Morgunblaðið - 06.02.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 1979
Fréttaskýring:
Bjarni Benediktsson,
forsætisrádherra 1969.
Ólafur Björnsson,
Þingmaöur 1969, einn af höf-
undum frv. um verögæzlu og
samkeppnishömlur.
Gylfi Þ. Gíslason,
viöskiptaráöherra 1969.
• Verðlagsákvæði
og
verðlagseftirlit
Opinber afskipti af verölagsmál-
um hér á landi eiga rætur aö
rekja allar götur til ára hinnar
fyrri heimsstyrjaldar. Þau af-
skipti voru réttlætt með af-
brigðilegu árferði á viöskipta-
sviði, þ.e. ónógu vöruframboði,
miðað við eftirspurn, sem staf-
aöi af hömlum heimsstyrjaldar á
framleiöslu, flutningi og dreif-
ingu nauösynja. í október 1914
voru gefin út bráðabirgðalög, er
heimiluðu ráðherra íslands aö
ákveða verölag á innlendri og
erlendri nauösynjavöru. Þau lög
voru síöan staöfest á Alþingi
1915.
Verðlagshöft, í einni eða annarri
mynd, hafa síðan viðgengist hér
á landi, og lagabreytingar veriö
alltíðar, miðaö við löggjöf á
öörum sviðum sambærilegum.
Það er þó ekki fyrr en á árum
hinnar síöari heimsstyrjaldar,
1939—1944, að þáttaskil veröa
í sögu verölagseftirlits, en með
verðlagslögum frá 1943 er það
gert mun víötækara en áður og
framkvæmd þess komið í fast-
ara form. Standa þau lög lítt
breytt til ársins 1950, er ný lög
um verölag, verölagseftirlit og
verölagsdóm (nr. 35/1950) eru
sett. Er þá skipaöur sérstakur
verðgæzlus.jóri. Þeim er síöan
breytt 1953, er fjárhagsráð og
viðskiptanefnd voru lögö niöur,
en sérstakri innflutningsskrif-
stofu komið á fót.
Þessum lögum er enn breytt
1956. Þá er skipaöur verölags-
stjóri í staö verögæzlustjóra.
Bein verölagsákvæði eru þá
tekin upp að nýju, þannig að í
febrúar 1957 voru sett ákvæöi
um hámarksálagningu, bæöi í
heildsölu og smásölu, hvað
snertir flestar innfluttar vörur.
Þessi lög tóku áfram ýmsum
breytingum í tímans rás, en hér
er komiö aö þeim álagningar-
reglum, sem hvað umdeildastar
hafa orðið, og hjuggu að þeim
hvata, varðandi hagkvæmni í
innkaupum, er verzlunin og hinir
almennu neytendur áttu sam-
eiginlega hagsmuni aö sækja til.
• Verðlagshöft
og
verðlagsÞróun
Flest lönd hins vestræna heims
hurfu frá verölagshöftum, í þeirri
mynd er hér hafa ríkt, fljótlega
upp úr lokum síöari heimsstyrj-
aldar. Lögö var áherzla á aö
tryggja verzlunarsamkeppni og
efla verðskyn almennings m.a.
með margs konar neytenda-
samstarfi. Hér verður ekki
gerður samanburður verölags-
þróunar í þessum ríkjum og hér
á landi, enda gera mismunandi
aðstæður, margvíslegar, slíkan
samanburö erfiöan. Allir vita þó,
hver verðlagsþróun hefur orðið
hér á landi, þrátt fyrir verðlags-
höftin. Og flestir vita að í þeim
löndum V-Evrópu þar sem verð-
myndun hefur veriö hvað frjáls-
ust, nánast aöeins háö verzlun-
arsamkeppni og eftirspurn,
hefur verölagsþróun verið hæg-
ust í heiminum; víöast undir 10%
veröbólga á ári, og sums staöar
nær engin. En að sjálfsögöu
koma þar fleiri áhrifaþættir við
þá sögu en verömyndunarkerfi
verzlunar, vörudreifingar og
þjónustu.
Á tímum svokallaörar viðreisnar-
stjórnar, sem hér var við völd í
þrjú kjörtímabil, var horfiö til
frjálsræöis á flestum sviðum
íslenzkra atvinnu- og efnahags-
mála. Þá ríkti meira jafnvægi og
meiri stööugleiki í íslenzkum
efnahagsmálum en nokkru sinni
síðan. Verðbólga var um eöa
innan viö 10% aö meðaltali á ári
í 12 ár. Sjálfstæðisflokkurinn
hafði stjórnarforystu á hendi
allan þennan tíma. Eini þáttur-
inn, hvar mistókst að koma fram
breytingum í frjálsræöisátt, var
á sviði verömyndunar í verzlun.
Til þess var þó gerð athyglisverð
tilraun.
