Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 I Fréttaský Þróun og framvinda mála í íran veröur æ ótrúlegri, og meira ógnvekjandi aö ekki sé nú talaö um þann almenna rugl- ing, sem hún veldur. Þótt Kho- meini sé kominn heim og keis- arinn farinn hafa málin heldur flækzt meira og ástandiö í landinu er enn uggvænlegra. Hættan á borgarastyrjöld vofir enn yfir. Þaö skýrist aö líkindum á allra næstu dögum, hvaöa pól Bakthiar forsætisráöherra tek- ur í hæöina, og hvernig hann bregst viö þeirri sérstæöu yfir- lýsingu Khomeinis að hann hyggist nú setja á stofn „lög- lega ríkisstjórn" í íran, því aö Bakthiar sé ekki annaö en leppur keisarastjórnarinnar. Ekkert hefur komið fram síö- ustu vikur og mánuöi er gefi til kynna aö klerkurinn sé fús aö sveigja hársbreidd og yfirleitt hefur hann ekki veriö til við- ræðu um hvorki eitt né neitt nema aö halda sínu striki. Það vakti nokkra furðu, þegar Khomeini kvaö upp úr meö þá hugsjón sína að stofna ís- lamskt lýðveldi meö hann sjálf- an í áhrifastöðu vegna þess að framan af haföi fátt bent til þess aö hann ásældist per- sónulega veraldleg völd og íhlutun um stjórn. Hann segir aö orö sín hafi verið slitin úr samhengi og rangtúlkuð, þegar hann hefur talað um þetta. Hann segist ætla aö efna til þjóðaratkvæðis um máliö um leið og keisaradæminu hefur veriö útrýmt. Hann vill láta semja nýja stjórnarskrá sem samrýmist kenningum Kórans- ins. Trúarlegir minnihlutahópar fengju aö starfa „svo fremi þeir beröust ekki gegn þjóöarhags- ring / Khomeini við tjald það sem hann hefur haldið f jölmennar bænasam- komur í síðustu mán- uði. stillti oröum sínum í hóf. Þessu skeytti hann engu og þrátt fyrir allt var ákveðið aö veita honum dvalarleyfi. Þaö hefur vitaskuld veriö hálf óhugnanlegt að fylgjast með því aö úr fjarlægöinni í Frakk- landi hefur hann jafnt fjarstýrt fundum í yztu byggöum írans þar sem myndir af honum hafa verið haföar hátt á lofti, sem og haft síöasta orðið um það hvort bankar væru lokaðir eöa olíuframleiösla væri í landinu. Khomeini er aö margra mati fremur tákn þeirrar andstööu sem íranir hafa viljaö láta í Ijós gegn keisaranum og stjórn hans og embættismannakerfi sem víst er spillt og rotiö. Þeir hafa dregiö stórlega í efa hæfni hans til aö stjórna. Einkum og sér í lagi vegna þess aö sú aðferð sem nærtækast er aö láta sér koma í hug fellur væntanlega ekki í kramið hjá írönsku þjóöinni þegar á á aö herða. Svo kann þó vitanlega aö fara aö Khomeini reynist raunsærri viö útfærslu á sjónarmiðum Kóransins í dag- legri stjórn en nú sýnist, komi hann áformum sínum fram. Það er vissulega meira en vafasamt aö unnt reynist aö stjórna íran um langan tíma án þess aö raunsæi og mála- miðlun komi til. Ef Khomeini hreinlegur. Mikiö skegg og stingandi svört augu. Hann er eins og fram hefur einnig komiö einn af fáum ayatollum í íran en í shiitamúhammeöstrú er ayatollah eins konar stað- gengill guös. Taliö er aö hann sé fæddur aldamótaárið og í bænum Khomeiny og tók hann nafn sitt eftir bænum. Fjölskylda hans var mjög trúuö og faöir hans var og ayatollah. Faöirinn var drepinn þegar Khomeini var barn og hefur hann jafnan staöhæft aö þaö hafi verið fyrir tilstilli Reza Khan, fööur núverandi keisara. Aldrei tókst aö sanna þaö en móöir hans og föðursystir linntu ekki látunum fyrr en moröinginn haföi verið hand- tekinn og líflátinn. Khomeini mun ekki hafa veriö í vand- ræöum meö aö velja sér lífs- starf, nam fræöin af miklum fjálgleik og þótti snemma mælskur. En oröfimi hans beindist mjög snemma að því aö gagnrýna stjórnarfariö og þó sérstaklega persónulega þá tvo keisara sem hafa verið viö völd í íran síðustu hálfa öld. Khomeini haföi af fyrrgreindum ástæöum fullkomið hatur á Reza Khan og hefur ugglaust aldrei gefið syni hans Mohammed Reza minnsta tækifæri því aö hann sá í syningum hinn gamla erRT- fjanda