Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 Hópferðabílar 8—50 farþega Kjartan Ingimarsson sími 86155, 32716. Stuttar neglur eru ekki lengur vandamál. Snyrtum neglur, gerum við brotnar neglur og lengjum neglur. Tímapantanir ísíma 17445. Snyrtistofan Laugavegi 19 Reykjavik voss ELDAVÉLAR-OFNAR■HELLUR ELDHÚSVIFTUR /Fúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 Eldavélar: 4 hraðhellur, klukka, hita- skúffa, stór sjálfhreinsandi ofn með Ijósi og fullkomnum grillbúnaði. Hvítar, gulbrúnar, grænar, brúnar. Innbyggingarofnar: Sjálfhreinsandi með Ijósi, fullkomnum grillbúnaðl og viftu, sem m.a. hindrar ofhitun inn- réttingarinnar. Helluborð: Ryðfrítt stál, 2 eða 4 hellur, alls 3 gerðir, auk skurðar- brettis og pottaplötu, sem raða má saman að vild. Eldhúsviftur: Útblástur eð hringrás, geysileg soggeta, stiglaus hraðastill- Ing, Ijós, varanleg fitusía. 4 lltlr. Afbragðs dönsk framleiðsla: Yfir- gnæfandi markaðshlutur í Danmörku og staðfest vörulýsing (varefakta) gefa vísbendingu um gæðin. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 sími 25810 Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir. Útvarp í dag kl. 14.30: Heilsuhagfræði Þáttur um heilsuhagfræði í umsjá Gísia Heigasonar og Andreu Þórðardóttur hefst í útvarpi í dag kl. 14.30. Að- spurður sagði Gísli, að þáttur- inn væri sprottinn út frá því að síðastliðið vor hélt Félag for- stöðumanna sjúkrahúsa ráð- stefnu um heilsuhagfræði, en hún er notuð gjarnan til þess að gera mönnum kleift að ákveða hversu mikill hluti þjóð- artekna fer til heilsugæzlu og heilbrigðismála. Þættirnir verða tveir og í dag verður fjallað um þá spurningu, hversu miklu við eigum að eyða til heilbrigðismála. Komið verð- ur inn á skipulagsatriði í því sambandi og reynt að grafast fyrir um það, hvar ákvarðana- taka liggur eða hvort það sé happa- og glappa-aðferðin sem ræður til hvaða greinar heil- brigðismálanna peningarnir fara. Þess má geta, að yfirleitt fara 7,2—7,3% þjóðartekna til heilbrigðismála og voru það um 30 milljarðar á síðastliðnu ári, en því fóru 75—80% til sjúkra- húsanna. Af þessu tilefni verður rætt við Pál Sigurðsson ráðuneytis- stjóra og Jóhannes Pálmason aðstoðarframkvæmdastjóra Borgarspítalans. Einnig verða teknar glefsur úr formálsorðum Davíðs Gunn- arssonar, forstöðumanns Félags forstöðumanna sjúkrahúsa, en hann setti áðurnefnda ráð- stefnu. Sjónvarp í kvöld kl. 20.55: „Skatturinn 1979” í sjónvarpi í kvöld hefst þáttur um skatta- málin í beinni útsend- ingu og er þátturinn í umsjá Guðjóns Einars- sonar fréttamanns. Þátt- Guðjón Einarsson. urinn er í tilefni af því, að menn hafa verið að undanförnu að skila skattframtölum sínum og eru þá með hugann við þessi mál. Rætt verður um skatta- málin almennt við full- trúa allra stjórnmála- flokkanna, en ætlað er að þeir verði fjórir. Einnig verður að sögn Guðjóns, leitað álits for- ystumanna vinuveitenda og launþega á stefnu nú- verandi ríkisstjórnar í skattamálum og dregin verða upp meðaltalsdæmi um það, hvað menn fá í skatt á þessu ári miðað við þær reglur, sem eru í gildi. Útvarp í kvöld kl. 22.50: Skoðanakannanir Víðsjá hefst í útvarpi í kvöld að vanda kl. 22.50 og er að þessu sinni í umsjá Ögmundar Jónassonar fréttamanns. „í Víðsjá í kvöld ræði ég við Harald Ólafsson dósent í félagsvísindadeild Háskóla íslands um skoðanakann- anir,“ sagði Ögmundur er hann var inntur nánar. Nokkrar meiriháttar skoðanakannanir hafa verið gerðar hér á landi og hefur það vart farið fram hjá nokkrum að í síðustu viku voru birtar niðurstöður könnunar um lestur íslendinga á dagblöðum og vinsældir einstakra sjónvarps- og hljóðvarpsþátta. Skoðanakannanir í margvíslegum tilgangi hafa tíðkast erlendis um langt skeið og hefur sitt sýnst hverjum um gildi þeirra. . Útvarp Revkjavík ÞRIÐJUDtkGUR ______6. febrúar MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Umsjónarmenn. Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis lög að eigin vali. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geirlaug Þorvaldsdóttir les söguna „Skápalinga" eftir Michaei Bond (11). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög; frh. 11.00 Sjávarútvegur og sigl- ingar: Guðmundur Hallvarðsson ræðir við Guðmund Ásgeirs- son framkvæmdastjóra um kaupskipaútgerð. 11.15 Morguntónleikar: Tom Krause syngur lög eftir Richard Strauss. Pentti Koskimies leikur á pianó / Itzhak Perlman, Barry Tuckwell og Vladimir Ashkenazy leika Tríó í Es-dúr fyrir fiðlu, horn og píanó op. 40 eftir Brahms. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Á frívaktinni. Sigrún Sigurðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Heilsuhagfræði; fyrri þáttur. Umsjón: Gísli Helgason og Andrea Þórðardóttir. M.a. rætt um hversu miklu af þjóðartekjum skuli verja til heilbrigðismála. 15.00 Miðdegistónleikar: Sinfóníuhljómsveit Vínar- borgar leikur „Nótt á norna- gnípu“, hljómsveitarverk eftir Mússorgský; Willem van Otterloo stj. / Lazar Berman og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika Píanó- konsert nr. 3 í d-moll op. 30 eftir Rachmaninoff; Claudio Abbado stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 veðuríregnir). 16.20 Popp. 17.20 Tónlistartími barnanna Egill Friðleifsson stjórnar tímanum. 17.35 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Heiður himinn í Ruhr Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi. 20.00 Fiðlusónata nr. 3 op. 45 eftir Edvard Gricg. ÞRIÐJUDAGUR 6. febrúar. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingar og dagskrá. 20.30 Djásn hafsins. I,okaþátt- ur. Blá paradís. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 20.55 Skattamálin. Umræður í beinni útsendingu með þátt- töku fuiltrúa alira stjórn- málaflokkanna. Stjórnandi Guðjón Einarsson. 21.45 Hættuieg atvinna. Norskur sakamálamynda- flokkur f þremur þáttum. ^Anna^þáttur^Helmer^fni fyrsta þáttar: Ung stúlka hverfur á leið heim úr vinnu, og skömmu síðar fiitnst lík hennar. Hún hefur verið myrt. Lögreglumanninum Helmer er falin rannsókn málsins. Kynnt er til sög- unnar önnur ung stúlka, Mai Britt, sem svipar mjög til hinnar fyrri. Er fyrsta þætti lýkur, er Mai Britt sofnuð, en hún hefur mælt sér mót við vin sinn daginn eftir. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið). 1.35 Dagskrárlok. Fritz Kreisler og Sergej Rachmaninoff leika. 20.30 Útvarpssagan: „Eyrbyggja saga“ Þorvarður Júlíusson bóndi á Söndum í Miðfirði byrjar lesturinn. 21.00 Kvöldvaka a. Einsöngur: Snæbjörg Snæbjarnardóttir syngur; ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. b. í febrúar fyrir 75 árum. Gunnar M. Magnúss rithöfundur les kafla úr bók sinni „Það voraði vel 1904“. c. Kvaeðalestur Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi fer með nokkur frumort kvæði. d. Ferð á þorrablót 1922 Sigurður Kristinsson kenn- ari flytur frásögn, er hann skráði eftir Magnúsi Tómas- syni frá Friðheimi í Mjóa- firði eystra. e. Kórsöngur Karlakór Reykjavíkur syng- ur lög eftir Sigvaida Kalda- lóns; Páll P. Pálsson stjórn- ar. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Víðsjá: Ögmundur Jónas- son sér um þáttinn. 23.05 Harmonikulög Harmonikukvartett Karl Grönstedts leikur 23.10 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn th. Björnsson listfræðingur. „Bilbo Bagggins f dí-ckaheHinum". Nicol Williamson les úr „The Hobbit“ eftir J.R.R. Tolkien. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.