Á 90. löggjafarþingi þjóðarinnar
— 1969 — lagði ríkisstjórn
Verðlags-
höft og
verðlags-
þróun:
Áratugum á
eftir grannþjóðum
Bjarna Benediktssonar fram
stjórnarfrumvarp um verögæzlu
og samkeppnishömlur, sem
sniðið eftir hliöstæðri löggjöf á
Noröurlöndum, fyrst og fremst í
Danmörku. Þetta frumvarp var
fellt í efri deild Alþingis meö
jöfnum atkvæöum 10 atkvæð-
um gegn 10, m.a. meö atkvæöi
eins af þáv. ráðherrum Alþýðu-
flokksins, Eggerts G. Þorsteins-
sonar, sem frægt varð á sinni
tíð.
• Vitnað til
tveggja Þingræðna
Hér á eftir verður vitnað til
tveggja þingmanna, er mæltu
meö samþykkt framangreinds
frumvarps í umræðum í e.d.
Alþingis í desember 1969.
1. Gylfi Þ. Gíslason, páv.
viöskiptaráöherra, sagði m.a.:
„Á árunum eftir að síðari heims-
styrjöldinni lauk var svo að
segja hvarvetna í nálægum
löndum aö því stefnt aö afnema
þau beinu verðlagsákvæði, sem
víöast hvar höföu verið sett á
styrjaldarárunum, samtíöa því
sem afnumin voru höft á viö-
skiptum og frjálsræði aukiö í
utanríkisverzlun og gjaldeyris-
viðskiptum. Afnám haftanna var
ekki hafið hér á landi fyrr en í
byrjun þessa áratugar, sem nú
er aö líöa. Nú eru þau hins vegar
horfin að mestu. ísland er aftur
á móti eina landið, sem haldiö
hefur beinu verölagseftirliti í því
formi, aö opinber nefnd ákveður
hámarks- eða lágmarksverð á
flestum vörum, sem á markaöi
eru. Frá þessu fyrirkomulagi
hefur yfirleitt veriö horfiö í
nálægum löndum og megin-
áherzla verið lögö á aö tryggja
sem frjálsasta samkeppni og
koma í veg fyrir hvers konar
samkeppnishömlur...“
2. Ólafur Björnsson, prófessor
og þáv. Þingmaður Sjálfstæö-
isflokks, sem átti verulegan þátt
í undirbúningi frumvarpsins,
sagöi m.a.: „En fyrir hinu má
ekki loka augum, aö verzlunin á
hlutverki aö gegna í þjóöarbú-
skapnum, og einmitt af þeim
ástæöum, sem nefndar hafa
veriö, fer þýöing hennar vax-
andi. Þaö skiptir því miklu máli
að sá stakkur, sem verzluninni
er skorinn með löggjöf og öðr-
um opinberum aögerðum, geri
henni kleift aö sinna þessu
hlutverki á sem hagkvæmastan
hátt fyrir neytendur, en sé ekki
beinlínis fjötur um fót heilbrigöri
þróun þessara mála. En löggjöf
eins og sú, sem nú er í gildi hér
á landi og byggist á forsendum,
sem ekki eru lengur fyrir hendi,
þjónar ekki því hlutverki...“
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í efri deild greiddu frv. atkv.,
en í þeirri deild var þaö fram
boriö. Einnig allir þingmenn
Alþýöuflokksins, utan Eggert G.
Þorsteinsson. Mótatkvæði hans
nægöi til að máliö næði fram aö
ganga, endagreiddu þingmenn
Alþýöubandalags og Framsókn-
ar atkvæöi gegn því. Og þaö leiö
tæpur áratugur unz tókst aö
þoka málum til réttrar áttar.
• Sigurinn
vannst á síðasta
Þingi
Sennilega er tvennt efst í huga
fólks þegar rætt er um ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar: 1)
Útfærsla fiskveiöilögsögunnar í
200 sjómílur og 2) Óslóarsam-
komulag, sem batt endi á sex
alda brezka og v-þýzka veiði-
sókn á íslandsmiöum. Frjáls-
hyggjufólk mætti þó einnig
minnast tveggja mikilvægra
áfanga í löggjöf: nýrrar hlutafé-
lagalöggjafar (sem ekki veröur
fjallaö um hér) og löggjafar um
verðlag, samkeppnishömlur og
óréttmæta viöskiptahætti, er
samþykkt voru á Alþingi 3. maí
1978.
Fyrst skal nefna ákvæöi 8. gr.
laganna um frjálsa verðlagn-
ingu, þegar samkeppni er næg
til aö tryggja æskilega verö-
myndun og sanngjarnt verö.
Með þessu ákvæöi var í raun
unninn sigur í þeirri langvinnu
baráttu, sem háö hefur veriö
fyrir frjálslegri verömyndun í
landinu — eöa samskonar og
viöhöfö er í öörum vestrænum
ríkjum. Þá má einnig minna á
12. gr. laganna, sem tryggir, aö
þótt gripið veröi til afskipta af
verömyndun, þegar og þar sem
samkeppni er ónóg eöa tak-
mörkuö, veröi rekstrarafkoma
verzlunarfyrirtækja tryggð, þ.e.
eðlilegt tillit tekið til allra rekstr-
ar- og kostnaðarþátta. En þessi
löggjöf hefur fleiri gagnmerk
nýmæli, m.a. varöandi óeðlileg-
ar samkeppnishömlur og neyt-
endavernd sem of langt mál yrði
aö rekja hér frekar. Þessi nýju
verðmyndunarlög áttu aö koma
til framkvæmda 1. nóvember sl.
