Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. PEBRÚAR 1979 36 FÆREYINGAR munu á næsta ári taka í notkun nýtt síma- keríi sem saman stendur af takkasímum. svokölluðum, að því er færeyska blaðið Dimma- lætting skýrir frá. Allar sím- stöðvar úti á landi munu verða búnar að taka þetta nýja kerfi í notkun fyrir lok næsta árs en þar sem stöðin í Þórshöfn er eldri en aðrar símstöðvar í Færeyjum er hún ekki gerð fyrir slíkt kerfi og verður það því ckki tekið upp í bórshöfn fyrr en þar verður byggð ný símstöð. Takkasímarnir sem Færey- ingar fá eru þannig að í stað Fœreyingar fá takkasíma þeir hefðu fengið tilboð í það verk frá bandarísku fyrirtæki og hljóðaði tilboðið upp á 200 milljónir. Hins vegar sagði Þorvarður að dýrari gerð takkasíma sem nota sama símkerfi og símarnir sem nú eru hér í notkun hefðu verið á boðstólum í mörg ár en mjög lítil eftirspurn verið eftir þeim. Takkasímar sem hægt er að fá hér kosta 55 þúsund krónur og auk þess þurfa eig- endur þeirra að greiða 1200 króna aukagjald ársfjórðungs- lega. Hvenær hugsanleg breyting yfir í takkasímakerfi yrði hér á landi sagðist Þorvarður ekkert geta sagt um. Hann sagði að út um allt land biði fólk eftir símum og það yrði þá að meta það hvort nota ætti peningana til þess að útvega þessu fólki síma eða koma upp tæknilega fullkomnara símakerfi. þess að snúa skífu þegar númer er valið er þrýst á takka. Takk- arnir gefa frá sér mismunandi tóntegundir sem ákveða númer- ið. Að sögn munu þessir nýju símar orsaka færri „skökk núm- er“ en ella og einnig mun fólk vera 20% fljótara að hringja í takkasíma en síma sem hefur númeraskifu. Kostnaðurinn við að koma þessu nýja kerfi upp í Færeyjum (Þórshöfn er ekki talin með) er í kringum 100 milljónir. Sólbjörn Jacobsen símstöðv- arstjóri í Færeyjum segir að ástæðan til þess að þetta nýja kerfi verður tekið upp sé að framleiðslu gráu símanna, sem flestir nota núna og Færeying- arnir kaupa frá Danmörku, yrði fljótlega hætt og þeir teknir úr notkun. Símstöðin í Færeyjum þurfti því að taka ákvörðun um það hvaða nýjungar þeir myndu Póstur og sími hugleiðir breytingar taka upp og urðu takkasímarnir fyrir valinu. Mbl. sneri sér til Þorvarðar Jónssonar verkfræðings hjá Pósti og síma og spurði hann hvort á döfinni væru svipaðar breytingar á símakerfi íslend- inga. Þorvarður sagði að þeir vissu það að framleiðsla þeirra síma sem þeir kaupa inn núna færi að breytast og því hefðu þeir hugleitt málið en enga ákvörðun tekið. Ef takkasímar yrðu teknir í notkun á Islandi þyrfti að breyta öllum símstöðv- unum og sagði Þorvarður að Afmæliskveðja: Jóhann Skaptason fyrrv. sýslumaður 75 ára í dag í dag er 75 ára Jóhann Skapta- son fyrrverandi sýslumaður á Húsavík. Jóhann er sannur full- trúi aldamótakynslóðarinnar, hóg- vær og hæglátur hugsjónamaður, sem ekki lét glepjast af skarkala heimsins. Fáir munu þeir dagar sem hann hefur látið sér verk úr hendi falla og umfram allt hefur vandvirknin verið hans aðall. Okk- ur, sem höfum átt samleið með honum, er því bæði ljúft og skylt að hugsa til hans á þessum merku tímamótum og því hefur þessi fátæklega afmæliskveðja orðið tiL Jóhann er þingeyingur, fæddur í Litlagerði í Dalsmynni 6. febrúar 1904. Foreldrar hans voru Skapti bóndi