Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Um 2.300 Víetnamar hírast í skipi á Manilaflóa og fá ekki að fara í land en matur, drykkjarföng og lyf hafa verið send um borð og alþjóðleg samtök reyna að finna framtíðarheimili fyrir fólkið. Verkföllin í Bretlandi: Boð Callaghans fær engu þokað Hjónavígsla hjá Kennedy Gladwyne, Pennsylvaniu, 5. febrúar - AP JOSEPH P. Kennedy, annar sonur Roberts sáluga Kennedy, gekk í það heilaga á laugardag. Sú heppna heitir Sheila Brewster Rauch, 29 ára dóttir bankamanns. Joseph er 26 ára. Meðal viðstaddra við hjóna- vígsluna voru Edward Kennedy öldungadeildar- maður og Jacqueline Kennedy Onassis, auk fjölda annarra venzlamanna brúðhjónanna. Tveir falla á Indlandi Nýju Dehlí, 5. febrúar - AP TVEIR létu lífið og átta særðust þegar lögregla hóf að skjóta á óeirðarseggi í landa- mærabænum Poonch í dag, en mótmælendur höfðu áður geng- ið berserksgang og kastað heimatilbúnum sprengjum og grjóti á flest sem fyrir var. Óeirðirnar brutust út á laugardag þegar fjórir stúdentaleiðtogar voru hand- teknir og sakaðir um að hafa ráðist á embættismann stjórn- ar Kashmir-fylkis og að hafa hleypt upp opinberum fundi í Poonch í síðasta mánuði. Alls hafa a.m.k. 80 manns særst í óeirðunum, þ.á m. 50 lögregluþjónar. Egyptar handtaka Líbýumenn Kairó, Eiryptalandi, 5. febrúar — AP. EGYPSK yfirvöld hafa skýrt frá því að 20 Libýumenn hafi verið handteknir í Egypta- landi og hefur þeim verið gcfið að sök að læðast inn f landið og reyna að fremja skemmdar- verk á opinberum byggingum. Herdómstóll hefur frestað réttarhöldum yfir Líbýumönn- unum, sem sagðir eru frá þjálfunarstöð fyrir hryðju- verkamenn í Líbýu. Moammar Khadafy Líbýu-leiðtogi hefur sem kunnugt er hótað að hrekja Anwar Sadat forseta Egypta frá völdum. Fanga- vörður særður Tórínó, 5. febrúar — AP KONA, sem gegnir fanga- varðarstörfum var í dag særð þegar hún var á leið til vinnu sinnar, og er það í fyrsta sinn sem skotið er á konus sem gegnir fangavörslu á Italíu. Kvennadeild vinstrisinnaðs hryðjuverkamam.ahóps hefur lýst sig ábyrga fyrir árásinni. Samkvæmt frásögnum lög- reglu var sex skotum skotið að konunni og voru þar að verki tvær manneskjur sem komust undan á mótorhjóli. Aðeins eitt skotanna hæfði vörðinn. London, 5. febrúar — AP-Reuter STARFSMENN 16 sjúkra- húsa í Westminster í London afréðu í dag að fresta fyrirhuguðu verk- falli, sem hefjast skyldi í kvöld, en verkfall starfs- mannanna hefði þýtt að starfsemi sjúkrahúsanna hefði lamazt. En þó að málamiðlun tækist í þessu tilviki eru um 1,5 milljónir opinberra starfsmanna enn í verk- falli og undirbúa þeir um þessar mundir frekari aðgerðir til að leggja Dungannon, Norður-íriandi, 5. febrúar. AP. Reuter. FÉLAGAR í írska lýðveldishern- um stóðu fyrir miklum spreng- ingum á langferðabflum og vöru- bflum í svonefndu Tyorne-héraði vestur af Belfast um helgina að því er segir í fréttum frá Dung- annon 1 dag. Að sögn lögreglunnar hófst þessi sprengingaalda á laugar- dag þegar fjórir grímuklæddir vopnaðir menn komust í miðstöð langferðabfla í Dungannon og sprengdu f loft upp allnokkra vagna og skemmdu marga. Nokkrum klukkustundum síðar voru 10 stórir vörubílar sprengdir í loft upp í Haulage-skipalæginu í áherzlu á kaupkröfur sínar. Svo virðist því sem tilboð James Callaghans um 10% hækkun launa starfsmannanna hafi engu um þokað til lausnar deilunni. Stéttar- félag opinberu starfsmannanna (PSE) hefur farið fram á 42% launahækkun og hafa lyktir verk- falls vörubifreiðastjóra orðið til þess að stappa stálinu í leiðtoga PSE og annarra verkalýðsfélaga. Vörubifreiðastjórarnir fengu 20,75% launahækkun, en það hefur verið stefna stjórnar Callag- hans að binda launahækkanir við 5 af hundraði. Enn ein stétt launþega hefur nú hótað að efna til verkfallsaðgerða fái þeir ekki