Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 27 Magnús Guðmundsson ráðherra — aldarminnmg í dag er þess minnzt, að 100 ár eru liðin frá fæðingu eins merkasta stjórnmálamanns landsins á þessari öld, Magnús- ar Guðmundssonar ráðherra. Hann fæddist 6. feb. 1879 á Rútsstöðum í Svínavatns- hreppi, sonur Guðmundar bónda þar og síðar í Holti í Svínadal Þorsteinssonar og Björgu Magnúsdóttur. Hann varð stúdent frá Lærða skólan- um í Reykjavík 1902 og lögfræðingur frá Kaupmanna- hafnarháskóla fimm árum síðar. Að prófi loknu vann hann í Stjórnarráði Islands, en var síðan skipaður sýslumaður Skagfirðinga 1912 og bjó á Sauðárkróki. Hann varð skrif- stofustjóri í fjármáladeild stjórnarráðsins 1918. Magnús Guðmundsson varð fyrst ráð- herra 25. feb. 1920 í öðru ráðuneyti Jóns Magnússonar og fór þá með fjármál ríkisins. Eftir lát Péturs Jónssonar varð hann einnig atvinnu- og sam- gönguráðherra. Hann stundaði málaflutningsstörf í Reykjavík 1922—24, þegar hann tók við atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytinu í þriðja ráðuneyti Jóns Magnússonar. Hann varð dóms- og kirkjumálaráðherra í ráðuneyti Jóns Þorlákssonar 1926 og enn varð hann ráðherra 1932 í ráðuneyti Ásgeirs Ásgeirssonar og fór þá með dóms- og kirkjumál. Þá var hart að honum sótt, en hann stóð af sér spjótalög stjórn- málaandstæðinga þótt atlagan minnti einna helst á pólitízka gerningahríð. Hann var vamm- laus maður og grandvar. Magnús var ráðherra til 1934. Hann var síðan hæstaréttar- málaflutningsmaður til ævi- loka. Hann andaðist í Reykja- vík 28. nóv. 1937. Magnús Guðmundsson var þingmaður Skagfirðinga 1916—37, en landskjörinn þing- maður sama árið og hann lézt. Hann gegndi fjölda trúnaðar- starfa bæði sem embættismað- ur og einn af helstu leiðtogum Ihaldsflokksins, en hann átti sæti í miðstjórn flokksins frá stofnun hans 1924 og síðan í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins eftir að Ihaldsflokkurinn sam- einaðist Frjálslynda flokknum í maí 1929. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Magnús Guðmundsson skrif- aði mikið um stjórnmál í blöð, einkum Vörð. Magnús Guðmundsson kvæntist Soffíu Bogadóttur 1907 og eignuðust þau 3 börn. Eins og fyrr getur var Magnús Guðmundsson einn merkasti stjórnmálamaður landsins um sína daga, atkvæðamikill, en þó hlédræg- ur, fastur fyrir og ákveðinn, en þó kurteis drengskaparmaður og var raunar einn þeirra, sem hafa boðið af sér meiri pólitísk- an þokka en íslenzk stjórn- málabarátta hefur átt slcilið. ★ ★ ★ Þegar Morgunblaðið skýrir frá andláti Magnúsar Guðmundssonar 30. nóv. 1937, segir það, að fráfall hans hafi komið mjög á óvart og hitt vini hans sem þruma úr heiðskíru lofti eins og komizt er að orði. Hann hafði setið þingfund full- frískur, en gekk heim fyrir fundarslit vegna lasleika, sem hann kenndi. Það var botn- langabólga, sem einatt leiddi til dauða á þeim árum. Hann var skorinn upp, en lézt úr lungnabólgu. Um fráfall Magnúsar Guðmundssonar segir Morgun- blaðið m.a.. „Er fregnin barst út frá Landakotsspítala um að Magnús Guðmundsson væri dáinn, var þegar dreginn fáni í hálfa stöng á Alþingishúsinu. Eftir það barst fregnin út eins og eldur í sinu. fleiri fánar