endurborinn og snerist nú aö því aö mikilli hörku aö gagnrýna hann á strætum og torgum og í bænahúsum eins og hann haföi áöur gagnrýnt fööur hans. Málflutningur Khomeinis beind- ist meöal annars aö því aö keisarinn væri aö selja landiö í hendur útlendinga og hann baröi sér á brjóst og sagöi: aö trúin væri í hættu og sálarró þjóðarinnar fyrir bí ef keisarinn fengi aö halda áfram á þessari braut. Hœpið virðistað fela forsjá írans í hendur klerksins munum“. Er ekki vafi á að Gyðingar sem eru allfjölmennir í íran óttast um hag sinn ef úr verður og þykir oröalag þetta ekki traustvekjandi. Afnumin yröu lög um fóstureyðingar sem þykja frjálsleg og gefið hefur veriö í skyn aö ýmis nýfengin réttindi kvenna yröu skert til samræmis við Kóran- inn. Áfengi verður bannaö, svo og allar þær skemmtanir og samkomur sem Khomeini telur stríða gegn trúnni og er þá ekki mikið eftir. Hann segist munu taka samstarfið viö Vest- urlönd til endurskoöunar, enda andúö hans á Bretum og Bandaríkjamönnum ótvíræö. Yfirlýsingar hans um olíufram- leiöslu og hvert henni veröi beint stangast oft á. Væntan- legt samstarf hans viö Sovét- ríkin er á huldu eins og fleira, því aö margt er mótsagna- kennt og heldur loöiö hjá klerki. Stundum virðist þeim sem meö þessu ógnarspili fylgjast, aö klerkurinn sé í raun og veru bæöi heyrnarlaus og skynlaus fyrir öðru en því sem honum dettur í hug. „Hann er geggjaður og elliær,“ segja andstæöingar hans. „Hann er réttborinn leiötogi, vegna þess hve hugaöur og sannur hann er. Hann er yfir allt hafinn, hann er trúr aöeins einu — sannfæringu sinni,“ segja aö- dáendur hans. Brottvísunin frá írak reyndist öriagarík En hvaö sem því líður viröist framtíðarvelferð írans hanga í beinaberum höndum hans. Og margir hafa nú orðið til aö harma þá ákvöröun keisarans er hann fékk íraksstjórn til aö reka hann úr landi. í írak var hann aö mestu einangraöur og þeir menn voru ekki margir utan írans sem til hans þekktu aö ráöi. Hann fór þá til Frakklands og settist aö í úthverfi Parísar. Þar átti hann langtum greiöari aö- gang aö allri heimspressunni og hann var ekki seinn á sér aö notfæra sér þaö og safnaði auk þess aö sér hirö trúrra fylgis- manna sinna. Hann hóf aö gefa yfirlýsingar út og suöur og þær voru svo kröftugar aö franska utanríkisráöuneytiö sá sér ekki annaö fært en fara þess kurt- eislega á leit viö hann aö hann mistekst á því sviöi má búast viö harðnandi átökum, þar sem tekizt veröur á um efnisleg gæöi í staö andlegra áöur. Hefur veriö haldinn keisarahatri í hálfa öld Khomeini er maöur harla dulúöugur útlits. Hann er hvunndags klæddur svartri rytjulegri hempu sinni og höfuöbúnaöur ekki tiltakanlega Áriö 1963 greip keisarinn til þess aö handtaka Khomeini en í kjölfar handtökunnar fylgdu svo blóðugar óeiröir aö keisar- inn neyddist til aö sleppa hon- um. Hann haföi veriö beittur haröræöi í fangelsinu, én vilja- þrek hans var óbugað meö öllu og keisarinn lagöi fyrir hann úrslitakosti: Khomeini mátti tala um allt, nema keisarann, ísrael og aö trúin væri í voöa stödd. „Um hvað er annað aö taia en þetta?“ lét Khomeini skila til keisarans, skundaöi út og hóf upp sama sönginn. Hann var þá settur í stofufangelsi og nokkrum mánuöum síöar sendur í útlegö. í fyrstu hélt hann til Tyrklands en átti þar illa vist og reyndi aö snúa heim en fékk síöan aö hafast viö í írak eins og alkunna er. Um þær mundir var mjög stirö sambúö milli íraks o írans og írakar voru himinlifandi yfir því aö fá þennan þekkta andstæö- ing keisarans til landsins og léöu honum búsetu í hinni heilögu borg Nejef. En þaö reyndist ekki sérstaklega vel til fundið eins og áöur er aö vikið, vegna þess hve bærinn er afskekktur og var erfiðleikum bundiö fyrir Khomeini aö koma frá ser boðskapnum eins og fljótt og stööugt og hann heföi viljaö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.