Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRUAR 1979
Anna
Snorradóttir:
Bömin og leikhúsið
Það er ekki alveg laust við, að
maður sé svolítið feiminn við að
stinga niður penna og skrifa um
leikhús þar sem hvert blað virðist
hafa sérstaka menn til slíks og
sérmenntaða í þokkabót. Ekki er
nema gott eitt um það að segja, að
fjallað sé um leikhúsið sem bók-
menntir og þá af bókmenntafræð-
ingum, en það er bara svo margt
annað sem kemur til, og það á ekki
hvað síst við um barnaleikrit og
barnaleikritun. Þótt undirrituð sé
ekki „fræðingur" á þessu sviði
langar mig samt til að fara nokkr-
um orðum um leikhúsið og börnin.
Að laða börn
að leikhúsi
Við hljótum að vera sammála
flest okkar um það, að leikhús sé
hverju þjóðfélagi mikilvægt. Ef
svo er, skiptir máli, að börn laðist
að slíkri stofnun á unga aldri.
Börn eru ekki gömul, þegar þau
hafa gaman af leiksýningum hvers
konar og þetta þekkja margir. Þá
er ekki endilega nauðsynlegt að
skilja allt. Sjálf á ég dásamlegar
minningar frá leiksýningum í
þorpinu mínu fyrir vestan, Flat-
eyri við Önundarfjörð, þar sem
foreldrar krakkanna settu á svið
hitt og annað til skemmtunar og
fjáröflunar fyrir framfaramál í
plássinu. Þetta var ekki leikhús í
nútímaskilningi og þaðan af síður
leikarar og allur búnaður einkar
frumstæður, en það var leikið og
ærslast, og fyrir smátelpu var það
ómælilegt ævintýri og neisti að
áhuga á leikhúsi og leikmennt,
sem hefir haldist. í dag hafa fæst
börn tækifæri til þess, að fylgjast
með slíku starfi, þótt enn kunni að
vera á minni stöðum, en nú bjóða
sum leikhúsa okkar sérstakar
sýningar fyrir börn og hafa orðið
miklar framfarir í þessum efnum
síðustu áratugina. Barnaleikrit
eiga fyrst og fremst að vera til
þess að gleðja börnin og skemmta
og örva ímyndunarafl þeirra. Ég
held að börn kæri sig ekki um of
raunsæ leikrit og þau eru ekkert á
þeim buxunum að viija leysa
vanda þjóðfélagsins þá stund, sem
þau eru í leikhúsi. Barnaleikrit
hafa einnig tvímælalaust þann
tilgang að laða barnið að leikhús-
inu. Með auknum þroska fer slíkt
barn áður en varir að sækja aðrar
leiksýningar og líf þess tengist
leikbókmenntum á eðlilegan hátt.
Oftast eru það ævintýri, sem
sett eru á svið fyrir yngstu kyn-
slóðina, bæði innlend og erlend,
einnig hefur verið nokkuð um
erlend barnaleikrit þýdd, en miklu
sjaldnar leikrit samin sérstaklega
fyrir börn af hérlendu fólki. Yfir-
leitt hafa þessar sýningar verið
fallegar og skemmtilegar bæði
fyrir börn og einnig þá, sem
komnir eru af léttasta skeiði. Mig
langar þó að drepa á eitt atriði,
sem sumum leikstjórum hefir orð-
ið hált á að mínu viti, en það er
þegar nornir eða aðrar furðuverur
hafa verið gerðar of ljótar, of
hrikalegar eða háværar. Þá hefir
stundum mátt sjá foreldra á
harðahlaupum út með grátandi
börn. Þetta getur verið hættulegt,
því að fyrstu minningar barns úr
leikhúsi þurfa að vera á þann veg,
að það eigi þá ósk heitasta að
koma þangað sem fyrst aftur.
Viðhorf þess getur mótast af
fyrstu kynnunum og barn sem
verður ofsahrætt mun ekki biðja
um að fara í leikhús aftur a.m.k.
ekki fyrsta sprettinn. Barninu
þarf að þykja verulega gaman og
því þarf að líða vel, þegar það
kveður. A þann hátt laðar leikhús-
ið barnið til sín aftur.
Ævintýri
eða raunsæis-
bókmenntir
Af reynslu minni af börnum og
bókum hefi ég sannfærst um, að
ævintýri hvers konar eru vel til
þess fallin að örva ímyndunarafl
barnsins. Sama má raunar segja
um furðusögur og fantasíur (sbr.
