Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979 17 manna í lögreglustöð í Mjóddinni, t.d. aö umferðarstjórn við gatna- mót Reykjanesbrautar yrði komið í viðunandi horf, bæði við Breiðholt I og eins Smiðjuveg í Kópavogi. Væri ástandið á þessum slóðum oft algjörlega óviðunandi þegar miklir umferðarhnútar mynduðust á mestu umferðartím- um kvölds og morgna. Markús Örn taldi ennfremur æskilegt að lög- reglan kannaði möguleika á að auka samstarf sitt við íbúa viðkomandi hverfa, þegar lög- reglustöðvar hefðu verið opnaðar í þeim og sagðist hann vita að slíkt starf við íbúasamtök hefði gefið góða raun erlendis. Að lokum benti Markús á að frétzt hefði að dómsmálaráðuneytið hefði í undir- búningi að breyta skipulagi lög- gæzlu á höfuðborgarsvæðinu með sameiningu umdæma. Væri m.a. hugsunin sú, að væntanleg lögreglustöð í Mjóddinni þjónaði nágrannasveitarfélögunum líka. Væri full ástæða fyrir borgarfull- trúa í Reykjavík að fylgjast náið með framvindu þessara mála og gæta hagsmuna borgarbúa og þá í þessu sambandi sérstaklega íbúa Breiðhoitshverfanna. Kvaðst hann telja mjög hæfilegt að gera ráð fyrir að lögreglustöð í Mjóddinni þjónaði aðeins Breiðholtshverfum eins og upphaflega var hugsað. Húsavík: Hvorki útvarp né sjónvarp á föstudagskvöld Húsavík. 3. febrúar í GÆR syrti hér að með vaxandi norðanátt og hríð og var leiðinda- veður í gærkvöldi og nótt, en heldur skárra í dag. Menn sátu því almennt heima í gærkvöldi en gátu hvorki hlustað á útvarp né horft á sjónvarp. I upphafi sjónvarps- frétta bilaði sjónvarpsstöðin á Húsavíkurfjalli og allar þrjár endurvarpsstöðvar útvarpsins þögðu; FM-bylgjustöðin á Húsa- víkurfjalli, og endurvarps- stöðvarnar í Húsavík og Skjaldar- vík. Endurvarpsstöðin í Skjaldarvík er nú komin í lag. Fréttaritari. Siemens-eldavélin erfrábrugðin... Hún sameinar gæði og smekklegt útlit, sem grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri framleiöslu SIEMENS- verksmiðjanna. SIEMENS-eldavélar hafa verið á markaði hérlendis frá 1930. Á þeim tíma hafa þær fengið orð fyrir framúrskarandi gæði og endingu. SIEMENS-eldavélin er sú eina, sem hefur bökunarvagn og steikingarsjálfstýringu, sem aðlagar hitann þunga og ástandi kjötsins. Leitið upplýsinga um SIEMENS-eldavélar og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -eldavélarsem endast SMITH & NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 Markús Örn Antonsson: þessum sökum hefði verið hátt í eina milljón króna. Hópur 60—70 unglinga hefði gert aðsúg að lög- reglumönnum þegar þeir komu á vettvang og fengu þeir ekki við neitt ráðið fyrr en liðsauki barst. Væri þetta raunar ekki í fyrsta skipti sem slíkir atburðir gerðust við þessar verzlanir. Svo mikið væri þar um rúðubrot að verzlun- areigendur fengju líklega ekki lengur tryggingar gegn þeim og yrðu að bera skaðann sjálfir. Nú hefði lögreglan í þessu tilviki ákveðnar hugmyndir um úrbætur til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtækju sig. Það væri hagsmunamál borgarbúa, borgar- fulltrúa, lögreglu og ekki sízt eigenda verðmæta að girða fyrir þetta ef tök væru á. Þetta dæmi sýndi að þörf væri nánara sam- starfs borgaryfirvalda og lögreglu, og ýmis önnur mætti tilgreina. Samstarfsnefndin, sem síðast var skipuð, hefði látið mörg mál til sín taka, m.a. rúðubrot í miðbæn- um, opnunartíma veitingastaða, fíkniefnamál og endurskoðun lög- reglusamþykktar. Því miður hefði þessi nefnd ekki komið saman um langan tíma, t.d. alls ekkert á sl. ári, sem þó mætti ef til vill skýra með því að kosningar voru á árinu og nefndarmenn af hálfu borgar- innar ekki talið sig hafa umboð til starfa eftir þær. Þetta sýndi hins vegar að borgarstjórn eða borgar- ráð yrði að taka málið upp á nýjan leik og skipa í nefndina. Kvaðst Markús Örn fagna ummælum borgarstjóra, sem væru vísbending um að hann hygðist beita sér fyrir því að nefndin hæfi störf. Eitt viðamesta verkefnið sem hennar biði nú, væri endurskoðun á lög- reglusamþykktinni, en hún væri