Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
45
C
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
barnið verður einangrað og lokar
sig inni frá jafnöldum sínum og
bíður varanlegt tjón á andlegri
heilsu sinni.
Hvernig væri því að stuðla að
því að enginn verði rægður svo
börnin haldi andlegri heilsu sinni.
Við getum ekkert gert við því þótt
börn stríði hvort öðru. Því þau eru
óvægin. En gerum þau ekki verri
með því að gefa fordærni sjálf.
Reynum að sýna það að við erum
verðug þess að börnin læri af
okkur og högum okkur sem slík.
Hættum að rægja náungann, því
þá verður mannlífið betra.
Móðir.
• „Sunnudags-
ökumenn“
Umferðin hér á Reykjavíkur-
svæðinu og víðar hefur verið um-
töluð og þá á margan hátt. Sumum
finnst hún ekki nógu góð, öðrum
betri en víðast annárs staðar.
Sjálfum finnst mér umferðin hér á
Reykjavíkursvæðinu betri en ger-
ist á mörgum öðrum stöðum, en þó
getur hún verið mjög þreytandi.
Um þverbak keyrði s.l. sunnu-
dag er ég fór út að keyra. Umferð-
in var eins og allir þeir ökumenn
sem á götunum voru hefðu verið í
klúbbnum kvöldið áður. Það voru
sem sagt eintómir „sunnudagsöku-
menn“ á götunum, eða allt að því.
Nokkrir voru þeir sem þurftu að
komast leiðar sinnar og voru þeir
eldrauðir í framan af bræði og
ekki gerði það umferðina betri.
Það er óskaplega sorglegt að
vera að keyra til þess að komast
leiðar sinnar þegar allir aðrir eru
að keyra bara til þess að keyra. Ég
vona að það sé ekki til of mikils
mælst að „Sunnudagsökumenn"
reyni að haga akstri sínum eins og
þeir séu ekki einu ökumennirnir
sem eru á ferðinni. í staðinn fyrir
að vera að skoða sig um, sýna
börnum og konu hitt og þetta fyrir
utan veginn, laga á sér hárið,
borða ís og fleira að þeir hafi
hugann við og augun á veginum og
hugsi um stjórntækin í bílnum.
Annars geta þeir eins tekið fjöl-
skylduna út í gönguferð.
Ökumaður.
• Aminning
Mig langar til að þakka Mbl.
fyrir að birta grein Magneu
Matthíasdóttur þar sem hún fjall-
ar um rétt sakborninga. Um leið
finnst mér greinin vera góð
áminning til blaðamanna um að
birta ekki nöfn manna sem lenda í
einhverri ógæfu fyrr en sekt
þeirra er sönnuð. Það á alls ekki að
bendla nöfn manna við glæpi sem
þeir hafa kannski alls ekki framið.
M.S.
Þessir hringdu . . .
• Unglingar
og trúmál
„Ég vildi fá að þakka sjónvarp-
inu fyrir að s.l. sunnudag skyldi
unglingur hafa hugvekjuna „Að
kvöldi dags“. Það er kærkomin
tilbreyting og mjög gaman að fá
að heyra að unga fólkið er líka
trúað og getur lýst skoðun sinni á
trúmálum.
Því hefur oft verið haldið fram
að trúin sé aðeins fyrir gamalt fólk
og unglingar hafi ekki áhuga á
trúmálum.
S.l. sunnudag fékk þjóðin að sjá
að svo var ekki og ætti vonandi að
vekja hana til umhugsunar um það
hvort trúin sé ekki eitthvað meira
en þorri landsmanna hefur hingað
til haldið að hún sé.“
Gömul kona.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á Evrópumeistaramóti unglinga
í Groningen um síðustu áramót
kom þessi staða upp í skák þeirra
Plasketts, Englandi, sem hafði
hvítt og átti leik, og Hawelko,
Tékkóslóvakíu.
20. Bd7! (Hótar 21. Dd6 mát) Ha6,
21. Hafl - Df8, 22. h^! - Hxg5,
23. hxg5 — fxe5, 24. Hxf8 — Rf6,
25. gxf6+ — Kxf8, 26. e7+ og
svartur gafst upp. Þessi skák fékk
fegurðarverðlaunin á mótinu.
• Leiðrétting
I Velvakanda sl. sunnudag var
sú slæma villa að sagt var að
maður hefði hringt og mótmælt
því að tími veðurfregna hefði verið
færður frá kl. 12.25 til 12.50 Rétt
er hins vegar að maður þessi
mótmælti hugsanlegri breytingu á
tíma verðurfregnanna þar sem
talað hefur verið um að færa hann
frá kl. 12.25 til 12.50. Eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum.
Lærið
vélritun
Ný námskeið hefjast í dag, 6. febrúar.
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13.
Vélritunarskólinn
Suðurlandsbraut 20
eigendur: sparið benzín!
— og komiö meö bílinn reglulega í 10.000 km. skoöun eins og
framleiöandi Mazda mælir með. í þessari skoöun er bíllinn allur
yfirfarinn og vélin stillt þannig að benzíneyösla veröur í lágmarki.
Þetta er mikilvægt atriöi meö stórhækkandi benzínveröi.
BÍLABORG HF.
Smiðshöfða 23 Verkstæði sími 81225
MAKKARÓNUSALAT M/SÝRÐUM RJÓMA.
ogsíðan
• MIÐVIKUDAG FRÁ KL. 2-5 E.H.,
SKINKU- OG SKYRSALAT.
• FIMMTUDAG FRÁ KL. 2-5 EH.,
RÚSSNESK KJÖTSÓSA.
Kynningahomið í MS. búðinni mun að jafnaði
standa fyrir kynningutn á nýjungum íframleiðslu
Mjólkursamsölunnar með leiðbeiningum um
notkun og notagildi mjólkurafurðanna til daglegrar
neyslu.
Sannarlega tímabcer neytendaþjónusta.
MSbúðín
í Mjólkursamsöluhásínu við Laugaveg 162