Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 30

Morgunblaðið - 06.02.1979, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Hvaðeríupp- siglingu í kvik- myndahúsunum? NÝJA BÍÓ Ofangreint kvikmyndahús, sem er það næst elsta á landinu er þessa dagana að ganga frá samning um sýn- ingarrétt á næstu fimmtán myndum frá því kvikmynda- dreififyrirtæki sem það hefur umboð fyrir, en það er 20th Century-Fox. Líkt og önnur slík bandarísk fyrirtæki, þá hefur það minnkað fram- leiðsluna stórlega, þar gildir hið nýja lögmál: færri mynd- ir en meiri gæði. 20th-Fox hefur löngum gert myndir nokkuð ólíkar öðrum bandarískum. Oft- sinnis markað brautina eftir djarfar tilraunir. Þessi samningur ber þess gott vitni. Eftir velgengni STAR WARS og fleiri vel sóttra mynda lagði kvikmyndaverið útí gerð á svokölluðum „kvennamyndum", þ.e. mynd- um þar sem konur fara með aðalhlutverkið og myndirnar gerðar útfrá þeirra sjónar- punkti. Þetta mæltist vel fyrir, allar þessar myndir gengu vel um heimsbyggð alla, og nú feta hinir dreif- ingarhringirnir í fótsporið. 20th-Fox hefur á sínum snærum, þrjá af fremstu leikstjórum Bandaríkjanna, svo ólíkir sem þeir eru. Það eru Robert Altman, Paul Mazursky og grínfuglinn Mel Brooks. Verk þeirra allra er að finna í þeirri upptalningu sem hér kemur á eftir: • 3 WOMEN, er næst nýj- asta mynd Roberts Altmans, sem að margra dómi er fremstur bandarískra leik- stjóra í dag og með henni hóf hann uppreisn kvenna á hvíta tjaldinu, sem stendur enn. „Þrjár konur", er sál- fræðistúdía, sem hvar vetna hefur hlotið mikið lof og góða aösókn. Með aðalhlutverkin fara Sissy Spacek, Shelley Duvall og Janice Rule. • FIRE SALE, nefnist snar- ruglaður farsi, gerður af þeim ágæta leikara Alan Arkin, sem jafnframt fer með aðalhlutverkið. Þetta myndform hefur líka löngum þótt hæfa honum vel. Hér fer hann með hlutverk hálfóðs, mislukkaðs körfubolta- manns, sem hyggst bjarga föður sínum úr fjárþröng með því að kveikja í dauða- dæmdri matvöruverslun hans. Með önnur hlutverk í „Brunaútsölunni** fara m.a. Vincent Gardenia, Anjanette Comer og Sid Caesar, (SILENT MOVIE). • Þær upplýsingar sem ég hafði hvað mesta ánægju af að fá hjá Sigurði Guðmunds- syni, forstjóra Nýja Bíós, voru þær að kvikmyndahúsið hefur nú þegar lagt drög að kaupum á mynd sem talsvert hefur verið umrædd síðustu vikurnar — en það er engin önnur en endurgerð hryll- ingsmyndarinnar sígildu, NOSFERATU. Að hæfi er myndin gerð af þjóðverja og með þjóðverjum í aðalhlut- verkum, þrátt fyrir að mynd- in sé gerð fyrir bandarískt fyrirtæki. Leikstjórn annast enginn annar en Werner Herzog og með aðalhlutverk- There ia more than one secret at... A WEDDING" DESIARNA2JR. CARCH. DURNETT ' GERALDINE CHAPUN HOWARD DUFT MIAFARROW VITTORIO GASSMAN UUJANGISH LAUREN HUTTON VIVECA UNDfORS PATMcCORMICK DINAMERRIU NINA VAN PALLANDT (*N0 3]AiK>«nonu(Ncn mlativts ano unuptctio amjvaisi TOMMÝ THÖMPSON _ roöértalíman IOHN CONSIDINE PATRICIA RESNICK ALLAN NICHOLLS RODERT AITMAN ROOEIU ALTMAN'it'jOHN CONSIDINE ilfci A UON'S GATE FILMS PRODUCTION in fara Klaus Kinski og Bruno Ganz. • Innan veggja 20 Century-Fox, kom fyrsta „disaster", eða „hamfara- myndin“, fram í dagsljósið. Ein í þeim hóp er DAMNAT- ION ALLEY, en hún á að gerast í náinni framtíð. Með aðalhlutverkin fara Jan-Michael Vincent, George Peppard, Dominique Sanda og Paul Winfield. Tónlistin er eftir Jerry Goldsmith en leik- stjórn er í höndum Jack Smight. • Rithöfundurinn Lillian