Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 35
Frá lögreglunni:
Vitni vantar
að ákeyrslum
RANNSÓKNADEILD lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Mbl. að auglýsa eftir vitnum að
eftirtöldum ákeyrslum:
Föstudagur 26.1. Ekið á bifreið-
ina G-10264 Volkswagen fólksb.
árg. ’71 rauða að lit, á stæði við
Háskólabíó, á tímabilinu kl.
21:00—23:00. Vinstra afturaur-
bretti skemmt.
Laugardagur 27.1. Ekið á bifreið-
ina P-17 Mazda fólksbifr. árg. ’75
græna að lit, á bifreiðastæði við
hús nr. 10 við Asparfell, kl. 21:50.
Fólk sá til ferða rauðrar bifreiðar
af gerðinni Hilman og var vélarlok
svo og annað framaurbretti grátt
að lit og er talið að þar sé um
tjónvaldinn að ræða. Skemmdir á
P-17 voru: Gafl að aftan vinstra
megin, afturljós og afturhöggvari.
Laugardaginn 27.1. Ekið á bif-
reiðina G-12013 Ford-Bronco
rauða/hvíta að lit árg. ’73, á
bifreiðastæði austan við Lindar-
götu 20 á tímabilinu kl.
01:30—10:00. Vinstri hurð er dæld-
uð og blár litur í ákomu.
Laugardaginn 27.1. Ekið á bif-
reiðina R-660 M-Benz fólksb. bláa
að lit, á bifreiðastæði á móts við
hús nr. 32 við Bergstaðastræti, á
tímabilinu kl. 20:30—21:30.
Vinstra framaurbretti var skemmt
og rauður litur í ákomu.
Laugardaginn 27.1. Ekið á bif-
reiðina R-11209 B.M.W. fólksb.
árg. ’78 hvíta að lit á móts við hús
nr. 70 við Víðimel á tímabilinu kl.
14:00—19:30. Vinstri framhurð og
framaurbretti skemmt.
Sunnudaginn 28.1. Ekið á bifreið-
ina R-8138 Lancer fólksb. árg. ’75
blágrá að lit, á bifreiðastæði við
Seljabraut 36, á tímabilinu kl.
19:00 þ. 27.1 til 15:40'þ. 28. 1.
Vinstra framaurbretti var
skemmt, og blár litur í ákomu.
Mánudaginn 29. 1. Ekið á bifreið-
ina R-60437 Volkswagen fólksb.,
rauða að lit þar sem hún stóð á
móts við hús nr. 12 við Smáragötu
á tímabilinu kl. 16:30—20:00. Far-
angursgeymslulok dældað og skrá-
setningarnúmer dældað og rifið
laust.
Miðvikudagur 31.1 Ekið á bifreið-
ina R-42161 Austin-Mini árg. ’74
bláa að lit, sennilega á móts við
Kokkhúsið í Lækjargötu á tímabil-
inu kl. 10:30—11:00. Vinstra fram-
aurbretti var dældað og rauður
litur í ákomu.
Fimmtudagur 1.2. Ekið á bifreið-
ina M-1156 Volga fólksb. árg. ’73
dökkbláa að lit, á bifreiðastæðinu
við Ugluhóla 8, á tímabilinu kl.
23:00 þ.31.1 til kl. 09:00 þ. 1.2.
Vinstra afturaurbretti var mikið
dældað og ljós brotið. Ljósblár
litur var í ákomu.
Fimmtudagur 1.2. Ekið á bifreið-
ina R-56171 Dodge Dart árg. ’67
gula að lit, þar sem hún stóð við
innkeyrsluna að Tryggingastofnun
ríkisins, Grettisgötu-megin, á
tímabilinu kl. 09:00—12:00. Hægra
afturaurbretti var dældað og var
dökkur litur í ákomu.
Búnaðarþing um
miðjan febrúar
BÚNAÐARÞING heíur verið
kvatt saman hinn 19. febrúar n.k.
og sitja það að þessu sinni 10
fulltrúar af 25 alls er ekki hafa
setið búnaðarþing áður.
í fréttabréfi upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins segir að búast
megi við miklum umræðum um
landbúnaðarstefnuna og þess
vænst að þingið láti í sér heyra
varðandi þau mál er ofarlega hafa
verið á baugi að undanförnu.
Þingið hefst kl. 10 mánudagsmorg-
un 19. febrúar.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
35
ISitjið á gólfinu meó beina
fætur í 45° horn. Beygið
ykkur áfram, grípiö um
öklana og reyniö aö koma
hökunni ofan í gólf. Verið kyrr
í 15 sekúndur. Hvíliö, og
endurtakiö 3 sinnum, ef Þiö
eruð byrjendur en 6 sinnum,
ef Þiö eruð í einhverri æfingu.
