Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.12.1978, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1978 33 Fella- og Hólasókn Aðventukvöld verður í safnaðarheimilinu að Keilufelli 1 á sunnudags- kvöld kl. 20.30. Séra Lárus Halldórsson flytur erindi, frú Guðbjörg Halldórsdótt- ir les upp og kirkjukór Fella- og Hólasóknar syng- ur undir stjórn Guðnýjar Magnúsdóttur. Jörgen-Frantz Jacobsen: Dýrmæta líf Bók þessi er úrval af sendibréf- um sem færeyski rithöfundurinn Jörgen-Frantz Jakobsen (1900 — 38) ritaði á löngu ára- skeiði vini sfnum og landa, skáldinu William Ileinesen. Segir höfundurinn hispurslaust og af óvenjulegri bersögli frá sálarlífi sínu í baráttunni við banamein sitt, svo og frjórri lífsnautn sinni, en sér í lagi óstýrilátum ástum sínum og „Barböru“, og gerir grein fyrir hrifnæmri aðdáun á uppruna og átthögum. margþætt- um skoðunum og listrænum viðhorfum. Jörgen-Frantz Jacobsen er víð- kunnur fyrir hina sérstæðu skáld- sögu Barböru (Far, veröld, þinn veg) sem hann samdi á dönsku og kom út að honum látnum. Hafði hann samtíðarfólk að fyrirmynd- um margra persóna hennar og lýsir m.a. sjálfum sér í dulargervi séra Páls og fjöllyndri æskuunn- ustu sinni sem Barböru. Jörgen- Frantz Jacobsen kom hingað til Islands, ritaði greinar um íslensk efni og var nákunnugur mönnum og málefnum hér. Aðalsteinn Sigmundsson kennari þýddi tvær bækur hans á íslensku, skáldsög- una Barböru og ritið Færeyjar, land og þjóð. William Heinesen tók saman og bjó til prentunar bréfin í Dýrmæta lífi, en Hjálmar Ólafsson mennta- skólakennari íslenskaði bókina. Hún er 121 blaðsíða að stærð, prentuð í Odda. Bókin er prýdd nokkrum ljósmyndum. r Islenzkar úrvals- greinar III BÓK þessi er 3. bindi greina- safnsins sem Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður hafa valið. Flytur hún 24 greinar frá 19. öld. Er þeim raðað eftir aldri og um röð sumra fremur farið eftir því hvenær þær voru ritaðar eða fluttar en birtinga- tíma þeirra á prenti. Höfundar ritsmíðanna í íslenzk- um úrvalsgreinum III eru.Magnús Stephensen, Jóhanna Briem, Jónas Hallgrímsson, Sigurður Breið- fjörð, Konráð Gíslason, Tómas Sæmundsson Jón Hjaltalín, Jón Sigurðsson, Gísli Brynjólfsson, Sveinbjörn Hallgrímsson, Svein- björn Egilsson, Jón Árnason, Arnljótur Ólafsson, Guðbrandur Vigfússon, Benedikt Gröndal, Páll Melsteð, Jón Ólafsson, Grímur Thomsen, Steingrímur Thorsteins- son, Gestur Pálsson, Vilhelm H. Pálsson, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Valtýr Guðmundsson og Einar Benediktsson. Um tilurðartíma greinanna segja útgefendur í formála: „19. öldin er heillandi tímabil í sögu íslenzkrar tungu og bókmennta. Þjóðin vaknar þá til nýs skilnings á hlutverki sínu og rétti og þeim fjölgar óðum, er kveðja sér hljóðs og hvetja hana til dáða á hreim- miklu og hrífandi máli.“ Fjögur innbrot á Akranesi TVEIR piltar, 14 og 15 ára, brutust inn á fjórum stöðum á Akranesi á þriðjudags- og mið- vikudagskvöld. Stálu þeir sam- tals um tvö þúsund krónum og ollu einhverjum skemmdum. Þeir voru handteknir á fimmtudag og játuðu strax. Á þriðjudagskvöld brutust pilt- arnir inn í barnaskólann og stálu þar um tvö þúsund krónum. Kvöldið eftir brutust þeir inn á skrifstofu Hafarnarins hf., verk- stjóraherbergi hjá niðursuðu Har- aldar Böðvarssonar & Co og í beitiskúra Heimaskaga. Ekkert fémætt fundu þeir á þessum stöðum. Philips kann tökin á tækninni - Næg bílastæöi í Sætúni 8 heimilistæki sf HAFNARSTR/ETI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.