Hún var afar
smá vexti og vegna meðfæddrar
bæklunar átti hún jafnan erfitt
um gang. En i veikbyggðum
líkama þessarar smávöxnu konu
bjó einhver tápmesti persónuleiki,
sem ég hefi kynnst um dagana.
Ekki má ég mæla svo eftir
frænkur mínar, að ég minnist ekki
þeirra eiginleika, sem hvað ríkast-
ir voru í fari þeirra en það voru
gestrisni og frændrækni. Var það
mest yndi þeirra systra, þegar
frændur og vinlr sóttu þær heim,
1954 fluttu þau Aðalborg og
Finnbogi til Reykjavikur og hafa
átt þar heima síðan.
Það var úti í Kaupmannahöfn
veturinn 1968—’69 að leiðir okkar
Aðalborgar lágu fyrst saman. Ég
var þá í framhaldsnámi við
Danmarks Lærerhöjskole ásamt
nokkrum öðrum Islendingum,
þeirra á meðal Finnboga Jóhanns-
syni. Finnboga þekkti ég lítillega
áður úr Kennaraskólanum. Ég og
kona mín höfðum tekið íbúð á
leigu og vildi svo til að Finnbogi
dvaldist þá hjá okkur í nokkurn
tíma meðan hann beið eftir íbúð,
sem hann hafði fengið loforð fyrir.
Þá varð til sú vinátta sem aldrei
hefur borið skugga á síðan.
Ekki gat ég fundið annað en að
Finnbogi yndi vel hag sínum
þennan tíma. En það fór ekki milli
mála, að hann átti sér mikið
tilhlökkunarefni. Hann átti von á
konunni sinni til sín, þegar íbúðin
losnaði í Sommerstedgade. Þá
skildi ég ekki til fulls þessa
innilegu tilhlökkun Finnboga. En
svo losnaði íbúðin, Finnbogi flutti
þangað inn og áður en langt um
leið kom Aðalborg til hans og
afbragðs kynni tókust með henni
og okkur hjónunum. Þá fór ég að
skilja tilhlökkun Finnboga félaga
míns og vinar.
Ibúðin í Sommerstedgade var
leigð út með húsgögnum. Þar voru
skrautlegir skápar og bak við
glerið í þeim sátu virðulegir
postulínshundar og austurlenskt
glerdót með dularfullum yfirstétt-
arblæ. Og húsgögnin báru merki
fínheita og yfirborðsmennsku og
logagyllt brosnið á þeim stakk í
augun.
En þegar Aðalborg og Finnbogi
voru sest þarna að, var persónu-
leiki þeirra svo sterkur, heimilis-
andinn og heimilishlýjan svo ekta,
að bronsglitið og fordildin féll í
skuggann og maður varð hennar
ekki lengur var. Við skynjuðum
og þótti þá ekki verra ef fulltrúar
yngri kynslóðarinnar voru með í
förinni. Heimili þeirra var rómað
fyrir þrifnað og snyrtimennsku og
þegar gesti bar að garði, var þeim
fagnað af innileik og fölskvalausri
gleði. Þær voru báðar fróðar um
menn og málefni og kunnu vel að
segja frá liðnum atburðum. Þegar
svo bar undir, gátu þær verið
glettnar í tilsvörum, og brást það
naumast að höfð væru uppi
gamanmál, þegar setið var yfir
veitingum á heimili þeirra. Nú eru
þessar ljúfu stundir liðnar en eftir
lifir minningin um þessar góðu og
grandvöru konur. Báðar voru þær
systur ættfróðar í bezta lagi og
fylgdust þær alla tíð mjög náið
með ættfólki sínu í ýmsum byggð-
um landsins. Frá ungum aldfi og
til æviloka stóðu þær í Bfandi
bréfasambandi við frændlið sitt
vestan hafs, en það yár mjög
fjölmennt. Nú þegar þær eru báðar
fallnar frá, kemur þs(ð í okkar hlut
að skrifa síðasta þréfið til Ame-
ríku.