Áöur en til framkvæmdar laganna
Geir Hallgrímsson,
forsætisráöherra 1978.
kom haföi ný ríkisstjórn setzt aö
völdum, hvar Alþýöubandalaglö
á viöskiptaráöherra. Hinn nýi
viöskiptaráöherra, Svavar
Gestsson, fékk síöan setta lög-
gjöf, 15. nóvember 1978, sem
fól í sér frestun á gildistöku
hinna nýju verölagslaga til 1.
nóvember 1979. Þennan frest
rökstuddi ráöherrann meö því,
aö undirbúningur aö fram-
kvæmd laganna heföi ekki
reynzt nægur: „Ég tel því nauö-
synlegt," sagöi hann, „af hrein-
um tæknilegum ástæöum ... aö
lengja gildistökutímann og
fresta gildistöku til 1. nóvember
1979....“ Og nýkjöriö Alþingi
samþykkti þennan frest.
• Skilyrði
og fyrirheit
Einn af þingmönnum Sjálfstæðis-
flokks, Eyjólfur Konráö Jóns-
son, gerði þá kröfu til viðskipta-
ráöherra, er hann baö um þenn-
an frest, aö hann gæfi þar um
ákveöna yfirlýsingu þess efnis,
„að hann muni beita sér fyrir
því, aö málið veröi undirbúiö nú
þegar og haldiö áfram þeim
undirbúningi þannig aö örugg-
lega muni þetta ár nægja“ til
undirbúnings að framkvæmd
verölagslaganna. Þessu hét ráö-
herra og er þess því aö vænta
aö hin nýja löggjöf komi til
framkvæmda 1. nóvember
1979.
í þessu sambandi er og vert aö
minna á orö Svavars Gestsson-
ar viöskiptaráðherra í nýlegu
viötali viö Mbl., þar sem hann
segir: „Ég hefi alltaf veriö þeirrar
skoðunar og er þaö enn, að
blööin eigi aö veröleggja sig
sjálf; þau hafi hagsmuni af því
aö gæta þess, aö fara ekki of
langt í hækkunum á þjónustu
sinni.“ Hér mun ráöherra hafa
átt viö þá höröu samkeppni sem
nú ríkir í íslenzkri blaöaútgáfu.
Og aö sjálfsögöu gildir þaö
sama um aöra þjónustu, þar
sem samkeppni er fyrir hendi.
Loforð ráöherrans, er að framan
greinir, hefur aukiö gildi í Ijósi
Ólafur Jóhannesson,
viöskiptaráöherra 1978,
forsætisráöherra 1979.
þessarar skoöunar hans, sem
ekki er ástæöa til aö draga í efa.
Nýleg skýrsla verðlagsstjóra,
varöandi innflutningsverzlun,
hefur vakiö nokkra tortryggni,
vegna leyndar um, hvern veg
unnin var. Niöurstaöa hennar er
engu aö síöur íhugunarverö, eöa
ályktanir verölagsstjóra af
henni, sem sé, „aö núverandi
verölagskerfi leiöi óhjákvæmi-
lega til óhagkvæmra viðskipta-
hátta". Þessi niðurstaða, sem
raunar haföi löngu sýnt sig
hlýtur að ýta undir það, aö
horfiö verði aö hliðstæðum
verölagsháttum og í öllum okkar
nágrannalöndum, með fram-
kvæmd fyrrgreindra laga.
• Forustan var
Sjálfstæðisflokksins
Sem fyrr segir hurfu flest vestræn
ríki af braut verðlags- og við-
skiptahafta fljótlega eftir lok
síöari heimsstyrjaldar. Þaö var
þó ekki fyrr en á árum viðreisn-
ar, er Sjálfstæðisflokkurinn
hafði stjórnarforystu í rúman
áratug, aö leyst voru höftin í
íslenzku atvinnu- og efnahags-
lífi. Tilraun til aö afleggja verð-
lagshöftin 1969 fór hins vegar út
um þúfur sem fyrr segir, því
miður. Ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar fékk loks sam-
þykkta nýja verölagslöggjöf
1978, sem gerir ráö fyrir frjálsri
verölagningu, þar sem sam-
keppni er næg. Sú löggjöf kem-
ur væntanlega til framkvæmda í
haust, enda svo fyrir mælt í
þeim í frestunarákvæðum, er
núv. viöskiptaráöherra fékk
samþykkt.
Sjálfstæöisflokkurinn hafði for-
ystu í báöum þeim ríkisstjórn-
um, er hér áttu hlut aö máli:
viöreisnarstjórninni og síöustu
ríkisstjórn. Þaö er í samræmi
viö sögulegt hlutverk hans sem
frjálshyggjuflokks í íslenzku
þjóöfélagi. Aöstaöa hans til aö
framfylgja þjóðfélagsþróun í
frjálshyggjuátt verður þó aldrei
betri en sú, er þjóöin skapar
honum hverju sinni. Það er
mergurinn málsins. — »f.
Svavar Gestsson,
viöskiptaráöherra 1979.