drúptu brátt víðs vegar um bæinn. Menn fundu til þess, að einn af ástsælustu og mikilvirt- ustu mönnum landsins var dá- inn. Þó að menn hefðu frétt að Magnús hefði verið fluttur á spítala kom dánarfregnin öllum á óvart. Magnús var talinn hraustur maður og heilsugóður, hann var maður í fullu starfsfjöri með óbilaða starfskrafta. Vinsældir hans og vegur fór vaxandi með hverju ári. Menn töldu víst, að hann ætti svo margt ógert til þjóðnytja." Jón Baldvinsson, forseti sam- einaðs Alþingis, minntist Magnúsar Guðmundssonar i ræðu, þar sem hann rakti helztu æviatriði hans, en komst síðan svo að orði: „Með Magnúsi Guðmundssyni er til moldar genginn einn þeirra manna, er fremstir hafa staðið í stjórnmálabaráttunni um sl. 20 ár. Hafði hann og marga þá kosti til að bera, er skipuðu honum sess meðal hinna mest metnu manna í flokki sínum. Frá embættis- og stjórnmála- starfsemi sinni hafði hann meiri og víðtækari þekkingu á íslenzkum stjórnarháttum en flestir samtíðarmenn hans. Þá var og mikil þekking hans á atvinnuháttum þjóðarinnar, einkum öllu er að landbúnaði laut, og lét hann sér jafnan annast um málefni bænda- stéttarinnar, þó að langur embættisferill og stjórnmála- starfsemi veitti honum góða yfirsýn um þarfir og hagsmuni annarra stétta þjóðfélagsins. Á Alþingi var Magnús Guðmundsson meðal hinna starfhæfustu og starfsömustu þingmanna og vann að hverju máli með þeirri samvizkusemi og nákvæmni, sem honum var eðlileg. Og þó að flokksmönn- um hans sé mest eftirsjá af fráfaili hans þá munu einnig þeir, er andstæðingar hans voru í stjórnmálum, bera hon- um það vitni, að vart hafi getið samvinnuþýðari mann x störf- um innan þings og utan. Hann var velviljaður maður og frið- samúr, en eigi voru þeir miklu kostir hans alltaf metnir sem skyldi... “ Og við útför Magnúsar Guð- mundssonar sagði Jón Bald- vinsson enn m.a.: „Magnús Guðmundsson var svo vand- látur um afgreiðslu þingmála, einnig þeirra er hann var and- vígur og barðist gegn, að hann benti andstæðingum sínum oft- lega á það í máli, er betur mátti fara bæði að efni og formi. Bar þetta vott um velvild og góð- girni en einnig um metnað hans fyrir þingsins hönd, að hvert mál væri sem vandlegast úr garði gert, er afgreitt var frá Alþingi, hvernig sem af- staða hans annars var til máls. Enginn getur sá verið í fylkingarbrjósti í íslenzkum stjórnmálum, að ekki sé beint til hans skeytum. Og Magnús Guðmundsson fór ekki var- hluta af því, enda var hann ótrauður liðsmaður síns flokks og var alloftast í fremstu röð sinna manna í orrahríð þjóð- málanna. Einkum hafði hann orð fyrir þeim á Alþingi og hélt hann fast og fimlega á málstað sínum, sem vænta mátti, kom bæði til góðar gáfur og óvenju mikil þekking á málefnum. Enda þótt hann hlífðist lítt við andstæðinga sína í stjórn- málasennum ætla ég þó, að hitt hafi verið nær skapi hans að bera friðarorð á milli heldur en halda uppi harðvítugum deilum u í minningargrein Ólafs Thors um Magnús Guðmunds- son látinn segist hann ekki geta lýst honum betur en með því að taka sér í munn sömu orðin og Magnús hafi sjálfur valið Jóni Þorlákssyni látnum: „Hann var afbragð annarra manna." Ólafur Thors sagði ennfremur, að ástæða þess, að Magnús