Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
Eyjólfur Konráð Jónsson:
Réttindi íslands á
Jan Mayensvæðinu
— Þingræða utan dagskrár í gær
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S) kvaddi sér hljóðs utan
dagskrár í efri deild Alþing-
is í gær, vegna ummæla
Benedikts Gröndal, utan-
ríkisráðherra, í norska sjón-
varpinu sl. miðvikudag, um
rétt Norðmanna til efna-
hagslögsögu við Jan Mayen.
Ræða hans fer hér á eftir en
efnisatriði umræðunnar að
öðru leyti eru rakin á þing-
síðu blaðsins í dag.
Fyrirspurnir
til ráðherra
og ríkisstjórnar
Tilefni þess, að ég kveð mér
hljóðs utan dagskrár eru umræður
þær, sem orðið hafa um réttindi
okkar annars vegar og Norðmanna
hins vegar á Jan Mayen svæðinu,
bæði hér á landi og í Noregi, ekki
sízt ummæli hæstvirts utanríkis-
ráðherra í norska sjónvarpinu sl.
miðvikudagskvöld, sem því miður
verða naumast skilin öðru vísi en
svo, að hann telji Norðmönnum
heimilt að lýsa yfir efnahagslög-
sögu við Jan Mayen út í 200 mílur.
Vona ég þó, að einhvers misskiln-
ings gæti hér, sem hæstvirtum
utanríkisráðherra takist að leið-
rétta. En spurningar þær, sem ég á
þessu stigi mun leyfa mér að bera
fram til ráðherrans eru eftirfar-
andi:
- 1) Hvað áformar utanríkisráð-
herra eða hæstvirt ríkisstjórn að
gera til að leitast við að tryggja
hagsmuni Islands á Jan
Mayen-svæðinu, utan 200 sjómílna
efnahagslögsögu íslendinga?
• 2) Hefur ríkisstjórnin eitthvað
gert til að hraða rannsókn land-
grunns íslands, og hvað áformar
hún að gera í því efni?
• 3) Hefur ríkisstjórnin eitthvað
gert til að gæta réttinda okkar,
þegar ytri Iandgrunnsmörk til
suðurs verða ákvörðuð, og hvað
hyggst hún gera? Hefur samstarf
við Færeyinga um sameiginlega
réttargæzlu þjóðanna verið rætt
við þá?
Réttindi íslands
á Jan Mayensvæðinu
Um fyrstu spurninguna og þá,
sem mestu varðar nú, leyfi ég mér
að fara eftirfarandi orðum:
Skömmu eftir að núverandi
hæstvirt ríkisstjórn var mynduð
lauk siðasta fundi hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna. Ljóst
var þá, að þau málefni, sem í
brennidepli myndu verða á næsta
fundi ráðstefnunnar, sem nú hefur
verið ákveðið að hefjist 17. marz
nk., og íslendinga varðar mestu,
mundu verða deilurnar um skipt-
ingu hafbotnsins utan 200 sjó-
mílna efnahagslögsögu. Þar
mundu ýmiss konar jarðfræðileg
atriði geta haft meginþýðingu, svo
og réttarstaða smáeyja. Eins og að
líkum lætur fór ekki ýkja mikið
fyrir þessum umræðum, meðan
barizt var um hin stærri málin,
þ.e.a.s. meðal annars efnahagslög-
söguna og réttindi strandríkja yfir
henni. Öruggt má telja, að þar hafi
nú unnizt fullnaðarsigur, 200
mílna efnahagslögsaga undan
ströndum þjóðlanda er orðin
alþjóðalög „de facto“, þótt hún sé
það kannski ekki „de jure“. Þá
taka ný viðfangsefni við.
Að því er okkur íslendinga
varðar eru þýðingarmestu við-
fangsefnin nú að leitat við að
tryggja réttindi okkar á Jan
Mayen-svæðinu, sem á máli jarð-
fræðinga nefnist Islenzka háslétt-
an, neðansjávarháslétta. í öðru
lagi að rannsaka gaumgæfilega
hvaða réttindi við kynnum að eiga
langt suður af landinu og í þriðja
lagi réttindi okkar umhverfis
Reykjaneshrygginn, sem raunar
ætti ekki að leiða til hagsmuna-
árekstrá við aðra.
Að mínu matí hefði íslenzka
ríkisstjórnin þegar að loknum
fundi hafréttarráðstefnunnar átt
að taka þessi mál föstum tökum.
Svo var þó ekki gert, og því báru
átta þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, einn úr hverju kjördæmi, fram
þingsályktunartillögur um þessi
málefni þegar í upphafi þings, og
eru það 1., 2. og 3. mál þingsins.