Hellman hefur löngum verið sveipuð talsverðri dulúðg og myndin JULIA dregur einm- itt nafn af enn dularfyllri persónu úr æviminningum hennar. Kvikmyndin, sem gerist rétt fyrir upphaf síðari heimsstyrjaldarinnar, hefur hvarvetna hlotið einróma lof, hjá gagnrýnendum sem al- menningi. Það er Jane Fonda sem leikur Hellman, Vanessa Redgrave leikur hinn dular- fulla byltingarmann, Julie og Jason Robards fer með hlut- verk sambýlismanns Hell- mans, rithöfundarins Dashiel Hamletts, (höfund einka- spæjarans Philips Marlowe). Þau Robards og Redgrave hlutu bæði Oscarsverðlaunin í fyrra fyrir leik sinn. Leik- stjórn annast hinn gamal- reyndi snillingur, Fred Zinnemann. • Ein myndin enn sem sýnir tilveruna fyrst og fremst frá sjónarhorni konunnar er stórmyndin THE TURNING POINT, mynd um tvær rosknar ballettstjörnur, sem kynnast á ný í gegnum börn sín, sem bæði hafa lagt á sömu braut. Áður voru þær skæðir keppinautar. Þetta er mynd um öfund, hatur, vin- áttu, sigra og ást. Með aðal- hlutverkin fara Anne Bancroft, Shirley McLaine og hér stígur landflótta ballett- snillingurinn Mikhail Baryshnikov, sín fyrstu spor í kvikmyndaveri. Leikstjórn annast Herbert Ross, en hann er einn lang eftirsótt- asti leikstjórinn vestra. Ástæðan: Þrátt fyrir að hann hafi ætíð gert tilkomumiklar og rándýrar myndir, þá hafa þær ennþá alltaf hitt í mark. • Einn þeirra sem fetað hafa útá hála braut farsameistar- ans Mel Brooks, er áður ná- inn samstarfsmaður hans, leikarinn Gene Wilder. Þetta er önnur mynd hans, þegar hefur verið sýnd hér „SHERLOCK HOLMES SMARTER BROTHER". Þetta nýjasta afkvæmi Wild- ers, fjallar um ruglaðan, bandarískan sveitamann, sem drifur sig til Hollywood til að taka þátt í keppni um eftirmann Valentinos! Nefn- ist myndin THE WORLD GREATEST LOVER og ásamt Wilder fara þau Carol Kane, (HESTER STREET), og Dom DeLuise með aðal- hlutverkin. • Og þá er komið að læri- meistaranum sjálfum, Mel Brooks, en nýjustu mynd hans, HIGH ANXIETY, er einmitt að finna í þessum hópi. Hún er gerð til dýrðar öðrum meistara, nefnilega Hitchcock, og þá þarf ekki að spyrja um efnið. Enda kallar Brooks mynd sína „A Psycho-comedy“, ehem. Sömu lúnatikkarnir og skrifuðu SILENT MOVIE sömdu handrit þessarar myndar. • Næst í röðinni er mynd gerð af leikstjóra sem margt hefur lært af meistara Hitch- cock, en það er Brian Hér geíur að líta atriði úr hinni upprunalegu NOSFERATU, sem gerð var árið 1922 aí Max Schreck. Fyrsta hlóðsugumyndin sem að kveður. DePalma, og myndin nefnist THE FURY. Þetta er hryll- ingsmynd í ætt við síðustu mynd leikstjórans, CARRIE. Með aðalhlutverkið fara Kirk Douglas, John Cassavetes, Carrie Snodgress og Charles Durning. Tónlist skóp John Williams. • Sú mynd sem hvað mest var lofuð á árinu sem leið, var tvímælalaust nýjasta mynd Paul Mazurskys, AN UNMARRIED WOMAN. Þykir hún verið orðuð allmik- ið við Oscarsverðlaunin í vor. Hún fjallar um, eins og nafn- ið gefur til kynna, konu, sem skyndilega sér á bak eigin- manni sínum og stendur ein upp í tilverunni ásamt barni sínu. Engin skyldi þó ætla að hér væri á ferðinni nokkur vælugangur, hér er tekið hressilega og raunsætt á þessari æ venjulegri þjóðfé- lagsstöðu konunnar. Með aðalhlutverkin fara Jill Clay- burgh og Alan Bates. • A WEDDING, nefnist glæný mynd eftir meistara Altman, en hér gerir hann ærið grín að þessari merki- legu stofnun. Til liðs við sig hefur hann fengið valinkunn-, an hóp leikara, m.a.: Carol Burnett, Geraldine Chaplin, Miu