2Standið meö fætur í sundur og
handleggi út frá axlarhæö. Snúið
ykkur eins langt til hægri og pið getiö,
verið kyrr í 15 sek. Hvíliö og endurtakið
æfinguna til vinstri á sama hátt. Endur-
takið æfinguna 3 á hvora hlið ef pið
eruð byrjendur, annars 6 sinnum.
3Standið eins og í
æfingu 2.' Teygið
aðra höndiriá niður
með hliðinni og reyn-
ið að ná niöur aö hné.
Athugið að beygja
ykkur ekki fram,
heldur halla einungis
beint út á hlið, verið
kyrr í 15 sek. Endur-
takið æfinguna 3
sinnum á hvora hlið
ef pið eruð byrjendur
annars 6 sinnum.
5Sitjið meö hné bogin, lófana á gólfinu og fæturna öriítiö frá
gólfi. Færið síðan fæturna hægt pannig að peir verði beinir
og haldið peim alltaf örlítið frá gólfi. Veriö kyrr í 10 sek.
Endurtakið 3 svar ef pið eruð byrjendur, annars 6 sinnum.
6Liggið á gólfinu. Setjist síðan upp og færið um leið annan
fótinn upp að enni eins og sýnt er á myndinni. Verið kyrr í 5
sek. Endurtakið æfinguna 5 sinnum á hvorn fót ef pið eruð
byrjendur annars 10 sinnum.
4Liggið á gólfinu meö fætur saman og handleggi beint út frá
öxlum. Færið síóan vinstri fót yfir líkamann og reyniö að láta
tærnar nema viö fingurna. Veriö kyrr í 15 sek. Haldið fótunum
beinum. Gerið æfinguna 3 sinnum á hvorn fót ef piö eruð
byrjendur, annars 6 sinnum.
7Síöan er hægt aö gera
æfingar til að styrkja upp-
handleggí. Takiö eitthvað
pungt í báðar hendur. Setjið
svolítiö pykka bók á gólfiö og
tyllið tánum á hana. Lyftiö
ykkur síðan upp á tærnar og
lytið um leið höndunum upp.
Endurtakið æfinguna 10 sinn-
um.
80g til að styrkja fæturna
er ágætt að fá sér stöðug-
an stól og stíga upp á hann
með hægri og vinstri fæti til
skiptis. Endurtakið á hvorn
fót 6 sinnum.
Gott er að vita...
... aö á flísalögð gólf vilja
stundum koma blettír, sem
ekki fara viö venjulegan
pvott. Reyna má aö setja safa
af stórri sítrónu og örlítinn
sykur í skál meö heitu vatni.
Nudda síðan blettinn og láta
hann standa rakan í u.p.b.
klst., pvo hann pví næst með
heitu vatni. Verður flöturinn
pá mun hreinni og glansar
meir.
... að ef rjómi er orðinn súr
er hægt að fjarlægja súra
bragöið með pví að bæta
öriitlu af matarsóda út í
rjómann og hann verður
alveg eins og nýr.
... að pað fellur ekki eins
fljótt á silfrið, ef sykurmolar
eru settir í nálægð silfursins
inni í skáp eöa skúffu.
... að ef mylja parf tvíbökur
er auðveldast að setja pær í
palstpoka og rúlla yfir meö
kökukeflinu. Einnig ef mylja
parf ísmola, að setja pá í
plastpoka og slá á t.d. meö
kjöthamri.
... að ódýra og góða súkku-
laöissósu má búa til úr 1 dl
sykri, 1 dl vatni og %—1 dl
kakó. Allt sett í pott og soðið
par til sósan er orðin nokkuð
pykk. Má setja í ísskáp til aö
kæla og pykkja sósuna.
... aö auðveldasta aðferöin
við aö præða perlur upp á
snúru er að slíta eða klippa
práðinn á ská og dýfa endan-
um í naglalakk og láta paö
porna Þá verður endinn
harður eins og nál og kemst
auðveldlega í gegnum fín-
asta perlugat.
... að blóm meö stutta stilki
er hægt að hafa í háum
kristalsvasa án pess aö pau
detti ofan í, með pví aö rúlla
sellófani utan um stilkana.
Þaö sést ekki og hækkar upp
blómin.
... aö við umskiptin frá
kulda til hita myndast móða
á gleraugum. Þetta er hægt
að foröast með Því að bera
Þurra sápu báðum megin á
glerin og pússa yfir með
heitum eða volgum klút.
Þetta á að duga í nokkra
daga.
... að brauöið í brauð-
kassanum helzt lengur
ferskt, ef maður lætur
Þvegna og vel purrkaða
kartöflu í brauðkassann.
... að auðveldara er að
kreista saft úr sítrónum og
appelsínum, ef maður rúllar
peim smástund milli hand-
anna.