Efnahagslögsaga
við Jan Mayen
Hæstvirtur utanríkisráðherra
hefur nú upplýst í viðtali við
Morgunblaðið, að ríkisstjórnin
hafi ekki svo mikið sem rætt Jan
Mayen-vandamálið á hartnær
hálfs árs ferli sínum. Þess vegna
hef ég takmarkað fyrirspurn mína
um það málefni við framangreint
orðalag. Hins vegar leyfi ég mér
nú að óska þess við hæstvirtan
utanríkisráðherra, að hann svari
því við umræður á morgun í
sameinuðu þingi um staðfestingu á
samningum við Færeyinga, sem
þessi málefni hafa þegar blandazt
inn í, hver sé afstaða hæstvirtrar
ríkisstjórnar varðandi réttarstöð-
una á Jan Mayen-svæðinu. Spurn-
ing mín er svohljóðandi:
Er rikisstjórnin sammála
þeirri túlkun hæstvirts utanríkis-
ráðherra, að Norðmönnum sé
heimilt að alþjóðalögum að lýsa
yfir efnahagslögsögu við Jan
Mayen út í 200 mflur?
Eftir ummæli hæstvirts utan-
ríkisráðherra í norska sjónvarpinu
sé ég ekki, að ríkisstjórnin eigi
annarra kosta völ en að gera
hreint fyrir sínum dyrum. Ef hún
ekki þegar í stað óskar formlegra
viðræðna við Norðmenn um rétt-
indi þjóðanna, hvorrar um sig, á
þessu hafsvæði, þar sem einarð-
lega verði á málum haldið og
Alþingi gefinn kostur á að fylgjast
með umræðunum, hlýtur Alþingi
að taka málið í sínar hendur og
gera um það samþykkt, sem ekki
verði misskilin. Þar yrði ályktað,
að Islendingar eigi réttindi á Jan
Mayen-svæðinu og muni engar
aðgerðir af Norðmanna hálfu
virða eða viðurkenna, nema um
það verði samið milli ríkjanna.
Réttarreglur á
landgrunnssvæðum
utan 200 mílna
Eins og alkunna er, verða fundir
hafréttarráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna enn a.m.k. tveir, og
væntanlega fleiri. Fjarri fer því,
að nokkur alþjóðalög hafi á haf-
réttarráðstefnunni myndazt að því
er varðar réttindi umhverfis smá-
eyjar utan efnahagslögsögu
strandríkja, þótt telja megi að
almenn efnahagslögsaga þjóðríkja
sé nú orðin að alþjóðalögum, þar
sem fiskverndar- og fiskveiði-
sjónarmið hafa haft meginþýð-
ingu. Er nú einmitt mest um það
deilt, hvernig háttað skuli réttar-
reglum á landgrunnssvæðum utan
200 mílna strandríkjanna. Þar er
sú skoðun ráðandi, að strandþjóð-
irnar öðlist hagnýtingarréttindi á
hafsbotni og yfir lífverum, sem á
honum eru, langt út fyrir 200
mílna efnahagslögsögu, þar sem
aðstæður eru með þeim hætti, að
telja verður botninn eðlilegt fram-
hald viðkomandi lands. Sam-
kvæmt þeim kenningum mundum
við íslendingar einmitt öðlast
réttindi á Jan Mayen-svæðinu.
Hins vegar mundi 200 sjómílna
efnahagslögsaga Norðmanna við
Jan Mayen skerða þessi íslenzku
réttindi. Af þeim sökum einum
hljótum við Islendingar að mót-
mæla öllum tilraunum Norð-
manna til að færa lögsögu sína út í
200 sjómílur, án samráðs við
okkur.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Á það hefur verið bent á haf-
réttarráðstefnunni, m.a. af
íslenzku sendinefndinni, að sér-
stakar reglur verði að setja um
smáeyjar, .sem eru á landgrunni
annars ríkis, en óumdeilanlegt er,
að Jan Mayen er á íslenzka land-
grunninu, en undir engum kring-
umstæðum hinu norska. Þá hefur
íslenzka sendinefndin og margar
sendinefndir aðrar bent á, að sömu
reglur ættu að gilda um ó- eða
líttbyggðar smáeyjar eins og um
kletta, að þær öðluðust einungis 12
mílna landhelgi. Um þetta hafa 10
þjóðir raunar flutt sérstaka til-
lögu.
Ekki er mér kunnugt um, að ríki
hafi neins staðar í veröldinni lýst
yfir eða komizt upp með að slá
eignarhaldi sínu á 200 mílna haf-
svæði umhverfis óbyggða smáeyju
á landgrunni annars ríkis, þ'ar sem
efnahagslögsögur skerast og eyjan
er víðs fjarri landgrunni þess
ríkis, sem eyjuna á eða telur sig
eiga. Engin alþjóðaregla hefur því
myndazt „de facto" í þessu efni,
sem líkja mætti við alþjóðarreglur
um 200 mílur undan ströndum
þjóðríkja — og því síður auðvitað
„de jure“
Alveg er ljóst, að alþjóðalög um
þetta efni hafa engin myndazt enn
sem komið er, en hinsvegar kann
næsti fundur hafréttarráðstefn-
unnar að ráða úrslitum í þessu
efni og því lífsnauðsynlegt, að
íslendingar mæti þar með fast-
mótaðar skoðanir.