Lína Langsokkur). Ég fer ekki dult
með það, að ég hefi mikið dálæti af
slíkum bókum fyrir börn en er lítt
hrifin, eða kann ekki að meta, væri
réttara, raunsæisbókmenntir „sér-
hannaðar" fyrir börn. Alvara lífs-
ins kemur nógu snemma til skjal-
anna og smám saman taka börn til
við að lesa bækur af ýmsu tagi. En
þegar menn taka sér fyrir hendur
eins og nú er gert víða um lönd, að
setja alvöruna og alls kyns erfið-
leika upp í sérstökum barnabók-
um, þá held ég að skotið sé yfir
markið. Að sjálfsögðu eru á þessu
undantekningar, en allur þessi
þjóðfélagsvandi og armæða í
barnabókum held ég að sé vafasöm
framleiðsla. Það hvarflar að
manni, að brátt kunni bókarheitin
að verða: „Pabbi fer á fyllerí" eða
„Mamma heldur fram hjá“ eða
kannske „Pabbi fer í fangelsi". Það
er aldrei að vita, hve langt menn
kunna að ganga í þessum efnum.
I leikhúsinu lifir barn sig inn í
ævintýri á auðveldan hátt, og
leikhúsið er í sjálfu sér ævintýri
þar sem áhorfandinn gleymir
stund og stað og hrífst með því
sem fram fer — grætur og hlær og
gleymir sjálfum sér.
Krukkuborg —
Ævintýraheimur
Barnaleikrit Þjóðleikhússins,
sem nú er verið að sýna, er einmitt
eitt af þessum góðu sýningum,
dæmigert ævintýri unnið upp úr
smásögu sem ber sama nafn eftir
Odd Björnsson. Þetta er draumur
lítils snáða, sem dvelur á hafsbotni
í heimi fiska og furðudýra, en
vaknar síðan upp í rúminu sínu og
draumurinn er búinn. Börn elska
slíkar sögur og ekki varð ég vör við
annað en að þau skemmtu sér vel.
Lítil frænka mín, sem var með
mér í leikhúsinu sagði í lokin: „Ég
ætla að sjá þetta hundrað sinn-
um!“ Það vekur furðu, hve gagn-
rýnendur hafa verið sparir á lofið,
og einkum varð ég hissa á skrifum
í Þjóðviljanum þar sem segir, að
þetta barnaleikrit sé „ómerkilegt
leikrit". Sá er skrifar ver miklum
tima í að bera þessa sýningu
saman við Alþýðuleikhúsið. Það
finnst mér vera eins og að bera
saman epli og perur! Alþýðuleik-
húsið stendur fyrir sínu, en ekki
mega öll leikhús vinna eins.
Smekkurinn er misjafn og lítið
gaman ef setja ætti allt undir
sama hatt. Mér finnst Þórhallur
leikstjóri og allt hans samstarfs-
fólk hafa unnið geysivel og
leikararnir skiluðu sínu með prýði
þannig að heildarsvipur sýningar-
innar varð skemmtilegur og mjög
nýstárlegur, og þakklát er ég
a.m.k. meðan enn eru menn, sem
vilja búa til ævintýri fyrir börn, en
þeir eru hreint ekki á hverju strái.
Kannske eru einhverjir, sem sjá
eftir þeim fjármunum, sem varið
er í allt skrautið? Ekki geri ég það.
Mér hefir yfirleitt fundist fjöl-
miðlar okkar kasta oft til höndun-
um við það, sem börnum er ætlað.
Það gleymist nefnilega stundum,
að það er stutt í það, að þessar
litlu manneskjur verði ungt fólk
og fulltíða og þá er of seint að
naga sig í handarbökin fyrir það
að hafa lagt lélegan grunn að
framtíð unga fólksins. Allt, sem
við gerum vel fyrir börnin okkar
gerum við fyrir framtíðina, fyrir
land og þjóð og heill hennar. Og ég
held að ekki eigi að gera lítið úr
fallegum ytra búningi leik-
sýningar, þótt efni hennar sé að
sjálfsögðu mikilvægt og hér var
gott ævintýri á ferð í ævintýra-
heimi með fiskunum á sjávarbotni.
Fyrir íslensk börn eru fiskar ekki
fjarlæg furðudýr, og þau eiga létt
með að slást í hóp með þeim og
yrkja sín eigin ævintýri. Ég get
ómögulega fallist á það að hér sé
„ómerkilegt leikrit" á ferðinni.
Sýningin höfðar að mínu mati
tvímælalaust til ímyndunarafls
barnsins, og þótt ekki sé farið
djúpt í sakirnar, þegar hreyft er
við vandamálum líðandi stundar
eins og mengun og ofveiði, þá mun
það nú samt börnunum minnis-
stætt. „Aumingja fiskarnir,"
heyrði ég einn lítinn snáða segja,
„aldrei ætla ég að henda svona
ógeðslegu drasli í sjóinn."
Sýningin er einnig blessunarlega
laus við öll skrípalæti, sem börn-
um er stundum boðið upp á og
ekkert barn mun fara úr leikhús-
Úr barnaleikriti Þjóðleikhússins „Krukkuborg“ eftir Odd Björnsson.
