Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 15
inu hrætt eða grátandi, eins og
komið hefir fyrir og ég hefi minnst
Boðið í leikhús
á barnaári
Leikhúsin okkar þyrftu að gera
enn meir fyrir börnin okkar.
Raunverulega ættu þau að hafa í
„safni" sínu gangandi barnaleikrit
allt árið um kring (starfsárið) og
bregða upp af og til. Jólaleikrit
fyrir börn gæti að uppistöðu til
verið það sama ár eftir ár — það
koma alltaf nýir áhorfendur á
hverju ári og ekki má heldur
gleyma þeirri staðreynd, að börn á
vissum aldri hafa gaman af að sjá
aftur og aftur það sama, á sama
hátt og hægt er að segja þeim góða
sögu endalaust næstum því. I því
sambandi minnist ég barnaleikrita
í Kaupmannahöfn bæði „Nöddebo
Præstegárd" og „Jul i Köbmands-
gárden“ sem gengu á hverju ári
þau sex ár, sem ég dvaldi þar. Ég
man ekki lengur, hve mörg ár þau
höfðu verið á fjölunum um jóla-
leytið, en þetta var orðinn fastur
liður og partur af lífinu að sjá
þessi leikrit í desember og einhver
sagði, að þriðja kynslóðin væri nú
komin í leikhúsið, þ.e. ömmur og
afar sem þekktu leikritin frá
bernsku sinni komu nú með barna-
börnin.
Því miður er stór hópur barna,
sem aldrei fer í leikhús. Foreldrar,
se'm ekki hafa skilning á mikilvægi
leikhússins fyrir menningu
þjóðarinnar, mun ekki fara með
börn sín í leikhús. Þau gefa þeim
heldur peninga til að fara í bíó á
sunnudögum, og þótt til séu góðar
kvikmyndir við barna hæfi, er þó
oftar um lélega afþreyingu að
ræða. Og kvikmyndin hversu góð
sem hún er, gerir ekki sama gagn
og leikhúsið. Það er eins og að
kyssa unnustuna í gegnum síma,
er haft eftir dönskum háðfugli.
Nú langar mig til að varpa fram
þeirri hugmynd á þessu margum-
rædda barnaári, sem allir tala um
og kennski of mikið, að borgir
okkar og bæir tækju nú myndar-
lega á málum og byðu öllum
börnum t.d. innan fermingar-
aldurs í leikhús. Væri þetta
ofrausn á þessu blessaða ári að
sýna í verki að við meinum eitt-
hvað af því, sem við segjum? Ekki
éintómar samþykktir, ræður og
ráðstefnur, heldur gerðum eitt-
hvað, sem börnin myndu eftir og
kannske yrði til þess, að leikhúsið
eignaðist skara af ungu jákvæðu
fólki, fólki sem léti sér ekki á sama
standa um leikhúsið og skyldi
mikilvægi þess. Þessari hugmynd
er hér með komið á framfæri og
gaman væri ef hugmyndin yrði að
veruleika.
r
Afengis-
neyzlan
minnkaði
um 3,9%
frá 77
ÁFENGISNEYZLA á síðasta
ári varð nokkru minni en árið
1977 og segir í frétt frá
Áfengisvarnaráði að hún hafi
minnkað úr 3,09 1 á mann
niður í 2,96 1 á mann er sé
3,9% minnkun. Árin
1972—1976 var neyzlan 2,81 1
á mann uppf 3,04 1.
Sala áfengis á síðasta árs-
fjórðungi 1977 nam samtals kr.
3.768.797.081, en var á árinu
1977 á sama ársfjórðungi
2.518.006.057. Mest sala varð í
Reykjavík 2.750.528.551, á
Akureyri var selt fyrir kr.
414.289.250. Heildarsala áfeng-
is varð á árinu kr.
12.079.052.730, en var á árinu
1977 kr. 8.182.079.740.
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
15
Mjólkursamsalan opnar nýja verzlun
MJÓLKURSAMSALAN opnaði sl.
föstudag nýja verslun í húsi sínu
að Laugavegi 162. Þar verða á
boðstólum mjóik og mjólkurvörur
og brauð ýmiss konar frá bakaríi
samsölunnar. Einnig verða í
versluninni kynntar vörur sam-
sölunnar. Fyrst í stað er fyrirhug-
að að þessar kynningar fari fram
2svar í viku en sfðar verða aug-
lýstir sérstakir kynningardagar f
vcrsluninni.
I húsnæði gömlu mjólkurbúðar-
innar, við hliðina á nýju verslun-
inni, er fyrirhugað að verði ísbúð.
Nýja verslunin mun verða opin
frá 8.30 til 6 alla virka daga en frá 9
til 12 laugardaga og sunnudaga.
Verslunarstjóri hefur verið ráðinn
Bent Brydde mjólkurfræðingur og
mun hann annast rekstur beggja
búðanna á Laugavegi 162 svo og
rekstur Emm-ess ísbúðarinnar á
Hlemmtorgi.
Hönnun nýju verslunarinnar
annaðist Guðmundur Kr.
Guðmundsson arkitekt en skreyt-
ingar og auglýsingar voru í umsjá
Auglýsingastofu Kristínar.
Forstjóri Mjólkursamsölunnar ásamt stjórn fyrtrtækisíns í húsakynnum nýju verslunarinnar. Talið frá
vinstri: Oddur Andrésson, Hálsi í Kjósarsýslu, Eggert ólafsson, Þorvaldseyri, Ágúst Þorvaldsson,
Brúnastöðum, Vífill Búason, Ferstiklu, og Guðlaugur Björgvinsson forstjóri. Á myndina vantar einn
stjórnarmeðlim, Gunnar Guðbjartsson. Ljósm. rax.
tilboð
325.000 kr.
sambyggt
stereosett á
214.900