í Litlagerði Jóhannsson Bessasonar bónda á Skarði í Dals- mynni og kona hans Bergljót Sigurðardóttir Guttormssonar frá Arnheiðarstöðum á Fljótsdal. Móðurætt hans er því af Fljóts- dalshéraði. Fm;eldrar hans eignuð- ust 8 börn. Efsta barnið, drengur, lézt nokkurra daga gamalt. Síðan komu 3 stúlkur í röð, þá annar sonur, Jóhann, og síðan aftur 3 stúlkur í röð. Þau náðu öll fullorð- ins aldri, en nú eru aðeins Jóhann og næst elzta systirin, Sigurlaug, á lífi. Jóhann fór ekki varhluta af harðri lífsbaráttu og mótlæti í æsku. Faðir hans dó aðeins fertug- ur að aldri, þegar Jóhann var á fjórða ári. Ekkjan, tæplega 33ja ára, stóð uppi með 7 börn. Engin önnur leið reyndist fær en leysa heimilið upp og fylgdi Jóhann móður sinni og tveim systrum austur á Hérað, en 4 dætur urðu eftir hjá ættfólki á Skarði og Grýtubakka. Árið 1912 ákvað Bergljót móðir Jóhanns að flytjast til Akureyrar. Hún var flínk saumakona og vann fyrir sér og sínum með saumaskap, en tók auk þess að sér vörzlu Barnaskóla Akureyrar um árabil. Jóhann ólst því upp á Akureyri frá 8 ára aldri, en var alltaf í sveit hjá ættfólki sínu í Þingeyjarþingi á sumrin, oftast á Skarði. Jóhann ætlaði í Gagnfræðaskól- ann á Akureyri haustið 1917, en ekkert var kennt við skólann þann vetur (1917—18) vegna frosta- hörku og kulda. Hann var á Skarði þann vetur og minnist þess, að einu sinni var 12 stiga frost á norðurloftinu, þegar þeir piltar gengu til náða. Það var þá ekki kaldasta nóttin. Segir Jóhann að sængurnar hafi svellað við vitin á þeim á nóttunni. Ég taldi rétt að fara nokkrum orðum um uppruna og æskuár Jóhanns, en þó sú upptalning hafi verið yfirborðsleg verður nú að fara fljótar yfir sögu. Jóhann lauk gagnfræðaprófi vorið 1921, var síðan við ýmis störf á Akureyri og víðar. Á árunum ’24—’27 var Jóhann í hópi brautryðjenda sem lásu undir stúdentspróf við Gagn- fræðaskólann á Akureyri. Þeir fóru til Reykjavíkur vorið ’27 og luku allir stúdentsprófi utan skóla við Menntaskólann í Reykjavík. Frammistaða þeirra var kornið sem fyllti mælirinn og sumarið eftir veitti Jónas Jónsson Gagn- fræðaskólanum á Akureyri leyfi til að útskrifa stúdenta. Jóhann fór síðan beint í lagadeild H.í. haustið 1927 og lauk lagaprófi í febrúar 1932. Þegar hann hóf laganám fluttist hann á heimili móðursystur sinnar í Reykjavík, Halldóru Sigurðardóttur, konu Jóns Jónssonar frá Auðnum í Laxárdal. Jón var bróðir Benedikts á Auðnum, þess þekkta manns úr forystusveit Kaupfélags Þingey- inga. Þar kynntist Jóhann dóttur þeirra, Sigríði og fann þar með forlög sín. Þau giftust 1930. Eftir lagapróf starfaði Jóhann hjá Olíuverzlun íslands til 1935. Fór þá utan og stúderaði þjóðarétt í Manchester á Englandi og einnig í Kaupmannahöfn. í nóvember ’35 fékk hann veitingu fyrir sýslu- mannsembættinu í Barðastrand- arsýslu og fluttust þau hjónin til Patreksfjarðar í janúar 1936. Þar sat Jóhann í rúm 20 ár. Fékk veitingu fyrir embætti bæjarfó- geta á Húsavík og sýslumanns í Þingeyjarþingi vorið ’56 og fluttist til Húsavíkur um haustið. Lét af embætti sumarið ‘74 fyrir aldurs- sakir, en býr hér á Húsavík í húsi sínu Túni og eyða þau hjónin ellidögunum hér í sinni ættar- byggð. „Ræktun lands og lýðs“ eru einkunnarorð Héraðssambands Þingeyinga. Hafi