íslendingar og Norð-
menn semji sín á milli
Meginundirstaða allra aðgerða á
hafréttarráðstefnunni og þess
gífurlega starfs, sem unnið hefur
verið til að reyna að leysa haf-
réttarmálin friðsamlega, er ein-
mitt sú, að þjóðum beri að semja
sín á milli, þar sem hætta er á
árekstrum. Og þeir samningar
eiga að byggjast á sanngirnis-
sjónarmiðum, þar sem hliðsjón sé
höfð af öllum andstæðum.
Og hverjar eru aðstæðurnar að
því er Jan Mayensvæðið varðar.
• 1. Jan Mayen er á íslenzka
landgrunninu.
• 2. Jan Mayen má teljast
óbyggð smáeyja.
• 3. Eignarhald Norðmanna að
Jan Mayen hefur aðeins var-
að í nokkra áratugi.
• 4. Jarðfræðilega hefur Jan
Mayen ætíð verið talin til-
heyra íslenzku „háslétt-
unni“.
• 5 Hagsmunir íslendinga á
þessu svæði eru allt aðrir og
meiri en Norðmanna.
manna.
• 6. 200 sjómflna efnahagslög-
saga Noregs umhverfis Jan
Mayen mundi skerða hafs-
botnsréttindi íslendinga.
• 7. Engar alþjóðareglur,
hvorki „de facto“ né „de
jure“ heimila Norðmönnum
einhliða aðgerðir, án sam-
þykkis íslendinga.
Hér hafa aðeins verið talin
helztu rökin, sem hníga að því, að
íslendingar og Norðmenn hljóti að
semja sín á milli um þessiréttindi.
Skoðun mín er sú, að það hljóti að
vera sameinginlegir hagsmunir
þjóðanna að gera svo, og helzt að
koma þeim samningum eitthvað
áleiðis, áður en næsti fundur
hafréttarráðstefnunnar hefst eftir
rúman mánuð. Eðlilegast er og
hagkvæmast að loka þessu haf-
svæði með 200 sjómílna efnahags-
lögsögu, sem samið yrði um.
Þannig yrðu ryksuguskip stór-
þjóðanna útilokuð frá rányrkju og
óðfluga að því stefnt, að þjóðir
Norður-Atlantshafsins, íslending-
ar, Norðmenn, Færeyingar og
Grænlendingar gætu tekið upp
sameiginlega fiskveiðistefnu.
Ég hef ekki trú á því, að nein
þjóð mundi mótmæla því, að
Islendingar og Norðmenn stigju
slíkt skref. Það væri einmitt í anda
draganna að hafréttarsáttmála og
mundi varða veginn. Það væri
fordæmi, sem eftir yrði tekið og
vitnað til. Frænd- og vinaþjóðir
semja sín á milli og leysa vanda-
málin fyrirfram. Einmitt þetta er
það, sem að er keppt á hafréttar-
ráðstefnu.
Ekki efast ég um það eitt augna-
blik, að Norðmenn vildu gjarnan,
að slík lausn gæti fundizt. En hins
vegar verður því miður ekki hjá
því komizt að benda á, að eitthvert
óskiljanlegt tregðulögmál virðist
ríkja hjá hæstvirtri ríkisstjórn
íslands. Ég held þess vegna, að því
megi slá föstu, að það sé sök
íslenzkra stjórnvalda, en ekki
norskra, ef enn dregst úr hömlu að
hefja formlegar viðræður um Jan
Mayenvandamálið. Læt ég svo
útrætt um það.
Jarðfræði hafsvæða
og landgrunns-
mörk til suðurs
Ég leyfi mér, herra forseti, að
nota þetta tækifæri til að benda á
tvær aðrar þingsályktunartillögur
og spyrjast fyrir um afdrif þeirra.
Eins og augljóst er af því, sem
áður segir, ríður á miklu, að þegar
í stað verði safnað saman öllum
þeim upplýsingum, sem til eru um
jarðfræði þeirra hafsvæða, sem
íslendingar gætu átt tilkall til,
utan 200 sjómílna efnahagslög-
sögunnar. Mig grunar, að lítið eða
ekkert hafi af hálfu hæstvirtrar
ríkisstjórnar verið gert til að afla
þessara upplýsinga, þrátt fyrir
margítrekuð tilmæli, en ekki skal
ég ræða það frekar, fyrr en svör
hæstvirts utanríkisráðherra liggja
fyrir hér á eftir.