Ýmsum mætti virðast svo sem
ekki sé mikií tíðindi að segja af
lífshlaupi þeirra Guðrúrrar *og
Guðríðar Jónsdætra. Samt lifðu
þær á sinn kyrrláta hátt ótrúlega
byltingu í íslenzku þjóðlífi. Þær
fæddust til þeirra naumu kjara,
sem á síðasta fjórðungi 19. aldar
höfðu hrakið mikinn fjölda ætt-
menna þeirra vestur um haf;
barnsskónum slitu þær í Dölunum
og vestur við Djúp á þeim árum
þegar harðbýlast hefur orðið hér á
landi á þessari öld; starfsárin voru
helguð Reykjavík kreppuáranna;
fullorðins- og elliárin veittu þeim
ioks nokkra hlutdeild í þeirri
það eitt, að þarna áttum við góðum
vinum að fagna, sem alltaf t g
ævinlega var jafngott að heim-
sækja.
Og heimilið þeirra Aðalborgar
og Finnboga í Sommerstedgade
varð von bráðar sálubætandi
gróðurvin, sannkölluð Sumarhús,
eins og vinur okkar Kristján
heitinn Ingólfsson kallaði þetta
heimili þeirra Aðalborgar og
Finnboga í Kaupmannahöfn. Það-
an eiga margir margar góðar
minningar, sem þeir eru þakklátir
fyrir.
En brátt var Kaupmannahafn-
ardvöl á enda og heim var haldið í
önn dagsins. Aðalborg og Finnbogi
dyttuðu nú að húsi sínu í Vorsabæ
17, ræktuðu lóðina, bjuggu sér
heimili sem bar smekkvísi þeirra,
hagleik og hlýhug gott vitni. Þar
var gott að koma á góðra vina fund
og þaðan fór maður betri maður en
kom.
Og ég get bætt því hér við, að
aldrei hefi ég kynnst hjónum, sem
hafa verið eins samhent og sam-
huga í einu og öllu og þau
Aðalborgu og Finnboga. Ef annað
hjónanna var þátttakandi í ein-
hverju, þá lét hitt það sig líka
miklu máli skipta. I hverju verki
og hverju áhugamáli stóðu þau
saman og studdu hvort annað.
Aðalborg Sveinsdóttir var skyn-
söm kona, hæglát og hjartahlý.
Hún kunni vel að koma fyrir sig
orði, var kímin og gamansöm í
góðra vina hópi. Hún var trygg-
l.vnd og traust og góður vinur vina
sinna.
Aðalborg fór á Landspítalann í
júlímánuði og átti þaðan ekki
afturkvæmt í lifenda lífi. Hún bar
sjúkdómserfiðleika með miklu
æðruleysi og sýndi þá sem fyrr að
henni var ekki fisjað saman. Þegar
líða tók á legu hennar var henni
ljóst hvert stefndi, en óbuguð var
hún meðan hún hafði ráð og rænu.
Hún var fædd og uppalin fyrir
velmegun og félagslegu öryggi,
sem þjóðin öll hefur notið hin
síðari ár. Það má vera, að tölurnar
á reikningi þeirra í því samfélagi
sem nefnist íslenzkt þjóðlíf hafi
ekki alltaf verið háar. I erfiðri
lífsbaráttu drógu þær þó hvergi af
sér og gengu þeim mun harðar
fram sem kringumstæðurnar
sniðu þeim þrengri stakk. Úttektin
þeirra á þessum sama reikningi
var jafnan í naumara lagi og því
veit ég með vissu að í þessum
viðskiptum hallaði hvergi á þær,
þegar upp var staðið.
Síðustu árin var Guðríður oft
rúmföst langtímum saman og lá
hún þá ýmist heima eða á
sjúkrahúsum hér í borginni. í
veikindum Guðríðar hjúkraði Guð-
rún henni af fágætri alúð og
fórnfýsi. Minnist ég þess ekki, að
Guðríður hafi nokkru sinni verið
svo daglangt á sjúkrahúsi, að ekki
kæmi systir hennar í heimsókn og
þá tvisvar á dag fremur en einu
sinni, ef svo hagaði til um
heimsóknartíma. Þótt ekki hefði
hún mörg orð þar um, veit ég að
GuðríÖur bar þungan harm í
brjósti eftir systur sína þá 19
mánuði sem hún lifði Guðrúnu.
Þetta var lengsti aðskilnaðurinn í
áratuga sambýli þeirra og nú er
hann á enda. Sá Guð sem gefur
blóm á leiðin gefur okkur einnig
vetrarsnæinn. Nú breiðir hann
sína miskunnsömu hvítu blæju á
leiði þessara góðu systra þar sem
þær hvíla við hlið foreldra sinna í
Fossvogskirkjugarði í Reykjavík.
Hvíli þær í friði.
Friður Guðs þær blessi.
Sigurður Markússon.