Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÖTTABLAÐI
30. tbl. 66. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Fólk skotið á
götumKampala
Nairobi, 5. febrúar. Reuter.
UGANDAHERMENN voru
í dag sagðir hafa skotið
fólk til bana á götum
Kampala eftir tvær
skemmdarverkaárásir í
Uganda um helgina.
Ugandastjórn skýrði jafn-
framt frá því að
skemmdarverkamennirnir
Foreldrar
óttaslegnir
í Napoli
Napoli, 5. febrúar — Reuter.
ÓTTASLEGNIR íoreldrar
sprautuðu sóttvarnarefnum á
götur í fátækrahverfi í Napoli í
daR ok skoruðu á borgarstjórn-
ina að hreinsa holræsi eftir enn
cinn barnadauða í borginni.
Dularfull veira hefur farið
eins ok eldur í sinu um fátækra-
hverfin ( Napoli og orðið 58
börnum að bana á 11 mánuðum.
Veiran er ekki þekkt í smá-
atriðum þrátt fyrir ítarlega rann-
sókn en hún ræðst á öndunarfær-
in. Veikin er kölluð „veiki fátæka
fólksins" og er aðeins banvæn
ungum börnum sem eru vannærð
og búa í heilsuspillandi húsnæði.
Læknar segja að sóttvarnar-
efni hafi engin áhrif á sjúkdóm-
inn.
Rúmlega 100 börn frá betur
settum heimilum liggja í sjúkra-
húsi með sömu veiki en búizt er
við að þau nái sér öll.
hefðu verið handteknir og
að þeir hefðu komið frá
Tanzaníu.
íbúar í Kampala segja að her-
menn, sem voru á verði í höfuð-
borginni í gær þegar nokkrar
sprengingar urðu, hefðu skotið af
handahófi á vegfarendur og drepið
nokkra. Mikil spenna er enn í
borginni og vegatálmum hefur
verið komið fyrir á öllum vegum
sem liggja til Kampala.
Uganda-útvarpið segir að raf-
orkuver í Jinja 100 km austur af
Kampala, hafi skemmzt í
sprengingunum og rafmagnslaust
varð í höfuðborginni. Kveikt var í
stórum eldsneytisgeymi í iðnaðar-
hverfi Kampala.
Útvarpið skellti skuldinni á
Júlíus Nyerere, forseta Tanzaníu,
og útlaga frá Uganda, en sagði að
sökudólgarnir hefðu verið hand-
teknir. Nyerere sagði í Dar Es
Salaam, að framvegis yrði barizt
við Ugandamenn á yfirráðasvæði
Uganda en ekki Tanzaníu.
Samtök sem kalla sig „Björgum
Uganda-hreyfinguna“ og ekki hef-
ur verið vitað um fyrr en nú
hótuðu í dag að myrða Idi Amin
forseta og kváðust bera ábyrgð á
árásunum.
Diplómatar í Nairobi segja, að
völd Amins hafi aldrei verið í eins
mikilli hættu.
Harðnandi barátta geisar milli
hermanna sem eru hliðhollir Amin
og hermanna sem styðja Mustafa
Adrisi fyrrverandi landvarnaráð-
herra. Adrisi hershöfðingi var
rekinn í desember.
Teng varaforsætisráðherra og kona hans við brottförina frá Seattle í gær að lokinni níu daga heimsókn
þeirra í Bandaríkjunum.
Teng ánægður að
lokinni heimsókn
Washington. 5. febrúar. Reuter. AP.
KÍNVERSKI varaforsætis-
ráðherrann Teng
Hsiao-ping fór til Japans í
dag að lokinni einstæðri
heimsókn til Bandaríkj-
anna og sagði að hún hefði
eflt friðinn í heiminum.
Teng aflýsti síðasta at-
Khomeini tiinefnir
forsætisráðherra
Teheran, 5. febrúar. AP. Reuter.