Farrow, Vittorio Gass- man, Lillian Gish, Lauren Hutton, Viveca Lindfors, Dinu Merrill, Ninu Van Pall- andt — auk 32 blandaðra kunningja, ættingja og óboð- inna gesta! • Sú mynd sem notið hefur hvað mestra vinsælda í haust og vetur vestan hafs, er nýj- asta mynd Richards Atten- borough og Joseph E. Levine, (A BRIDGE TOO FAR), MAGIC. Þetta er einkar hryllileg rauna- og ástarsaga búktalara, byggð á víðlesinni sögu Williams Goldmans, (BUTCH CASSIDY ..., THE STING, THE MARATHON MAN, o.fl. o.fl.). Með aðal- hlutverkin fara Anthony Hopkins, Ann Margret, Burg- ess Meredith og Ed Lauter. Tónlistin er eftir Jerry Gold- smith. Hetjuskapur eða hugleysi? AUSTURBÆJARBÍÖ: SEVEN BEUTIES Þetta sjötta verk ítalska leikstjórans Linu Wert- múller, (SWEPT AWAY ..., THE SEDUCTION OF MIMI, LOVE AND ANARCHY, og nú síðast ... IN A NIGHT FULL OF RAIN), er ásækin mynd, sem fjallar um mann- dóm, heiður og listina að þrauka og komast af. Pasqualino, (Giancarlo Gianinni), er stoltur ítali sem á sjö sydtur og móðir sem sjá fyrir honum með rúmdýnu- gerð. Á þeirra kostnað getur hann borið sig spjátrungs- lega í hversdagslífinu ög gengið í augu kvenþjóðarinn- ar. En dag nokkurn dynja ósköpin yfir. Pasqualino kemst að því að melludólgur er farinn að selja blíðu systur hans, slíkt er ekki samboðið stolti bróðursins, ættarhöfð- ingjans. Svo hann drepur skúrkinn samkvæmt upp- skrift, fenginni frá mafíufor- ingja hverfisins. Við yfir- heyrslurnar kemur stoltið Pasqualino enn í koll, þegar hann fúslega viðurkennir að hafa drepið dólginn til að viðhalda heiðri ættarinnar. Slíkt heimskubragð er ófyrir- gefanlegt, enda geta mafíós- arnir rétt fengið bjargað Pasqualino með því að fá hann dæmdan á geðveikra- hæli. Á hælinu dvelur Pasqualino við ill kjör, en möndulveldin eru að tapa stríðinu svo honum og fleiri sjúklingum er lofað útskrift ef þeir gangi í herinn og berjist á austurvígstöðvun- um. Nú er stoltið farið að þverra og Pasqualino sleppur þaðan á fremur vafasömum forsendum. Og enn eltir hann ólánið, því hann er fljótlega gómaður, dæmdur fyrir land- ráð og fluttur í útrýmingar- búðir nasista. Og hvað gerir ekki maður sem allt leggur í sölurnar fyrir lífsþorstann? Tekur líf- ið fram yfir virðinguna. Þetta er ytri búningur SEVEN BEUTIES, en þegar Wertmúller á í hlut fer fjarri að allt sé sem sýnist. Myndir hennar eru ótæmandi um- hugsunarefni. _ Personurnar oft öllu fremur tákn- t.d. hinn óhugnanlegi fangabúða- stjóri, (Shirley Stoller), lif- andi ímynd nasismans, ein- ræðis og ofbeldisvalds, hvar sem það er að finna. Wert- múller segir jafnan frá á kómískan hátt, gálgafyndinn oft á tíðum, þrátt fyrir að meining hennar er jafnan alvarleg og gagnrýnin. Verk hennar falla ekki inní greini- legan, fyrirframmótaðann, pólitískan ramma, þrátt fyrir að Wertmúller sé vafalaust með pólitískari leikstjórum vorra tíma. Skýringin er sú að persónur hennar lifa allar sínu eigin lífi. Stjórnmál eru valkostir. Myndirnar fjalla allar um þær félags- og kyn- ferðislegu aðstæður sem stýra þeim. Giancarlo Giannini hefur. farið með aðalhlutverkið í öllum vinsælustu myndum Wertmúllers, enda er tján- ingarríkt andlit hans áhrifa- mikið hjálpartæki í höndum hennar. SEVEN BEUTIES er að öllum líkindum kunnast verka Wertmúllers og að flestra dómi hennar besta. Er óskandi að fólk sem ann góðri kvikmyndalist og frásagnar- snilli, láti ekki þessa marg- slungnu mynd framhjá sér fara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.