einhver starfað í þeirra anda er það Jóhann. Þegar ferill hans er rakinn kemur alls staðar fram ræktarsemi hans við menningararfleifð okkar og þrot- laust ræktunarstarf. Upp í hug- annn kemur stuðningur hans við byggðasafn og bókasafn í Vest- ur-Barðastrandarsýslu, Árbók Barðastrandasýslu, Skógræktarfé- lag V-Barð. garðrækt á Patreks- firði. Þrotlaus barátta fyrir sjúkrahúsi á Patreksfirði og fram- kvæmdastjórastarf við þá stofnun um árabil. Hann skrifaði þrjár af árbókum Ferðafélagsins, um Barðastrandarsýslu,, Suður-Þing- eyjarsýslu vestan Skjálfandafljóts og austan að slepptri Mývatns- sveit. Hann hóf útgáfu Árbókar Þingeyinga þegar til Húsavíkur kom og þótt hann væri hálfsextug- ur þegar hann lauk byggingu nýs sýslumannsseturs var strax hafizt handa við garðrækt. Nú er garður- inn umhverfis hús þeirra unaðs- reitur, sem setur svip á umhverfið. En lengst verður Jóhanns minnst á Húsavík fyrir framgöngu hans og þrotlaust starf að byggingu Safnahússins á Húsavík, sem hýsa mun 6 söfn. Það er þó ekki nema fyrsta húsið af fjórura, samkvæmt framtíðaráformum. Jóhann ákvað ungur að helga landsbyggðinni krafta sína og við það hefur hann staðið. Hann sagði einhverju sinni við mig, að hann undraðist að landnema-hugarfarið Hvalastofninn: Ekkert bendir til að um ofnýtingu sé að ræða Á SÍÐASTA ári náðist hvorki leyfilegt aflahámark fyrir langreyði né sandreyði, en samkvæmt ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins má meðalafli af langreyði ekki fara yfir 254 dýr á hverju sex ára tímabili, en þó ekki meira en 304 dýr á ári. Hámarksafli af sandreyði er nú 84 á ári, en íslenzka hvalveiðiskipin fengu 14 sandreyðar á síðasta ári og 236 langreyðar. í skýrslu Hafrannsóknastofnun- ar segir að þótt aflahámark hafi ekki náðst í veiði fyrrnefndra tegunda bendi ekkert til þess að um ofnýtingu þessara stofna sé að ræða. Reynsla undanfarinna 30 ára sýnir að sveiflur í veiðinni orsakist ekki af stærð stofnanna heldur miklu frekar af ytri að- stæðum. Rannsóknir á stórhvölum eru gerðar í samvinnu við brezka vísindamenn, en fyrirhugað er að innan skamms taki íslendingar sjálfir við öllum hvalarannsókn- um. Rannsóknastofnun landbúnaðarins: 100 miiljóna styrkur frá Kelloggsstofnun RANNSÓKNASTOFNUN land búnaðarins að Keldnaholti hcfur nýlega fengið styrk frá Kell- oggs-stofnuninni í Bandaríkjun- um að upphæð 300 þúsund dollar- ar, eða tæplega 100 milljónir íslenzkra króna. Kelloggsstofnunin, sem er óháð framleiðslufyrirtækinu, hefur um árabil veitt styrki til margvíslegra rannsókna og uppbyggingarvinnu í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. í Evrópu eru það einkum Bretland og Norðurlöndin sem styrki hafa hlotið, til dæmis hefur landbúnað- arháskólinn að Ási í Noregi þegið styrki stofnunarinnar. Styrkurinn verður nýttur til uppbyggingar að Keldnaholti og til tækjakaupa. Styrkveitingin er án skilyrða af hálfu styrkveitenda, nema hvað stofnunin áskilur sér rétt til að að fá tryggingu fyrir því að fjárhæðin renni raunverulega til hagnýtra framkvæmda eða rannsókna á sviði landbúnaðar. væri alveg að hverfa með íslend- ingum. Það var þá fyrst sem ég gerði mér grein fyrir, að við sem lifum utan seilingar höfuðborgar- innar erum öll í rauninni