AYATOLLAH Ruhollah Khomeini skipaði 73 ára gamlan olíusérfræð-
ing forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar sem á að gera íran að
fslömsku lýðveldi og sagði að öllum andstæðingum hennar yrði
stranglega refsað sem uppreisnarmönnum.
Ilinn nýi forsætisráðherra dr. Mehdi Bazargan, sem er baráttumað-
ur fyrir mannréttindum og íyrrverandi yfirmaður íranska olíufélags-
ins, sagði fréttamönnum að ríkisstjórn sín væri ekki „skuggaráðu
ncyti“, hún væri alvörustjórn, raunveruleg ríkisstjórn.
Þúsundir stuðningsmanna
Khomeinis söfnuðust saman þar
sem Bazargan hélt blaðamanna-
fund sinn og hrópuðu vígorð til
stuðnings leiðtoga sínum og „Baz-
argan, Bazargan“. Hann sagði að
Tito kvœnt-
ur óperu-
söngkonu?
Belgrad, 5. febrúar — AP
Júgóslavneskir embættismenn
vildu ekkert segja í dag um
þrálátan orðróm um að Tito
forseti, sem cr 86 ára gamall,
hafi skilið við þriðju eiginkonu
sfna og gengið að eiga 35 ára
gamla óperusöngkonu, Gertruda
Munitic, frá Sarajevo
Ættingi hennar segir að hún sé
fráskilin og aðspurður hvort hún
væri ennþá ógift sagði hann. „Já,
í svipinn." Tito er á ferðalagi í
Miðausturlöndum;
stjórn sín mundi skipuleggja kosn-
ingar til stjórnlagaþings, þjóðar-
atkvæðagreiðslu um nýja stjórn-
arskrá og kosningar til nýs þings
sem mundi staðfesta skipun
stjórnarinnar.
Khomeini hvatti fólk til að fara
í „friðsamlegar göngur" um allt
land til að lýsa yfir stuðningi við
nýju stjórnina. Hann sagði líka að
embættismenn og hermenn ættu
að hafa samstarf við Bazargan.
Hermenn fluttust inn í stjórnar-
skrifstofur í allan dag, bersýnilega
með skipun um að halda ríkis-
stjórn dr. Bakhtiars við völd.
Bakhtiar ítrekaði þann ásetning
sinn að fara áfram með völdin og
sagði í útvarpi: „Ég get ekki fallizt
á nýju stjórnina. Eitt Iran ein
ríkisstjórn, ein þjóð. Ég mun halda
áfram að gegna löglegum skyldu-
störfum mínum."
Khomeini sagði á blaðamanna-
fundinum þar sem hann kynnti
Bazargan: „Andstaða gegn þessari
ríkisstjórn verður skoðuð sem
andstaða gegn lögum islams og
viðurlögin verða mjög ströng.“
Hann bætti við: „Hvers konar
aðgerðir gegn henni verða skoðað-
ar sem guðlast og uppreisn gegn
lögum islams.“
Dr. Bazargan sagði að hann
mundi ekki reyna að leggja undir
sig stjórnarskrifstofur Bakhtiars
og viðurkenndi að mörg ákvæði í
gildandi stjórnarskrá frá 1906
ættu rétt á sér þannig að hann
virtist fullvissa suma írana um að
„islamskt lýðveldi" hefði ekki í för
með sér gerbreytingu.
riðinu á dagskrá heimsókn-
arinnar áður en hann fór
vegna kvefs og þreytu.
Hann sagði í kveðjuávarpi
sem túikur las mestallt:
„Við komum í þeirri von að
efla friðinn. Við höfum
ekki orðið fyrir vonbrigð-
u
um.
Kínverski leiðtoginn gagnrýndi
Rússa harðlega nokkrum sinnum í
heimsókninni vegna fyrirætlana
sem þeir segja þá hafa um hernað-
arlega yfirdrottnun í heiminum og
veittist síðast að þeim í lokaávarp-
inu er hann sagði: „Kínverska
þjóðin mun leggja sitt af mörkum
til að berjast gegn heimsyfirráð-
um og svæðayfirráðum."
