Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 vitað kjarnorkustarfsfólki er eitt af frumskilyrðunum fyrir skyn- samlegri uppbyggingu. — Það er einnig nauðsynlegt, að öll bókasöfn í landinu njóti sam- eiginlegrar þjónustu á svipaðan hátt og tíðkast á Norðurlöndum, þar sem bókasafnsmiðstöðvar annast alls konar fyrirgreiðslu, gefa út hjálpargögn af ýmsu tagi, selja bókasafnsvörur og búnað, annast innkaup á bókum, frágang þeirra til útláns og svo mætti lengi telja. Hér er reyndar kominn vísir að slíkri sameiginlegri þjónustu, eða réttara sagt vísar, sem þyrfti að sameina í eina góða stofnun. Síðastliðið sumar stofnuðu Bóka- varðafélag íslands og Félag bóka- safnsfræðinga Þjónustumiðstöð bókasafna. Það var mikið átak hjá fámennum og févana félögum og reksturinn byggist enn að nokkru leyti á sjálfboðaliðsvinnu félags- manna. Árangurinn af þessari vinnu er þó farinn að sýna sig og hann kemur aðallega fram í auð- veldari rekstri safna, samræmingu og samnýtingu. — Eitt í viðbót, sem mig langar til að nefna í sambandi við upp- byggingu safna, er þörfin á sér- menntuðu og sérþjálfuðu starfs- liði, bæði í almenningsbókasöfn og skólasöfn. Utan Reykjavíkur starfa aðeins örfáir sem hafa lært bókasafnsfræði eða fengið starfs- þjálfun. Á þessu þarf að ráða bót sem allra fyrst, koma á námskeið- um, gefa út leiðbeiningar, og svo framvegis. Upplýsingar og fræðsla um hlutverk bókasafna þyrftu einnig að ná til ýmissa annarra, til dæmis þeirra sem ráða fjármálum. Það myndi áreiðanlega auðvelda uppbygginguna. — Það er býsna erfitt að átta sig á hlutunum — segir Kristín, er við höldum áfram að spjalla um söfnin og möguleika þeirra. — Við vinnum að því þessa dagana að treysta samband okkar við söfn og safnverði með bréfum og símtöl- um. Við þurfum að vita, hvort þau söfn, sem við höfum á skrá, eru starfandi og hverjir eru forsvars- menn þeirra. Mér er annt um þau öll, hvort sem þau eru lítil eða stór. — Það er þá kannski heldur dapurlegt ástand í bókasafnsmál- um hjá bókaþjóðinni. En er samt ekki mikil eftirspurn eftir lestrar- efni? — Jú, ekki verður annað sagt, og útlán í söfnum vaxa stöðugt. Mest er spurt um afþreyingarbæk- ur, enda framboðið mest á því sviði. Lestur og aðstaða til fræðslu, upplýsingaþjónustu og menntunar er lítil nema í stærstu söfnunum. Það kemur raunar vel í ljós núna, þegar verið er að byggja upp sérstaka lestrarsali við almenningsbókasöfn og svo skóla- söfn, hve mikið vantar af hentugu fræðsluefni á íslensku, bækur og nýsigögn, og svo skólasöfn, hve mikið vantar af hentugu fræðslu- ' efni á íslensku, bækur og nýsigögn, sem henta nemendum í skólum og almenningi til sjálfsnáms. — Hvar eru skólasöfnin í land- inu á vegi stödd? — Á byrjunarstigi. í Reykjavík er uppbygging þeirra komin vel á veg, í sumum skólum ágætlega. Reykjavík nýtur sérstöðu sinnar á svo mörgum sviðum. Hér er til dæmis sérstök skólasafnamiðstöð, starfslið hennar gerir allt frá því að plasta bækur til útlána upp í að teikna innréttingar í skólasöfn. — Ég var nýlega einn dag í skólasafni Æfinga- og tilrauna- skólans og fékk að fylgjast með starfseminni. Hún var bæði fjöl- breytileg og lifandi. Nemendur komu í safnið, í hópum eða einn og einn til náms og vinnu eða afþrey- ingar. Nokkur lærðu að nota hand- bækur og uppsláttarrit við heimildasöfnun og úrvinnslu, önn- ur horfðu á skuggamyndir með fræðsluefni, hópur kom til að hlusta á sögur eftir Sigurbjörn Sveinsson og fræðast um hann. Starfsemi skólasafna þarf að vera markviss og falla að kennslu og námsefni, en börn eiga líka að geta komið í söfnin í leit að ró og friði k i arnorkufólki Vidtal vid Kristínu H. Pétursdóttur, bókafulltrúa ríkisins Kristín H. Pétursdóttir, bókasafnsfræðingur, var í haust sett í starf bókafulltrúa ríkisins, og starfar innan safna- og listadeildar menntamálaráðuneytisins. Áður gegndu þessu starfi rithöfundarnir Guðmundur Gíslason Hagalín frá 1955 og Stefán Júlíusson frá 1961 til 1977, báðir í hálfu starfi. Nú hefur þetta starf verið aukið og gert að fullu starfi og auk þess ráðinn aðstoðarbókafuiltrúi, Þórdís T. Þórarinsdóttir. Kristín var búin að starfa 11 ár á