land- námsmenn í þessu lítt byggða landi. Þar sem Jóhann hefur lifað og starfað hefur hann stutt allt sem til framfara hefur mátt horfa í atvinnulegu og menningarlegu tilliti. Og liðveizla hans hefur oft reynst drjúg, reyndar oft riðið baggamuninn. Jóhann er landnámsmaður. Þegar ég fluttist til Húsavíkur fyrir rúmum 12 árum af öðru landshorni og öllum ókunnur, hög- uðu atvikin því svo, að ég varð tíður gestur á heimili sýslumanns- hjónanna og þau urðu því meðal fyrstu kunningjanna á staðnum. Þó að aldursmunurinn væri mikill þróaðist sá kunningsskapur fljót- lega til hreinnar vináttu, enda viðmót þeirra allt á þann veg að tilfinningar manna til þeirra verða aðeins með einu móti. Heim- ili þeirra, hinn ytri rammi, ber með sér festu og frið. Gríðarstór klukka í einu stofuhorninu tifar hægt og taktfast, tónninn dimmur og hljómurinn mikill og þungur, þegar hún slær. Við fellum niður tal á meðan. Stór málverk á veggjum. Myndaefnið, Arnarfjörð- ur, Dalsmynni, Þingvellir, vitnar um tryggð þeirra við byggðarlög, sem þau unna og lotningu gagn- vart helgasta sögustað landsins. Ljósmyndir af sama toga ásamt myndum af forfeðrum, ættingjum og vinum. Ýmsir sérstæðir munir, gjafir frá vinum og velunnurum. Þar á meðal mjög sérstæður gólf- lampi úr útskornu birki, hinn mesti dýrgripur. Gjöf frá íbúum Barðastrandarsýslu. Húsgögnin látlaus og þægileg. Gríðarstór Islandskort þekur einn vegginn í skrifstofu húsbóndans, bækur og tímarit þekja bókaskápa og hillur. Blöð og bækur á skrifborði ásamt ritvél og reiknivél, — ennþá er verið að starfa. Við settumst þar nýlega niður og innti Jóhann eftir að hverju hann væri helzt að vinna. Hann gerði lítið úr og taldi reyndar lífsferil sinn tæpast frásagnar- verðan, þar væri engu að segja frá. Þó er Jóhann ennþá fram- kvæmdastjóri Safnahússins á Húsavík svo og Árbókar Þingey- inga. Þá er hann nú að rita minningabrot um forfeður sína, t.d. Jóhann Bessason á Skarði. Sigríður kom til okkar og bauð kaffi. Hún býður reyndar oftast súkkulaði með kaffibrauðinu, það eitt finnst henni sóma. Hún er nokkrum árum eldri en Jóhann, hefur átt við vanheilsu að stríða, en heldur fullri andlegri orku og reisn og sér alveg um heimili þeirra ennþá. Þeim auðnaðist ekki að eignast börn. Við setjum í stofuna á eftir. Spurt er um ættingja og vini sem eiga við vanheilsu að stríða. Spjallað er um landsmál, þróun byggðarlagsins, heimsmál, menn- ingarmál. Jóhann er ekki unnandi leiklistar. Kveðst ungur hafa séð „Syndir annarra" og finnst hver og einn hafi nóg með sínar eigin syndir. Hann er glettinn og hlýr. Hann gleðst yfir framförum og efnalegri velsæld þjóðarinnar, en er uggandi vegna heimtufrekjunn- ar og óráðsíunnar sem fylgir. Hann harmar hvað fólk er oft biturt nú til dags og óánægðara en það var í allsleysi uppvaxtarára hans. Það er kominn tími til að kveðja. Að sumarlagi er gjarnan gengið út í garðinn um leið teygað að sér ferskt loft og gróðrarangan, fylgst með framgangi gróðurs. Það er ekki nóg. Jóhann fylgir mér heim og í mínum garði er einnig hugað að gróðri. Við kveðjumst, ég þakka Jóhanni hjartanlega fyrir fylgd- ina. Megi forsjónin gefa þeim hjón- um gifturíkt æfikvöld. Gfsll G. Auðunsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.