Teng var þreytulegur og veiklu-
legur í lok heimsóknarinnar og las
aðeins fyrstu setningu kveðju-
ávarpsins sjálfur og bað túlkinn að
lesa það. Én hann greip fram í
fyrir honum og flutti sjálfur loka-
orð þar sem hann þakkaði auð-
sýnda gestrisni. — „Megi þjóðir
Kína og Bandaríkjanna lifa í
vináttu kynslóð eftir kynslóð. Og
megi þær alltaf tryggja heimsfrið-
inn saman," sagði hann að lokum.
Rússar hafa brugðizt reiðir við
árásum Tengs en virðast bíða eftir
opinberum fullvissunum frá
bandarískum stjórnvöldum áður
en þeir fella endanlegan dóm, segir
fréttaritari Reuters í Moskvu.
I ummælum sínum hafa Rússar
einbeitt athyglinni að athuga-
semdum Tengs um hættuna frá
„sovézka ísbirninum" og fordæmt
þær á þeirri forsendu að þær séu
æsingakenndar og níðandi.
Rússar hafa auk þess harmað að
Bandaríkjamenn skuli hafa leyft
slíkar yfirlýsingar á bandarískri
grund.
A. ProU
framseld
London, 5. febrúar. Reuter.
DÓMARI í London fyrirskipaði í
dag að ungfrú Astrid Proll. sem
er grunuð um að vera félagi í
samtökunum Baader-Meinhof,
skyldi framseld Vestur-Þjóðverj-
um. Hún ætlar að áfrýja úr-
skurðinum.
Ungfrú Proll segist vera brezk-
ur ríkisborgari þar sem hún
giftist pípulagningamanni í
London 1975 og lögfræðingur
hennar vonar að það komi í veg
fyrir að hún verði framseld.
Vestur-þýzk stjórnvöld halda
því fram að ungfrú Proll hafi
skotið óvopnaðan leynilögreglu-
mann fyrir átta árum í Frankfurt
og tekið þátt í tveimur bankarán-
um.
Herlid Víetnama mætir
harðnandi mótspyrnu
Bangkok, 5. febrúar — AP.
FRÉTTIR bárust í dag aí harðn-
andi hardögum kambódiskra
skæruliða og víetnamskra her-
manna og samkvæmt sumum
heimildum gerir víetnamska her-
liðið samstillt átak til þess að
reyna að brjóta á bak aftur harða
mótspyrnu Kambódíumanna fyr-
ir sunnan Phnom Penh.
Nýja stjórnin í Phnom Penh
komst næst því í dag að játa að
fullur sigur væri ekki unninn í
Kambódíu. Heng Samrin, leiðtogi
stjórnarinnar, sagði í ræðu að
„leifar óvinarins“ hefðu flúið inn
í frumskóginn og veittu enn
harðvítugt viðnám gegn bylting-
unni. Hann skoraði á alla lands-
menn að færa fórnir og yfirstíga
„marga stóra og litla farar-
tálma“.
Gamla stjórnin hélt því fram að
skæruliðar hennar hefðu fellt
rúmlega 700 víetnamska hermenn,
eyðilagt 18 skriðdreka og náð á sitt
vald miklu af vopnum í bardög-
um að undanförnu um allt landið.
Thailenzkir og vestrænir sér-
fræðingar staðfestu fréttir gömlu
stjórnarinnar um að hörðustu
bardagarnir geisuðu meðfram
Bassacánni og í Takeó-héraði
sunnan við Phnom Penh. Víetnam-
ar hafa sent liðsauka á vettvang.
Bardagar hafa einnig aukizt í
strandhéraðinu í suðvestanverðri
Kambódíu samkvæmt thailenzk-
um heimildum og þar halda Kín-
verjar áfram að senda gömlu
stjórninni vistir. Víetnamskir fall-
byssubátar hafa beint thailenzk-
um fiskibátum frá þessu svæði.