Borgarspítalanum þar sem hún stjórnaði tvískiptu bókasafni, ann- ars vegar læknisfræðibókasafni og hins vegar almennu safni fyrir starfslið og sjúklinga, og kveðst í rauninni ekki hafa haft hug á að breyta til. Nú sakni hún þess að vera ekki lengur innan um bækur og bókasafnsnotendur og geta hvenær sem er tekið bók úr hillu og flett upp og lesið sjálfri sér og öðrum til leiðbeiningar og ánægju. Hins vegar sé ekki mikil hætta á að henni muni leiðast í hinu nýja starfi. Viðfangsefnin eru mörg og á hverjum degi koma nýjar þarfir í ljós. — Hér eru næg verkefni fyrir fleiri en tvo — sagði hún í upphafi viðtals við Mbl. — Við höfum um 230 almenningsbókasöfn á skrá, en vitum reyndar ekki enn, hvort þau eru öll starfandi. Þau eru mjög ólík að stærð og starfsemi allt frá 260 þúsund bindum og niður í innan við eitt þúsund og þjóna frá rúmum 80 þúsund manns niður í innan við eitt hundrað. Inn á verksvið bókafulltrúa hefur verið bætt skólasöfnum, sem samkvæmt lögum eiga að starfa við alla grunnskóla landsins. Við það opn- ast nýtt verksvið og mikið óunnið verk. litið, en þó eru margir sólskins- blettir og þeim fer fjölgandi, sem betur fer. — Hvernig viltu byggja upp almenningsbókasöfn í landinu? — Þetta er stór spurning! Spyrðu mig aftur að ári og þá get ég kannski svarað af einhverju viti! Kristín Pétursdóttir fræðsluumdæmi, en 40 bókasafns- umdæmi. Hvert fræðsluumdæmi nær yfir 15—30 skóla, sem geta sótt ráðgjöf og ýmiss konar fyrir- greiðslu til ákveðinnar fræðslu- skrifstofu í umdæminu. Skiptingin í bókasafnsumdæmi er hins vegar þrenns konar og all-flókin: í fyrsta lagi umdæmi í kaupstöðum (bæjarbókasöfn), fimmtán talsins. I öðru lagi umdæmi í kaupstöðum og héruðum í kring (bæjar- og héraðsbókasöfn), þau eru sex, og svo eru í þriðja lagi umdæmi utan kaupstaða, þar sem starfa héraðs- bókasöfn, þau eru nítján. — Aðeins þrjú bæjarbókasöfn hafa skyldum að gegna við önnur smærri bókasöfn (eitt hvert), en umdæmi hinna ná yfir þrjú og upp í landinu cru um 230 almenningsbókasöfn á skrá, ólík að stærð og starfsemi. Hér er Bæjarbókasafnið á Akranesi, sem er bæði aðalaðandi og vistlegt. Kjamasöfn með — Við vinnum fyrst og fremst ráðgjafastarf — svaraði Kristín spurningu þar að lútandi. Okkur er ætlað að leggja línurnar í upp- byggingu bókasafna í landinu í samræmi við lög og reglugerðir, koma á samvinnu milli safna, safna skýrslum, og margt fleira. — I raun er ég varla lengra komin en rétt að fá hugmynd um brýnustu verkefnin. Það fer víst ekki fram hjá neinum sem eitt- hvað hefur kynnt sér bókasafns- mál, að við erum langt á eftir nágrannalöndum okkar á þessu sviði. — Hvernig? Þjónusta bóka- safna hér er almennt lélegri, safnkostur fátæklegri, húsnæði ófullnægjandi og skortur á þjálf- uðu starfsfólki. Ástandið er heldur drungalegt þegar á heildina er Börnin eiga líka að geta komið í söfnin í leit að ró og friði og þeirrar ánægju, sem því fylgir að lesa skemmtiiega bók. Það sem ég get sagt núna er þetta: Markmið með uppbyggingu safnanna er vel skilgreint í lögum: „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenningsbóka- safna. Almenningsbókasöfn eru mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning." Til þess að ná þessu markmiði þarf að tengja almenningsbókasöfnin í eitt kerfi og í þessu kerfi þurfa að vera nokkrir fastir kjarnar — kjarnasöfn, sem geta veitt minni söfnum verulegan stuðning. Lögin gera að vísu ráð fyrir skiptingu landsins í bókasafnsumdæmi, sem hvert hefur sitt miðsafn, en umdæmin eru svo mörg og smá, að skipting nær ekki tilgangi. Skóla- söfn þurfa ennfremur að mynda kerfi, sem tengist almennings- bókasöfnunum og samvinna milli þeirra að vera náin og markviss. — Landið skiptist í átta í sextán smærri söfn. í raun er þó aðeins í örfáum umdæmum um nokkurt samstarf að ræða, en þar sem það hefur komist á, t.d. á Vestfjörðum út frá Bæjar- og héraðsbókasafninu á Isafirði, hef- ur orðið veruleg framþróun, og margt skemmtilegt er að gerast. — Þetta svarar sjálfsagt ekki spurningu þinni nema að litlu leyti, en samtenging bókasafnanna í kerfi með kjarnasöfnum og auð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.