framgengt launa- Tannamore rétt utan við Dung- annon. Að sögn lögreglu þar benda allar líkur til þess að sömu aðilar hafi verið að verki í báðum tilfell- um. í Coalisland sprungu tvær öflug- ar sprengjur í námunda við timb- urverksmiðju og ollu miklu tjóni en engum mannskaða þrátt fyrir að fjöldi manns væri við störf á svæðinu. Á sama tíma var lagður eldur í aðalskrifstofubyggingu fyr- irtækisins og urðu þar miklar skemmdir. Þá bárust fréttir af sprenging- um víðs vegar í landinu og urðu bílar í öllum tilfellum fyrir barð- inu á skemmdarverkamönnum. kröfum sínum. Þetta eru 33,000 starfsmenn við vatnsveitur, en þeir höfnuðu 13,9% launahækkun- um á samningafundum um helg- ina. Verði alvara úr verkfalls- hótunum þeirra blasir hið alvar- legasta ástand við, því verkfall þeirra mun koma þungt niður á öllum sviðum þjóðlífsins. 3 þús. fá landvist í Hong Kong Hong Kong, 5. febrúar. AP UM ÞRJÚ þúsund víet- namskir flóttamenn fengu ígær bráðabirgða land- vistarleyfi í Hong Kong eftir að hafa beðið um borð í skipinu Huey Fong fyrir utan hafnarmynnið í þrjár vikur að því er fréttir frá Hong Kong herma. Það vekur nokkra athygli, að yfirvöld hafa nú handtekið skip- stjórann á Huey Fong og ákært hann fyrir að fara ekki að reglum um fjölda farþega á skipi sínu. Skipið er gefið upp fyrir 14 far- þega en alls er talið að 3318 farþegar hafi verið um borð í upphafi en nokkrir þeirra létust síðar úr vosbúð og var varpað í hafið. Kúril-eyjar: Mótmæla umsvifum Rússa Tókýó, 5. febrúar, AP. JAPANSKA utanríkisráðuneytið afhenti scndiherra Sovétríkjanna í Tókýó í dag orðsendingu þar sem mótmælt er hernaðarupp- byggingu Sovétmanna á tveimur af fjórum eyjum fyrir norðan Japan, en löndin tvö greinir á um yfirráðarétt yfir eyjum þessum. Scndiherra Sovétríkjanna vísaði mótmælunum á bug. í tilkynningu japanska utan- ríkisráðuneytisins er því lýst að Japönum þyki miður staðsetning nýrra hersveita og bygging nýrrar hernaðarmannvirkja á eyjunum Kunashiri og Etorofu, en eyjarnar hertóku Sovétmenn við lok Kyrra- hafsstríðsins. Sagt er að þessi umsvif Sovét- manna séu óæskileg á allan máta og í andstöðu við vinsamleg sam- skipti ríkjanna. Ennfremur að umsvifin flýti ekki fyrir friðsam- legri og viðunandi lausn ágrein- ingsins útaf eyjunum. Kröfðust japönsk stjórnvöld í orðsending- unni að hin nýju mannvirki yrðu lögð niður og hernaðarumsvif á eyjunum minnkuð. Sprengjualda á N orður-í rlandi Svíþjód: Diplómatar fá reisupassann Stokkhólmi, 5. febrúar, AP. SÆNSK stjórnvöld hafa nú tilkynnt sendiráði íraks f Stokkhólmi, að nærveru þriggja sendiráðsmanna í Sví- þjóð sé ekki óskað í kjölfar handtöku eins fulltrúa utan- ríkisráðuneytis íraks og fimm Svía í Stokkhólmi, og hefur þremenningunum verið skipað að hypja sig úr landi hið fyrsta. Sænska lögreglan og utan- ríkisráðuneytið í Stokkhólmi hafa varist allra frétta af hand- tökunum og ástæðunum fyrir brottvikningu sendiráðsmann- anna. Hans Blix utanríkisráð- herra vildi ekkert um málið segja, hvorki um hvað það snerist né að hverjum það beindist. Hann sagðist vonast til þess að málið hefði ekki neinar diplómatfskar afleiðing- ar í för með sér. Háttsettur fulltrúi lögregl- unnar sagði þó í dag, að hér væri á ferðinni njósnamál sem beinst hefði gegn Irökum sem búsettir eru í Svíþjóð. Meðal Svíanna sem handtekn- ir voru í sambandi við málið var háttsettur maður í útlendinga- eftirlitinu og eiginkona hans. Sendiráðsmennirnir sem lýstir hafa verið „persona non grata“ í Svíþjóð eru fyrsti og annar sendiráðsritari og hernaðarfull- trúi sendiráðsins. Það var fyrir um einu ári að sænska lögreglan komst á snoð- ir um málið, og fóru handtök- urnar fram eftir að fylgst hafði verið með umsvifum viðkomandi allt frá því að ljóst varð um atferli þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.