Þá leyfi ég mér einnig að fara
nokkrum orðum um ytri land-
grunnsmörk íslands til suðurs.
Suður af íslandi og suðvestur af
Færeyjum er sokkið land mjög
víðáttumikið, sem Bretar og Irar
gera nú tilkall til, á þeim grund-
velli, að það sé eðlilegt framhald
þessara landa. Jarðfræðingar
munu sammála um, að upphafleg
gliðnun, þegar landrek hófst, hafi
einmitt verið á milli þessa sokkna
lands og Skotlands og írlands,
þannig að þar sé að finna elzta
úthafsdýpi Norður-Atlantshafs-
ins. Land þetta hafi þá verið áfast
Grænlandi, en síðan hafi nýtt
landrek byrjað, þar sem þetta
neðansjávarsvæði rak frá Græn-
landi. Ymis rök benda þess vegna
til þess, að það sé á
íslenzk-færeyska landgrunninu.
En allt þarf það að sjálfsögðu að
skoðast miklu nánar.
Fjarstæða er hinsvegar að gæta
ekki hugsanlegra réttinda okkar,
þótt ekki væri til annars en hindra
aðgerðir annarra á þessu svæði,
sem gætu stofnað lífríki
Norður-Atlantshafsins í hættu, en
líkur eru taldár á, að olíu- og
jarðgas megi finna á þessum
slóðum.
Mikilvægt er, herra forseti, að
mál þessi öll séu þegar í stað
skoðuð, vegna þess fundar haf-
réttarráðstefnunnar, sem hefst
eftir rúman mánuð. Vona ég því að
þessi umræða utan dagskrár verði
ekki talin ótímabær.
Benedikt GröndaL, utanríkisráðherra:
„Engin viðurkenning
á rétti Jan Mayen
til fískveiðilögsögu”
Benedikt Gröndal, utanríkis-
ráðherra, svaraði á Alþingi í
gær fyrirspurnum frá Eyjólfi
Konráði Jónssyni (S), varðandi
ummæli hins fyrrnefnda í
norska sjónvarpinu sl. mið-
vikudag, varðandi lögsögu við
Jan Mayen o.fl. Ræða Eyjólfs
Konráðs er birt í heild í Mbl. í
dag sem og efnisatriði úr svör-
um ráðherra og ræðum ann-
arra þingmanna. Hér eru birtir
— að beiðni ráðherra — orð-
réttir þeir fjórir efnispunktar í
svari hans sem mestu máli
skipti:
Áð gefnu tilefni vil ég taka
fram:
• 1) Síðan núverandi ríkis-
stjórn var mynduð, hefur utan-
ríkisráðuneytið haft stöðugt
samband við norsk yfirvöld,
ráðherra, ambassadora og aðra
embættismenn, um lögsögumál
Jan Mayen. Tilgangurinn hefur
verið að fylgjast vandlega með
framvindu málsins í Noregi og
fara fram á, að Norðmenn færðu
ekki út fiskveiðilandhelgi Jan
Mayen án þess að ræða það mál
fyrst vandlega við íslensk yfir-
völd. Fyrirheit um slík samráð
hafa verið gefin.
• 2) Fulltrúar íslands hafa
aldrei látið í ljós neins konar
viðurkenningu á rétti Jan May-
en til fiskveiðilögsögu. Ummæli
mín í norska sjónvarpinu, þar
sem minnst var á texta hafrétt-
arráðstefnunnar um lögsögu
eyjá, fjalla aðeins um kunna
staðreynd og felst engin viður-
kenning í þeim.
• 3) I reglugerðinni um út-
færslu íslensku fiskveiðiland-
helginnar í 200 mílur, sem
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra gaf út í júlí 1975,
er tekið fram í lok 1. greinar, að
íslendingar muni ekki fram-
fylgja útfærslunni út fyrir mið-
línu gagnvart Jan Mayen.
Norskir blaðamenn hafa mikið
spurt um þetta atriði og hvort
íslendingar muni fallast á mið-
línu eða „grátt svæði“ gagnvart
Jan Mayen. Ég hef ávallt neitað
að segja orð um miðlínu eða
nokkrar aðrar línur, en lief í
þess stað lagt áherslu á, að í öllu
þessu máli beri að láta sann-
girnissjónarmið ráða, en á ís-
landi búi heil þjóð og lifir á
fiskveiðum, en á Jan Mayen búi
enginn maður, sem lifir á auð-
lindum Iands eða sjávar.
• 4) Samkomulag hefur orðið
um að auka samstarf um rann-
sóknir á loðnustofninum og
göngum hans. Munu fundir um
það hefjast í Reykjavík eftir
nokkrar vikur.