algjörlega úrelt í mörgum grein- um. Markús Örn sagði að það væri geysilega mikið öryggisatriði fyrir íbúa úthverfanna í borginni að lögregla hefði aðsetur þar. Þetta hefði verið viðurkennt í verki, þegar opnuð var sérstök lögreglu- stöð fyrir Árbæjarhverfi. Ekki væri síður þörf fyrir þessa þjón- ustu í Breiðholtshverfunum, margfalt mannfleiri og viðfeðm- ari. Sagðist Markús binda miklar vonir við fast aðsetur löggæzlu- Á fundi borgarstjórnar nýlega var lögð fram svohljóðandi fyrir- spurn frá Markúsi Erni Antons- syni, borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins: „Enda þótt yfirstjórn lögreglu- mála í Reykjavík sé í höndum ríkisvaldsins, hefur Reykja- víkurborg haft umsagnar- og tillögurétt um skipulag og fram- kvæmd löggæzlu með þátttöku í samstarfsnefnd með lögreglu- yfirvöldum. Spurt er: 1. Hve víðtækt er samstarf þessarar nefndar og hve reglulega kemur hún saman? 2. Liggja fyrir ákveðnar upplýs- ingar um það, hvenær lög- reglustöð fyrir Breiðholts- hverfi verður opnuð? Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjóri, svaraði fyrirspurn- inni og kom fram í máli hans, að samstarfsnefnd borgaryfirvalda og lögreglu hefði verið komið á fót, þegar ríkisvaldið tók alfarið að sér lögreglumál í Reykjavík við breyt- ingu á lögum um verkefnaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Nefnd- in hefði ekki haft neitt skýrt afmarkað verksvið en látið ýmis mál til sín taka. Ekki hefði verið um reglulega fundi að ræða og hefði nefndin t.d. ekki komið saman allt síðastliðið ár. Taldi borgarstjóri fulla þörf á að halda þessu samstarfi áfram og hefði ósk um það einnig komið fram af hálfu lögreglustjórans í Reykjavík í samtali. Varðandi lögreglustöð í Breið- holtshverfum sagði borgarstjóri að það mál hefði verið alllengi á döfinni. Borgin hefði úthlutað lögreglunni lóð fyrir hverfisstöð í Mjóddinni hjá Breiðholti I og væri gert ráð fyrir að framkvæmdir við hana hæfust fljótlega og væri fjármagn til þess á fjárlögum. Verkið hefði tafizt nokkuð vegna skipulagsbreytinga, sem bæði borgin og lögregla hefðu óskað eftir. Markús Örn Antonsson sagði að upphaflegt tilefni þessarar fyrirspurnar væru fréttir í útvarpi á nýársdag, þegar greint var frá Markús örn Antonsson. rúðubrotum unglinga í verzlunar- samstæðunni við Völvufell í Breið- holti III. Hefði hann kannað málið nánar hjá lögreglu og séð í lög- regluskýrslu, að áætlað tjón af Fjölmenn ráðstefna um skólamál RÁÐSTEFNA Sjálfstæðis- flokksins um skólamál s.l. laugardag var fjölsótt og mikill áhugi á viðfangsefni hennar, sem var raunveru- leg vandamál skólanna í starfi, tengsl milli skóla- stiga og tengsl skólanna við atvinnulíf. Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins setti ráð- stefnuna. Fyrir hádegi fluttu frummælendur erindi, þeir Þórir Einars- son prófessor, Sigurjón Fjeldsted skólastjóri, Guðni Guðmundsson rektor, Sigurður Guðmundsson skólastjóri, Ólafur Ásgeirsson skóla- stjóri og flutt var erindi Sverris Pálssonar skóla- stjóra á Akureyri sem ekki komst á staðinn. Eftir hádegi var starfað í um- ræðuhópum um skólakerfið og stjórn þess, tengsl skólastiga, starfsmenntun, framhaldsskóla- frumvarpið og spurninguna: Á að vera eftirlit með daglegri kennslu og er hægt að koma því við? Og að lokum voru sameiginlegar panel- umræður, þar sem frummælendur sátu fyrir svörum. Ekki voru gerðar ályktanir eða niðurstöður umræðna, en ætlunin er að gefa út í bæklingi framsögu- erindi og úrdrátt af niðurstöðum umræðuhópa fyrir þá ráðstefnu- gesti, sem áhuga hafa á. En þessi ráðstefna er liður í stefnumörkun Sjálfstæðisflokksins í skóla- málum. Halldór Guðjónsson, formaður málefnanefndar flokksins um skóla- og fræðslumál, stjórnaði ráðstefnunni, og Bessí Jóhanns- dóttir sleit henni fyrir hönd SUS, sem stóð að henni ásamt málefna- nefndinni. Frá ráðstefnu sjálfstæðismanna um skólamál. Lögreglustöð í Mjóddinni á að þjóna Breiðholtshverfum einum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.