Guðmundsson var einn allra mestur áhrifamaður sinnar samtíðar á sviði stjórn- mála hér á landi hafi verið sú, hvílíkur mannkostamaður hann var og átti til að bera mikla skapfestu, skilning og góðvild, vitsmuni og djúpsetta þekkingu á öllum viðfangsefn- um stjórnmálanna, auk þess sem starfshæfni hans hafi ver- ið með eindæmum. Og Ólafur Thors heldur áfram: „Það eru m.a. þessir kostir sem því valda, hve mikil áhrif Magnús Guðmundsson hafði á allan gang þjóðmálanna síðustu tvo áratugina. Hafði hann ýmist forystuna eða veitti mikilsverð- an stuðning í nær öllum um- bótamálum, er löggjöfin tók til á þessu tímabili, eigi sízt málefnum bændanna, enda var hann ásamt Jóni Þorlákssyni alla tíð áhrifamesti maður í stærsta stjórnmálaflokki landsins, var ungur settur í ráðherrastól og átti þar lengri setur en nokkur annar Is- lendingur til þessa hefur átt. Magnús Guðmundsson hefur um langan aldur notið mikillar virðingar og trausts allra, sem af honum höfðu persónuleg kynni og mjög margra annarra. Þó skortir enn nokkuð á, að hann hafi hlotið jafn almenna viðurkenningu og verðleikar standa til, en það stafar af því, er áður greinir, að hann skorti vígfimi til jafns við mannvit og mannkosti. En með hverju ár- inu sem leið fjölgaði þeim, er unnu honum sannmælis og síðar mun sagan sýna honum fullt réttlæti...“ í minningarorðum Ólafs Thors við útför Magnúsar Guðmundsonar segir hann óhikað að Magnús verði jafnan talinn með beztu og merkustu mönnum sinnar samtíðar. Og hann heimfærir þessi orð Klængs biskups Þorsteinssonar upp á Magnús Guðmundsson: „Þangað var til allra úrlausna að sjá, er hann var, hverskyns er við þurfti." ★ ★ ★ Er Magnús Guðmundsson var sýslumaður Skagfirðinga, þótti hann ráðhollur leiðbein- andi héraðsbúa og sjálfur taldi hann jafnan embættisár sín í Skagafirði hamingjusamasta tímabil ævi sinnar. Og þegar hann tók við ráðherraembætt- um og forystu flokks síns, fór sama orð af honum sem mikil- hæfum og ástsælum forystu- manni í þjóðmálum, vinsælum og virtum leiðtoga. Hann var hljóðlátur stjórnmálamaður, en einn þeirra fáu, sem vert er að minnast nær hálfri öld eftir dauða hans. Við útför hans báru ritstjórar Morgunblaðsins kistu hans. Nú þykir arftökum þeirra ástæða til að sýna minningu Magnúsar þá virðingu og ræktarsemi, sem hann á flestum öðrum skilið. Það hefur verið gæfa Sjálf- stæðisflokksins að eiga slíka forystumenn sem Magnús Guðmundsson. Slíka gæfu hafa sjálfstæðismenn kunnað að meta. Magnús Guðmundsson Hér á eftir fer minningarljóð, sem Guðmundur Friðjónsson orti við fráfall Magnúsar Guðmundssonar. Jafnvel þó í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaranns: gott er að signa göfugmenni, gjalda blessun minning hans, dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst ’ins fallna manns. Þegar heyr’ eg góðs manns getið, glaðnar yfir mér um sinn; þá er eins og dögun dafni, dreifi birtu um himininn; vonum fjölgi, veðrið batni, vökni af döggum jarðar kinn. Margur kveður Magnús hljóður, mænir um öxl, er fer á braut sonur bezti sinnar móður; sæmdar höldur í hverri þraut. Breiða yfir ’ann Birta og Gróður bezta vefnað — tvöfalt skraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.