Tillaga Tryggva Agnarssonar í Stúdentaráði:
Kjörstöðum verði fjölgað og
utankjörstaðakosning leyfð
Tryggvi Agnarsson, formaður
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta í Háskóla íslands. og
fulltrúi félagsins í stúdentaráði,
hefur lagt fram tillögu um breyt-
ingar á fyrirkomulagi kosninga í
Háskólanum. Helstu atriði tillögu
Tryggva eru um að leyfðar verði
utankjörstaðakosningar, og að
kjörstaðir skulu vera fleiri en
einn. Skulu kjörstaðirnir vera
víðs vegar um borgina, þannig að
kjördeildir verði í öllum aðal-
kennslustöðum Háskólans.
Tryggvi lagði tillögur sínar
fram til athugunar á fundi
stúdentaráðs hinn 1. febrúar
siðastliðinn. Var vel tekið í hug-
myndir þær sem settar voru fram,
og tillögunum vfsað til hags-
munanefndar stúdentaráðs. Mun
nefndin hafa tillögurnar til
athugunar og senda þær aftur til
stúdentaráðs, sem siðan tekur
afstöðu til þcirra á fundi sinum
næstkomandi miðvikudag.
Til að tillögurnar verði sam-
þykktar þurfa þær að fá tvo
þriðju atkvæða, þar sem um laga-
breytingu er að ræða.
Kjörsókn í kosningum til
stúdentaráðs og háskólaráðs í
Háskólanum hefur farið minn-
kandi síðustu ár, og hafa stúdent-
ar verið óánægðir með fyrirkomu-
lag kosninganna, og telur
flutningsmaður þessara tillagna
að bæta megi nokkuð úr með
breyttum reglum.
Breytingatillögur Tryggva við
lög stúdentaráðs fara hér á eftir í
heild:
9. gr. hljóði svo: Stúdentaráð kýs
ekki síðar en 1. febrúar ár hvert
kjörstjórn til að sjá um kosningar
til Stúdenta- og Háskólaráðs.
Skulu fulltrúar allra deilda skól-
ans og sjálfstæðra námsbrauta
eiga þar sæti. Stúdentaráð skipar
einnig formann kjörstjórnar sér-
staklega. Kjörstjórn annast aða!-
koningar, aukakosningar og at-
kvæðagreiðslu utan kjörfundar,
udirbýr kosningar og ákveður
kjördag. Heimilt er kjörstjórn að
skipa sér aðstoðarmenn við fram-
kvæmd kosninga úr hópi stúdenta.
10. gr. hljóði svo: Kjörstjórn
útbýr kjörskrá og skal hún liggja
frammi á skrifstofu Stúdentaráðs
a.m.k. tvo síðustu virku dagana
áður en kosning utan kjörfundar
hefst. Kærur vegna kjörskrár
skulu hafa borist kjörstjórn eigi
síðar en kl. 12 á hádegi daginn
áður en kosning utan kjörfundar
hefst. Úrskurðum kjörstjórnar má
skjóta til Stúdentaráðs.
11. gr. hljóði svo: Kjörstjórn
lýsir eftir framboðum og skal
framboðsfrestur vera minnst ein
vika og rennur út 10 dögum fyrir
kjördag. Kjörstjórn skal auglýsa
aðsetur sitt, þar sem framboðum
er veitt viðtaka og þar sem unnt er
að ná sambandi við hana.
12. gr. hljóði svo: Kjörstjórn
úthlutar bókstöfum til lista og þá
með tilliti til þeirra venja, sem
þegar hafa skapast í því efni og
skal auglýsa rækilega framkomin
framboð, bókstafi þeirra og alla
kosningatilhögun, svo sem at-
Háskóli íslands.
kvæðagreiðslu utan kjörfundar,
kjördag og í hvaða kjördeild
stúdent skal greiða atkvæði. Kjör-
stjórn annast gerð kjörseðla. A þá
skal rita framboðslista í stafrófs-
röð. Kjósanda skal einungis heim-
ilt að greiða einum lista á hvorum
kjörseðli atkvæði sitt og má hann
breyta röð frambjóðenda og strika
út eftir almennum reglum. Kjör-
stjórn metur eftir almennum regl-
um gildi atkvæðis og hverjum það
telst greitt, svo og framkomnar
breytingar á röð frambjóðenda.
13. gr. hljóði svo: Kjörstjórn
skal sjá um að atkvæðagreiðsla
utan kjörfundar sé haldin á skrif-
stofu Stúdentaráðs kl. 12—16 þrjá
virka daga fyrir kjördag. Kosning
þessi skal vera fyrir þá er ekki
telja sig geta greitt atkvæði á
kjördag. Kosning á kjördag skal
fara þannig fram að upp skulu
settar kjördeildir í öllum aðal-
kennsluhúsnæðum Háskólans og
skulu þær opnar frá kl. 9—18. Þau
eru: Aðalbygging, Árnagarður,
Lögberg, húsnæði Verk. og raunv.
d., Grjótgarður, Ármúli 30, Suður-
landsbraut 18, Grensásvegur 12.
Heimilt er kjörstjórn að setja upp
kjördeildir í öðru húsnæði Háskól-
ans ef henni þykir henta. Þeirri
ákvörðun er þó heimilt að skjóta
til Stúdentaráðs.
Tryggvi Agnarsson.